Sagnir - 01.06.2000, Page 105

Sagnir - 01.06.2000, Page 105
lögin. Til dæmis var ekki lengur hægt að dæma menn í ævilanga þrælkun fyrir alvarlegri glæpi samkvæmt umgetnu konungs- bréfi. Dómurum var einnig ætlað að hafa hliðsjón af danskri til- skipun frá 20. febrúar 1789. Með henni urðu tímamót þar sem dómarar áttu t.d. að taka tillit til aðstæðna og ástæðna hins framda glæps.19 Skiptar skoðanir voru innan Landsyfirréttarins um hve harkalegar refsingar skyldu vera.20 Þar skar Magnús Stephensen dómstjóri sig úr en hann var talsmaður mildra refsinga sam- kvæmt sinni upplýstu skoðun, ólíkt ísleifi Einarssyni meðdóm- ara, eins og alþekkt er. Magnús vildi í mörgum málum frekar beita sektum en líkamsmeiðingum. Mál Guðrúnar Eiríksdóttur fyrir Landsyfirrétti Hér verður nú rakið hvernig sakamálayfirrétturinn tók á dómi þeim sem felldur var í efstarétti (undirdómi) í heimasýslu Guð- rúnar. Mál hennar var sent áfram til hins konunglega íslenska yfirkrimínalréttar. Þar var dómi héraðsdóms um ævilanga tukt- húsvist og þrælkun í Kaupmannahöfn hnekkt.21 Það þótti sýnt að ekki hefði það verið ásetningur Guðrúnar að stofna til morð- brennu. Þetta kemur fram í aðfaraorðum að dómi þeim sem yfir henni var felldur þann 5. maí 1809. Öll hennar aðferð við þennan þjófnað, vottar nógsam- lega, að ásetningur hennar með eldskveykjuna, hefur einungis verið að lýsa sjálfri sjer við þjófnaðinn, en enganveginn að stofna þarmeð morðbrennu, sem henni annars var svo auðveld, þar hún þá hefði fljótast og viss- ast náð þessum illræðistilgangi með því að kveykja í hey- tóptinni, í stað þess að taka þaðan tuggu og tendra hana á óeldfimari stað.22 Guðrún hlaut líkamlega refsingu í stað fangelsisvistar fyrir þjófnað og eldkveikju. Hún var dæmd til að þola 30 vandar- högg. Þeim dómi var framfylgt þann 15. júlí 1809. Ekki hefur lík- amlegt ástand Guðrúnar þótt þola öll þau högg enda var leyft samkvæmt dómnum að taka mið af heilsufari hennar þegar fjöldi högga væri endanlega ákveðinn.23 Heima í héraði var hún því dæmd til að þola 25 vandarhögg.24 Einnig var Guðrún sekt- uð og henni gjört að „bæt[aj ...verð þess stolna með 3 rdl. 5 sk. og fyrir orsakaðar skemmdir með þjófnaði hennar og elds- kveykju, 20 sk., og borg[a] allan af málinu löglega leiddan kostnað, þar á meðal til aktors fyrir yfircriminalrjettinum 3 rd., en til defensors fyrir sama 2 rdl."25 Samgönguleysið hefur eflaust bjargað Guðrúnu frá tukthús- vist. Það má leiða líkur að þessu með því að bera refsingu henn- ar saman við dóma sem aðrir glæpamenn fengu á árunum á undan fyrir þjófnað. Þessu til stuðnings verður hér getið tveggja dóma Landsyfiréttar frá árinu 1807 í þjófnaðarmálum. Þann 5. febrúar 1807 var Gísli Sigurðsson frá Brekku á Kjal- arnesi dæmdur í tveggja ára erfiðisvinnu á Islandi fyrir að stela lambi frá nágranna sínum.26 Þetta mál má bera saman við lambs- þjófnað sýslungakonu Guðrúnar, Ingiríði Eiríksdóttur frá Hólkoti. Ingiríður stal lambi og nokkrum smámunum. Fyrir þennan þjófnað var Ingiríður dæmd til að hljóta 20 vandar- högg.27 Hún hlaut því líkamsrefsingu fyrir, fljótt á litið, sambæri- legan þjófnað og Gísli Sigurðsson. Refsingu sína tóku þær út sama daginn og á sama stað.28 Þann sama dag og dæmt var í máli Gísla Sigurðssonar voru einnig dæmdir fyrir þjófnað þeir Oddur Guðbrandsson og Jón Pálsson. Þeir brutust inn í krambúð Bjarna Sigurðssonar Sívert- sen kaupmanns í Hafnarfirði haustið 1806. Fyrir þennan þjófn- að voru þeir dæmdir til þess að erfiða í tukthúsi á Islandi í tvö ár.29 Það sannaðist á Guðrúnu að hún hefði framið innbrot og viðhaft gáleysi með eld sem hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Tukthúsvist hlaut hún þó ekki sökum skorts á húsnæði. Ómögu- legt er að segja hvort Guðrún hefði fremur kosið hýð- ingu eða tukthúsvist. Hún var dæmd kona og dómur réttarins og sveitunga hefur eflaust fylgt henni frá þessu. Hvers vegna þyngri dómur í héraði? Þórður Björnsson sýslumaður og félagar norður í landi sýndu Guðrúnu Eiríksdóttur ekki mikla mis- kunn með dómi sínum þann 1. mars 1809. Þeir vildu ekki virða Guðrúnu það til vorkunnar að hún hefði kveikt eldinn til þess að sjá betur til við þjófnaðinn. Þeir töldu það henni frekar til málsbóta að vindur hafi verið sunnanstæður þetta kvöld og þar af leið- andi hefði loginn sjálfsagt borist í burtu frá bænum!30 Dómurinn yfir Guðrúnu var mildaður í Landsyfir- rétti vegna þess að hún kveikti eldinn ekki af ásetn- ingi. Sennilega lá réttlætiskennd dómaranna að baki enda Magnús Stephensen kominn til landsins.31 Fjár- skortur og erfiðleikar við að koma föngum til Kaup- mannahafnar hafa þó eflaust líka átt sinn þátt í mild- un dómsins. A þessum árum fengu sýslumenn ósjaldan orð í eyra frá Landsyfirréttinum vegna lé- legrar málsmeðferðar. Eftir stofnun Landsyfirréttar höfðu dómarar meiri tíma til þess að fara betur yfir mál og tryggja eftir bestu getu að málsmeðferð væri rétt í undirrétti.32 Hvers vegna var dómur þeirra í Þingeyjarsýslu jafnharkalegur og raun bar vitni, m.a. í ljósi þess að þetta var fyrsti þjófnaðurinn sem hún varð uppvís að?33 Þar getur margt komið til. Hegningarlöggjöfin sem til var í landinu var nokkuð glundroðakennd. Um fjölda tilskipana, úrskurða, konungsbréfa og lagasetninga var að ræða. Oft var því erfitt fyrir við- komandi sýslumenn og dómara að dæma í málum.34 Hér verður reynt að benda á hugsanlega skýringu. Árin 1808 og 1809 var ekki dæmt í mörgum þjófnað- armálum í Landsyfirrétti. Árið 1808 féllu þar dómar í tveimur þjófnaðarmálum. Bæði atvikin áttu sér stað í Þingeyjarsýslu. Þann 27. júní var dæmt í sauðaþjófn- aðarmáli bræðranna Einars og Benjamíns Egilssona og annarra meðsekra, frá Brekku í Aðalreykjadal í Þingeyjarsýslu.35 í sauðaþjófnaðarmáli Kristjáns Helgasonar, á Brúum, og Sigfúsar Jónssonar vinnu- manns á Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu var dæmt þann 29. ágúst.36 Árið 1809 dæmdi Landsyfirréttur/sakamálayfir- réttur í fimm þjófnaðarmálum. Þar af áttu tvö atvik sér stað í Þingeyjarsýslu, þjófnaðarmál Guðrúnar og Ingiríðar. Það vekur spurningar um hvort óvenju mikið hafi verið um þjófnaði þessi tvö ár í Þingeyjar- sýslu miðað við aðrar sýslur eða hvort yfirvöld Þing- eyinga hafi verið atorkusamari við rannsóknir þjófn- aðarmála en kollegar þeirra í öðrum sýslum. Jafn- framt má velta fyrir sér hvort sýslumaður og dómar- ar hafi viljað vara fólk við frekari þjófnaðartilraunum með því að dæma Guðrúnu í ævilangt fangelsi í Kaupmannahöfn. 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.