Sagnir - 01.06.2000, Síða 108

Sagnir - 01.06.2000, Síða 108
Tölvupóstur í samanburði við aðrar heimildir Þegar tölvupóstur er borinn saman við aðrar hefð- bundnar heimildir, s.s. dagblöð, tímarit, skýrslur, sendibréf, útvarp og sjónvarp þá má helst líkja hon- um við sendibréf. Tölvupóstur á það sameiginlegt við sendibréf að hann er yfirleitt stílaður á einn við- takanda í stað hóps. Það eru þó nokkur mikilvæg at- riði sem greina tölvupóst frá sendibréfum: * Tölvupóstur er gjarnan á skeytaformi; stuttar athugasemdir sem svar við fyrri skeytum og lítils virði teknar úr samhengi fyrri skeyta. Oft á tíðum er tölvupóstur notaður í stað símtals. * Tölvupóstur er oft á tíðum skrifaður án yfirvegun- ar. Oft virðist sem sendanda finnist að hann geti falið sig á bak við tölvuna og látið í Ijós skoðanir sem við- komandi myndi aldrei láta í ljós persónulega eða í sendibréfi. Þrátt fyrir að stór hluti tölvupóstsendinga sé á ofan- greindu formi notar fjöldi fyrirtækja, stofnana og ein- staklinga tölvupóst á ábyrgan hátt og sendir mikil- væg skjöl á milli sín sem viðhengi en án nokkurar tryggingar um auðkenningu uppruna og fullvissu um afhendingu. Þessir óvissuþættir eru einnig sam- eiginlegir með sendibréfum: * Tölvupóst má auðveldlega falsa (þótt yfirleitt sé hægt að komast að raunverulegum sendanda með einhverri fyrirhöfn). Þetta gildir einnig um sendibréf. * Tölvupóstur er ekki áreiðanlegasti samskiptaháttur sem til er. Allir sem nota tölvupóst að einhverju ráði kannast við að hann á það til að skila sér ekki, annað- hvort vegna mistaka í sendingu, móttöku eða ann- arra tæknilegra örðugleika. Sendibréf eiga það einnig til að týnast þótt sjaldgæfara sé en hægt er að tryggja móttöku með ábyrgðarsendingum. Starfsmenn skyldaðir til að nota tölvupóst á ábyrgan hátt Með rafrænni undirskrift (e. digital signature) er hægt að tryggja að uppruni tölvupósts sé réttur og af- hending hans tryggð. Þessi aðferð kemur í veg fyrir falsanir og tryggir áreiðanlegar sendingar. Það er eðlilegt að tölvupóstur með rafrænni undirskrift sem sendur er til stofnana með skilaskyldu á skjölum sé meðhöndlaður á sama hátt og önnur skjöl. Tölvupóstur er tiltölulega nýr samskiptaháttur og er rétt um þessar mundir að slíta barnsskónum. Það er galli, hvað heimild- argildi tölvupósts varðar, að oft er ekki ljóst hvort tölvupóstur er sendur af einstaklingi og þar með hans eigin skoðanir sem ver- ið er að láta í ljós eða hvort um opinbera skoðun fyrirtækis er að ræða. Margar stofnanir eru að ráða bót á þessu t.a.m. með því að skylda starfsmenn til að nota tölvupóst á ábyrgan hátt og að- greina persónulegan póst frá pósti sem sendur er á vegum við- komandi stofnunar. Það er ekki fyrr en rafrænar undirskriftir eru orðnar að lög- um og fyrirtæki og stofnanir hafa aðgreint persónulegan tölvu- póst starfsmanna frá pósti sem sendur er á vegum fyrirtækis eða stofnunar að hægt er að taka tölvupóst jafnalvarlega og aðrar hefðbundnari heimildir. Gísli Tryggvason FRAMKVÆMDASTJÓRI BHM, LÖGFRÆÐINGUR Tölvuskeytin eru ekki gögn fyrr en þau eru prentuð út Ekki tel ég rétt að hafa tölvupóst skilaskyldan líkt og gert er ráð fyrir með opinber gögn, a.m.k. ekki fortakslaust. í 5. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Islands er opinberum aðilum gert skylt að afhenda Þjóðskjalasafni eða öðru safni „skjöl sín" til varðveislu. Vaknar þá spurningin hvað telst skjöl samkvæmt gildandi lögum. I 2. mgr. 3. gr. sömu laga er hugtakið skjal skil- greint svo: „Þegar talað er um skjöl og skráðar heimildir í lögum þessum er átt við hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og orðið hafa til við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings hvort sem um er að ræða skrifleg gögn, uppdrætti, ljós- myndir, filmur, örglærur, hljóðupptökur, gataspjöld, seg- ulbönd eða önnur hliðstæð gögn." Tölvuskeyti til opinberra aðila og frá þeim falla vissulega efnis- lega undir tilvitnaða skilgreiningu laganna enda „hafa [þau] að geyma upplýsingar" og teljast væntanlega hafa orðið til „við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings" og eru í raun „skrifleg" - þótt með rafrænum hætti sé. Hins vegar tel ég að tölvuskeyti sem slík - þ.e. lesin á tölvuskjánum - verði ekki eftir almennum málskilningi kölluð „skjöl." Er þá komið að því skilyrði laganna, sem lýtur að forminu og þrítekið er í tilvitnuðu lagaákvæði; tölvuskeytin uppfylla ekki það hugtaksatriði að vera „gögn." (Að vísu má segja að síð- an lög um Þjóðskjalasafn íslands voru sett 1985 hafi myndast al- menn málvenja um að telja tölvuskeyti og aðrar upplýsingar á tölvutæku formi til gagna og gæti svonefnd framsækin lögskýr- ing því leitt til annarrar niðurstöðu. Þegar litið er til þeirra dæma, sem talin eru í lagaákvæðinu (filmur, -glærur, -spjöld og -bönd), virðist mér þó ljóst að átt sé við efnisleg eða líkamleg 106
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.