Sagnir - 01.06.2000, Page 111

Sagnir - 01.06.2000, Page 111
Eggert Þór Bernharðsson ER SAGNFRÆÐXNGUR. HaNN VAR EINN AF FYRSTU RITSTJÓRUM Sacna Sagnir 20 ÁRA - Afmæliskveðja1 Þegar Sagnir komu heim til mín í pósti á föstudag varð konu minni að orði er hún leit á forsíðuna: „Eru virkilega liðin 20 ár frá því fyrsta heftið kom út?" Ekki ber á öðru. Samt virðist svo ótrúlega stutt síðan við Gunnar Þór Bjarnason réðum ráðum okkar á leið frá Háskólanum upp á Skólavörðuholt á jólaföst- unni árið 1979. Leiðir skildu yfirleitt við Hallgrímskirkju en þar leituðum við iðulega skjóls fyrir veðri og vindum og ræddum af ákafa um hugsanlega útgáfu tímarits á vegum sagnfræðinema, æstum hvorn annan upp án þess að hafa hugmynd um hvað við værum að ana út í. Ég á fyrsta ári, hann kominn aðeins lengra. Ætli það hafi ekki verið á síðasta kennsludegi fyrir jól sem við tókum loks þá örlagaríku ákvörðun að reyna fyrir okkur í blaða- útgáfu. Næstu vikur og mánuði var unnið sleitulaust en með samstilltu átaki nokkurra hæfilega léttlyndra sagnfræðinema leit blaðið dagsins Ijós á vordögum árið 1980, rétt í þann mund er próf voru að bresta á, alls 88 síður. Auðvitað var amatörbrag- ur á útgáfunni enda fjárvana nýgræðingar að verki. Ritstjórapistillinn í þessum fyrstu Sögnurn þótti skondinn og líkingarnar nokkuð sérstakar, jafnvel dónalegar, en þar sagði frá því er við félagarnir tókum „að gæla við þá hugmynd að eign- ast afkvæmi í blaðaformi." Síðan var ritað: Meðgöngutíminn var stuttur en erfiður. I janúar hófst efnisöflun og ýmis undirbúningsvinna sem stóð fram yfir páska. Eftir páska tóku hríðirnar að gera vart við sig. Þær voru átakamiklar því vegna fátæktar varð að vélrita allt efni upp og við urðum sjálfir að setja blaðið. Af- kvæmið er því ekki eins útlitsfagurt sem skildi, en við biðjum lesendur að virða viljann fyrir verkið. Nú er það í heiminn borið og það er þitt lesandi góð- ur og sögunema framtíðarinnar að kveða á um hvort það eigi skilið að eignast systkini eður ei. Og nú eru „systkinin" orðin tuttugu. Hann er langur vegurinn frá fjölritaða heftinu, með þrykkistöfunum, upplímdu vélrituðu dálkunum og skrýtnu skreytingunum til glæsiritsins sem birtist okkur í ár eins og raunar síðustu fimmtán árin á undan. Fyrstu árin var þróun Sagna hæg en bítandi, fyrsti árgangur- inn var fjölritaður og heftur í kjölinn, sá númer tvö fjölritaður og límdur, þriðji árgangurinn offsetprentaður og saumaður en sá fjórði unninn með nýjustu tækni en í býsna litlu broti miðað við hina þrjá. Stökkið inn í nútímann var síðan tekið skólaárið 1983- 84 undir forystu Helga Þorlákssonar á sérstöku útgáfunám- skeiði sem hann hélt. Þar tók fjölmenni þátt og áhugi nemenda var ótrúlegur. Árangurinn varð líka eftir því. Nýjar og endur- bættar Sagnir vöktu verðskuldaða athygli og það sem meira var, rokseldust. Næstu ár var byggt á þeirri reynslu sem fékkst á útgáfunámskeiðinu og reyndar lét gamli Sagnahóp- urinn ekki staðar numið eftir að námi lauk því marg- ir fyrrum ritnefndarmenn blaðsins höfðu forgöngu um nýtt tímarit Sögufélags, Nýja sögu sem kom fyrst út árið 1987. Þegar Ný saga var í burðarliðnum óttuð- ust sumir sagnfræðinemar um hag Sagna, héldu að samkeppnin gæti riðið nemendaritinu að fullu en við sem stóðum að Nýrri sögu vorum sannfærð um að hugsanleg samkeppni yrði aðeins til góðs. Og mikið rétt. Sagnfræðinemar tvíefldust og hafa síðan ekkert gefið eftir. Tuttugu ár eru langur tími í lífi tímarits þar sem nánast öll störf eru unnin af sjálfboðaliðum, af fólki sem leggur ósjaldan nótt við dag til að gera ritið sem best úr garði. Með elju og áhuga hafa sagnfræðinem- ar árum saman gefið út glæsilegasta nemendatímarit í Háskóla íslands og þótt víðar væri leitað. Útgáfu- störfin hafa verið mörgum gott veganesti til framtíð- ar. Þegar nöfn ritstjóra og ritnefndarfólks í þessum tuttugu árgöngum eru talin reynast þau tæplega 190. Vissulega hafa sumir komið oftar en einu sinni við sögu en þetta er drjúgur hópur. Og blaðið hefur ver- ið mikilvægur vettvangur fyrir rannsóknir nemenda. Þar hafa ófáir sagnfræðingar stigið sín fyrstu skref. Lausleg talning sýnir að ríflega 300 höfundar hafa átt efni í Sögnum þessi tuttugu ár eða að meðaltali um 15 höfundar í hverju hefti. Sumir hafa auðvitað verið iðnari við kolann en aðrir og skrifað fleiri en eina grein. En blaðið hefur ekki aðeins verið þýðingarmik- ill tengiliður nemenda við leika og lærða í áranna rás heldur hefur efni þess oft á tíðum verið markvert framlag til íslenskra sagnfræðirannsókna. Sagnir hafa verið í sífelldri þróun og endurskoð- un, stundum hafa breytingarnar verið smávægilegar, stundum stærri í sniðum. En alltaf hefur verið jafn- gaman og spennandi að fá blaðið í hendur. Og svo verður áfram því mörg merkisafmæli eru framund- an. Sagnfræðinemar munu ekki láta deigan síga ef ég þekki þá rétt og Sagnir verða í framtíðinni sem hing- að til árlegt tilhlökkunarefni. Þær lengi lifi - Skál. 1 Afmæliskveöju þessa flutti Eggert Þór Bernharðsson á Sagnafundi sem haldinn var fimmtudaginn 18. maí árið 2000, en á fundinum var 20. árgangur Sagna kynntur og ræddur. 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.