Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, var kjörinn bæjarstjóri Kópavogs á fundi bæjar- stjórnar í gær. Málefnasamningur nýs meiri- hluta var kynntur á fundinum. Ármann var kjör- inn með sex atkvæðum en fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa standa að meirihlutanum. Í leyni- legri atkvæðagreiðslu fékk Ómar Stefánsson eitt atkvæði en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Margrét Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, var kjörin forseti bæjarstjórnar. Rannveig H. Ágeirsdóttir verður formaður bæjarráðs og þar sitja með henni hinir oddvitar meirihlutaflokk- anna. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæj- arstjóri, verður formaður framkvæmdaráðs. Ármann kosinn bæjarstjóri Kópavogs Morgunblaðið/Eggert Nýr meirihluti tók formlega við stjórnartaumunum í Kópavogi í gær Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Ísland hefur fjögur ár, áður en næsta úttekt fer fram árið 2016, til að koma til framkvæmda þeim athugasemd- um frá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem það ákveður að sam- þykkja. Ráðið setti fram tugi at- hugasemda við kynbundið launamis- rétti, kynferðisafbrot, fangelsis- og innflytjendamál og trúfrelsismál. Samkvæmt upplýsingum frá inn- anríkisráðuneytinu er unnið að því að taka afstöðu til athugasemdanna, en Ísland á að skila viðbrögðum sín- um til Mannréttindaráðsins í lok þessa mánaðar. Komið var á þver- faglegum hópi úr innanríkis-, mennta- og menningarmála-, um- hverfis-, utanríkis- og velferðarráðu- neytum til að vinna skýrslu vegna ábendinga nefndar SÞ. Er unnið að mótun landsáætlunar í mannréttind- um fyrir Ísland og litið til hennar um viðbrögð við athugasemdum ráðsins. Laga brotalamir í kerfum „Við tökum þessi mál mjög föstum tökum,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en hann hafi orðið var við að ráðið telji Íslendinga vera að gera það. „Við munum láta þetta verða okk- ur að hvatningu til að laga þær brotalamir sem er að finna í okkar kerfum.“ Mannréttindaráðið taldi ástand mannréttinda þó almennt gott og fagnaði aðkomu almennings að stjórnarskrá, jafnréttismálum, bar- áttu í mansalsmálum og hjónabönd- um samkynhneigðra. Gagnrýni kom víða að Alls tóku 25 sendinefndir ríkja þátt í umræðum um Ísland. Gagn- rýni kom á að ungir og eldri fangar væru vistaðir saman en einnig að dæmdir fangar og varðhaldsfangar væru saman. Gagnrýni vegna út- lendinga- og innflytjendamála sneri helst að skorti á aðgerðum til að vinna gegn kynþáttahatri og mis- munun byggðri á því. Mörg ríki lýstu yfir áhyggjum af því hve fáar kærur bærust í kynferðisafbrotamálum og vægum dómum í þeim. Flest ríkin gagnrýndu að Ísland hefði annað- hvort ekki staðfest sáttmála er sneru að mannréttindum eða ekki gerst að- ili að þeim. Skýrsla vinnuhóps ráðsins byggist á yfirferð hans með sendinefnd Ís- lands sem Ögmundur fór fyrir í Genf í desember í fyrra. Tók sendinefndin þá afstöðu til tuga tillagna um úr- bætur, tók undir sumar, þegar hefði verið fjallað um þær, og aðrar yrðu skoðaðar frekar. Mannréttindaráð SÞ mun funda um afstöðu Íslands á fundi sínum 15. mars nk. Fjögur ár til að bregðast við  Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna með tugi athugasemda  Setja út á kynferðisafbrot, fangelsis- og innflytjendamál  Skila á viðbrögðum í lok mánaðar Hvatning til að laga þær brotalam- ir sem er að finna í okkar kerfum. Ögmundur Jónasson Meðalaldur íslenska fiskiskipaflot- ans hefur hækkað um sex ár á fjórtán ára tímabili. Á sama tíma hefur heildarfjöldi fiskiskipa minnkað um 18%, úr 2.029 í 1.659 skip. „Það er auðvitað stóralvarlegt mál ef það er ekki verið að end- urnýja fiskiskipaflotann,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sem fékk í gær svar frá innanríkisráð- herra um aldur skráningarskyldra íslenskra fiskiskipa aftur til 1998. „Flotinn er að eldast og er mun eldri en ég ætlaði,“ segir Guð- laugur og tekur sem dæmi að meðalaldur 24-45 m skipa sé nú kominn upp í 35 ár og hafi hækkað um níu ár á 15 ára tímabili. Það sé alvarlegt mál ef ekki er verið að endurnýja fiskiskipaflotann. Hluti af öryggismálum Guðlaugur bendir á að stutt sé síðan Íslendingar voru minntir rækilega á mikilvægi þess að ör- yggismál sjómanna séu í lagi. „Það vantar að komið sé meira inn á þann þátt þegar verið er að ræða sjávarútvegsmálin,“ segir Guðlaugur. Endurnýjun fiski- skipaflotans sé varla fyrirsjáanleg á meðan ríkisstjórnin haldi sjáv- arútvegsútmálum í óvissu. sigrunrosa@mbl.is Meðalaldur fiskiskipa hækkað um 6 ár frá 1998 Meðalaldur íslenskra fiskiskipa í árum m.v. 1. janúar hvers árs 1998 2012 35 30 25 20 15 10 5 0 8-15 m 24-45 m Öll fiskiskip 26 18 16 35 24 20 Heimild: Siglingastofnun Íslands  Flotinn úreldist jafnt og þétt Til stendur að hækka bílastæðagjöld í miðbænum um 100 krónur fyrir klukkutímann og lengja gjald- skyldan tíma. Meirihluti umhverfis- og sam- gönguráðs samþykkti á fundi sínum í gær að beina því til borgarráðs að hækka gjald fyrir bílastæði í Kvos- inni og á Laugavegi úr 150 í 250 krónur fyrir klukkutímann. Er þetta 66% hækkun. Jafnframt hefst gjald- skyldan klukkutíma fyrr á daginn, eða klukkan 9 í stað 10, og gjald- skyldu lýkur ekki fyrr en klukkan fjögur á laugardögum. Stöðumæla- gjaldið verður hækkað úr 80 í 150 krónur á gjaldsvæði tvö í miðborg- inni, eða um 87%, og einnig verður stöðumælagjald við háskólana og sjúkrahúsin hækkað. Gjald í bíla- stæðahúsum verður óbreytt. Kristín Soffía Jónsdóttir, varafor- maður umhverfis- og samgönguráðs, segir að breytingin sé gerð í þeim eina tilgangi að auka nýtingu bíla- stæða í miðborginni. Hún bendir á að bílastæðin séu ætluð fyrir við- skiptavini stofnana og fyrirtækja. Mælingar sýni hins vegar að bíla- stæðin í miðbænum séu meira og minna full allan daginn og við- skiptavinir eigi erfitt með að finna stæði. Á sama tíma séu laus stæði aðeins lengra frá og í bílastæðahús- unum. Gjaldinu sé ætlað að stýra notkun stæðanna þannig að þau nýt- ist betur. Ansi brött hækkun Fulltrúi VG í umhverfis- og skipu- lagsráði studdi tillögu meirihlutans en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Gísli Marteinn Baldursson segir að færa megi ýmis rök fyrir þessum breytingum en hækkunin sé ansi brött. Hana verði einnig að skoða í ljósi þess hversu mikið meiri- hlutinn hafi aukið álögur á borgar- búa. helgi@mbl.is Stöðu- gjöldin hækkuð  Klukkutíminn mun kosta 250 krónur Morgunblaðið/Golli Stæði? Mikið álag er á bílastæðum í miðbænum og víða lagt ólöglega. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.