Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Stuttar fréttir ... ● Ríkissjóður Grikklands tók í gær til- boðum fyrir 1,3 milljarða evra í ríkisbréf til þriggja mánaða og er ávöxt- unarkrafan 4,61%. Alls bárust tilboð fyrir 2,701 milljarð evra í útboðinu sem er það fyrsta sem ráðist er í eftir að gríska þingið samþykkti verulegan nið- urskurð á ríkisútgjöldum. Hann var skil- yrði þess að Grikkir fengju 130 milljarða evra björgunarpakka frá Evrópusam- bandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 1,3 milljarða evra útboð ● Túnfiskeldisfyr- irtækið Umami Sustainable Sea- food, sem er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, seldi fisk fyrir 55,6 milljónir Banda- ríkjadala (6,8 millj- arða króna) á fyrstu sex mán- uðum fjárhagsárs- ins 2012, sem lýkur 30. júní næstkom- andi. Hagnaður félagsins á tímabilinu nam hins vegar 16,9 millljónum dala (um tveimur milljörðum króna). Í afkomuspá fyrirtækisins fyrir fjárhagsárið í heild er gert ráð fyrir 80 milljóna dala sölu, eða um 10 milljarða króna. Umami hagnast um tvo milljarða króna Lostæti Umami selur túnfisk. ● Nýtt met var sett í útflutningi á frönsku áfengi í fyrra en alls nam út- flutningurinn frá Frakklandi rúmum 10 milljörðum evra, 1.623 milljarða króna. Er það 10,55% aukning í tekjum á milli ára, en magnaukningin í útflutn- ingi er mun minni og nemur einungis 2,4%. Útflutningur á áfengi er einn stærsti liðurinn í útflutningstekjum Frakka. Stærsti hluti útflutts áfengis frá Frakklandi fer til annarra ríkja í Evrópu en mikill vöxtur er í útflutningi til Asíu. Frakkar settu nýtt met í vínútflutningi í fyrra Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í lok síðustu viku birti Össur hf. ársuppgjör sitt og kom þar fram að söluvöxtur á árinu 2011 hefði verið góður eða um 9% og að heildarsalan hefði numið 401 milljón Bandaríkjadala samanborið við 359 milljónir dala árið 2010. Engu að síður er bæði hagnaðurinn og vöxturinn minni en sumir greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir og þegar Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er spurður hvort það valdi ekki einhverri óánægju segir hann svo ekki vera: „Við höfðum stefnt að svona vexti og hagnaði og þó svo að einhverjar greiningardeildir hafi talið að við myndum vaxa enn meira en við reiknuðum með þá erum við mjög ánægð með árið,“ segir Jón. Jón mun halda fyrirlestur á Viðskiptaþingi Við- skiptaráðs í dag þar sem hann spyr hvers virði sérstaða Íslands sé. Þar mun hann meðal annars fjalla um muninn á því að fá erlenda viðskiptamenn til Íslands og að koma til annarra landa sem erlendur viðskiptamaður. Fyrirtækið hefur stefnt að svona vexti og hagnaði Morgunblaðið/Árni Sæberg Össur Fyrirtækið framleiðir stoðtæki aðallega fyrir Bandaríkjamarkað, þar sem salan jókst um 9%.  Jón Sigurðsson talar á Viðskiptaþingi í dag Ársreikningur 2011 » Heildarsala Össurar var 401 milljón Bandaríkjadala. » EBITDA nam 76 milljónum Bandaríkjadala eða 19% af sölu. Framlegð nam 249 millj- ónum dala eða 62% af sölu og hagnaður nam 37 milljónum dala eða 9% af sölu. » Árangur ársins þakka for- svarsmenn fyrirtækisins að- allega fjárfestingum í nýjum sölukerfum sem jók söluna, stöðugu framboði á nýjum vörum og nýju verksmiðjunni í Mexíkó. Barack Obama Bandaríkja- forseti hefur lagt til að arðgreiðslur tekjuhárra ein- staklinga – þeirra sem eru með meira en 200 þús- und Bandaríkja- dali í árslaun (25 milljónir króna) – verði skattlagðar eins og um tekjur væri að ræða. Í slíkum tilfellum myndi skattprósentan hækka úr 15% í 39,6%. Þetta kemur fram í fjárlaga- tillögum fyrir árið 2013 sem Obama kynnti fyrir Bandaríkjaþingi á mánudag. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir því að hæsta tekjuskatts- þrepið hækki úr 35% í 39,6%. Að sögn stjórnmálaskýrenda vestan- hafs er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu hjá Repúblik- anaflokknum, en hann hefur meiri- hluta um þessar mundir í full- trúadeild Bandaríkjaþings. Boðar hærri skatta á ríka  Bandaríkjaforseti kynnir fjárlög 2013 Barack Obama Skráð atvinnu- leysi í janúar var 7,2% en að með- altali voru 11.452 atvinnulausir í janúar og fækk- aði þeim um 0,1 prósentustig. Fækkun skýr- ist einkum af tvennu. Annars vegar að flestir þeirra ríflega 900 einstaklinga sem tóku þátt í námsátakinu „Nám er vinnandi vegur“ halda áfram námi vormisserið 2012. Í annan stað rann út um síðustu áramót bráðabirgðaákvæði um minnkað starfshlutfall. Í kjölfarið af- skráðust um áramótin nálægt 500 manns af atvinnuleysisskrá sem höfðu fengið greiddar atvinnuleys- isbætur með hlutastarfi. 7,2% at- vinnuleysi  Atvinnulausum fækkar í janúar Fjármálaráðuneytið hafnar því að líf- eyrissjóðirnir njóti einhvers konar fjárhagslegrar ívilnunar gagnvart öðrum fjárfestum sem taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands. Samkvæmt samkomulagi við fjár- málaráðuneytið munu lífeyrissjóðirn- ir taka þátt í útboði Seðlabankans í því augnamiði að fjármagna hlut þeirra vegna greiðslu sérstakra vaxtabóta árin 2011 og 2012. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsinga- fulltrúi fjármálaráðuneytisins, segir í samtali við Morgunblaðið að sam- komulagið hafi verið gert í samráði við Seðlabankann. Rétt eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær þá hefur eignarhalds- félagið Salander Holdings Ltd., sem er skráð á Möltu, kvartað til umboðs- manns Alþingis vegna framkvæmdar á gjaldeyrisútboði bankans þar sem fjárfestar sitji ekki við sama borð. Ró- bert Guðfinnsson, talsmaður félags- ins, segir að sjóðirnir fái sérlega góð kjör þar sem þeir „geti boðið lægra verð í útboðinu og tekið hagnaðinn inn í gegnum skattaívilnanir sem þeim bjóðast“. Fá sama verð Í svari frá Seðlabankanum segir að lífeyrissjóðunum bjóðist ekki betri kjör í útboðinu. „Þátttaka lífeyris- sjóðanna í útboðum bankans verður með hliðstæðum hætti og annarra fjárfesta og munu þeir sæta sömu skilmálum og aðrir. Útboðsfyrir- komulag verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast aðalmiðlur- um á sama verði. Hæsta samþykkta verð ræður útboðsverði. Fjárfestar fá því sama verð fyrir gjaldeyri sinn í út- boðinu.“ Í gjaldeyrisútboði Seðlabankans, sem fer fram í dag, er ætlunin að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir 100 milljónir evra. Annars vegar af lífeyr- issjóðunum í skiptum fyrir verð- tryggð RIKS30-bréf og hins vegar af langtímafjárfestum sem eru reiðu- búnir að kaupa krónur samkvæmt fjárfestingaleið Seðlabankans. hordur@mbl.is Seðlabankinn segir fjárfestum ekki mismunað í gjaldeyrisútboði Aflandskrónur Lífeyrissjóðirnir munu taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans sem fer fram í dag. Morgunblaðið/Ernir Hörður Ægisson hordur@mbl.is Alþjóðlega marsfyrirtækið Moody’s hefur breytt efnahagshorfum Bret- lands, Frakklands og Austurríkis úr stöðugum í neikvæðar. Það eru því auknar líkur á því að lánshæfismat ríkjanna, sem öll eru með AAA-láns- hæfiseinkunn, verði lækkað á næstu 12-18 mánuðum vegna neikvæðra áhrifa af evrópsku skuldakreppunni. Moody’s lækkaði jafnframt láns- hæfiseinkunn Ítalíu, Spánar, Portú- gals, Slóveníu, Slóvakíu og Möltu. Fram kemur í rökstuðningi Moodýs að lítill hagvöxtur í flestum Evrópu- ríkjum – og í sumum tilfellum sam- dráttur – grafi undan þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa kynnt til sögunn- ar til að auka innlenda eftirspurn og ýta yndir kerfislægar efnahagsum- bætur. Matsfyrirtækið hefur sömu- leiðis töluverðar efasemdir um að þær aðgerðir sem þegar hafi verið gripið til í þeim tilgangi að renna styrkari stoðum undir myntbandalagið skili tilætluðum árangri. Þrátt fyrir að tilkynning Moody’s hafi ekki haft mikil áhrif á evrópska hlutabréfamarkaði í gær er ljóst að sú ákvörðun að setja Bretland á nei- kvæðar horfur er ákveðið pólitískt áfall fyrir bresk stjórnvöld. George Osborne, fjármálaráðherra Bret- lands, brást við viðvörun Moodýs með því að minna á mikilvægi þess að haldið yrði fast í áætlanir stjórnvalda um að skera niður í ríkisrekstri og draga úr miklum halla ríkissjóðs. Hann bætti því ennfremur við að í ljósi núverandi óvissuástands sem ríkti í efnahagsmálum heimsins – ekki síst á evrusvæðinu – væri þetta aðvör- un til þeirra sem álitu að Bretland þyrfti ekki að grípa til harkalegra að- gerða til að lækka skuldabyrði ríkis- ins. Bresk stjórnvöld hafa legið undir töluverðu ámæli á síðustu misserum af hálfu stjórnarandstöðunnar fyrir að slaka ekki á niðurskurðaráformum sínum til að auka líkurnar á því að hagvöxtur taki við sér. Fari svo að Bretland missi hæstu lánshæfiseinkunn telja flestir fjár- málasérfræðingar að það hafi engu að síður lítil sem engin áhrif á fjár- magnskostnað Bretlands. Áhættuá- lagið á bresk ríkisskuldabréf til tíu ára stóð nánast í stað í viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Það er hins vegar ljóst að það verður erfitt fyrir breska ráðamenn að færa rök fyrir því að núverandi staða efnahags- mála réttlæti að breska ríkið sé með hæstu lánshæfiseinkunn. Fjárlaga- halli síðasta árs nam 8,4%, sem er töluvert meira en í mörgum öðrum ríkjum á evrusvæðinu sem standa höllum fæti. Lánshæfismat margra Evrópuríkja endurskoðað Moody’s metur horfur neikvæðar í Bretlandi AP Óvissar horfur Bretland gæti misst hæstu lánshæfiseinkunn.                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-,. +/,-0, +,,-12 ,+-234 ,+-.31 +5-102 +11-40 +-4042 +5/-+/ +0+-10 +,,-41 +/1-3/ +,,-21 ,+-20/ ,+-.00 +5-.,+ +11-/1 +-4231 +5/-24 +0+-5+ ,,,-+34. +,,-5, +/1-40 +,1-3/ ,+-511 ,+-4,/ +0-.24 +1.-1 +-42./ +/3-1+ +0,-,0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.