Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Kynningarfundur verður haldinn 15. febrúar kl. 20:00 á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir). Ekvador er eitt allra litríkasta og forvitnilegasta land Suður-Ameríku, um 230 þúsund ferkílómetrar að stærð og með um 14 milljón íbúa. Meirihluti þeirra er af frumbyggjaættum. Landsvæðið nær yfir þurrlendi við Kyrrahafið, upp í hásléttur og jökulþakin eldfjöll og niður í hlýjan og rakan frumskóg Amazon-svæðisins. Í þessari ferð er farið um fyrrgreinda landshluta til þess að kynnast mannlífi, náttúru, menningu og sögu sem nær mörg þúsund ár aftur fyrir okkar tímatal. Ferðin hefst í Quito, en gamli borgarhlutinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Síðan er ferðast norður í land á eldfjallaslóðir en þar á eftir allt suður til borgarinnar Cuenca, sem er talin með fegurri borgum álfunnar, skoðaðar inkarústir og þjóðgarðar, og bærinn Banos undir virka eldfjallinu Tungurahua heimsóttur í leiðinni. Stærsta borg landsins, Guyaquil er einn viðkomustaðurinn, ásamt fiskimannaþorpum norðar á ströndinni. Þar er farið í ýmsar skoðunarferðir, á sjó og landi. Að lokum er farið austur um í frumskóginn við Rio Napo þar sem Quechua-frumbyggjar kynna sitt land fyrir hópnum. www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Ekvador - milli fjalls og fjöru 16. október - 8. nóvember Fararstjóri: Ari Trausti Guðmundsson Til að tryggja þau faglegu vinnu-brögð sem ríkisstjórnin er fræg fyrir fékk iðnaðarráðherra Samfylk- ingarinnar gjaldkera Samfylkingar- innar til að stýra stýrihópi um „Heild- stæða orkustefnu fyrir Ísland“.    Þetta er vel viðhæfi því að um- ræddur gjaldkeri er um það bil sá eini sem í tíð gagnsæju ríkisstjórnarinnar hefur fengið að bæt- ast í hóp þeirra sem nýta orkuauðlindir Íslands.    Skýrsla gjaldker-ans var rædd á þingi í gær og mun vafalítið fá mikla um- ræðu þar og annars staðar. Sú umræða verður örugglega ekki síðri en umræðan um ramma- áætlun og ekki síður gagnleg.    Rammaáætlun ætlaði forsætisráð-herra að klára fyrir tveimur ár- um enda væri hún forgangsmál. Síð- an hefur áætlunin staðið í ríkisstjórninni sem hefur rætt hana fram og til baka á bak við luktar dyr og tafið um leið nýtingu orkuauðlind- anna.    Nema að vísu fyrir gjaldkera Sam-fylkingarinnar.    En nú þegar umræður fara framum heildstæða orkustefnu ofan á leyniumræður um rammaáætlun hlýtur efnahagur landsins að fara að vænkast.    Ekki er að efa að þessar umræðurverði virkjaðar í þágu lands og þjóðar.    Eða í það minnsta Samfylkingar. Vilhjálmur Þorsteinsson Gjaldgengur gjaldkeri STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 14.2., kl. 18.00 Reykjavík 6 alskýjað Bolungarvík 6 rigning Akureyri 9 skýjað Kirkjubæjarkl. 6 léttskýjað Vestmannaeyjar 7 alskýjað Nuuk -2 skafrenningur Þórshöfn 8 skýjað Ósló -2 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 alskýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 2 skýjað Brussel 3 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 10 skýjað London 7 heiðskírt París 6 skýjað Amsterdam 5 skýjað Hamborg 2 skýjað Berlín 0 snjóél Vín -1 léttskýjað Moskva -13 skýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 10 léttskýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 10 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 10 skýjað Winnipeg -11 heiðskírt Montreal -8 léttskýjað New York 5 alskýjað Chicago 0 alskýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:25 17:59 ÍSAFJÖRÐUR 9:40 17:54 SIGLUFJÖRÐUR 9:24 17:37 DJÚPIVOGUR 8:57 17:27 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Við erum komin með ákveðinn vegvísi að því hvernig við teljum að hægt sé að vinna áfram að þessu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, um viðræðurnar við Huang Nubo um fjárfestingar í sveitarfélaginu sem staðið hafa yfir í Peking undanfarna daga. Viðræðunum lauk í gær en Bergur Elías segir að það komi í ljós á næstu vikum hvar og hvenær viðræðunum verði haldið áfram. Töluverð vinna sé enn fyrir höndum áður en komist verði að niður- stöðu. Huang sé þó enn áhugasamur um kaupin á Grímsstöðum á Fjöllum. „Þetta hefur verið mjög jákvætt og við höldum áfram ákveðnum atriðum varðandi frágang málsins. Þetta er umfangsmikið verk og viðkvæmt hjá sumum heima fyrir. Við viljum að allri óvissu verði eytt og það hefur verið mikill velvilji að koma þessu verkefni af stað með öruggum og sómasamlegum hætti,“ segir hann. Verður í samræmi við lög Sú hugmynd hefur verið viðruð að Huang láni Norðurþingi fyrir kaupum á Grímsstöðum á Fjöll- um og að sveitarfélagið leigi honum svo jörðina. Á móti hefur verið bent á að slíkt fyrirkomulag þyrfti að samræmast ákvæðum sveitarstjórnar- laga sem kveða meðal annars á um að skuldir sveitarfélaga nemi ekki meira en 150% af reglu- legum tekjum og þrengja að heimildum þeirra til að ganga í ábyrgðir fyrir félög. Bergur Elías segist þó ekkert geta tjáð sig um fjármögnun verkefnisins að svo stöddu. „Það eru ákveðin lög sem við þurfum að starfa eftir. Ég get fullvissað alla um að þetta verður gert í takt við lögin,“ segir Bergur Elías sem kem- ur heim í kvöld. Hann fór til Kína í síðustu viku ásamt Halldóri Jóhannssyni, talsmanni Huangs hér á landi. Var ferðin farin að frumkvæði Norð- urþings en sveitarfélagið hefur haft það markmið að efla ferðaþjónustu á Norðurlandi. Vegvísir að frekari viðræðum Gatnamót Miklubrautar og Grensás- vegar og gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar eru slysahæstu gatnamótin á höfuðborgarsvæðinu. Samtals urðu nítján slys á fyrrnefndu gatnamótunum á árunum 2008 til 2011 og átján á þeim síðarnefndu. Þótt þessir tveir staðir skeri sig ei- lítið úr þá er ekki langt í tvenn önnur gatnamót á Miklubraut, samkvæmt upplýsingum sem lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur tekið saman úr gögnum frá Umferðarráði. Það eru gatnamótin við Kringlumýrarbraut og Háaleitisbraut. Í 5.-6. sæti á listan- um eru gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar og gatnamót Stekkjarbakka, Skógarsels og Breið- holtsbrautar en á þeim hvorum tveggja urðu tólf umferðarslys á þessum fjórum árum. Hættulegustu vegarkaflarnir eru Reykjanesbraut á milli Vífils- staðavegar og Urriðaholtsbrautar, þar urðu ellefu umferðarslys, og Hafnarfjarðarvegur, á milli aðreinar að Digranesvegi að frárein frá Fífu- hvammsvegi, þar sem 10 slys urðu. Ljósmynd/Lögreglan Umferðarþungi Gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar eru hættuleg. Hættulegustu gatna- mótin á Miklubraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.