Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þótt þing Grikklands hafi samþykkt sparnaðartillögur, sem ráðamenn á evrusvæðinu settu sem skilyrði fyr- ir neyðarláni til að afstýra greiðslu- þroti gríska ríkisins, er óvissa um hvort þeim verði komið í fram- kvæmd eftir þingkosningar sem eiga að fara fram í apríl. Deilan um sparnaðartillögurnar hefur orðið til þess að tveggja flokka kerfið í Grikklandi er í rúst, að sögn Tha- nassis Diamantopoulos, stjórnmála- fræðings við Aþenuháskóla. Frá því að lýðræði var komið á að nýju í Grikklandi árið 1974 eftir sjö ára einræði hersins hafa for- sætisráðherrar landsins komið úr tveimur flokkum, að undanskildum forsætisráðherrum þriggja skamm- lífra bráðabirgðastjórna. Flokkarnir tveir eru íhaldsflokkurinn Nýtt lýð- ræði og sósíalistaflokkurinn PASOK. Enginn með meirihluta í fyrsta skipti frá 1993 Sósíalistaflokkurinn fékk hreinan meirihluta á gríska þinginu fyrir tæpum þremur árum, 160 þingsæti af 300. Flokkurinn hefur nú misst meirihlutann vegna þess að 22 þingmönnum var vikið úr honum eftir að þeir greiddu atkvæði gegn sparnaðartillögunum á þinginu. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1993 sem enginn flokkur er með meirihluta á þinginu. 21 þingmanni var vikið úr Nýju lýðræði vegna þess að þeir neituðu að styðja sparnaðartillögurnar og flokkurinn missti þar með fjórðung þingsæta sinna. Hægriflokkurinn LAOS hafnaði einnig sparnaðartillögunum og ákvað því á föstudag að ganga úr samsteypustjórninni sem mynduð var á liðnu ári undir forystu Lucas Papademos forsætisráðherra, fyrrv. varaforseta Seðlabanka Evrópu. LAOS klofnaði þó einnig í deil- unni um sparnaðaráformin því tveir af þingmönnum flokksins studdu tillögurnar í atkvæðagreiðslu á þinginu á sunnudaginn var. Auk LAOS eru vinstriflokkar og frjáls- lyndur miðflokkur í stjórnarand- stöðu. Aðeins 193 þingmenn styðja nú samsteypustjórnina, þ.e. 131 sósíalisti og 62 þingmenn Nýs lýð- ræðis. Thanassis Diamantopoulos segir að uppreisn þingmannanna 43 í stóru flokkunum tveimur hafi orðið tveggja flokka kerfinu að falli og valdið „pólitísku tómarúmi“ sem eigi sér ekki fordæmi í Grikklandi á síðustu áratugum. Leiðtogi PASOK, Georgios Pap- andreou, á mjög undir högg að sækja eftir að hann neyddist til að segja af sér embætti forsætisráð- herra í nóvember vegna skulda- vanda Grikklands. Blossað hefur upp valdabarátta innan flokksins og hún gæti orðið til þess að Evange- los Venizelos fjármálaráðherra yrði leiðtogi sósíalistaflokksins. Financi- al Times taldi hann versta fjár- málaráðherra ríkja Evrópusam- bandsins á liðnu ári. Haldi Papandreou velli er talið líklegt að hann styðji sparnaðar- áformin eftir þingkosningarnar. Meiri óvissa er hins vegar um af- stöðu Antonis Samaras, leiðtoga Nýs lýðræðis, sem spáð er mestu fylgi í kosningunum. Vill breyta skilmálunum Samaras hvatti þingið til að sam- þykkja sparnaðartillögurnar í ræðu fyrir atkvæðagreiðsluna á sunnu- dag en gaf til kynna að hann vildi semja um breytingar á skilmálum neyðaraðstoðarinnar eftir kosning- arnar. „Ég vil komast hjá því að fara fram af bjargbrúninni í dag, ég vil vinna tíma, koma þjóðfélaginu í eðlilegt horf og hefja kosningabar- áttu á morgun,“ sagði hann í lok ræðunnar. „Þess vegna bið ég ykk- ur um að greiða atkvæði með nýja lánasamningnum núna og geta síð- an endursamið og breytt núverandi stefnu sem var þröngvað upp á okkur. En til að breyta henni þurf- um við að halda velli sem land, sem þjóðfélag og lýðræðisríki. Ég bið ykkur ekki um að greiða atkvæði með rangri uppskrift. Ég varð fyrstur til að hafna henni og stend við það. En ég bið ykkur um að stíga frá bjargbrúninni og berjast saman síðar.“ Komist Samaras til valda eftir kosningarnar er því líklegt að ráða- mennirnir á evrusvæðinu þurfi að hefja nýtt samningaþref við Grikki um skilmála aðstoðarinnar. Tveggja flokka kerfið í rúst AP Óeirðir Skemmdarverk voru unnin í miðborg Aþenu um helgina þegar ung- menni gengu berserksgang til að mótmæla sparnaðaráformum stjórnvalda.  Óvissa er um hvort sparnaðartillögunum verði komið í framkvæmd í Grikklandi eftir þingkosningar  43 þingmönnum vikið úr tveimur stærstu flokkunum fyrir að greiða atkvæði gegn skilmálum ESB Atvinnulíf í lamasessi » Fjórðungur allra fyrirtækja í Grikklandi hefur hætt rekstri frá árinu 2009. Helmingur smáfyrirtækja landsins segist ekki geta greitt öllum starfs- mönnum sínum laun. » Nær helmingur Grikkja und- ir 25 ára aldri er án atvinnu. » Margir Grikkir hafa flúið landið, einkum ungt og vel menntað fólk. Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, sagði í gær að stjórn landsins vildi taka meiri þátt í að- gerðum til að leysa skuldavanda ríkja á evrusvæðinu. Forsætisráðherrann sagði þetta eftir fund í Peking með Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, og José Manuel Barroso, forseta fram- kvæmdastjórnar sambandsins. Wen sagði þó ekkert um hvernig kínversk stjórnvöld hygðust leggja meira af mörkum í þessum efnum. Kína er með mesta gjaldeyris- varasjóð í heiminum eins og sjá má hér að ofan og leiðtogar Evr- ópusambandsins hafa vonast til þess að kínverska stjórnin leggi fé í björgunarsjóði sem á að nota til að leysa vanda skuldugustu ríkjanna á evrusvæðinu. Fréttavef- ur BBC hefur eftir sérfræðingum að svo virðist sem Rompuy og Barroso hafi ekki fengið þau loforð frá kínversku stjórninni sem þeir hafi vonast eftir. Kínverjar hafi áð- ur lýst yfir því að þeir væru reiðu- búnir að leggja meira af mörkum til að leysa skuldavandann en hafi verið tregir til að fylgja orðunum eftir í verki. Leiðtogar Kína hafa látið í ljósi áhyggjur af efnhagskreppu evru- ríkjanna og ítrekað hvatt ráða- menn þeirra til að leysa skulda- vandann. Kínverskir embættis- menn vöruðu við því í vikunni sem leið að kreppa í ríkjum Evrópusam- bandsins gæti orðið til þess að hagvöxturinn í Kína minnkaði um helming. Leiðtogar ESB fengu ekki lof- orðin sem þeir vonuðust eftir KÍNVERJAR SEGJAST VILJA LEGGJA MEIRA AF MÖRKUM Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, fréttir fjölmiðla, World Gold Council * Janúar 2012 ** Hundraðshluti gulls í heildarvarasjóðnum, samkvæmt útreikningum World Gold Council, samtaka gullnámufyrirtækja STÆRSTU VARASJÓÐIR RÍKJA HEIMS % af varasjóði** TÍU STÆRSTU GULLVARASJÓÐIRNIR Eftir löndum, í desember sl., í tonnum Bandaríkin Þýskaland Ítalía Frakkland Kína Sviss Rússland Japan Holland Indland 74,5% 71,4% 71,0% 71,1% 1,6% 16,3% 9,1% 2,9% 59,8% 9,2% 8.134 3.396 2.452 2.435 1.054 1.040 883 765 613 558 3.181 1.326 533 499 386 355* 341 306 297 285 TÍU STÆRSTU GJALDEYRISVARASJÓÐIR HEIMS Eftir löndum, í desember sl., í milljörðum Bandaríkjadollara Kína Japan Sádi-Arabía Rússland Taívan Brasilía Sviss Suður-Kórea Indland Hong Kong 1,6% (gull sem % af varasjóðnum **) 2,9 2,9 9,1 5,4 0,5 16,3 0,9 9,2 0 Algengustu gjaldmiðlar í varasjóðum ríkjanna Bandaríkjadollar 61,7% Evran 25,7% Sterlingspundið 3,9% Japanska jenið 3,8% Aðrir 4,9% Varasjóðir ríkja heims samanstanda af erlendum gjaldeyri, gulli og innistæðu í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hægt er að nota varasjóðina til að hafa áhrif á gengi gjaldmiðla og þeir eiga að gera seðlabönkum kleift að þjóna hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautavara. Teheran. AFP. | Þótt klerkastjórnin í Íran hafni vestrænum áhrifum nýtur Valentínusardagurinn vaxandi vin- sælda meðal unga fólksins þar í landi. Klerkastjórnin hefur barist gegn erlendum menningaráhrifum, sem hún segir til marks um spillingu og úrkynjun, en Valentínusardagurinn hefur samt haldið velli og gott betur. Ein af ástæðunum kann að vera sú að 60% af 75 milljónum íbúa Írans eru undir þrítugu og einn af hverjum þremur er á aldrinum 15-30 ára. Vinsæll meðal ungs fólks í efri stéttum Margt af unga fólkinu er ein- hleypt og þar sem klerkastjórnin hefur bannað bari, skemmtistaði og kynjablönduð teiti líta mörg ung- mennanna á Valentínusardaginn sem kærkomið tækifæri til að stíga í vænginn við hitt kynið. Íranskir kaupmenn og veitingamenn líta einnig á Valentínusardaginn sem gott viðskiptatækifæri. Nokkrir kaupmenn í Teheran sögðu fréttamanni AFP að vaxandi eftirspurn væri eftir rósum, Valent- ínusarkortum, konfekti, ilmvötnum og öðrum gjafavörum í aðdraganda Valentínusardagsins. Eigandi veit- ingahúss, sem býður upp á ítalskan mat, sagði að það væri uppbókað á Valentínusardeginum og pör hefðu bókað borð með löngum fyrirvara. Flestir þeirra sem halda upp á Valentínusardaginn eru af miðstétt eða yfirstétt, að sögn eins viðmæl- anda fréttamannsins, 24 ára konu sem leggur stund á háskólanám í arkitektúr í Teheran. Þjóðernissinnaðir Íranar vilja að unga fólkið skiptist frekar á gjöfum á hátíð sem nefnist Mehregan og er haldin í október til heiðurs Mithra, fornri persneskri ástargyðju. Lítil þátttaka er hins vegar í þeirri hátíð meðal ungra elskenda. Valentínusardagurinn nýtur vaxandi vinsælda í Íran AP Dagur elskenda Valentínusardag- urinn er vinsæll víða um heim. Norðurkóreskur hermaður á verði við athöfn í Pjongjang í gær þegar styttur af Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu, og föður hans, Kim Il-sung, voru afhjúpaðar. Mikil hátíðahöld eru í landinu þessa dagana í tilefni af því að Kim Jong-il hefði orðið sjötugur á morgun. Kim Jong-il lést í desember sl. eftir að hafa verið við völd í sautján ár. AP Afmælishátíð í N-Kóreu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.