Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Sinfóníuhljóm- sveit Íslands flyt- ur á tónleikum annað kvöld, fimmtudag, og aftur á föstu- dagskvöldið tón- list sem tón- skáldið Howard Shore tónsetti fyrir kvikmynda- þríleikinn um Hringadróttinssögu, en verkið sem flutt verður kallast Hringadróttins- sinfónían. Alls samdi Shore og út- setti yfir tíu klukkustundir af tón- list fyrir kvikmyndirnar vinsælu og hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir, bæði 2002 og 2004, auk Golden Globe-verðlauna og fjölda annarra viðurkenninga. Svissneska tónskáldið Ludwig Wicki stjórnaði frumflutningi verksins árið 2008 og síðan hefur hann ferðast um heiminn og stýrt flutningi á verkinu, meðal annars í London og New York. Á tónleikunum koma meðal ann- ars fram einsöngvarinn Kaitlyn Lusk, kórarnir Hljómeyki, Kór Ás- kirkju, Söngsveitin Fílharmónía og Stúlknakór Reykjavíkur, og stjórna Margrét Pálmadóttir og Magnús Ragnarsson kórunum. Meðan á flutningnum stendur verður myndefni sem tengist kvik- myndunum og sögu J.R.R. Tolkiens varpað á tjald í Eldborg. Tónlistin úr Hringa- dróttinssögu Ludwig Wicki Í Dorset á Eng- landi var fyrir helgi vígt úti- listaverk sem samanstendur af 16 fornum stór- grýtisbjörgum á misháum stál- stöplum. Verkið var sett upp í til- efni af Ólympíu- leikunum í Lund- únum í sumar, en stöplarnir standa úti í vatni nærri staðnum þar sem siglingakeppni leikanna fer fram. Höfundur verksins er skúlptúrist- inn Richard Harris og kostaði upp- setningin 335 þúsund pund, um 60 milljónir króna. Í gær var annað útilistaverk vígt í Austur-Lundúnum í tilefni Ólymp- íuleikanna, 35 stöplar eftir Keith Wilson sem standa úti í Waterworks River, þar sem opnað hefur verið nýtt útivistarsvæði. Þessir stöplar líta út eins og risavaxnir vaxlitir eins og þeir sem börn leika sér iðu- lega með. Stöplarnir eru í sömu fimm litum og eru í hringjunum sem mynda merki Ólympíuleikanna. Eft- ir leikana verða þeir notaðir sem bryggjupollar fyrir frístundabáta. Fjölmörg fleiri útilistaverk af ýmsu tagi verða vígð á næstu vikum í tilefni Ólympíuleikanna, en bresk stjórnvöld og borgaryfirvöld í London tengja bæði ný verk og ýmsar sýningar við leikana. Um helgina var til að mynda opnuð sýn- ing á málverkum hins nýlátna meistara Luciens Freuds í National Gallery í London, og eru mörg kunnustu verk hans til sýnis. Meðal verka sem enn hefur ekki verið upplýst hvernig líta munu út er eitt sem Ólafur Elíasson vinnur fyrir BBC. Vígja verk fyrir Ólymp- íuleikana Listaverk Richards Harris. Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Guðmundur Óli Hilmisson munu kynna þjónustu Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands og helstu styrki og stuðnings- möguleika sem standa til boða, í fyrirlestraröð Hönnunar- miðstöðvar, Listaháskólans og Listasafns Reykjavíkur. Kynn- inguna verða þau með annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20.00 í Hafnarhúsinu. Sérstök áhersla verður lögð á Átak til atvinnusköpunar, sem er styrkáætlun fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og ný- sköpunarfyrirtækja. Næsti umsóknarfrestur fyrir Átakið er til 1. mars. Hönnun Kynna ýmsa styrki og stuðning Bjarnheiður Jóhannsdóttir Öllum syngjandi konum á Vesturlandi er boðið í vinnu- helgi með Kristjönu Stefáns- dóttur djasssöngkonu helgina 3. og 4. mars næstkomandi. Söngbúðirnar verða í Hjálm- akletti í Borgarnesi. Í fram- haldinu er síðan ætlunin að halda þrenna eða ferna tón- leika. Markmiðið er meðal annars að efla söng og þjálfun syngj- andi kvenna á Vesturlandi og kalla konur víða að til samstarfs, ekki síst ungar konur. Undirbúningur og stjórn verkefnisins er í hönd- um Freyjukórsins en skráning fer fram á vefnum www.vefurinn.is/freyjur Tónlist Söngbúðir fyrir konur á Vesturlandi Kristjana Stefánsdóttir Hinir reglulegu hádegistón- leikar „Ljáðu okkur eyra“ verða haldnir í Fríkirkjunni í dag, miðvikudag, og hefjast klukkan 12.15. Tónleikaröðin er undir stjórn Gerrit Schuil píanóleik- ara. Dagskrá hverra tónleika er ekki auglýst fyrir fram né flytjendur. Vegfarendum er boðið að líta inn á þessa ókeypis tónleika og eiga góða stund með því snjalla tónlistarfólki sem kemur fram með Gerrit hverju sinni. „Mörgum tónleika- gestum finnst spennandi að láta koma sér á óvart þegar þeir mæta og komast að því hver sé gestur dagsins,“ segir Gerrit. Tónlist Boð á hádegistón- leika í Fríkirkjunni Gerrit Schuil Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ljóð er nýr hljómdiskur með sópr- ansöngkonunni Auði Gunnarsdóttur. Spurð um tildrög disksins segir hún að upphaf hans megi rekja til kynna hennar við píanóleikarann Andrej Hovrin. „Leiðir okkar lágu saman þegar ég var á samningi hjá óperuhúsinu í Würzburg en þar hóf ég að syngja árið 1999. Tveimur árum síðar eða 2001 kom Andrej Hovrin til starfa sem píanóleikari og hjálpaði okkur söngvurunum að æfa lögin okkar og útfæra þau. Við náðum strax vel saman og fórum að vinna saman ut- an skylduverkefna okkar, t.d. að ljóðum og öðru. Hann er mjög fróð- ur um tónlist og ég leitaði mikið til hans og upp úr því hófst okkar góða samstarf,“ segir Auður og bætir því við að þau hafi farið að halda tón- leika saman árið 2005 og þá hafi þau unnið mest með það efni sem er á disknum Ljóð. Á honum er að finna m.a. sönglög Albans Bergs og Ed- vards Griegs. „Diskurinn er uppgjör okkar við þetta efni, sem okkur bæði langar að gefa hvíld í bili til að geta snúið okkur að öðrum verkefnum.“ Söngurinn, fjölskyldan og menntunin „Fjölskylda mín var hér heima meðan ég söng úti og eftir að hafa verið sjö ár úti fannst mér kominn tími til að koma heim til fjölskyld- unnar,“ segir Auður. Eftir að hún kom heim árið 2005 setttist hún á skólabekk og lauk prófi í kennslu- fræði listgreina frá Listaháskóla Ís- lands. „Námið byggðist einkum á kennslu í grunn- og framhalds- skólum en ég ákvað að snúa mér frekar að söngkennslunni og kenni í Söngskóla Sigurðar Demetz í dag, ásamt því að syngja sjálf en ég var nýlega að syngja í Töfraflautunni.“ Auður hefur sjálf numið söng hjá mörgum af skærustu stjörnum óp- eruheimsins og tók mastersklassa hjá Brigitte Fassbaender, Renötu Scotto og Hermann Prey. „Það var bæði mikill heiður og mjög lærdóms- ríkt að fara í nám til þessa fólks. Það var nú þannig að ég sendi inn kass- ettu og var síðan valin í námið sem var bæði gagnlegt og skemmtilegt. Nú get ég miðlað því til annara.“ Ljóð af vængjum flygilsins frá Auði Gunnarsdóttur sópran Sópran Auður Gunnarsdóttir hefur sungið í þekktum óperuhúsum víða um Evrópu og gefið út eigin plötur.  Gerir ljóðasöngv- um Albans Bergs og Edvards Griegs skil Hin myrka sveit NYIÞ bar sigur úr býtum á fimmta ljóðaslammi Borgarbókasafns sem haldið var á Safnanótt um liðna helgi. Tíu atriði kepptu þar til verðlauna og var dagskráin bæði fjölbreytt og metnaðarfull. Viðfangsefni kvöldsins var „myrkur“ í takt við þema Vetrarhátíðar og tókust ljóðskáldin á við það með mismunandi hætti. Sumir tróðu upp með hefðbundna texta en aðrir lögðu meira upp úr sviðsmynd og heildaráhrifum. NYIÞ-hópurin kall- aði atriði sitt „Til eru hræ“ og mun það hafa vakið hroll með áhorfendum. Hópinn skipa fjórir ungir menn sem koma fram nafnlausir og óþekkjanlegir í svörtum klæðum. Verðlaunatextann fluttu þeir við undirleik sellós, keðju, trommu og harmó- nikku. Í öðru sæti ljóðaslammsins var Ísak Regal með rökkurljóðið „Leyndardómur í sígarettupakka“, þar sem ferðast er um myrkari hliðar borgar- innar, og í þriðja sæti lentu Jófríður Ákadóttir og Áslaug Rún Magnúsdóttir með dulúðuga „Rökk- urblíðu“, sem var rafmagnaðasta atriði slammsins að þessu sinni. Þær stöllur eru meðlimir hljóm- sveitarinnar Samaris sem sigraði í Músíktil- raunum í fyrra. Ljóðaslammið er orðið árlegur viðburður og eru þátttakendur á aldrinum 15 til 25 ára. Er það haldið í samstarfi við Félag íslenskra framhalds- skólanema og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Dómnefnd skipuðu Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, María Þórðardóttir, Stefán Máni, Ótt- ar Proppé og Úlfhildur Dagsdóttir. NYIÞ sigraði í ljóðaslamminu Í keppninni Jófríður Ákadóttir og Áslaug Rún Magnúsdóttir lentu í þriðja sæti í slamminu.  Þátttakendur tókust á fjölbreytilegan hátt á við myrkrið í úrslitunum Josh Trank er víst aðeins 27 ára gamall Breti og handritshöfundurinn Max Landis ári yngri 31 » Á nýjum diski Auð- ar, Ljóð, er safn ljóðasöngva eftir Alban Berg og Ed- vard Grieg en einn- ig stök sönglög eftir Jean Sibelius og Sergei Rach- maninov. Berg samdi lögin upphaflega fyrir píanó en síðar voru þau útsett fyrir sin- fóníuhljómsveit. „Okkur Andrej fannst áhugavert að vinna með verkin fyrir píanóið. Diskurinn er allur smíðaður í kringum Alban Berg,“ segir Auður. Alban Berg var austurrískt tón- skáld sem var uppi frá 1885 til 1935 og er talinn eitt af merkustu tónskáldum tuttugustu aldarinnar. Smíðað í kringum Alban Berg LJÓÐ, LIEDER, SONGS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.