Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Í Ölfusi Nú er starfrækt geðdeild á Sogni en þar verður brátt fangelsi. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fangelsinu í Bitru í Flóahreppi verð- ur lokað í vor og starfsemin flutt yfir á Sogn í Ölfusi. Páll Winkel fangels- ismálastjóri segir að samþykki hafi fengist fyrir því að flytja starfsemina á Sogn en hann sendi beiðni þess efn- is til fjármálaráðherra fyrir rúmri viku. Á Sogni verður starfrækt opið fangelsi með sama sniði og það sem verður lokað í Bitru. Réttargeðdeild Landspítalans er nú starfrækt á Sogni en flyst 1. mars næstkomandi á Klepp. Þá verður farið í framkvæmd- ir á húsnæðinu og stefnan tekin á að opna þar fangelsi í vor. „Það tekur nokkra mánuði að breyta húsnæðinu þannig að það henti sem opið fangelsi en vonandi verðum við flutt inn með vorinu,“ segir Páll. Ekki þarf þó að breyta miklu. „Það eru stór herbergi sem þarf að minnka og fjölga þannig herbergjum svo við getum verið með fleiri einstaklinga vistaða,“ segir Páll en sami fjöldi fanga á að geta dvalist á Sogni og er nú í Bitru. Þar eru átján fangar í vistun núna. Þau átta stöðu- gildi fangavarða og annarra starfs- manna sem eru í Bitru flytjast óbreytt yfir á Sogn. Borgar sig að flytja Páll vonast til að það muni skapa fleiri starfsmöguleika fyrir fangana og fjölbreyttari vinnu að flytja á Sogn. „Við stefnum á að gera góða hluti á Sogni, bæði jörðin og húsnæð- ið er stærra en í Bitru og það býður upp á meiri möguleika.“ Spurður hvort opið fangelsi á Sogni sé tímabundið þar til nýtt fangelsi rís á Hólmsheiði segist Páll sjá fyrir sér að Sogn verði varanlegt fangelsi, enda bjóði það upp á marga mögu- leika fyrir rekstur á opnu fangelsi. Þessi flutningur milli sveitarfélaga á Suðurlandi myndi hafa talsverða hagræðingu í för með sér fyrir Fang- elsismálastofnun að sögn Páls. „Sogn er í eigu ríkisins, en ekki einkaaðila eins og Bitra, og fyrir vikið er leigan miklu lægri. Það er það mikill munur að það borgar sig að flytja,“ segir Páll. Hann vildi ekki gefa upp leigu- verðið, á hvorugum staðnum. Sam- kvæmt heimildum blaðamanns greið- ir ríkið um 1,7 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir Bitru en leigan á Sogni yrði undir hálfri milljón. Spurð- ur hvort það sé nærri lagi svarar Páll að munurinn sé ekki alveg svona mik- ill en vildi ekki gefa upp meira. Fangelsið í Bitru var tekið í notkun 14. maí 2010 og hefur því verið þar í tvö ár þegar það flytur á Sogn. Fang- elsismálastofnun er nú að ganga frá samkomulagi við eiganda Bitru. Hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sogn verður opið fangelsi í stað Bitru  Betra húsnæði og stærri jörð á Sogni  Mikil hagræðing fyrir Fangelsismálastofnun að flytja Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Lestur hefðbundinna jólabóka var ekki ofarlega á lista hjá Ragnari Wesman, fagstjóra í matreiðsludeild Hótel- og matvælaskólans, og Guð- mundi Guðmundssyni, samkennara hans. Þeir notuðu tímann um hátíð- arnar til að grúska í Biblíunni, eink- um Gamla testamentinu, innlendum skrifum og erlendum matreiðslubók- um sem fjalla um mat á tímum Bibl- íunnar. Rannsóknavinnan skilaði ár- angri og nú liggur á borðinu matseðill kvöldverðar til fjáröflunar vegna endurbóta á Kópavogskirkju. Ragnar segir að tvennt hafi eink- um vakið athygli við þennan lestur. „Í fyrsta lagi rann upp fyrir mér að matarhættir fyrir um tuttugu öldum voru á margan hátt í samræmi við heilsumarkmið nútímans. Þannig var sætuefni eða sykur, sem okkur finnst svo ofboðslega góður, unninn úr ávöxtum þannig að sterkja breyt- ist í sykur, og einnig var hunang not- að, en enginn unninn sykur. Í öðru lagi voru notuð mikil og fjölbreytt krydd við þessa fornu matargerð. Krydd var gulls ígildi og því meira sem þú notaðir af því, þeim mun meiri vott bar það um ríkidæmi. Einnig var það gott til að verja mat- væli og auka geymsluþol. Þessi krydd eru að hluta allt önnur en við þekkjum í dag og minna um lauf- krydd og kryddjurtir. Þetta finnst mér forvitnilegt og gengur þvert gegn norrænni matargerð sem við þekkjum þar sem hráefnið á að vera í forgrunni.“ Víða leitað fanga Ragnar segir að víða hafi verið leitað fanga. Hluta af veislukostinum hafi verið hægt að panta hjá inn- lendum birgjum og íslenskum bænd- um, en talsvert hafi þurft að sér- panta. Hann nefnir sem dæmi að íslenskar geitur hafi fengist, en þó lítið sé af þeim hér á landi núorðið séu þær hluti af gamalli íslenskri matarhefð. Geitakjötið verður meðal annars kryddað með engifer, pipar, gullstöngli, allrahanda, saffran og kanil. Hluti af dúfunum sem verða á boð- stólum fékkst innanlands, en annað þurfti að sækja lengra. Sömu sögu er að segja um fasana og gráönd. Auk dúfnabrjóstsins verður lærið notað í hálfgerða kæfu pakkaða í brauði eft- ir eldun í um 20 klukkustundir. Ragnar segir að fiskur hafi verið í hávegum hafður á biblíutímanum enda nokkrir af lærisveinum Jesú fiskimenn. Þannig verða karfi, regn- bogasilungur, tilapía og saltfiskur m.a. á boðstólum. Einnig kindakjöt og nautakjöt svo dæmi séu nefnd, en ekkert svínakjöt. Nútímalegri túlkun Um 40 nemendur í elsta árgangi skólans koma að verkefninu. Ragnar segir að nú henti vel að árgangarnir séu fjölmennir og að margir vilja læra til kokksins. Nemendur elda eftir leiðsögn kennara og er verk- efnið liður í áfanga sem nefnist mat- ur og menning. „Nemendur styðjast við upp- skriftir í bókum sem við höfum fund- ið og vinna úr þeim eigin upp- skriftir,“ segir Ragnar. „Grunn- þættirnir eru óbreyttir, en útfærslan á réttunum er nemendanna. Þau hafa frjálsar hendur að vissu marki og túlka þetta gjarnan á nútímalegri hátt en í þeim heimildum sem við grúskuðum í.“ Á hlaðborði verða 24 réttir, aðal- réttir, forréttir og eftirréttir. Mat- urinn verður áberandi og ekki skor- inn við nögl. Nemendur skera og skammta gestum og fræða um það sem verður á boðstólum. Þá hafa nemendur kynnt sér heimildir um trúartákn og skera þau út í ís til að skreyta borðið og veislusalinn í safn- aðarheimili Kópavogskirkju. Að halda svona veislu úti í bæ kallar einnig á mikla skipulagsvinnu um- fram það sem er á „vernduðum vinnustað“ innan veggja skólans. Grúskað í matarfræðum  Matarhættir biblíutímans á margan hátt í takt við heilsumarkmið nútímans Morgunblaðið/RAX Klárir með kokkahúfurnar Nemendur í Hótel- og veitingaskólanum undirbúa hádegismat gærdagsins. Stærri verkefni bíða þeirra á næstunni. Breytingar sem gerðar voru á al- mannatrygg- ingakerfinu á árinu 2009 skertu tekjur aldraðra meira en annarra þjóðfélagshópa. Þar er einkum átt við tekjutengingu grunnlífeyris og fulla tekjutengingu fjármagnstekna, sem áður voru tekjutengdar að hálfu. Þetta kemur fram í ályktun sem Landssamband eldri borgara sendi frá sér í tilefni af umræðum um skýrslu um lífeyrissjóðina. Í ályktun frá landssambandinu segir að það fagni aukinni umræðu um málefni lífeyrissjóða og útkomu skýrslu rannsóknarnefndar lífeyris- sjóðanna. Landssambandið minnir á að lífeyrissjóðirnir hafi verið helsta uppspretta sparnaðar á undan- förnum áratugum og mikilvæg und- irstaða velferðar- og fjármálakerfis landsmanna. Lífeyriskerfið byggist í grunninn á hugmyndafræði sameig- inlegrar ábyrgðar vinnuveitenda og launþega á velferðarmálum og heil- brigðum atvinnurekstri og sé í and- stöðu við átakastjórnmál og stétta- stríð. Traust launamanna og lífeyrisþega á lífeyrissjóðunum hafi þó beðið hnekki. Tekjur aldraðra skertust Traust á lífeyrissjóð- um beðið hnekki „Ofbeldi og vald- níðsla,“ sagði Árni Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, á Aþlingi í gær þegar hann ræddi um mál Snorra Óskarssonar, grunnskólakenn- ara á Akureyri, sem sendur hefur verið í leyfi vegna ummæla sinna um samkynhneigða. Árni sagði þetta vera árás á Snorra að undirlagi Samfylkingarinnar. Umræða stóð um störf þingsins þegar Árni kvaddi sér hljóðs. Hann sagði Íslendinga státa af trúfrelsi og tjáningarfrelsi og því bæri að harma niðurstöður bæjarstjórnar Akureyr- ar sem hefði „ráðist á opinberan starfsmann og rekið hann úr starfi“. Þetta sagði Árni nýtt á Íslandi og svo virtist sem um væri að ræða „samfylkingarárás“. „Samfylk- ingarárás“ Árni Johnsen Séra Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, hefur talsvert fjallað um matarvenjur á Biblíutímanum. Kennarar í Hótel- og veit- ingaskólanum sóttu m.a. fróðleik í skrif Sigurðar. Á vísindavef Há- skóla Íslands má finna eftirfarandi sem hluta af svari Sigurðar við spurningunni Hvað borðaði Jesú? „Síðasta kvöldmáltíð Jesú er kunnasta máltíð veraldar og hönn- un kirkna heimsins er í samræmi við þá máltíð. Borð er miðja hverrar kirkju. Jesús var ekki aðeins veislusækinn heldur mjög ákveðinn matráður. Hann var meðvitaður um líðan fólks, vildi ekki að fólk hungraði og stuðlaði því að mettun og veislum. Hann sefaði ekki aðeins andlegt hungur heldur líkamlegt líka, hann fæddi þús- undir.“ Vildi ekki að fólk hungraði SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐ JESÚ KUNNASTA MÁLTÍÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.