Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Golli Vætutíð Blautir hafa þeir verið dagarnir undanfarið og nokkuð dimmir fyrir vikið en líka dásamlega hlýir og notalegir sem er gott mótvægi við kuldann sem kvaldi fyrir nokkru. Í kjördæmaviku þingmanna sem nú er nýliðin gafst okkur tækifæri til þess að hitta fólk víðsvegar um landið á opnum fund- um. Á fundum okkar þingmanna Framsókn- arflokksins komu fram tillögur og spurningar um hvernig hægt væri að jafna lífskjörin í landinu. Það hvílir sú skylda á stjórn- völdum að tryggja að grunnþjónusta sé fyrir hendi. Niðurskurður síðustu ár í velferðar-, mennta- og löggæslu- málum, svo nokkuð sé nefnt, hefur vegið að grundvelli margra byggð- arlaga vítt og breitt um landið. Sú stefna ríkisstjórnarinnar og embætt- ismanna að „taka til“ í þessum mála- flokkum hefur og mun að óbreyttu veikja landsbyggðina. Kolröng stefna Ef stefna ríkisstjórnarinnar er raunverulega sú að við byggjum land- ið allt – þá er hún á kolrangri braut. Stefnubreyting verður að eiga sér stað. Að líkja þeirri stefnu sem nú ríkir við „norræna velferð“ er hrein- ustu öfugmæli. Á landsbyggðinni – ekki hvað síst í Norðausturkjördæmi – verða gríðarleg verðmæti til sem standa undir umtalsverðum hluta af rekstri ríkisins. Nú stendur baráttan um að þau byggðarlög sem standa undir þessari verðmætasköpun fái þá sjálfsögðu grunnþjónustu sem við flokkum almennt undir mannréttindi. Það er búið að ganga allt of harkalega fram í núverandi ríkisstjórnarsam- starfi gagnvart hinum dreifðu byggð- um. Það er ekki að furða enda sækja þessir flokkar sína ráðgjöf og fylgi í aðrar áttir. Ef horft er á forgangsröðun stjórn- arinnar hefur eldsneytisverð og raf- orkukostnaður náð sögulegum hæð- um. Í því ljósi er rétt að benda á að kostnaður heimila og atvinnulífs á landsbyggðinni er miklu meiri en hjá þorra landsmanna. Það getur vel ver- ið að milljarðar í almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu skili sér til einhverra. En ef menn halda að slíkt metnaðarleysi í sam- göngumálum landsbyggðarinnar sem birtist í nýrri samgönguáætlun sé ásættanlegt er það í besta falli byggt á misskilningi. Fólk á rétt á að njóta verðmætanna að jöfnu Varnarbaráttan er hafin – sem er fáránlegt í raun og veru vegna þess að landsbyggðin ætti að vera í mikilli sókn. Þar verða fram- leiðsluverðmætin að drjúgum hluta til og sanngjörn krafa fólks- ins þar er sú að búa við sömu kjör og þeir sem búa á suðvesturhorni landsins. Allt ölmusutal um niðurgreiðslur, dreif- býlisstyrk og byggðastefnu ætti að heyra sögunni til. Tökum nú höndum saman og hættum þessari umræðu sem er ósanngjörn. Við framsókn- armenn teljum allar forsendur vera fyrir því að byggja hér á landi fyr- irmyndarþjóðfélag þar sem nær allir hafi vinnu og búi við góð lífskjör. Tækifærin eru óþrjótandi fyrir þjóð sem telur einungis rúmlega 300.000 manns og hefur yfir að búa nær óþrjótandi náttúruauðlindum. Hugs- um í lausnum – komum með tillögur í efnahags- og atvinnumálum líkt og við framsóknarmenn höfum gert á Alþingi. Íslendingum eru allir vegir færir. Síðustu fréttir úr herbúðum rík- isstjórnarinnar eru að forsætisráð- herra hyggst stefna að því að vera við völd næstu þrjátíu árin. Þá er nú tímabært að fara að líta til framtíðar. Frændur okkar á Norðurlöndum hlógu að þessu og litu á þetta sem skemmtiatriði á annars leiðinlegum blaðamannafundi, enda þurfa þeir ekki að búa við það stjórnarfar sem hér er. Hér heima var mönnum hins vegar ekki hlátur í huga, allra síst Össuri og Árna Páli og félögum, hvað þá fólkinu úti á landsbyggðinni. Eftir Birki Jón Jónsson » Á landsbyggðinni verða verðmætin að drjúgum hluta til og sanngjörn krafa fólksins þar er sú að búa við sömu kjör og þeir sem búa á suðvesturhorni landsins. Birkir Jón Jónsson Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins. Jöfnum lífskjörin Þegar atvik verða öðruvísi eftir láns- viðskipti en ætlað var bera aðilar málsins, lánveitandinn og lán- takandinn, ábyrgð, aðrir ekki. Eftir hrun bankakerfisins haustið 2008 hefur það sjón- armið fengið byr, að það sé ósanngjarnt. Er talið eðlilegt og sanngjarnt að óviðkomandi aðilar greiði kostnaðinn þótt þeir hafi hvorki komið að viðskiptunum né notið þeirra lífsgæða sem fengust fyrir lánsféð. Það er rökstutt á þann veg að forsendur hafi brostið við hrunið. Því hefur hins vegar ekki verið svarað, hvers vegna óvæntar aðstæður eru svo ósann- gjarnar að sanngjarnt sé að óvið- komandi einstaklingar, að valdboði ríkisins, greiði stóran hluta af reikningnum. Ef ósanngjarnt er að sá greiði sem keypti hús eða önnur lífsgæði og hefur notið þeirra, hvers vegna er þá sanngjarnt að annar greiði, sem ekkert hefur fengið af þeim gæðum? Þeim fjölgar sem taka undir þessa firringu og hætta sér út í það kviksyndi sem leiðir af því að skilja í sundur áhættu og ábyrgð, svo og ávinning og kostnað. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson, hafa gert grein fyrir þeirri skoðun sinni að ríkisstjórnin og Alþingi eigi að færa umtalsverðan hluta af skuldum sumra heimila við bankakerfið til annarra heimila og skattgreiðenda. Illugi vill að ríkisstjórnin lækki skuldir valinna heimila umfram út- reiknað greiðsluþol. Kristján Þór gengur lengra og vill lækka lánin um 200 milljarða króna með sér- stökum lögum um lækkun verð- bóta. Opinber gögn sýna að skulda- vandinn varð ekki til í hruninu heldur áður í áhættusömum og óá- byrgum lánveitingum. Hann er að umtalsverðu leyti bundinn við kaup á íbúðarhúsnæði á uppsprengdu verði á árunum 2004-2008 á nokkr- um svæðum landsins. Tillögur þingmann- anna hlífa lánveitend- unum við því að axla ábyrgð og afskrifa það sem mun fyrirsjáan- lega tapast. Þeir færa reikninginn frá bönk- unum til óskyldra heimila og skattgreið- enda. Það er gjaldið sem ríkið greiðir fyrir inngrip í gerða samn- inga og að breyta ákvæðum þeirra öðrum aðilanum í hag. Útlán viðskiptabankanna eru öll lögmæt og samningsbundin. Ef ríkisstjórn og Alþingi breyta ákvæðunum og skaða bankana þá er ríkið bótaskylt og verður óhjákvæmilega dæmt til þess að greiða bönkunum fullar bætur. Ef sama verður gert gagn- vart lífeyrissjóðunum, eins og Kristján Þór beinlínis leggur til, þá mun ríkissjóður þurfa að bæta þeim tapið. Skattgreiðendur fá þá reikninginn og þeir munu spyrja hvers vegna þeir eigi að greiða. Ef lífeyrissjóðirnir fallast sjálfviljugir á að lækka skuldirnar fá lífeyr- isþegarnir reikninginn í formi lækkaðra lífeyrisgreiðslna. Það verður alltaf þannig að einhver borgar. Það eina sem er eðlilegt og skynsamlegt er að þeir beri tapið sem áttu viðskiptin. Það er stórhættuleg vegferð stjórnmálamanna að fara inn á þá braut að veita eftir á ríkisábyrgð á fjármálum einstaklinga og við- skiptabankanna. Slík ákvörðun verður ekki bundin við einn atburð og einn tíma, heldur mun rík- isábyrgðin verða endurtekin fljót- lega og oftar en tölu verður á kom- ið með hörmulegum afleiðingum fyrir fjárhag hins opinbera. Sér- staklega er ýtt undir hættuna þeg- ar öll ábyrgð er dregin frá gerand- anum og honum lýst sem ólánsömum skuldara á valdi alger- lega óviðráðanlegra utanaðkomandi aðstæðna. Þar er margt dregið fram sem orsök ógæfu lántakand- ans annað en lánið sjálft. Kjarni hvers fjárhagsvanda er lánið sjálft. Undan þeim sannindum verður ekki vikist. Það er fljótgert fyrir hvern sem er að telja sjálfum sér trú um að fjárhagslegir erfiðleikar séu öðrum að kenna, aðstæður ófyrirséðar, skilmálar ósanngjarnir og að þess vegna eigi einhver annar að borga. Grískt ástand getur víðar orðið til en á Grikklandi. Afskipti hins opinbera eiga ekki breyta því að kostnað við fjárhagslegt uppgjör eiga aðilar máls að bera. Þessir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru með lýðskrumi sínu komnir út í kviksyndi, sem elur af sér meira ranglæti en það á að bæta. Þeir skapa fleiri vandamál en þeir leysa með því að grafa undan ábyrgð fyr- ir gerðum samningum og ýta undir innistæðulausa lífskjarasókn. Báðir boða þingmennirnir skuldurum framtíðarinnar það fagnaðarerindi að þeir geti áhyggjulaust veitt sér lífskjör umfram efni og þegar að skuldadögunum kemur geti bank- arnir treyst því að ríkið muni koma til bjargar og skera þá niður úr snörunni. Þetta er ekki lærdómurinn sem þjóðin á að draga af hruninu. Það er engin bót að því að þúsundir fari að haga sér eins og siðlausir og spilltir útrásarvíkingar og banka- menn, sem fóru sínu fram, breyttu skilmálum eftir á og settu sér sínar eigin reglur eftir þörfum og sendu reikninginn á saklausa borgara ef þeir mögulega gátu það. Hegðun þeirra er einmitt vandinn og sýnir siðferði sem þarf að breyta. Hrunið varð meira í höfðinu en á verðgildi peninganna. Gömlu gildin voru þau að hver maður ætti að axla ábyrgð á sjálfum sér og frekar að leggja hart að sér en varpa eigin byrðum á annarra herðar. Endurreisnin eft- ir hrun á að byggjast á þeim grunni. Lýðskrumið tefur end- urreisnina. Eftir Kristin H. Gunnarsson » Gömlu gildin voru þau að hver maður ætti að axla ábyrgð á sjálfum sér og gera kröfur til sjálfs sín. Endurreisnin eftir hrun á að byggjast á þeim grunni. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er fv. alþingismaður. Kviksyndi lýðskrumsins tefur endurreisn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.