Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 I. Í bókaskápnum heima hjá mér geymi ég gamalt og snjáð myndaalbúm sem mér þykir ákaflega vænt um. Það varð til fyrir einum 28 árum þegar ég dvaldi einn vetur í Danaveldi við leiklist- arnám. Í Danmörku komst ég í kynni við friðarsinna sem börðust gegn Pershing-kjarn- orkueldflaugum Bandaríkjamanna sem Nató þá var að sýsla við að setja upp í Evrópu. Við fórum í mótmæla- göngur og settum meira að segja upp útileikrit gegn þessum friðarspillum. SS 20 eldflaugum Sovétmanna var mótmælt á sama hátt. Þessi kynni urðu til þess að ég fór frá Danmörku til Finnlands að ræða friðarmál við finnska unglinga. Og þar varð sem sagt til þetta myndaalbúm. Í albúm- inu er að finna mynd sem ég tók af dómkirkjunni í Helsinki þar sem fé- lagar mínir höfðu safnast saman til einhverrar uppákomunnar sem ég man ekki lengur hver var. En undir myndina af dómkirkjunni hef ég skrifað „Sic Transit Gloria Mundi“ – eða svo hverful er heimsins dýrð. Á síðari hluta tuttugustu aldar var þetta sem ég páraði undir myndina af dómkirkjunni í Helsinki nokkuð ríkjandi tilfinning gagnvart trúar- brögðunum. Tími trúarbragðanna og áhrif voru liðin töldu menn og kæmi aldrei aftur. II. Þetta var ríkjandi kenning kyn- slóðar sem var alin upp við guðleys- isboðun kommúnismans, tæknihyggj- unnar og kapítalismans. Stór hluti jarðarbúa laut á þessum árum stjórn- aröflum sem höfnuðu átrúnaði. Í Kína og Sovétríkjunum og í leppríkjum þeirra var predikað gegn trú í sér- hverri mynd. Trúarleiðtogar voru drepnir, sendir í útlegð og nið- urlægðir. Kirkjum og moskum var breytt í salerni. Um hinn vestræna heim predikuðu menntamenn gegn trúarbrögðunum og hæddust að þeim. Vesturlönd kepptust við að styðja einræðisherra um víða veröld í kapp við komm- únistaveldin. Og þegar æskan reis upp á Vest- urlöndum gegn hern- aðarhyggju og neyslu- hyggju var það ekki undir merkjum trúar- bragðanna. Tómhyggja og póstmódernísk af- stæðishyggja riðu hús- um. III. Svo breyttist þetta allt á einni nóttu. Nánar tiltekið þann 9. nóvember árið 1989. Þegar múrinn féll í Berlín og lýðurinn austur þar, sem hafði verið undir járnhæl kommúnista allt frá endalok- um síðari heimsstyrjaldar og nasista þar áður, streymdi yfir til bræðra sinna og systra vestan megin. Og þegar spilaborg Sovéttríkjanna hrundi kom í ljós að andlát trúar- bragðanna hafði verið gróflega of- metið. Það voru grísk-ortódoxu kirkj- urnar sem fylltust af fagnandi fólki þegar kommúnisminn var afnuminn í Rússlandi eftir 90 ára þrotlausa bar- áttu ríkisins gegn kirkjunni. Þrot- lausa og vægðarlausa þar sem öllum meðulum var beitt. En umfram allt voru það mújahedín-skæruliðarnir í Afganistan sem knésettu þetta veldi myrkursins eins og Regan forseti kallaði það. Og það gerðu þeir í nafni íslams. IV. Íslam hafði reyndar þegar skekið hinn pólitíska heim Mið-Austurlanda þegar hér var komið. Hin íslamska bylting sem Khomeini leiddi í Íran ár- ið 1978 kom Vesturlöndum og komm- únistaheiminum algerlega í opna skjöldu. Byltingin var gerð undir fán- um shía-múslíma í nafni trúarinnar og hið sama gilti um styrjöldina sem var háð við Írak árin 1980-1991. V. Eftir 1989 komst í tísku að slá um sig með trú og stjórnmálaleiðtogar voru fljótir að nýta sér það. Nú var aftur barist í nafni trúar. Sem oft áð- ur var átrúnaðurinn notaður sem skálkaskjól fyrir pólitíska ævintýra- mennsku og þjóðernishyggju. Fræði- menn fóru að tala um að næsta heimsstyrjöld yrði háð milli trúar- bragða og menningarheilda sem þeim fylgdu. Frægasti spámaður þessarar kenningar var Samuel P. Huntington með bókinni Clash of Civilisations sem út kom 1996. Gagnrýnendur hans hafa aftur á móti bent á að kenn- ingin um átök menningarheilda sé barnaleg einföldun á flóknum heimi sem myndar miklu frekar eitt búta- saumsteppi trúarbragða og menning- ar þar sem tákn og sögur og trúar- reynsla fléttast saman – en ekki margar einslitar mottur. VI. Árásirnar á Tvíburaturnana í New York og styrjaldirnar sem hafa fylgt settu kúrsinn fyrir 21. öldina. En það er skoðun margra sem um málið fjalla að trúarbrögð séu í mikilli sókn um víða veröld þrátt fyrir þessi átök. Arabíska vorið er knúið fram í nafni trúar að einhverju leyti svo dæmi sé tekið. Um leið er flóra trúarbragð- anna flóknari en verið hefur um aldir. Bútasaumsteppið stækkar og lit- unum fjölgar. Hvert sem litið er um jarðarkringluna er áhuginn á trúar- brögðunum mikill og trúarumræðan lifandi. En hún getur líka verið óvæg- in og full af fordómum. Vegna þessa er mikilvægt að fólk sem fylgir ólík- um trúarhefðum, og guðleysingjar einnig, taki höndum saman og efli skilning og virðingu milli trúarhópa og lífsskoðunarfélaga. Líka hér á landi. Með því að leggja áherslu á hið jákvæða og mannbætandi afl sem öll trúarbrögð sækja kraft sinn til geta trúaðir einstaklingar lagt sitt af mörkum til að eyða fordómum, bæta samskipti milli þjóða, menningar- heima og þjóðarbrota og þannig unn- ið mannkyni ómetanlegt starf á þeim umbrota- og óvissutímum sem nú ríkja. En slík samvinna og samtal trúarhópa og lífsskoðunarfélaga er lykillinn að friði á 21. öld. Umburðarlyndi í trú- málum - lykillinn að 21. öld Eftir Þórhall Heimisson »Með því að leggja áherslu á hið já- kvæða og mannbætandi afl sem öll trúarbrögð sækja kraft sinn til geta trúaðir einstaklingar lagt sitt af mörkum. Þórhallur Heimisson Höfundur er sóknarprestur. Umræða um skýrslu lífeyrissjóða hefur verið ofarlega á baugi að und- anförnu. Alþingismenn, stjórnmálamenn, ráð- herrar, pistlahöfundar, fjölmiðlar og almenningur hafa sínar skoðanir á skýrslunni og viðbrögð eru á marga vegu. Margir vilja að skipaðar verði fleiri nefndir til að kafa betur ofan í ýmis atriði. Aðrir lofa skýrsluna eða lasta, margir kalla eftir ábyrgð og enn aðrir firra sig ábyrgð. Það er eðlilegt að menn eru ekki á eitt sáttir og skiljanlegt í ljósi þess að mikið fé hefur tapast. Lífeyrir fólksins í landinu hefur verið stórlega skertur. Fyrir liggur að greiða þurfi hærri skatta eða að hærra hlutfall skattpen- inga fari í að borga tap sjóðanna. Umræðan hefur að mestu leyti snú- ist um hverjir voru eigendur fyr- irtækja sem lífeyrissjóðirnir töpuðu mest á. Kastljósið beinist enn og aftur að sömu einstaklingum og þegar bank- arnir hrundu. Umræðan hefur jafn- framt beinst að boðsferðum starfs- manna og stjórnenda lífeyrissjóða. Mér finnst umræðan vera á villigöt- um og réttar lausnir ekki framundan ef menn ná ekki áttum. Gríðarlegt tap lífeyrissjóða á ekki að snúast um þá einstaklinga sem áttu þau fyrirtæki sem lífeyrissjóðirnir fjárfestu í og tap- ið snýst ekki um hvort starfsmenn og stjórnendur fóru í ferðalög í boði ann- arra eða á kostnað sjóðanna sjálfra. Enginn hefði getað komið í veg fyrir tap lífeyrissjóða í því fárviðri og þeim ólgusjó sem var hér á fjármálamörk- uðum á haustmánuðum 2008. Hins vegar hefði verið hægt að draga all- verulega úr tapi ef rétt hafi verið hald- ið á spilunum við þær aðstæður sem komu upp. Mér finnst nauðsynlegt nú að umræðan snúist um vandaðar fjár- festingar til að tryggja áhættudreif- ingu, hagsmuna- og kunningjatengsl, íslenskan fjármálamarkað og ábyrgð. Sofið á verðinum Menn réttlæta svimandi há laun með tali um ábyrgð en kunna svo ekki að líta í eigin barm þegar þess er kraf- ist. Axla menn ábyrgð með því að víkja úr starfi eða með því að sitja sem fast- ast – segjast ætla að setja reglur og gæta þess að gera ekki sömu mistökin aftur? Íþróttaþjálfarar eru um- svifalaust látnir taka poka sinn ef lið þeirra ná ekki þeim árangri sem stefnt var að. Svo sannarlega náðu stjórn- endur lífeyrissjóða ekki tilætluðum ár- angri. Þar sem þeir bera mikla ábyrgð á því hvernig fór er eðlilegt að þeir víki úr starfi fyrir að hafa sofnað á verð- inum. Sjálfsagt munu eftirmenn þeirra vanda sig betur – með brottrekstur yf- ir höfði sér, halda þeir sig ekki vakandi á verðinum. Sumir hafa axlað ábyrgð Í allri umræðunni gleymist það að sumir hafa axlað ábyrgð, hafa þurft að standa upp úr stólum sínum og hafa fengið á sig ákæru vegna fjárfestinga lífeyrissjóða. Stjórn og framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs starfsmanna Kópavogs- bæjar var vikið úr starfi og hafa nú verið ákærð. Þau eru ekki sökuð um að hafa tapað fé heldur að hafa reynt að bjarga fé sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga LSK sem höfðu verið í ávöxtun í skuldabréf- um útgefnum af bönk- um og fyrirtækjum, í peningamark- aðssjóðum og í inn- lánum hjá bönkunum voru innleystir að stórum hluta og töp- uðust ekki. Þessum fjármunum var komið í ávöxtun hjá ábyrgð- araðila sjóðsins. Stjórn og framkvæmdastjóri LSK gerðu ráð- stafanir til að fyrirbyggja enn meira tap með hagsmuni sjóðfélaga að leið- arljósi. Fyrir það eru stjórn og fram- kvæmdastjóri ákærð. Þau fylgdu ekki lögum, þau lánuðu Kópavogsbæ um- fram heimildir. En þau eru ekki ákærð fyrir það. Þau eru ákærð fyrir form og heiti lánveitinganna og þau eru ákærð fyrir að blekkja FME. Upplýsingar á meðfylgjandi mynd eru teknar úr skýrslu nefndar um út- tekt á fjárfestingarstefnu, ákvarð- anatöku og lagalegu umhverfi lífeyr- issjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Samanburð- arsjóðir eru valdir af handahófi. Hlut- fallið er reiknað þannig að tekið er heildartap einstakra sjóða sem hlutfall af hreinni eign til greiðslu lífeyris í árs- lok 2007. Ég leyfi mér að leiðrétta upp- lýsingar úr skýrslunni og árétta að þó að eignir lækki milli ára þýðir það ekki endilega tap. Á árinu 2008 voru inn- lend hlutabréf seld og er því heild- artap LSK 295 milljónir króna en ekki 418 milljónir kr. eins og höfundar skýrslunnar gefa sér. Tap LSK er meira en helmingi minna hlutfallslega en samanburðarsjóða. LSK fjárfesti ekki í óhefðbundnum fjármálagern- ingum og tók ekki stöðu í gjaldmiðla- samningum. Að líta í eigin barm Ég er ekki að kalla eftir því hér að þeir stjórnendur lífeyrissjóðanna sem töpuðu hvað mestu fái á sig ákæru vegna afglapa í starfi. Ég vil einfald- lega benda á að umræðan þarf að vera yfirveguð og um það sem máli skiptir. Menn þurfa að geta litið í eigin barm, sett eigin hagsmuni til hliðar og skoð- að hvort og þá hvernig þeir geti borið ábyrgð. Þeir sem reyndu að lágmarka tap, reyndu að afstýra því að sjóð- félagar töpuðu ævisparnaði sínum, reyndu að koma í veg fyrir það að háar fjárhæðir lentu á útsvars- og skatt- greiðendum þurfa að gjalda þess. Það er kallað eftir ábyrgð margra en ein- göngu á valdi fárra að ákveða hverjir á endanum beri ábyrgð og sæti refs- ingum. Sorgleg er sú staðreynd að þeir einir beri ábyrgð sem minnstum skaða ollu. Bera þeir einir ábyrgð sem minnst- um skaða ollu? Eftir Sigrúnu Ágústu Bragadóttur Sigrún Ágústa Bragadóttir »Umræða um tap líf- eyrissjóða er á villi- götum. Hún á ekki að snúast um einstaklinga eða boðsferðir heldur vandaðar fjárfestingar og ábyrgð. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna Kópavogsbæjar. 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% LSK LSS Sameinaði LV LSR Gildi Almenni Lvest Lífsver Örnefni eru skrýtnar orðaskepnur. Mörg ör- nefni eru dularfull, önn- ur umdeild og enn önn- ur á reiki. Menn deila jafnvel um hver megi eða eigi að festa örnefni í sessi eða búa þau til þar sem vantar. Sér- kennilegasta iðjan í smölun örnefna er ekki algeng. Hún felst í því að afbaka eða breyta ör- nefnum. Í einhverjum tilvika þykja ör- nefni ljót eða öfugmæli en í öðrum „of útlensk“. Við eigum okkur heiti á fjöll- um sem dregin eru af mannanöfnum. Til eru Kristínartindar, Grímannsfell, Sveinstindur, Jörundur og Péturs- horn. Oftar en ekki er óvíst hvers vegna heitin voru valin eða hver mann- veran var. Í allmörgum tilvikum er það þó vitað. Sveinstindur við Langasjó heitir t.d. eftir þeim merka 18. aldar könnuði og náttúrufræðingi Sveini Pálssyni. Á mið- og norðausturöræfum eru nokkur fjöll eða tindar með manna- nöfnum, m.a. innan Vatnajök- ulsþjóðgarðs, t.d, Skaphéðinstindur í Kverkfjöllum Í þremur tilvikum hefur upphaflega örnefninu verið breytt vís- vitandi og af þjóðernislegum ástæðum. Ágætur landkönnuður og jarðfræð- ingur, William Lord Watts, skipulagi þrjá leiðangra til Íslands ná- lægt 1875 og ritaði prýðilegar bækur og greinar, auk þess margs annars sem hann gerði til að lýsa landinu hlut- lægt. Um hann hefur Víðir Gíslason á Akureri safnað miklum heim- ildum. Watts fór m.a. fyrstur manna yfir Vatnajökul þveran með Íslendingum og lýsti t.d Sveinagjáreldum og af- leiðingum stórgossins í Öskju. Hann heiðraði helsta leiðsögumann sinn með því að nefna tind í Vatnajökli Pálsfjall. Alllöngu síðar var hér annar erlendur vísindamaður á ferð, m.a. í Öskju, Heinrich Erkes. Hann nefndi ónefnt fjall í jaðri Dyngjufjalla Wattsfell til heiðurs forveranum og það rataði að sjálfsögðu inn á dönsku landakortin okkar á fyrri helmingi 20. aldar. Frá sama tíma er örnefnið Thor- oddsenstindur, eftir Þorvaldi Thor- oddsen, land- og jarðfræðingi. Og enn einn heiðursmaðurinn, W. G. Lock, sá sem skrifaði bókina Askja, Iceland’s Largest Volcano (útg. 1881), fékk nefndan eftir sér svipmikinn tind ná- lægt Dyngjufelli, Lockstind. Líklega þótti mörgum þetta vel að gert enda óalgeng og sérstæð frávik frá gömlum hefðum. Örnefnanefnd breytti umræddum þremur örnefnum á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þau urðu að Vatnsfelli, Lokatindi og Þorvaldsfelli, alveg að ósekju. Nýleg umfjöllun Ör- nefnanefndar gekk því miður ekki lengra en svo, þrátt fyrir góð og gild rök, að þar var úrskurðað að afbak- anirnar skyldu halda sér en hin nöfnin ætti að hafa í sviga. Hvar í veröldinni tíðkast slík ráðstöfun? Nú er lag, með vinnu vegna nýja þjóðgarðsins, að halda lágmarkssann- girni í heiðri og taka upp upphaflegu örnefnin, a.m.k. tvö þeirra. Langt er auk þess í vatn frá Wattsfelli og þessi Loki hefur ekkert með Dyngjuföll að gera. Íhuga mætti að setja að nýju fram ættarnafn Þorvalds Th. á hæsta tind Öskju. Vissulega hefur Þorvald- stindur fest sig nokkuð í sessi en upp- runalega heitið er líka skýrt. Watts- en ekki Vatns- Eftir Ara Trausta Guðmundsson »Nú er lag, með vinnu vegna nýja þjóð- garðsins, að halda lág- markssanngirni í heiðri og taka upp upphaflegu örnefnin, a.m.k. tvö þeirra. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er er jarðvísindamaður og höfundur bóka um eldfjallasögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.