Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 ✝ Gunnlaugur Að-alsteinn Jónsson fæddist á Möðrudal á Fjöllum 28. maí 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 7. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Jóhanna Arn- fríður Jónsdóttir, f. 16.1. 1906, d. 6.5. 1986, og Jón Eyjólfur Jóhannesson, f. 9.4. 1907, d. 5.10. 1981. Gunnlaugur var elstur átta systkina, þau eru: Arnþór, f. 1933, Þórlaug, f. 1934, d. 2008, Gunnþórunn, f. 1937, Viggó, f. 1939, Steinunn, f. 1940, Halldóra Jóna, f. 1944, og Kristín Dúlla, f. 1948. Hinn 14.8. 1970 kvæntist Gunnlaugur Sigríði Jónu Clau- sen, f. 29.8. 1942. Foreldrar hennar voru Ólöf Arnbjörg Jóns- dóttir, f. 11.9. 1908, d. 12.11. 1997, og Axel Clausen, f. 30.4. 1880, d. 5.2. 1985. Börn Gunn- laugs og Sigríðar eru: 1) Eyjólfur f. 1985, b) Þráinn, f. 1993, og c) Úlfar, f. 1995. 5) Jón Hlynur, f. 16.12. 1968, kvæntur Karenu Ósk Hrafnsdóttur, f. 23.6. 1971, börn þeirra eru a) Sigrún María, f. 1992, b) Hlynur Freyr, f. 1993, c) Sara Dís, f. 2001, og d) Heiða Sól, f. 2006. Gunnlaugur starfaði við póst- flutninga ásamt föður sínum er hann bjó í Möðrudal og einnig opnaði hann Fjallakaffi í Möðru- dal. Gunnlaugur vann ýmis störf og flutti síðan til Reykjavíkur 1964. Gunnlaugur starfaði lengst af sem bílamálari og öðlaðist réttindi sem slíkur. Hann vann hjá Garðari Sigmundsyni, Bíla- málun Sigursveins og lengst af hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, eða þar til hann lét af störfum 2001 sökum aldurs. Eftir það helgaði hann sig fjölskyldunni og sínu helsta áhugamáli, hestum. Gunnlaugur verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag, 15. febrúar 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. Þórður, f. 14.8. 1962, kvæntur Jónu I. Pálsdóttur, f. 20.4. 1964, börn þeirra eru a) Eyj- ólfur Aðalsteinn, f. 1988, og b) Ída Bjarney, f. 1990. 2) Ólöf, f. 15.10. 1964, gift Pétri Ragnari Péturssyni, f. 25.7. 1966, synir þeirra eru a) Björn Hlyn- ur, f. 1987, og b) Alexander Glói, f. 1995. 3) Aðalheiður, f. 7.12. 1965, gift Halldóri Hafsteinssyni, f. 5.2. 1962, börn þeirra eru a) El- ísabet, f. 1983, gift Þrándi Tryggvasyni, f. 1979, synir þeirra eru Steinar Máni, f. 2007, og Sölvi, f. 2010, b) Gunnlaugur Steinar, f. 1991. 4) Jóhanna Jóna, f. 10.1. 1968, gift Júlíusi Ágústi Guðmundssyni, börn þeirra eru a) Sigríður Jóna, f. 1989, b) Þrá- inn Freyr, f. 1994, og c) Jón Ágúst, f. 2005, börn Júlíusar af fyrra sambandi eru a) Atli Freyr, Ástin mín hvað ég sakna þín. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur. Mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei gleym- ast. Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Ásmundur Jónsson) Þú ert stóra ástin í mínu lífi, ég elska þig. Þín eiginkona, Sigríður (Sigga). Elsku besti pabbi minn, mikið sakna ég þín. Ég vildi að ég gæti bara einu sinni enn haldið utan um þig og sagt þér hvað ég elska þig mikið. En nú ertu búinn að fá hvíldina og þjáist ekki meira. Síð- ustu vikur og mánuðir hafa verið erfið og hefur þú kvalist mikið og hefði ég viljað geta hjálpað þér að finna ekki svona mikið til. Þú varst alla tíð svo góður við mig og það var sama hvað þurfti að gera, alltaf varst þú tilbúinn að aðstoða. Börn- um mínum varstu besti afi sem hægt er að hugsa sér. Margar góðar stundir rifjast upp, til dæmis hestaferðirnar okk- ar. Þú varst tilbúinn að leiðbeina mér um allt varðandi hesta, hvern- ig átti að gefa þeim, umgangast þá og eins að ríða út. Ansi oft var ég úti í gerði eða úti í náttúrunni á hestbaki meðan þú varst að gefa og þegar ég kom til baka léstu mig vita hversu dugleg ég væri að sitja hest og að þú værir stoltur af mér. Þú varst alla tíð mjög stoltur af mér og lést mig vita af því og eins var ég mjög stolt af að þú værir pabbi minn, það er ekki hægt að finna betri pabba. Lífið á eftir að vera tómt án þín, elsku pabbi minn, en ég trúi að nú hafir þú fengið hvíld og þjáist ekki meir. Það var í byrjun júní sem þú veiktist mikið og hefur verið inni á spítala síðan og hrakað mikið með hverjum degi. Mikið er ég þakklát fyrir allar stundirnar okkar sam- an, elsku pabbi minn. Til dæmis síðasta sumar þegar þú varst á Landakoti og ég kom til að hjálpa þér að borða. Það var orðið daglegt brauð og röbbuðum við um gamla daga og það sem framundan væri, stundum leið okkur vel og þá hlóg- um við saman og stundum leið okk- ur illa og þá grétum við saman, elsku pabbi minn. Í september fluttir þú á Sóltún þar sem þér leið vel. Þið mamma gátuð verið sam- an, það var það sem þið vilduð helst af öllu. Þið hafið alla tíð verið samrýnd og síðan þú fórst á spítala hefur líf ykkar mömmu verið erfitt. Í veikindum þínum hefur mamma setið hjá þér öllum stundum og horft á þig verða veikari og veikari. Síðustu jól voru mjög erfið fyrir alla þar sem þú veiktist mikið og náðir þér ekki af þeim veikindum. Elsku mamma, missir þinn er mikill og vil ég biðja guð að hjálpa okkur öllum í þessari miklu sorg. Eins vil ég þakka starfsfólki á Sól- túni fyrir það hversu vel það hefur séð um pabba. Elsku pabbi minn, þú barðist hetjulega við hræðilegan sjúkdóm, gast ekki hreyft þig, varst kominn í hjólastól og gast að lokum ekki tjáð þig og þurftir að gefa eftir að lokum. Kvalir þínar voru ógurleg- ar og var mjög sárt að horfa á þig þjást svona, elsku pabbi minn, og geta ekki hjálpað. Ég kveð þig að sinni, elsku pabbi minn, með þessu fallega ljóði: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) Ég sakna þín svo mikið elsku pabbi minn, minning þín mun ávallt lifa með mér. Þín Aðalheiður. Elsku besti pabbi minn, ég sit í söknuði og rifja upp allar stund- irnar okkar. Gott var fyrir litla pabbastelpu að koma í pabbakot, alltaf var fangið opið. Þegar ég flutti til ykkar mömmu með krakk- ana varð samband okkar sterkara og meira en nokkru sinni, alltaf fann maður fyrir vernd þinni og vel var passað upp á að okkur skorti ekki neitt. Svo þegar við fluttum í Blönduhlíðina hringdirðu oft og komst yfir til okkar, enda fórum við ekki langt frá ykkur mömmu. Þú varst besti pabbi og afi sem nokkur gat hugsað sér. Í sorg minni og söknuði hugga ég mig við þá endurfundi sem þú hefur átt við ömmu, afa og Þórlaugu frænku, þau hafa tekið vel á móti þér. Elsku pabbi, takk fyrir að vera sá pabbi sem þú varst mér og sá afi sem þú varst börnunum mínum. Þín pabbastelpa, Jóhanna Jóna. Mig langar að minnast í nokkr- um orðum tengdaföður míns, Gunnlaugs Jónssonar. Ég kynntist Gulla, eins og hann var ávallt kall- aður, árið 1986 þegar leiðir okkar Ólafar lágu saman. Það tók mig nokkurn tíma að sanna mig fyrir Gulla. Ég held að honum hafi ekk- ert fundist neitt sérlega til koma borgardrengsins sem hafði hvorki á hestbak komið og varla stoppað í sveitinni nema til að kaupa pulsu og kók á leiðinni um landið. Það voru sterkir þræðir í Gulla til heimahaganna norður í Möðru- dal á fjöllum. Hann bar þess alveg merki að hafa alist upp á þessum hrjóstruga en fallega stað norður í landi. Vinnusemi, hjálpsemi og ein- urð voru eiginleikar sem prýddu Gulla sem einstakling. Hann var fyrstur manna á staðinn ef á hjálp þurfti að halda og yfirleitt síðastur til að yfirgefa staðinn ef eitthvað var enn hægt að gera. Ég man fyrsta skiptið sem við hittumst, við Gulli, það var seint um nótt í Barmahlíð 16 er ég fylgdi Ólöfu heim eftir skrall í bænum. Þá var hann að fara á fætur og til vinnu niðri á strætó og gera vagnana klára til aksturs en hann límdi aug- lýsingar á vagnana í fjöldamörg ár í aukavinnu með bílamálarastarfi sínu hjá SVR. Hann Gulli var ekk- ert að tala mikið um hlutina, hann vildi frekar vera að gera eitthvað og það var oft hans tjáningarmáti – að hjálpa manni að gera við bílinn, mála, flytja eða passa börnin. Hann lifnaði allur við þegar barna- börnin voru annars vegar og naut þess að hafa börnin sér við hlið og allt frá því er þau fyrstu komu var Gulli afi dásamaður af þeim og þau hændust að honum hvert af öðru. Hann var aldrei glaðari en að geta spjallað og leikið við börnin sín. Gulli giftist Sigríði Clausen og voru þau hjónin ætíð samrýnd. Þó svo að Gulli væri í hestunum og ynni mikið alla tíð fundu þau hjón- in eitthvað sameiginlegt að gera. Það var farið í Breiðfirðingabúð, á kvæðamannakvöld og til vina og kunningja en Gulli var ríkur af vin- um og velgjörðarmönnum enda mjög vel kynntur hvar sem hann kom. Ég var svo heppinn að njóta samveru við tengdaföður minn er ég rak fyrirtæki fyrir nokkrum ár- um. Þá fór Gulli með mér nokkrar ferðir sem tengdust rekstrinum. Sjaldan hefur mér fundist eins gaman að aka þjóðveg eitt og með honum Gulla. Hann þekkti hvern krók og kima norðurleiðarinnar og kunni sögur af mönnum og mál- efnum á hverjum bæ sem ekið var hjá. Hann sagði mér líka sögur frá uppvaxtarárum sínum fyrir norð- an og fannst manni þá oft ævin- týrablær yfir frásögnunum. Þeirra á meðal er saga sem hann sagði mér af sér og föður sínum þegar þeir fóru um í þreifandi snjóbyl á milli húsa í Möðrudal og faðir hans rataði með því að þekkja hvaðan vindurinn kæmi og eins hvernig gönguleiðin lægi undir fótum þeirra. Síðustu árin fór heilsa Gulla þverrandi og herjaði á hann illvíg- ur sjúkdómur. Það var sárt að verða vitni að því hve illa þessi sjúkdómur fór með góðan dreng. Gulli skilur eftir sig ríkulegan fjársjóð afkomenda sem elska hann og dá og eru ávallt með hon- um í hug og hjarta. Ég er í þeirra hópi. Ég þakka þér samfylgdina kæri vinur. Pétur Ragnar Pétursson. Litli vinur lífið kallar leiðir okkar skilja í dag góðar vættir vaki allar verndi og blessi æ þinn hag. (Höf. ók.) Það er erfitt fjall að klífa yfir að kveðja þig í dag, elsku afi og tengdaafi. Þú varst gull af manni og hefur reynst okkur vel. Það var svo dýrmætt að fá að eyða síðustu dögunum með þér uppi á Sóltúni, þar sem þú lést í faðmi fjölskyld- unnar. Við munum ekki eftir þér veikum nema síðustu árin sem voru þér svo erfið, þegar þú varst orðinn meðvitaður um hvaða áhrif sjúkdómurinn hafði á þig og ætt- ingja og vini. Ég, Beta, man þegar þú kysstir mig laugardaginn áður en þú lést og knúsaðir og fettir upp á nefið á þér, eins og ég væri ennþá smá- stelpa í Barmahlíðinni í fanginu á Gulla afa og þú varst vanur að fara með Búkollu fyrir mig, aftur og aftur og aftur. Ég, Beta, á þér það að þakka að þú dróst mig inn í hestaiðkunina, sem ég festist í þó- nokkur ár. Við hjónin kveðjum þig í dag með miklum söknuði, það er erfitt að sleppa af þér takinu, þetta er svo endanlegt, en þar til við hitt- umst á himnum þá biðjum við góð- an Guð að gæta þín í millitíðinni fyrir okkur. Hinstu kveðjur, Elísabet og Þrándur. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Elskulegur langafi okkar er fall- inn frá. Ég, Steinar Máni, var járn- karlinn hans Gulla langafa, kynni þeirra Sölva voru stutt en minn- ingarnar sem foreldrar okkar geyma eru ómetanlegar: Skemmtilegu sögustundirnar í Barmahlíðinni, síðan máttum við leika okkur í öllum vasaljósunum hans og átti hann heilt færiband af þeim. Skemmtilegast af öllu þótti mér, Steinari Mána, að fara upp í Kópavog á hestbak með afa sum- arið sem hún mamma var ófrísk að honum Sölva litla bróður. Dellan að fara aftur og aftur og aftur á hestbak byrjaði þá, eftir það voru farnar vikulegar ferðir í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn til þess eins að setjast á hestbak og fara í Kókómjólkurlestina. Gulla langafa verður sárt sakn- að. Það var svo notalegt að fá að heimsækja hann daginn sem hann lést, það er ómetanlegt fyrir okkur bræðurna að eiga þá minningu þegar við verðum eldri. Hinstu kveðjur, Steinar Máni og Sölvi. Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni bróðir að hafa við þig hinsta fund og horfa á gengnar slóðir og ógn oss vekja örlög hörð en ennþá koma í hópinn skörð og barn sitt faðmi byrgir jörð vor bleika trygga móðir En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri Ef lífsins gáta á lausnir til þær ljóma bak við dauðans þil Og því er gröfin þeim í vil sem þráðu útsýn stærri (Magnús Ásgeirsson) Aftur er höggvið skarð í systk- inahópinn. Nú þegar við kveðjum kæran bróður þökkum við honum samfylgdina og biðjum honum góðrar heimkomu þar sem hans bíða vinir í varpa. Elsku Sigga. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til þín, barna ykk- ar og fjölskyldna þeirra. Guð veri með ykkur. Minning Gulla bróður lifir. F.h. systkina minna, Kristín Dúlla. Gunnlaugur A. Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, ég sakna þín sárt og elska þig, takk fyrir að vera stoltur af mér. Þinn afastrákur, Þráinn Freyr. Elsku afi, það var skemmtilegt þegar þú varst að leika við mig, í elt- ingaleik. Ég sakna þín rosamikið. Þinn gullmoli, Jón Ágúst.  Fleiri minningargreinar um Gunnlaug A. Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR SKARPHÉÐINSSON, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 12. febrúar. Halla Björg Baldursdóttir, Magnús Páll Albertsson, Gísli Baldursson, Ragnheiður Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær vinur okkar, eiginmaður, faðir, tengda- faðir og afi, MAGNÚS ÞÓRARINN DANÍELSSON skipstjóri, Mávatjörn 17, Njarðvík, fórst með Hallgrími SI-77 miðvikudaginn 25. janúar. Minningarathöfn fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Slysavarnaskóla sjómanna njóta þess. Eyrún Sveinbjörg Jónsdóttir, Jón Ragnar Magnússon, Edda Svavarsdóttir, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, Arnar Svansson, Bryndís Harpa Magnúsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri JÓN TRYGGVASON fyrrum húsgagnabólstrari, síðast til heimilis Jóruseli 8, Reykjavík, lést föstudaginn 10. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á barnauppeldissjóð Thorvaldsens- félagsins eða aðra líknarsjóði. Hrefna Magnúsdóttir, Auður Jónsdóttir, Víðir Ástberg Pálsson, Petra Jónsdóttir, Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Jóhannes Karl Sveinsson, Jón Tryggvi Jónsson, Svala Breiðfjörð Arnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, BALDUR BJARNASEN, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. febrúar. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Þórdís Baldursdóttir, Gísli Guðmundsson, Óskar Baldursson, Sigrún Birgisdóttir, Sigtryggur Baldursson, Sigrún Hrafnsdóttir, Guðjón Þór Baldursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.