Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is V inahópur á Ísafirði hélt heldur óvenjulegt Þorrablót á dögunum en þar var reiddur fram fusion- þorramatur. Það er að segja hinn hefðbundni þorramatur í heldur óvenjulegum útfærslum. Í hópnum eru um 20 manns og er kjarninn gamall vinahópur á Ísafirði sem síðan hefur bæst við. Hópsfélagar eiga það sameiginlegt að vera áhugafólk um frumlega matargerð. Djúpsteikt hvalrengi verst Á borðum var meðal annars þorrafondue með niðurskornum hrútseistum, hákarli og fleiru sem dýft var í súkkulaðifonduepott, sláturlasagna, lundabaggafrómas, brauðréttur með súrum hval og hrútseistum, sláturpestó, djúp- steiktar flatkökur og súkkulaði- húðað laufabrauð, súkkulaðihúðuð sviðasulta og slátursmoothie eða sláturbúst. „Bústið var hnaus- Enginn gat borðað djúpsteikt hvalrengi Sjálfsagt myndi ekki hver sem er smakka súkkulaðihúðuð hrútseistu, sláturpestó eða lundabaggafrómas. En þessir réttir voru meðal þess sem finna mátti á fusion- þorrablóti sem vinahópur frá Ísafirði hélt á dögunum. Meðlimir hópsins eru óhræddir að prófa sig áfram en maturinn í ár var minna óætur en í fyrra og ekk- ert á borðum sem engan veginn var hægt að koma niður. Nýjung Súrsætt slátur með hrísgrjónum er kannski ekki við allra hæfi. Snarl Fagurlega skreytt þorranammi og sláturpinnar voru á borðum. Mikið er til af fallegum vefsíðum þar sem fólk bloggar um daglegt líf og heimilið og setur inn myndir af alls konar sniðugum lausnum til að breyta og bæta heima fyrir. Á vef- síðunni dossag.blogspot.com heldur íslenski fagurkerinn Dossa úti flottu bloggi sem er heimilisblogg um dag- inn og veginn, líkt og Dossa segir sjálf á vefsíðunni. Á vefsíðunni er meðal annars að finna ævintýralegar myndir úr af- mæli á heimilinu. Eru bæði veitingar og skreytingar mjög skemmtilegar og hægt að fá þar margar góðar hugmyndir. Eins er Dossa ófeimin við að sýna fólki heimilið sitt og þær lausnir sem hún notar þar til að koma hlutunum haganlega og smekklega fyrir. Fagurkerar á öllum aldri ættu að geta gleymt sér dá- góða stund á blogginu hennar Dossu. Það er gaman að til skuli vera svo duglegir bloggarar sem dreifa hugmyndum að því hvernig gera megi hið daglega umhverfi okkar dálítið skemmtilegra. Inni á síðunni má líka finna tengla á fleiri fagurkera og þræða sig þannig sí- fellt lengra áfram í hugmynda- frumskóginum. Vefsíðan www.dossag.blogspot.com Morgunblaðið/Árni Sæberg Lausn Koma má hlutunum fyrir á haganlegan hátt sem þennan. Hnossgæti fyrir fagurkera Helga Marín Bergsteinsdóttir er heilsu- og íþróttafræðingur sem búið hefur í Dubai sl. 11 ár. Þar rek- ur hún eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body (HMB) en næstkomandi fimmtudag verður hún með nám- skeið í Listhúsinu fyrir þá sem hafa áhuga á því að bæta lífsstílinn. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem eru stöðugt í aðhaldi án þess að sjá árangur. En áherslan er lögð á að læra að skilja líkamann og hvernig bæði matur og hugarfar hefur áhrif á hann. Á námskeiðinu fræðir Helga Marín þátttakendur um hvaða matur annars vegar slökkvi á og hins vegar auki fitu- brennslu líkamans. Rætt verður um hvernig sé hægt að breyta mat- aræðinu án þess að finna til sekt- arkenndar eða löngunar og auka brennslu og orku líkamans á ein- faldan hátt. Námskeiðið verður haldið frá klukkan 18-21 annað kvöld og er hægt að skrá sig og fá frekari upp- lýsingar með því að senda email á helga@healthmindbody.net. Lífsstílsnámskeið Að skilja líkamann og hvers hann þarfnast helst Ganga Hollt mataræði og regluleg hreyfing samtvinnast í heilbrigðum lífsstíl. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is telpurS onuK rStaðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! Fundur fyrir alla TT flokka sunnudaginn 19. febrúar kl. 16:30 15% afsláttur fyrir þær konur sem halda áfram! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar 7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar 10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar 16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 17:40 I mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 18:40 J mánudagar kl. 18:40, miðviku- og fimmtudagar kl. 18:25 18:25 TT3 mánudagar kl 18:25 og miðvikudagar kl. 19:25 - (16-25 ára) NÁMSKEIÐUM FYLGIR FRJÁLS MÆTING Í TÆKJASAL Viltu ná kjörþyngd og komast í form? mán, mið, fös kl 6:15 mán, mið, fim kl 17:30 Ný námskeið að hefjast síðustu innritunardagar, sími 581 3730 mán, mið, fim kl 16:30 ef næg þát ttaka næst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.