Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Undanfari er heiti sýningar með nýrri myndbandsinnsetningu eftir Sigurð Guðjónsson myndlistarmann, sem verður opnuð í Hafnarborg á morgun, fimmtudag, klukkan 17.00. Sigurður hefur verið iðinn við sýn- ingarhald undanfarin ár og hafa marglaga og hrífandi verk hans ver- ið sýnd víða um lönd. Þegar Sigurði var boðið að sýna í Hafnarborg ákvað hann að vinna verkið fyrir Sverrissal. „Í haust bauð listaverkasafnari mér að dvelja í mánuð í íbúð sem hann á í Vínarborg,“ segir Sigurður þegar hann er spurður um kveikju verksins. „Þetta var 200 fermetra klassísk íbúð, án allra húsgagna. Hann bauð mér húsgögn en ég ákvað að halda henni tómri, fyrir ut- an skrifborð og stól. Ég notaði íbúð- ina síðan sem vinnustofu. Gólffjal- irnar voru gamlar og það brakaði í þeim; það bergmálaði í rýminu eins og í íslenskum helli. Brakið er í raun kveikjan að þessu verki.“ Í verkinu sér inn í tóman sal og þar er nakinn karlmaður sem gerir einskonar líkamsæfingar, þannig að það brakar í gólfinu. Yfir þá mynd leggst önnur, stálstrengir sem vísa í hljóðfæri, og eftir strengjunum ferðast skuggi eins og pendúll og þeir gefa frá sér hljóð. „Samspil myndast milli strengjanna, líkamans og rýmisins og ég horfi í það,“ segir hann. Vönduð úrvinnslan og persónu- legur myndheimur hafa skipað Sig- urði meðal fremstu myndbandslista- manna okkar. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og sam- sýningum hér á landi en auk þess hafa þau verið sýnd víða erlendis, í galleríum og söfnum, en einnig í sambandi við kvikmyndahátíðir. Í verkum Sigurðar eru ætíð nokkur lög. Hann vinnur með myndefnið og ekki síður hljóðheiminn. „Eftirvinnslan er helmingur ferl- isins,“ segir hann. „Verkin byrja á kveikju sem í þessu tilfelli eru gólf- fjalirnar, líkaminn og rýmið, en svo leggjast önnur lög við. Verkið er sex mínútna langt, er endurtekið í sífellu og hefur ákveðna abstrakt sögu. „Margt sést ekki. Hljóðheimurinn býr til að mynda til undiröldu sem ekki er auðvelt að koma í orð. Það er stór þáttur í mínum verkum.“ Myndbandið hefur verið miðill Sigurðar síðan hann kom fram á sjónarsviðið sem myndlistarmaður. Hann útskrifaðist frá LHÍ árið 2003 og stundaði framhaldsnám í Vínar- borg. „Já, þegar maður byrjar á vídeó- inu er engin leið að komast út úr því. Möguleikarnir eru svo margir. Ég var búinn að vera í þrjá mánuði í Listaháskólanum á sínum tíma þeg- ar ég kom inn í vídeóverið og ég hef ekki farið út úr því síðan.“ Undanfari Stilla úr marglaga myndbandsverki Sigurðar Guðjónssonar, þar sem unnið er með mynd og hljóð. Brak í gólffjölum var kveikjan að verkinu  Ný myndbandsinnsetning eftir Sigurð Guðjónsson Sigurður Guðjónsson Ávextir, könnur, vasar ogleirtau, dúkuð borð ogblóm. Á efri hæð Hafnar-borgar gefur nú að líta túlkun íslenskra listamanna á fegurð sem tengist hversdagslífinu og heimilinu á sýningunni „Kyrralíf“. Uppstillingar eða kyrralíf er gam- algróin grein myndlistarinnar sem margir listamenn hafa fengist við, og kyrralífsmálun hefur lengi verið órjúfanlegur hluti af akademísku listnámi. Elstu myndina á sýning- unni málaði Kristín Þorláksdóttir Bernhöft um 1895, þá á unglings- aldri og efnilegur nemandi hjá Þór- arni B. Þorlákssyni. Kristín beitir akademískri málunaraðferð til túlk- unar á pottaplöntum við glugga þar sem opnast útsýni yfir miðbæ Reykjavíkur og Esjuna. Á sýningunni má sjá verk eftir ýmsa listamenn sem þekktastir eru fyrir annað en kyrralífsmálun. Blóm og uppstillingar voru hins vegar eitt aðalviðfangsefni Kristínar Jóns- dóttur og má sjá tvö slík verk á sýn- ingunni. Kyrralífsverk hennar ein- kennast iðulega af lipurri og blæbrigðaríkri pensiltækni og fal- legum litasamsetningum. Tvö nýleg verk eftir Áslaugu Thorlacius sýna að innimyndir eru enn gott og gilt viðfangsefni listamanna. Ekki er lengur litið á heimilið og einkarýmið sem sérstakan „stað kvenna“ og engin ástæða til að tengja kyrralífs- og blómamálun við slíkt hlutskipti. Verk Áslaugar eru í takt við áhuga margra samtímalistamanna á hvers- deginum. Í huga margra listamanna sýningarinnar er myndbyggingin og glíman við liti og form aðalviðfangs- efnið; þar skiptir myndefnið sjálft jafnvel ekki svo miklu máli. Aðrir leitast við að skapa stemningu og dulúð, eins og t.d. Júlíana Sveins- dóttir, leikandi og ljóðræna tóna líkt og Gunnlaugur Blöndal, og samræðu milli forma líkt og þeir væru gæddir mannlegum eiginleikum; lágstemmd mynd Guðbjargar Lindar Jóns- dóttur er gott dæmi um það og á vissan hátt einnig safarík málverk Louisu Matthíasdóttur. Húbert Nói er hins vegar knúinn af heimspeki- legum vangaveltum um eðli mynd- rænnar framsetningar. Hér er um að ræða fróðlega og fallega sýningu sem varpar ljósi á þátt kyrralífsmálunar, í hefð- bundnum skilningi orðsins, í ís- lenskri listasögu allt frá lokum 19. aldar til fyrsta áratugar þeirrar 21. Myndefnið er á sinn hátt af sama meiði en framsetningin jafnfjöl- breytileg og listamennirnir eru margir. Kyrrlátir töfrar Falleg sýning Málverk á sýning- unni Kyrralíf eftir Finn Jónsson. Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Kyrralíf – samsýning bbbmn Til 26. febrúar 2012. Opið kl. 12-17 alla daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðju- dögum. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Stofa breska stjörnuarkitektsins Normans Forsters, Fost- er + Partners, hefur verið valin af alþjóðlegri dómnefnd til að hanna nýtt safn í borginni Patna á Indlandi. Borgin er í hinu bláfátæka Bihar-fylki og hika yfirvöld þar við að semja við arkitektastofuna, vegna hinnar háu þóknunar sem hún fer fram á. Ef samningar nást ekki, mun verkið falla í skaut japönsku arkitektastofunni Maki. Fimm arki- tektastofur kepptu um verkið. Auk stofu Fosters og Maki voru það Daniel Libeskind í New York, Coop Himmelblau í Vín og norska arkitektastofan Snøhetta. Í safninu eiga að vera níu salir þar sem sýndir verða gripir frá 14 öldum; trúarlegir munir, myntsafn, tíbesk málverk og leirgripir. Norman Foster Foster valinn til að teikna safn Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 síð.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Fim 8/3 kl. 19:30 18.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Mið 14/3 kl. 15:00 AUKAS. Ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fim 1/3 kl. 19:30 Forsýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 Forsýn Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 Frums Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 9/3 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 10/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Frumsýnt 3. mars Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 24/2 kl. 19:30 Frums. Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 9.sýn Mið 29/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Frumsýnt 24.febrúar Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 19/2 kl. 13:30 Sun 26/2 kl. 13:30 Sun 4/3 kl. 13:30 Sun 19/2 kl. 15:00 Sun 26/2 kl. 15:00 Sun 4/3 kl. 15:00 Sun 19/2 kl. 17:00 AUKAS. Sun 26/2 kl. 17:00 AUKAS. Hjartnæm og fjörmikil sýning Sjöundá (Kúlan) Fös 17/2 kl. 19:30 Frums Sun 4/3 kl. 19:30 Fim 15/3 kl. 19:30 Lau 18/2 kl. 19:30 Fim 8/3 kl. 19:30 Lau 25/2 kl. 19:30 Mið 14/3 kl. 19:30 Ný leiksýning um morðin á Sjöundá Uppistand - Mið-Ísland (Stóra sviðið) Fös 17/2 kl. 20:00 AUKAS. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Orð skulu standa (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 16/2 kl. 21:00 Útvarpsþátturinn Orð skulu standa öðlast nýtt líf á sviði! Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Lau 17/3 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fim 8/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Lau 31/3 kl. 20:00 Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið og Menningarhúsinu Hofi) Lau 18/2 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00 Lau 3/3 kl. 21:00 Lau 10/3 kl. 22:00 aukas Fös 16/3 kl. 22:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Í Borgarleikhúsinu í febrúar og Hofi í mars Eldhaf (Nýja sviðið) Mið 15/2 kl. 20:00 8.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 16/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Sun 11/3 kl. 20:00 Sun 19/2 kl. 20:00 10.k Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Fim 15/3 kl. 20:00 Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Sun 18/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Ath! Snarpur sýningartími. Sýningum lýkur í mars Axlar - Björn (Litla sviðið) Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Sun 26/2 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Sun 19/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Lau 25/2 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Nýtt verk úr smiðju Vesturports Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fim 16/2 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fim 23/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2 Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 18/2 kl. 13:00 3.k Lau 25/2 kl. 13:00 5.k Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 19/2 kl. 13:00 4.k Lau 25/2 kl. 14:30 aukas Sun 19/2 kl. 14:30 aukas Sun 26/2 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Mínus 16 (Stóra sviðið) Sun 19/2 kl. 20:00 3.k Sun 26/2 kl. 20:00 4.k Lau 10/3 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.