Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 ✝ Ingibjörg Sæ-mundsdóttir fæddist í Hlíð, Ólafsfirði, 30. des- ember 1918. Hún lést á Landakots- spítala í Reykjavík 7. febrúar 2012. Foreldrar henn- ar voru Sæmund- ur Rögnvaldsson, bóndi og sjómað- ur, f. á Saurbæ í Skagafirði 1885, d. 1932, og Petrea Aðalheiður Jóhanns- dóttir, ljósmóðir í Ólafsfirði, f. í Litla-Árskógi í Eyjafirði 1882, d. 1966. Bræður Ingi- bjargar eru a) Þórólfur, f. 19. október 1914, eiginkona hans var Guðrún Sigurðardóttir, f. 1921, d. 2001, og b) Rögnvald- ur Jóhann, f. 21. ágúst 1916, eiginkona hans er Aðalbjörg Guðmundsdóttir, f. 1920. Ingi- björg giftist Jóni Þóri Áskels- syni skrifstofumanni, 12. des- ember 1940, f. 8. júní 1916 á Hauganesi í Eyjafirði, d. 26. mars 1989 í Hafnarfirði. Hann var sonur Áskels Þorkels- sonar, f. 1883 á Ytri- Másstöðum í Eyjafirði, d. 1961, útgerðarmanns í Hrísey, og Guðrúnar Lovísu Jóns- dóttur, f. 1890 á Kálfsskinni í Árskógshreppi, d. 1985, hús- c) Ingibjörg, f. 1982. 3) Ari Erlingur, f. 18. október 1946. Eiginkona hans var Marella Geirdal Sverrisdóttir, f. 1946, d. 2004. Fóstursynir Marellu og Ara eru a) Sverrir Örn Ólafsson, f. 1979, b) Steinar Arason Ólafsson, f. 1984, c) Unnar Geirdal Valsson, f. 1988. Dóttir Unnars er Mar- ella Margrét, f. 2011. Sam- býliskona Ara er Anna Þórey Sigurðardóttir, f. 1948. 4) Jó- hanna, f. 2. júlí 1948. Eig- inmaður hennar er Steinþór Ómar Guðmundsson, f. 1950. Sonur þeirra er Atli Freyr, f. 1984. Ingibjörg ólst upp í Ólafsfirði og gekk í Hús- mæðraskólann á Laugalandi. Hún hóf búskap með manni sínum í Hrísey en þau fluttust árið 1945 til Skagastrandar þar sem hún sinnti barnaupp- eldi og heimilisstörfum. Árið 1959 fluttust þau Ingibjörg til Hafnarfjarðar og þar bjó hún til dauðadags. Hún starfaði lengi hjá Jóni Gíslasyni hf. og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar við fiskvinnslu en síðustu ár sín á vinnumarkaði við mat- seld í mötuneyti og á mat- stofu. Ingibjörg hafði mikið yndi af því að syngja og söng í kirkjukór Hólaneskirkju á Skagaströnd um árabil. Hún hafði gaman af því að spila, sérstaklega brids, í góðra vina hópi. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15. febrúar 2012, og hefst athöfn- in kl. 13. freyju í Hrísey. Börn Ingibjargar og Jóns eru: 1) Ás- laug, f. 30. júní 1943. Fyrrverandi eiginmaður Páll Jóhannsson, f. 1940. Börn þeirra eru a) Hildur, f. 1975. Sambýlis- maður Hildar er Ingi Guðmunds- son, f. 1969. Börn þeirra eru Hulda, f. 2008, og Bjarki, f. 2010. Börn Inga eru Andri, f. 1994, og Birta, f. 1998. b) Jóhann, f. 1978. Sam- býliskona hans er Bryndís Est- er Ólafsdóttir, f. 1982. 2) Að- alheiður Sæunn, f. 5. mars 1945. Eiginmaður hennar er Sigþór Jóhannesson, f. 1943. Börn þeirra eru a) Sigþór Ari, f. 1968. Dóttir Sigþórs Ara er Þórhildur Guðný, f. 1993. Börn Sigþórs Ara og eig- inkonu hans Hólmfríðar J. Að- alsteinsdóttur, f. 1975, eru Andri Þórir, f. 2006, og Að- alheiður Sæunn, f. 2008. Son- ur Hólmfríðar er Stefán Þórs- son, f. 1991. b) Jón Þór, f. 1969. Börn Jóns Þórs eru Magnús Þór, f. 1989, Jón Arn- ar, f. 1994, og Anna María, f. 1994. Sambýliskona Jóns Þórs er Lone Christensen, f. 1961. Það er í dag sem við kveðjum þig amma í hinsta sinn. Þú varst orðin 93 ára og með allt á hreinu fram á síðasta dag. Reyndar varstu orðin þreytt, en greinilega tilbúin að kveðja þennan heim undir lokin sátt við þitt. Það hafa verið algjör forréttindi fyrir okkur að fá að hafa þig hjá okkur öll þessi ár. Og árin skilja eftir minningar sem við systkinin hugsum til með hlýjum huga þessa dagana og rifjum upp. Við kveðjum þig elsku amma með bæninni sem þú kenndir okkur: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíldu í friði. Hildur og Jóhann. Ég finn ilm af laufabrauði þegar ég hugsa um ömmu. Finn lykt af ákveðinni tegund af app- elsínugulum mentól-brjóstsykri sem hún bruddi. Og sé fyrir mér sæluríka velþóknunarsvip- inn sem kom á hana þegar hetj- an hennar, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, var nefndur á nafn. Hún var einu sinni samskipa honum á ferju í Eyjafirði fyrir tilviljun og talaði um það eins og annálaðan stórviðburð. Hún kunni kvæðin hans aftur á bak og áfram, og ekki bara þau, heldur hafsjó af vísum, kvæða- bálkum, alþýðukveðskap og sálmabókina alla – ókjör af ís- lensku hugviti í kvæðaformi sem hún notaði sem leiðarvísi í lífinu og greiningartæki á mannskepnuna. Þetta minni hennar var hálfgert met. Hún lagði sig alltaf fram við að gleðja mig og gera hlutina nýja. Eitt sumarið fóru foreldr- ar mínir í heimsreisu og skildu mig eftir í umsjá ömmu. Það var gott sumar. Hún steikti pönnsur, ég málaði klessumynd- ir með vatnslitum og svo slóg- um við upp tjaldi fyrir aftan kartöfluskúrinn úti í garði og fórum í útilegu inni í miðjum Hafnarfirði. Ég man að það var sólskin þegar amma var að tjalda. Við áttum okkur daglegt ritúal: Ég sinnti félagslífi mínu á róluvelli lungann úr degi, en þá kom amma að sækja mig, við leiddumst hönd í hönd í næstu bókabúð og þar fékk ég að velja mér brakandi nýja Doddabók sem hún las fyrir mig þegar heim var komið. Það var nautn að þessum stundum með ömmu, Dodda og Eyrnastórum. Hún var söngelsk og brast síðast í söng að mér ásjáandi þegar Hamrahlíðarkórinn kom á spítalann annan dag jóla. Þá heyrðist hljóð úr horni þegar 92 ára gamall sópran, alveg að verða 93, tók skyndilega undir í Nóttin var sú ágæt ein. Það var gott að eiga ömmu að. Hún var þrautgóð, réð heilt og hafði undarlegan hæfileika til að koma orðum að því sem maður vissi að væri sannleikur en vildi ekki viðurkenna. Hún var jafnlynd og reiddist mér bara einu sinni: Það var sum- arið góða þegar ég ákvað að fara í skyndiheimsókn til skemmtilega karlsins í næsta húsi án þess að láta ömmu vita. Hún hafði uppi á mér og bar mig láréttan undir handleggn- um til baka. Þegar ég hitti hana síðast lá hún í sjúkrahúsrúminu sínu glöð og reif. Ég hafði ekki vænst þess miðað við það hversu illa henni hafði liðið dag- ana á undan. Líkaminn stundi undan aldri sínum og hvert líf- færi á fætur öðru var að gefast upp. En hún lét það ekki á sig fá þennan daginn, var spræk og með blik í auga. Rödd hafði hún þó enga, hún hvarf nokkrum dögum áður. Svo við létum bara nægja að hún hreyfði varirnar og hvíslaði því til mín sem hún gæti, ég lagði eyrað þétt við hana og endurtók jafnóðum það sem ég hafði heyrt til að stað- festa réttan skilning. Þetta gekk ljómandi vel. Hún gerði að gamni sínu, kipraði augun þeg- ar ég sagði eitthvað sniðugt. Og brosti út að eyrum. „Ég veit að þér þykir ekkert gaman að koma að heimsækja mig, en mér þykir alveg óskaplega gam- an að sjá þig,“ var það síðasta sem hún hvíslaði að mér áður en ég kyssti hana bless. Fyrri parturinn var nú reyndar rang- ur hjá henni, blessaðri. Hún ljómaði eins og sólin þegar ég fór. Atli Freyr Steinþórsson. Í dag kveðjum við föðursyst- ur mína Ingibjörgu Sæmunds- dóttur. Hún var yngsta barn afa míns og ömmu og við lát hennar og annarra af hennar kynslóð sem nú falla frá hvert af öðru kviknar fjöldi minninga á perlu- bandi tímans. Þetta eru sterkar bernskuminningar en líka myndir og minningar frá full- orðinsárum sem einkenna sam- skipti og upplifun kynslóðanna. Ingibjörg frænka var hluti af mínu lífi frá því í bernsku. Fyrst fjarlæg í öðrum lands- hluta en síðan í Hafnarfirðinum, lengst af á Hraunstígnum, sem var í mínum augum sannur sælureitur. Það tilheyrði að koma þar við á leiðinni til eða frá Keflavík eftir því sem á stóð. Þar ríkti jafnvægi, ró og friður. Frænka tók manni alltaf opnum örmum og töfraði fram góðgerðir. Þarna voru forvitnilegir bóka- skápar fyrir strákinn sem var alæta á bækur. Ef Jón var heima við sat hann oft eða lá út af með bók sem líka vakti athygli og um- ræður. Þegar ég var yngri fannst mér mikið til um hið blíða og mjúka fas frænku minnar, að henni drógust öll börn og hún átti létt með að umgangast þau. Þegar ég fullorðnaðist gerði ég mér enn betur grein fyrir því að mýktinni fylgdi líka stál- harður vilji sem gerði henni kleift að takast á við lífið af fullri reisn. Þegar veikindi herj- uðu á hana var það viljinn sem dreif hana til heilsu á ný. Að leiðarlokum er þakklæti og virðing efst í huga. Ég er þakklátur fyrir samverustund- irnar fyrr og síðar. Sérstaklega fyrir samræðurnar sem við átt- um á leiðinni frá Harðbak til Akureyrar en í nokkur skipti var sumarorlof hennar hjá for- eldrum mínum stillt saman við ferðir mínar og hún hélt orlof- inu áfram hjá venslafólki á Ak- ureyri. Það er margt hægt að ræða á þriggja tíma bílferð og ég fræddist um margt sem hafði verið mér hulið og skildi betur margt sem ég hafði kynnst eða haft veður af. Í eitt skiptið skoðaði hún með okkur hjónunum bæði Dettifoss og Dimmuborgir þó að hún ætti erfitt með gang. Tók auðvitað ekki annað í mál fyrst það stóð til boða. Þá fórum við með henni, Áslaugu dóttur hennar og foreldrum mínum til Hrís- eyjar í tengslum við árlega or- lofshússdvöl í Ólafsfirði. Það neistaði af frænku minni þegar hún rakti hverjir bjuggu hvar. Hún sýndi okkur húsið sem þau Jón höfðu byrjað búskap í forð- um daga og lýsti því hvernig byggðin var á hennar tíð í eynni. Mér hefur síðan þótt meira til Hríseyjar koma en áð- ur. Frænka mín hélt sjálfstæði sínu til hinstu stundar, bjó sjálf og var stolt af því. Þegar ég keyrði hana síðast heim að íbúðinni við Hrafnistu í Hafn- arfirði og spurði hana hvort ég ætti ekki að fylgja henni inn þá hélt hún nú síður. Hún kæmist þetta eins og hún væri vön og svo brostum við bæði. Það var reisn yfir henni þegar hún gekk sjálf inn, hægt en örugglega. Ég þakka frænku minni fyrir samfylgdina og votta afkomend- um hennar og tengdafólki sam- úð mína en um leið vil ég líka þakka þeim fyrir stuðninginn við Ingibjörgu sem auðveldaði henni að halda virðingu sinni og reisn uns yfir lauk. Sæmundur Rögnvaldsson. Okkur hjón langar að minn- ast Ingibjargar Sæmundsdóttur með nokkrum orðum. Okkar kynni hófust er við keyptum veislueldhús í Hafnarfirði árið 1984 sem hún starfaði hjá, fyr- irtækið seldi heitan mat til fyr- irtækja og stofnana í hádegi, einnig seldum við smurbrauð og veislur. Ingibjörg var einstakur starfskraftur og persónuleiki. Við tölum oft um hvað það hefðu verið mikil forréttindi að kynnast henni, alltaf jákvæð og margt sem við lærðum af henni bæði um lífið og matargerð. Hún var algjör snillingur í smurbrauði og brauðtertum. Hún hafði ekki mikið fyrir að snara út brauði og tertum þótt pöntun kæmi með mjög stuttum fyrirvara. Kynslóðin sem Ingi- björg var af sveif ekki á bleiku skýi í gegnum lífið, hún sá alltaf það góða í fólki og hafði þessa miklu bjartsýni. Oft var sungið úr lagi Sverris Stormskers „Horfðu á björtu hliðarnar því að heimurinn gæti verið verri“ þegar þungt var í eigendum. Dætur okkar eiga ljúfar minn- ingar um Ingibjörgu. Fjöl- skylda hennar átti hug hennar og hjarta, og gaman var að heyra hvað hún var stolt af henni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Ástvinum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Guðrún og Kristinn. Ingibjörg Sæmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Hjartkæra móðir mín mildust var höndin þín fögur er minning þín. Myndin þín björt og hrein blíðan úr augum skein. Umvafðir hlýju og ást amman sem aldrei brást. Þakkir þér falli í skaut leystir úr hverri þraut. Börnunum ætíð góð gjafmild og fróð. (Guðmundur Sigurðsson) Guð geymi þig, mamma mín. Jóhanna Jónsdóttir. Þetta hljómar barnalega en hvers vegna eru þessar deil- ur um Reykjavíkurflugvöll og hvaða tilfinningar eru þar að baki? Til að fá svör við þessum spurn- ingum brá ég mér á ráðstefnu sem haldin var á veg- um Há- skólans í Reykjavík 19 janúar sl. Flugvöllurinn hefur verið mér kær og í ljósi minning- anna eru umsvif hernámsins það fyrsta sem ég man eftir. Eftir stríðið var mikil um- ferð um flugvöllinn, þar voru áberandi gulu kennsluvél- arnar Piper Cup og Tiger Moth sem notaðar voru við þjálfun flugmanna framtíð- arinnar; mannanna sem tóku þátt í vori flugsins á Íslandi. Áræði lítillar þjóðar sem fékk nafnbótina „flugþjóð“ vakti athygli um heim allan og ávann sér virðingu á sviði flugsins. Á ráðstefnunni voru lagð- ar fram staðreyndir um eðli flugsins og kosti flugvall- arins í almannasam- göngukerfinu. Þarna mættust tvær and- stæðar fylkingar þar sem sjónarmið virtust ósætt- anleg. Einföldun á nið- urstöðu málefnisins var ein- faldlega þessi: „Innanlandsflugvöll eða ekki.“ Það var athyglisvert að heyra fulltrúa borgarinnar halda því fram að borgin gæti lagt flugvöllinn niður þar sem hagsmunum borg- arbúa væri betur borgið með því að byggja blokkir í mýr- inni. Einnig hefur verið end- urvakin hugmyndin um byggingu járnbrautarstöðvar og leggja teina alla leið til Keflavíkur. Málið hefur ver- ið rætt áður og niðurstaðan er fyrirliggjandi: kostnaður yrði óyfirstíganlegur fyrir þjóðina, auk þess sem með færslu innanlandsflugs til Keflavíkur væri þar með verið að leggja innanlands- flugið niður. Ef við reynum að komast að niðurstöðu í þessum ágreiningi er hún þessi: Með viðhorfi þeirra full- trúa innan borgarstjórn- arinnar sem vilja fá flugvall- arsvæðið til byggingar eru þeir þar með að segja að flugsamgöngur hafi ekki það gildi sem aðrir vilja halda fram. Landsbyggðin hafi ekki rétt á því að tenging við höfuðborgina sé eins góð og mögulegt er. Ef til vill fæst ekki lend- ing í þessu máli þar sem ráðandi öfl innan borg- arkerfisins eru ekki tilbúin að hlusta á vel unnin rök, það er því skoðun mín að lausnin felist í því að Alþingi taki af skarið og tryggi það að aðalsamgönguvirki Reykjavíkur verði ekki skammsýni ráðandi afla að bráð. Einföld og ódýr nið- urstaða er fyrir hendi: „Lát- ið flugvöllinn í friði“ og snú- ið ykkur að einhverju öðru. SVEINBJÖRN MATTHÍASSON, Rauðalæk 47, Rvík. „Látið flug- völlinn í friði“ Frá Sveinbirni Matthíassyni Sveinbjörn Matthíasson Fallöxin í Frakklandi gekk alveg fram af sjálfri bylting- unni frægu, aðstandendum hennar flestum, skilst mér, og allri arfleifðinni, með þeim afleiðingum að lífið leitaði fram í Bandaríkj- unum. Þess vegna er þaðan jafnan að vænta stórstígra framfara í þágu alls mann- kyns, einkum vegna frelsis- „áráttu“ þeirra. Raunar flýt- ur með ýmislegt fleira, mis- görótt stöff sem flokka mætti oft sem freistingar. Að afstöðnum borgarastyrj- öldum. Þó varð það þeirra hlut- skipti að berja niður illsk- una sem reis hvað hæst í Þýskalandi og Japan (hroki á sterum) á styrjaldarár- unum. Með illu (alveg skelfi- legum sprengjum). Mörgum hættir til að álasa Banda- ríkjamönnum óhóflega fyrir þær ákvarðanir sem teknar voru í reykfylltum bakher- bergjum, þegar heimurinn allur stóð í björtu báli. Þá kom líka fljótlega í ljós erfitt hlutskipti þeirra á þessari jörð: Að byggja upp aftur í stað þess sem brotið var niður – en nú með „frelsi“ að leiðarljósi. Ekki bara málfrelsi og athafna- frelsi, heldur líka og ekki síst – trúfrelsi. Það varð m.a. til þess að búddismi Nichiren Daishonin fékk að streyma fram óhindraður í kjölfar ríkistrúarinnar „Shinto“ sem Japönum var gert að aðhyllast fram að uppgjöfinni skilyrðislausu. Íraksstríðið síðara (á okk- ar öld) fannst mér sér- kennilega ólíkt öllum öðrum stríðum, enda komu Íslend- ingar við sögu í aðdragand- anum. (Samþykktu túlkun vestrænna ríkja á ályktun Öryggisráðs SÞ og lofuðu fjármagni til uppbygging- arinnar í Írak eftir sprengjuárásirnar.) Ekki var byrjað að hreyfa herafl- ann fyrr en búið var að semja við alþjóðlega verk- taka fyrirfram. Að vísu var sjálfu stríðinu þjófstartað um hálfan sólar- hring eða svo, vegna óná- kvæmra upplýsinga að sögn – en vel hefði mörgum þótt fara á því að Saddam hefði þá strax verið fargað – í stað þess að skepnan var dregin upp úr holu eins og könguló löngu síðar, dæmd og hengd við lítinn orðstír. Betur fór þó að bræðurnir synir hans, ódrættirnir úr- kynjuðu, voru báðir upp- rættir í einu með sömu sprengjunni. Höfðu þeir um langa hríð notið þeirrar gerðar „frelsis“ sem engin sómakær manneskja getur samþykkt. Ábyrgð á ávallt að fylgja frelsi og enginn má ganga á rétt samborgara sinna. Fara ber að lögum, enda sé vel til þeirra vandað. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Frelsi? Tak- markað víst Frá Páli Pálmari Daníelssyni Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.