Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Sudoku Frumstig 5 7 8 4 6 5 3 9 3 4 9 3 8 7 5 4 9 7 5 2 4 6 2 3 5 9 2 1 4 5 8 9 2 4 7 1 3 7 8 5 4 5 2 1 5 4 7 8 4 3 2 9 7 2 4 6 5 9 7 4 6 5 1 8 5 4 8 7 9 1 5 6 2 4 9 8 4 1 5 9 2 1 4 3 6 7 5 8 8 6 3 1 7 5 9 4 2 4 7 5 8 2 9 6 3 1 1 9 7 2 8 4 5 6 3 6 3 2 5 9 7 1 8 4 5 4 8 6 1 3 2 7 9 3 8 6 9 5 2 4 1 7 2 1 4 7 6 8 3 9 5 7 5 9 3 4 1 8 2 6 6 9 2 4 1 5 8 3 7 1 7 8 6 9 3 4 5 2 3 4 5 8 7 2 6 1 9 2 5 9 7 4 6 1 8 3 8 3 6 5 2 1 9 7 4 4 1 7 9 3 8 5 2 6 7 6 3 1 5 4 2 9 8 9 8 1 2 6 7 3 4 5 5 2 4 3 8 9 7 6 1 6 9 5 3 4 7 8 2 1 2 4 8 5 6 1 7 9 3 1 7 3 9 8 2 5 6 4 7 5 4 1 9 6 2 3 8 8 2 9 4 5 3 1 7 6 3 1 6 7 2 8 9 4 5 5 3 2 8 7 4 6 1 9 4 8 7 6 1 9 3 5 2 9 6 1 2 3 5 4 8 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 15. febrúar, 46. dagur ársins 2012 Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.) Víkverji hefur fylgst af miklumáhuga með velgengni körfu- boltaleikmannsins Jeremys Lins, sem fyrir rúmri viku var algerlega óþekkt- ur og nú er umtalaðasti leikmaður NBA-deildarinnar. New York Knicks hafa unnið fimm leiki í röð eftir að þjálfari liðsins ákvað í örvæntingu sinni að setja Lin inn á völlinn þegar ekkert virtist ganga hjá liðinu og tvær stórstjörnur þess, Carmelo Anthony og Amar’e Stoudemire, voru fjarver- andi. Foreldrar Lins fluttu á sínum tíma til Bandaríkjanna frá Taívan. Bandarískir leikmenn af asískum uppruna eru sjaldséðir í NBA, hvað þá af kínverskum rótum. Í þokkabót kemur Lin úr Harvard-háskóla, sem ekki er þekktur fyrir að vera útung- unarvél atvinnumanna í körfubolta. x x x Uppruni Lins hefur ekki hjálpaðhonum á ferlinum. Útsendarar körfuboltaliða hafa ekki mikla trú á leikmönnum af asískum uppruna. Ekkert lið í NBA-leit við honum í ný- liðavalinu í hittifyrra. Í grein um Lin í San Francisco Chronicle árið 2008 lýsti Lin reynslu sinni. „Þetta er íþrótt fyrir hvítt og svart fólk,“ sagði Lin. „Þú nýtur engrar virðingar sem asísk-bandarískur körfubolta- leikmaður í Bandaríkjunum.“ Lin lýsti móttökunum, sem hann fékk, þegar hann var að spila fyrir Harvard gegn háskólum, sem taldir eru rjóm- inn af bandarískum menntastofn- unum: „Ég heyri þetta allt: „Farðu aftur til Kína. Skólahljómsveitin er hinum megin á háskólasvæðinu. Opn- aðu augun.“ x x x Lin heyrir lítið annað en lof þessadagana. Í þessum fimm sigur- leikjum hefur hann skorað 26,8 stig, gefið átta stoðsendingar og tekið 4,2 fráköst að meðaltali. Undanfarna tíu daga hefur bolur með hans nafni verið mest selda NBA-treyjan. Hann er forsíðuefni blaða í Taívan og í Kína eru leikir Knicks nú sýndir beint í rík- issjónvarpi. Meira að segja Magic Johnson heldur ekki vatni og segir að velgengni Lins sé engin tilviljun. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 möguleikinn, 8 nagdýrið, 9 vondur, 10 fag, 11 fleinn, 13 miskunnin, 15 umstang, 18 henda, 21 traust, 22 gælunafns, 23 bugða, 24 kirkjuleiðtogi. Lóðrétt | 2 ofsakæti, 3 iðju- semin, 4 allmikill, 5 fjand- skapur, 6 sýking, 7 Ísland, 12 tangi, 14 svifdýr, 15 arga, 16 rotna, 17 aðstoðuð, 18 hnött- urinn, 19 miða, 20 hina. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hatta, 4 hlífa, 7 áflog, 8 feiti, 9 ann, 11 part, 13 egni, 14 aular, 15 þorp, 17 rölt, 20 agn, 22 ráðin, 23 angan, 24 romsa, 25 gomma. Lóðrétt: 1 hjálp, 2 telur, 3 agga, 4 höfn, 5 ísing, 6 aðili, 12 náleg, 12 tap, 13 err, 15 þorir, 16 ræðum, 18 örgum, 19 tanna, 20 ansa, 21 nagg. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Glannalegt dobl. Norður ♠ÁDG8743 ♥K73 ♦62 ♣2 Vestur Austur ♠652 ♠9 ♥ÁG1086542 ♥– ♦105 ♦D974 ♣– ♣ÁKDG10873 Suður ♠K10 ♥D9 ♦ÁKG83 ♣9654 Suður spilar 6G. Úlfur Árnason hálfsá eftir doblinu á 6♠, því „ekki væri gott að reka mót- stöðuna í óhnekkjandi sex grönd“. Þetta þarf að skoða betur. Spili gær- dagsins hefur verið snúið um 180 gráð- ur og suður gerður að sagnhafa í 6G. Hjartaásinn út gefur strax tólfta slaginn. Komi út spaði spilar sagnhafi ♥D, sem vestur verður að taka. Í fram- haldinu rennur upp einföld láglita- þvingun á austur. Mesta fjörið er með ♦10 út. Ef sagnhafi spilar nú ♥D drep- ur vestur og rýfur samganginn með öðrum tígli. En sagnhafi mætir þeirri hótum með þvingun „án talningar“. Hann spilar ♥9 á kónginn (sem vestur dúkkar, tilneyddur). Tekur spaðaslag- ina og þjarmar að austri. Þegar síðasta spaðanum er spilað á austur ♦D97 og ♣ÁK, en suður hendir á eftir með ♦ÁK8 og ♣96. 15. febrúar 1917 Kristín Ólafsdóttir lauk læknaprófi fyrst íslenskra kvenna og varð þar með fyrsta konan sem lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands. 15. febrúar 1923 Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan sem kosin var á löggjaf- arþing Íslendinga, tók sæti á Alþingi. Hún sat á átta þingum og var jafnan eina konan. 15. febrúar 1940 Sigurður Nordal flutti fyrsta útvarpserindið af sex undir heitinu Líf og dauði. Þetta varð „einn frægasti erinda- flokkur í sögu Ríkisútvarps- ins“, segir í bókinni Útvarp Reykjavík. 15. febrúar 1959 Togarinn Þorkell máni kom úr svaðilför af Nýfundnalands- miðum en þar höfðu skipverj- ar þurft að standa við íshögg hvíldarlaust í þrjá sólar- hringa. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Ágústa Ragnarsdóttir, grafískur hönnuður, er 45 ára í dag. Hún ætlar að fagna deginum með því að bjóða nærfjölskyldunni í mat í kvöld en útilokar þó ekki að halda frekar upp á það um helgina enda sé hún mikið fyrir afmæli. „Ég er alveg svakalegt afmælisbarn. Ég hef haldið upp á stórafmælin, jafnvel á fimm ára fresti, með veislum og alls konar. Ég geri alltaf eitthvað úr þessu,“ segir hún. Þó að úr mörgum afmælisveislum sé að velja þá segir Ágústa að að öðrum ólöstuðum standi þrí- tugsafmælið upp úr í minningunni. „Það innihélt í raun og veru allt það sem góð partí innihalda. Allt frá lofsamlegum ræðum til hreinræktaðra slagsmála sem hægt er að hlæja að núna,“ segir Ágústa og hlær. Sumir verða niðurdregnir út af aldrinum sem færist yfir þá í kring- um stórafmælisdaga en Ágústa segist ekki vera ein af þeim. „Ég hef aldrei farið á aldursbömmer. Ég er frekar þakklát fyrir að fá tækifærin. Svo líður mér líka alltaf öðruvísi á afmælisdaginn, ég er eitthvað svo meðvituð um sjálfa mig og lífið,“ segir hún full tilhlökk- unar. kjartan@mbl.is Ágústa Ragnarsdóttir er 45 ára í dag Aldrei farið á aldursbömmer Flóðogfjara 15. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.58 1,1 12.08 3,1 18.21 1,1 9.25 17.59 Ísafjörður 1.42 1,7 8.09 0,5 14.05 1,6 20.28 0,5 9.40 17.54 Siglufjörður 4.19 1,1 10.25 0,3 16.59 1,0 22.57 0,4 9.24 17.37 Djúpivogur 2.59 0,4 8.53 1,5 15.11 0,4 21.48 1,6 8.57 17.27 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Enn er margt sem þarfnast skipu- lagningar. Kvikmyndir, íþróttakappleikir, tón- list og samkvæmi höfða til þín og ást og róm- antík liggja í loftinu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Allir þurfa að rækta sína vináttu ef þeir vilja fá einhverja vináttu á móti. Óhapp, smá- vægilegt sem betur fer, gæti hent seinnipart- inn. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur átt í einhverjum erf- iðleikum með tjáskipti við þína nánustu og líka samstarfsmenn. Farðu varlega í umferð- inni hvort sem þú ert akandi eða gangandi og hugsaðu áður en þú talar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er ekki hægt að gera svo öllum líki og því skaltu halda þínu striki ótrauð/ur. Þú vekur athygli hvar sem þú kemur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur byr í seglin þessa stundina, en verður líka að vera viðbúin/n veðrabrigðum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú lætur einskis ófreistað í leit að sannleikanum í dag, jafnvel þótt það baki þér óvinsældir. Mikil ákefð býr undir sakleys- islegu yfirbragði. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Beindu skynsemi að aðstæðum sem þarfnast þess. Njóttu þess að vera til, því þú hefur unnið fyrir því hörðum höndum að komast á þennan stað í lífinu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú gerir miklar kröfur til annarra en þarft að læra að meta það að fólk hafi gert sitt besta. Þú hefur ótrúlegt umburðarlyndi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Gættu þess að tjá þig jafnan af- dráttarlaust svo enginn þurfi að velkjast í vafa um hvert þú ert að fara. Ef einhver er við það að láta hugfallast stappaðu stálinu í við- komandi. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert ánægð/ur með lífið. Hvíldu þig í kvöld og ekki halda í ástæðulausar áhyggjur. Allt er best í hófi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú gerir rétt í því að undirbúa málin vandlega því þá getur þú óttalaus ýtt þeim úr vör og stýrt til sigurs. Efldu sjálfa/n þig með því að spyrja spurninga. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Raunsæi þitt hjálpar í aðstæðum þín- um í dag. Þú ættir að fara oftar í stutt frí. Þér veitir ekkert af því. Stjörnuspá Guðný Ingi- björg Þorvalds- dóttir frá Eystra- Miðfelli er níræð í dag, 15. febr- úar. Í tilefni af- mælisins býður hún ættingjum og vinum að gleðjast með sér laugardaginn 18. febrúar frá kl. 14.30-17.30 í hátíð- arsal Dvalarheimilisins Höfða, Akranesi. Guðný afþakkar gjafir og blóm. 90 ára 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 c6 5. e3 Be7 6. Rf3 O-O 7. Be2 dxc4 8. Bxc4 b5 9. Bd3 h6 10. Bh4 a6 11. O-O Rbd7 12. Hc1 Bb7 13. Re4 Rxe4 14. Bxe7 Rxf2 15. Hxf2 Dxe7 16. Be4 Hac8 17. Hfc2 Dd6 18. De2 Rf6 19. Bd3 Rd5 20. a3 Hfd8 21. Hc5 Rb6 22. b4 Ra4 23. Hh5 Ha8 24. Re5 f6 25. Rg4 f5 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur, Kornax-mótinu, sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Jón Úlfljótsson (1853) hafði hvítt gegn Vigni Vatnari Stef- ánssyni (1461). 26. Rxh6+! gxh6 27. Hxh6 De7 28. Dh5 Dg7 29. Hg6 Hd7 30. Hxg7+ Hxg7 31. g3 Hf8 32. Hf1 Hff7 33. Hf4 Rb2 34. Be2 Rc4 35. Bxc4 bxc4 36. De2 a5 37. Dxc4 axb4 38. Dxb4 Hg4 39. Dd6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik Þær Alexandra Björg Jóhannsdóttir og Thelma Rakel Sumarliðadóttir, báðar níu ára, stóðu fyrir tombólum til styrktar Rauða krossinum við Bónus í Hveragerði og einn- ig á 112-deginum. Söfnuðu þær 6.750 kr. Hlutavelta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.