Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 11
Súr Hálfdán til í slaginn rétt fyrir blót, með lundabaggafrómasinn. þykkt og eins og að drekka mold. Það var dálítið erfitt að koma því niður en tókst að lokum. Þetta er í annað sinn sem við höldum slíkt blót en í ár var maturinn talsvert ætari en í fyrra. Þá kom ég t.d. með hvalrengi sem var djúpsteikt upp úr tælensku gogi-deigi. Þetta er líklegast það versta sem ég hef nokkurn tímann bragðað og því gat enginn komið niður. Menn „pulla sig nú vel upp“ áður en þeir mæta. Ég held að enginn sé svo vitlaus að mæta sársvangur þar sem það getur brugðið til beggja vona hvernig maturinn bragðast,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánar- son, einn af hinum framsæknu matgæðingum. Útlitið blekkir Flestir í hópnum eru þorra- vanir og fusion-þorrablótið því ekki þeirra fyrsta þorrablót. Það er kannski eins gott því líkt og Hálfdán segir þá er með þorramat- inn eins og ýmislegt annað að hlut- irnir eru ekki endilega góðir sam- an þó að þeir séu ágætir hver í sínu lagi. Sem dæmi um slíkt megi nefna súrsað ávaxtasalat. Meðlimir hópsins prófa sig þó óhræddir áfram en Hálfdán segir matreiðsluna nú frekar ganga út á að hafa matinn áhugaverðan held- ur en bragðgóða. Framreiðslan skipti máli og réttirnir líti oftast mjög venjulega út. Þannig geti út- litið auðveldlega blekkt fólk viti það ekki hvað sé í réttinum. Hálf- dán segir nýtinguna á matnum sjaldnast mjög góða og ekki sé allt étið upp til agna. Franskt þorraeldhús Hálfdán segir að nægar hug- myndir séu eftir og honum hafi dottið í hug að blanda franskri eldamennsku við þorramatinn næst. „Mér hefur dottið í hug að gera útfærslu af crème brûléele með súrum hval og þeyta inn í það súrum hval. Nú er vertíð í þorra- blótum og flestir í hópnum sem mæta á fleiri en eitt blót. Mér finnst langflestur þorramatur góð- ur en hef þó aldrei vanist á lunda- bagga. Þeir eru samt ágætir í fró- mas og gekk merkilega vel að koma þeim niður. Ég held að þarna sé jafnvel kominn nýr jólafrómas fyrir næstu jól.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Valentínusardeginum var fagnað víða um heim í gær og kaupmenn voru í óða önn að búa blóm og blöðrur til sölu. Hér má að ofan sjá blöðru- sölumenn í Pakistan en til hliðar ást- fangið par að kyssast í Sjanghæ. Það er um að gera að dreifa ástinni. Valentínusardegi fagnað AP Ástarheimur Bryndís Björgvinsdóttir, MA í þjóð- fræði, heldur á morgun hádegisfyrir- lestur sem ber heitið „Af hverju eru konur með fætur? Eiginkonur, ljósk- ur, hórur og fleiri kvenpersónur í ný- legum íslenskum bröndurum.“ Frá árinu 2000 hafa þjóðfræða- nemar við Háskóla Íslands safnað þjóðfræðadæmum, bröndurum, flökkusögnum, orðrómum, siðum og öðru af svipuðu toga – sem eru í um- ferð hverju sinni. Nú er svo komið að dæmin eru orðin yfir tvö þúsund tals- ins, þar á meðal sex hundruð og fimmtíu brandarar. Þeir hafa nú verið flokkaðir, ásamt hinum dæmunum, og greindir í gagnagrunn í von um að þeir geti nýst sem aðgengilegar heimildir í ýmiskonar rannsóknum. Meira en þriðjungur af þessum bröndurum fjallar um kynin, og þá sérstaklega um ætlaðan eðlismun kynjanna. Í fyrirlestrinum verður sér- staklega rýnt í brandara um mismun og eðli kynjanna og leitast verður við að sýna og útskýra þá birtingarmynd kvenna sem þeir endurspegla. Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu 132, kl. 12:00-13:00. Endilega … Skotspónn Ýmiss konar ljósku- brandarar eru orðnir klassískir. … fræðist um brandara um eðli kynjanna og birtingarmyndir Lygilega súr frómas ÞORRAKVÆÐI Þetta skemmtilega kvæði sömdu Hálfdán og eiginkona hans Dóra Hlín Gísladóttir um fusion þorramatinn. Lundabaggafrómasinn er lygilega súr, látum eins og ekkert sé þó ælan velli eyrum útúr … Höldum í oss ælunni inn með matinn inn fjörið er á Fusion-blóti inn með matinn inn. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Síðustu dagar útsölu Vertu vinur okkar á Facebook Ársfundur 2012 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn í Kirkjubóli II á 2. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, miðvikudaginn 29. febrúar 2012 og hefst kl. 13:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: Skýrsla stjórnar. Kynning ársreiknings. Gerð grein fyrir tryggingarfræðilegri úttekt. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Breytingar samþykkta sjóðsins. Önnur mál. Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Búnaðarþingsfulltrúar eru sérstaklega boðnir velkomnir til fundarins. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn. Þeir sem ekki sitja á Búnaðarþingi en vilja nýta sér rétt til fundarsetu þurfa að tilkynna það skrifstofu sjóðsins í síðasta lagi 22. febrúar og munu þeir fá afhent fundargögn í upphafi fundar. 1. 2. 3. 4. 5. 6. Lífeyrissjóður bænda Bændahöllinni við Hagatorg - 107 Reykjavík Sími 563 0300 - Fax 561 9100 - isb@isb.is - www.isb.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.