Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 32
Morgunblaðið/Golli Tónleikar Páll Rós- inkrans leiðir Jet black Joe á sviði. 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Ríkissjónvarpinu: Símkosning og dómnefndarkosn- ing til helminga hafa gilt í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva frá árinu 2009, þegar stýrihópur Eurovision ákvað að breyta þeirri ákvörðun að símkosning réði alfarið úrslitum. Þetta ákvæði á við um báð- ar forkeppnir Eurovision og loka- keppnina og hefur gefist vel. Á hverju ári er fagfólk sem tengist tón- list valið í dómnefndir í öllum þátt- tökulöndunum. Dómnefndirnar hafa helmings vægi á móti símkosningu og síðan ræður summa samanlagðra niðurstaðna því hvernig atkvæðin raðast á þau lög sem hljóta stig. Eins og verið hefur um langa hríð gildir sú regla að tíu lög fá stig sem raðast þannig að neðstu sjö lögin fá stig frá einu upp í sjö og síðan fá þrjú stigahæstu lögin átta, tíu eða tólf stig. Ekki er leyfilegt að gefa aðeins einu lagi 12 stig og láta þar við sitja heldur verður að gefa tíu lögum stig. Það lag sem dómnefnd veitir flest stig lendir í efsta sæti og svo koll af kolli. Það sama gildir um það lag sem fær flest atkvæði í símkosningu. Þannig verða til tveir listar, annars vegar dómnefndarlisti og hins vegar símkosningarlisti, sem eru lagðir saman og síðan er meðaltalið reiknað út og ræður sú niðurstaða endanlegri stigagjöf. Þegar Söngvakeppni Sjónvarpsins var í undirbúningi í lok síðasta árs var ákveðið að hafa sama fyrir- komulag og viðhaft er í Eurovision, þ.e.a.s. að símkosningin gildi til helm- inga á móti dómnefnd. Á þetta reyndi í fyrsta sinn í Söngvakeppni Sjón- varpsins árið 2012 og var öllum höf- undum gerð skýr grein fyrir þessu fyrirkomulagi þegar þeir gengust inn á að taka þátt í keppninni. Var þess- ari reglu beitt í undankeppnunum þremur og síðan í lokakeppninni laugardagskvöldið 11. febrúar. Kynnar kvöldsins tóku nokkrum sinnum fram að dómnefndarkosning Vegna umræðu um stigagjöfina í Söngvakeppninni Stórleikarinn Al Pacino sem flestir þekkja úr myndum á borð við Scar- face, The Godfather, Donnie Brasco, Dog Day Afternoon og Scent of a Woman ásamt fjöld annarra stór- mynda var heiðraður af forseta Bandaríkjanna Barack Obama. Verðlaunin sem kallast „National Medal of Arts“ hlaut Al Pacino ásamt 16 örðum listamönnum á borð við t.d. kántrísöngvarana Mel Tillis og Ritu Dove. Verðlaunin hljóta þeir sem setja mark sitt á ameríska menningu með ógleymanlegum hætti. Eftir að hafa hlotið heiðurs- verðlaunin frá forsetanum sagði Al Pacino að þó svo að sundrung og misskiptingu væri að finna víða í heiminum hefði listin þann kraft að sameina ólíka hópa og einstaklinga, sérstaklega á erfiðum tímum. Aðdáendur kvikmyndastjörn- unnar geta fljótlega séð hann í hlut- verki tónlistarframleiðandans Phil Spector sem myrti leikkonuna Lönu Clarkson. AP Verðlaun Obama veitir hér Al Pacino verðlaun. Forsetinn heiðrar framlag Al Pacino Ég veit ekki hvort þaðhjálpaði til að ég vissiekkert hvað ég var aðfara á þegar ég fór á þessa mynd en hún reyndist hin óvæntasta skemmtun. Hún byrjar hægt þar sem er verið að leika sér með handhelda tökuvél sem mér hefur alltaf fundist velfjármögn- uðum myndum farast illa úr hendi. En eftir svolítið sundurlausa byrj- un ná sagan og aðalpersónur myndarinnar tökum á manni. Það kom svolítið aftan að manni þar sem maður var alltaf að bíða eftir að einhver formúlufrásögn færi af stað en á meðan maður beið var maður orðinn hugfanginn af því að fylgjast með þessum þremur pilt- um og þroskasögu þeirra, en um það fjallar myndin. Sagan fjallar um þrjá unglinga í Seattle-borg í Bandaríkjunum sem öðlast yfirnáttúrlegan mátt og hvernig þeir þroskast með völd- unum. Þetta eru vel gerðir strákar en einn þeirra kannski aðeins veik- ur fyrir vegna slæmra uppeldis- aðstæðna. Það er kannski ekki góður bakgrunnur upp á að fá svona gríðarleg völd í hendurnar. Sagan sýnir hvernig þeir leika sér með völd sín og krafta og lenda í erfiðum siðferðislegum vangavelt- um um hvað þeim leyfist og hvað ekki. Þeir upplifa mikla hamingju vegna krafta sinna en einnig mikl- ar ógnir og hættur. Leikur piltanna er góður og kar- akterarnir vel uppbyggðir. Fyrir vikið er gaman að fylgjast með þeim leika sér með hina nýju þekkingu og færni. Leikstjórinn Josh Trank er víst aðeins 27 ára gamall Breti og handritshöfundurinn Max Landis ári yngri og eiga þeir örugglega eftir að láta að sér kveða. Kvikmyndatakan er flott á myndinni og er bæði takan og hljóðið hugvitssamlega notað til að skapa spennu, fjarlægð og nánd, allt eftir því sem þarf. Stundum er skipt skarpt á milli mikils hávaða og algjörrar þagnar, eins og eftir mikið og hávaðasamt klúður einn- ar aðalpersónunnar, Detmers (Dane DeHaan), að skipt er yfir á föður hans koma inn á spítalann til hans og þá er það sýnt í þögn í gegnum öryggismyndavélar þann- ig að áhorfandinn getur engan veginn gert sér í hugarlund hvern- ig föðurnum er innanbrjósts þótt það skipti verulega miklu máli. Í stuttu máli eru engin undur og stórmerki í gangi með þessari mynd og þemað er klassískt; hvernig fólk nær að höndla mikil og nýtilkomin völd. Þetta er svip- uð saga og hefur verið sögð í ár- þúsundir í mannaheimum. En þetta er lipurlega gert, óvænt mynd í þessari röð ofurhetju- mynda sem hafa tröllriðið mark- aðnum og hin allra besta skemmt- un. Leikararnir Aðalleikararnir Dane DeHaan, Michael B. Jordan og Alex Rus- sell eru óþekktir en skila sínu vel í þessari mjög athyglisverðu kvikmynd. Öðruvísi ofurhetjumynd Smárabíó, Laugarásbíó Chronicle bbbbn Leikstjóri: Josh Trank Handritshöfundur: Max Landis Leikarar: Dane DeHaan, Michael B. Jor- dan, Michael Kelly, Alex Russell. 84 mín. Bandaríkin. 2012 BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR –– Meira fyrir lesendur Skólahreysti er starfrækt í um 120 grunnskólum landsins og í ár taka um 720 nemendur þátt í mótinu sjálfu. Þetta er einn vinsælasti íþróttaviðburður sem grunnskólakrakkar taka þátt í. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir, sími 569 1105, kata@mbl.is og PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, fimmtudaginn 23. febrúar. Skólahreysti SÉRBLAÐ Þann 28. febrúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Skólahreysti sem hefst 1. mars 2012.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.