Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ) ætla að fjalla um vernd eign- arréttarins og áformuð inngrip í eignarréttinn á málþingi að loknum aðalfundi sínum á Hótel Sögu nk. fimmtudag, 16. febrúar, kl. 15:00. Róbert Spanó fjallar um vernd eignarréttar samkvæmt mannrétt- indasáttmála Evrópu og rétt land- eigenda og Karl Axelsson fjallar um heimildir almenna löggjafans til inngripa í stjórnarskrárvarinn eignarrétt landeigenda og hversu langt verði gengið í þeim efnum. Vernd eignarréttar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á árshátíð Verkfræðingafélags Ís- lands voru fimm verkfræðingar heiðraðir. Vífill Oddsson var út- nefndur heiðursfélagi sem er æðsta viðurkenning félagsins og Guð- mundur Guðmundsson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Steinar Frið- geirsson og Steindór Guðmundsson voru sæmd heiðursmerki félagsins. Heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast mönnum, sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræði- eða vísindastörf. Vífill Oddsson er sá 22. í röðinni sem hlýtur þetta sæmdarheiti í 100 ára sögu félagsins. Ríflega eitt hundrað einstaklingar hafa hlotið heiðursmerki VFÍ. Verkfræðingafélag Íslands verð- ur 100 ára sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu. Á sjálfan afmælisdaginn verður glæsileg afmælishátíð í Hörpu og eru allir félagsmenn og velunnarar félagsins velkomnir Afmæli Þau voru heiðruð, f.v. Vífill Oddsson, heiðursfélagi VFÍ, Guðmundur Guðmunds- son, Sólveig Þorvaldsdóttir, Steinar Friðgeirsson og Steindór Guðmundsson. Nýr heiðursfélagi Verkfræðingafélagsins Haraldur Rafn Ingvason, líffræð- ingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs, flytur erindi sitt um vöktun Þingvallavatns á Hrafna- þingi hjá Náttúrufræðistofnun á Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ miðvikudaginn 15. febrúar kl. 15:15. Reglubundin vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns hófst árið 2007. Markmið er að kort- leggja ástand og breytingar sem kunna að verða á lífríki, efna- og eðlisþáttum vegna hugsanlegra álagsþátta. Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur sinnt vöktun á umhverfisþáttum, s.s. vatnshita, sýrustigi (pH) og rafleiðni, sem og lífverum í svifvist með áherslu á svifþörunga og svifkrabbadýr. Í erindinu verður fjallað um verkefnið og helstu niðurstöður þess kynntar. Sérstöku ljósi verð- ur beint að svifþörungum, þar sem niðurstöður benda til að magn þeirra hafi aukist frá því sem var á árabilinu 1970-1980. Þá verður fjallað um árstíða- sveiflur í vatnshita, hitalagskipt- ingu vatnsins og áhrif ytri þátta á hana. Morgunblaðið/Golli Svifþörungum fjölg- ar í Þingvallavatni Framtíð efnahagsbrotarannsókna er viðfangsefni hátíð- armálþings Orators, félags laganema við Háskóla Ís- lands, í samstarfi við innanríkisráðuneytið. Fram- sögumenn eru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, Jóhannes Karl Sveinsson hrl. og Kristín Ed- wald hrl. Málþingið verður haldið hinn 16. febrúar nk., á afmælisdegi Hæstaréttar, og er opið öllum. Það hefst kl. 12:00 í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar HÍ. Innanríkisráðherra hefur sett á laggirnar nefnd sem falið hefur verið að móta framtíðarstefnu efnahags- brotarannsókna. Ólafur Þór Hauksson mun fjalla um feril rannsókna og fara yfir þróun og stöðu embættis sérstaks saksóknara í nútíð og framtíð. Jóhannes Karl Sveinsson veltir upp hugmyndum og spurningum varðandi rannsókn og saksókn sem undanfari meðferðar efnahagsbrotamála fyrir dómi. Kristín Edwald hrl. mun tala um stöðu og réttindi sakbornings við rannsókn efnahagsbrota. Rætt um framtíð efnahagsbrotarannsókna Ólafur Þór Hauksson Fyrir jólin bauðst almenningi að kaupa pakkaskraut hannað af Arca Design Island undir heitinu „Pakki á pakka“. Aðrir sem stóðu að átak- inu voru Lógoflex og Markó-Merki. Um var að ræða jólatréð sem selt var hjá Arca Design í Grímsbæ við Bústaðaveg. Alls voru seld 805 tré og var hvert þeirra selt á 500 krónur. For- svarsmenn verkefnisins færðu Fjöl- skylduhjálp Íslands á dögunum af- rakstur söfnunarinnar, alls 402.500 krónur. „Það er mikill fengur í slík- um styrk og viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til Arca Design Island, Lógoflex og Markó- merkja,“ segir í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni. Pakki á pakka STUTT Hinn 1. janúar 2012 voru landsmenn alls 319.575 og hafði fjölgað um 1.123 frá sama tíma árið 2011, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Þetta jafngildir fjölgun lands- manna um 0,4%. Konum fjölgaði nokkru meira en körlum eða um 0,5% á móti 0,2%. Mest fækkun á Norðurlandi vestra Fólksfjölgun var á höfuðborgar- svæðinu, en þar voru íbúar 1.253 fleiri 1. janúar 2012 en fyrir ári. Það jafn- gildir 0,6% fjölgun íbúa á ári. Hlutfallslega varð fólksfjölgunin hins vegar mest á Suðurnesjum, þar sem fjölgaði um 0,7%, eða 154 frá síð- asta ári. Fólki fjölgaði einnig á Norð- urlandi eystra, um 12 einstaklinga (0,4%), og um 50 (0,4%) á Austurlandi. Fólksfækkun var á fjórum landsvæð- um, mest á Norðurlandi vestra þar sem fækkaði um 194 manns, eða 2,6%. Umtalsverð fólksfækkun var einnig á Vestfjörðum en þar fækkaði um 82, eða 1,2%. Minni fólksfækkun var á Suðurlandi (0,2%) og Vesturlandi (0,1%), að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Sveitarfélögum fækkaði um eitt Hinn 1. janúar 2012 voru alls 75 sveitarfélög á landinu og hafði þeim fækkað um eitt frá fyrra ári en um áramótin tók gildi sameining Bæjar- hrepps og Húnaþings vestra undir nafni þess síðarnefnda. Hið samein- aða sveitarfélag telst allt til Norður- lands vestra. Sveitarfélögin eru afar misstór. Alls var íbúatala fimm sveitarfélaga undir 100, en undir 1.000 í 42 sveit- arfélögum. Hinn 1. janúar 2012 voru alls 59 þéttbýlisstaðir á landinu með 200 íbúa eða fleiri. Þeim hafði fækkað um tvo frá fyrra ári. Auk þeirra voru 35 smærri byggðakjarnar með 50-199 íbúa, en fjöldi þeirra stóð í stað frá fyrra ári. Alls bjuggu 298.813 manns í þéttbýli hinn 1. janúar 2012 og hafði þá fjölgað um 999 frá 1. janúar 2011. Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu alls 20.762. Kjarnafjölskyldum fjölgar Kjarnafjölskyldur voru 77.621 hinn 1. janúar 2012 en 77.370 ári áður. Hinn 1. janúar voru 3.904 einstakling- ar í hjónabandi sem ekki voru í sam- vistum við maka. Hér er um að ræða einstaklinga sem skilið hafa að borði og sæng sem og hjónabönd þar sem annar makinn hefur flutt lögheimili sitt til útlanda. Landsmönnum fjölg- aði um 1.123 árið 2011  Hlutfallslega var mest fólksfjölgun á Suðurnesjum Morgunblaðið/Ernir Fólksfjölgun Landsmönnum fjölgaði um 1.123 og voru 319.575 um áramótin. Morgunblaðið/Ernir KORTIÐ GILDIR TIL 31. maí 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR 2 FYRIR 1 Á TAPAS BARNUM AF FRÁBÆRU TAPAS AÐ HÆTTI HÚSSINS MOGGAKLÚBBUR Framvísið Moggaklúbbs- kortinu áður en pantað er. Tilboðið er í boði frá sunnudegi til miðvikudags og gildir frá 8. janúar til 28. mars 2012. ATH! Gildir ekki 14. febrúar 2012 eða með öðrum tilboðum. RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.