Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ RögnvaldurHannes-son, pró- fessor í fiskihag- fræði í Bergen, skrifar eftirfarandi á Evrópu- vaktina: „Mitterrand, þáver- andi forseti Frakklands, setti á sínum tíma sem skilyrði fyrir endursameiningu Þýskalands að Þjóðverjar köstuðu þýska markinu og tækju um sameig- inlega evrópska mynt. Þjóð- verjar höfðu lítinn áhuga á þessu; þýska markið var meðal sterkustu mynta í heimi, þeir létu það þó sigla. Afstaða Mitterrands var skiljanleg. Sú kynslóð evrópskra þjóð- arleiðtoga sem var við völd þegar Berlínarmúrinn féll hafði kynnst síðari heimsstyrj- öldinni og stóð ekki á sama um endursameinað Þýskalandi. Það mátti ráða við Vestur- Þýskaland og Vestur-Þjóð- verjar höfðu sýnt í verki vilja sinn til að greiða með reiðufé tjón af völdum nasista. Endur- sameinað Þýskaland kynni að verða öðrum ofviða nema það yrði rækilega tengt inn í evr- ópska samvinnu. Nú þegar rúmlega tuttugu ár eru liðin gefur þýski kansl- arinn fyrirmæli um hvaða efna- hagsstefnu beri að fylgja í evru-landi. Kansl- ari endursamein- aðs Þýskalands hefði vissulega haft mikil áhrif hefði þýska markið fengið að lifa en evru-ríki hefðu haft frelsi til að glíma sjálf við tekjur og opin- berar skuldir í vanskilum, þau gætu síðan gert upp með því að draga úr verðgildi eigin mynt- ar, ræna sparifé frá þeim sem eiga fé á bankabók og leyfa verðbólgu að auðvelda skuld- urum að gera upp skuldir sín- ar.“ Þarna víkur Rögnvaldur að eftirtektarverðri hlið á þekkt- um atburðum úr samtímasögu. Vestur-Þjóðverjum voru sett skilyrði fyrir því af nágrönnum sínum, Frakklandi sérstaklega, en einnig var vitað að í Bret- landi Thatchers gætti svipaðs óróleika vegna sameiningar Þýskalands. „Hemja“ átti Þýskaland sameinað með því að hnýta það fastar inn í sam- einuð evrópsk vé og síaukinn samrunaferil. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Nú hang- ir framtíð evrunnar á vilja Þýskalands til að borga með henni. Þar með er það komið með meiri efnahagsleg og póli- tísk áhrif í Evrópu, en það hefði nokkru sinni náð ella. Það sem helst hann varast vann, …}Áhugaverður vinkill Í athyglisverðrigrein hér í blaðinu í gær vek- ur Friðrik J. Arn- grímsson, fram- kvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna, athygli á hagsmunum Íslands vegna makrílsins og fleiri fiskistofna sem fara inn og út um íslensku efnahagslögsöguna. Þýðing makrílsins fer vaxandi fyrir ís- lenskan sjávarútveg og þar með fyrir efnahag Íslands og eins og Friðrik bendir á skilaði aðeins þorskurinn meiri út- flutningsverðmætum inn í landið. Um þessa miklu hagsmuni togast Íslendingar nú á við Evrópusambandið og fleiri sem gera kröfur til veiða úr stofn- inum. Þar sem Íslendingar hafa borið gæfu til að standa utan við Evrópusambandið eiga þeir þess kost að semja um þessa hagsmuni sína og þurfa ekki að ganga að þeim afar- kostum sem Evrópusambandið reynir nú að þröngva upp á þá. Friðrik vekur athygli á af- stöðu Evrópusambandsins til veiða sambandsins og Íslands úr norsk-íslenska síldarstofn- inum og úthafskarfanum. Óhætt er að segja að þar er afstaða Evrópusambands- ins mjög andsnúin hagsmunum Ís- lands og reynir sambandið í öllum tilvikum að ganga á augljósan rétt Íslands. Þeir Íslendingar sem eru blindaðir af trú sinni á Evrópu- sambandið og telja allt til vinn- andi að koma Íslandi í þann félagsskap halda því ýmist fram að hagsmunir Íslands séu litlir þegar kemur að flökku- stofnum eða að innan sam- bandsins gætu Íslendingar náð fram hagstæðum samningum fyrir sig. Báðar eru kenning- arnar vitaskuld fjarstæðu- kenndar. Hagsmunirnir eru augljósir, bæði hvað varðar þá stofna sem nú er um að tefla og eins hina sem síðar kunna að færa sig inn í lögsöguna. Um stöðu Íslands til samninga væri landið innan Evrópusambands- ins þarf tæpast að hafa mörg orð. Þar gætu Íslendingar ekk- ert annað gert en þegið það sem ákveðið væri í Brussel og þeir hefðu lítið sem ekkert um að segja. Þar ráða allt aðrir hagsmunir en Íslands og Ís- lendinga. Ábyrgðarlaust væri að fela ESB að ákveða hlut Íslands í flökkustofnum} Hagsmunir Íslands og ESB Í kjölfar fregna af ótímabæru andláti söng- og leikkonunnar Whitney Houston um helgina hafa margir haft á orði hve frægðin sé óttalegt fyrir- bæri, hve það sé erfitt að lifa í sviðs- ljósinu og verði mörgum að aldurtila. Houston var aðeins 48 ára þegar hún lést og einnig er vert að minnast annarrar þekktrar söngkonu, Amy Winehouse, sem lést einnig sviplega fyr- ir stuttu aðeins 28 ára gömul. Frægð og vel- gengni er hættuleg, segja fjölmiðlar okkur, það þarf nefnilega sterk bein til að þola vel- gengnina. Hængurinn er þó að það var ekki frægðin sem felldi þessar söngkonur tvær, það var fíknin. Á hverju ári verður á níunda tug ótíma- bærra dauðsfalla hér á landi af völdum áfeng- issýki og vímuefnafíknar. Væntanlega hafa einhverjir þeirra sem láta þannig lífið fyrir aldur fram staðið í sviðsljósinu, kannski orðið frægir eða alræmdir, en þorrinn er þó venjulegt fólk, eins og við segjum, eins og fólk er flest. Þegar stjörnurnar eru annars vegar höf- um við fengið að liggja á glugga, fengið fréttir af vand- ræðum þeirra í beinni útsendingu, en langflestir þeir sem falla í valinn fyrir fíkninni gera það utan sviðsljóss- ins. Ekki snýst harmleikurinn þó um það að fólk deyi á besta aldri, meðalaldur hinna látnu er 51 ár, heldur einn- ig þau sannindi að veikindi fíkilsins hafa áhrif á líf allra í kringum hann. Aðstandendur fíkla verða oft alvarlega veikir líka og eiga margir í áralangri baráttu við það sem kallast meðvirkni, en í henni felst að viðkom- andi hylmir yfir með fíkilinum, hjálpar hon- um í raun að vera fíkill en lifir í voninni um að úr rætist. Gestur á mögnuðum tónleikum Sage Francis á Sódómu í haust var B. Dolan félagi hans. Lokarímur Dolans snerust um rappar- ann sáluga Russell Tyrone Jones, Ol’ Dirty Bastard, og öll erindi enduðu á sömu spurn- ingunni: Hver drap Russell Jones? Allir áttu svar: Útgefandinn sagði ekki ég, umboðsmað- urinn sagði ekki ég, plötukaupendurnir sögðu ekki ég, tónleikagestirnir sögðu ekki ég og það er rétt, það var sjúkdómurinn sem drap hann, fíknin sem drap hann. Það breytir því ekki að við vorum meðvirk og erum meðvirk. „Ég var ávallt svangur daginn út og daginn inn, því peningana neyddist ég til að nota eingöngu fyrir áfengi. Þetta er örðugt fyrir fólk að skilja vegna þess að það hefir ekki samskonar reynslu og ég í lífinu.“ Svo réttlætti Jóhannes Stefánsson Birkiland óreglu sína 1935. Goðsögnin um drykkfellda snillinginn sem yrkir falleg ljóð og hellir svo bjór yfir pappírinn og yfir orðin er og lífseig og við erum til í að fyrirgefa þeim margt sem auðga líf okkar, líka það að þeir skuli vera fíklar. „Hann á svo bágt ræfillinn,“ segjum við, „frægðin er svo mikil byrði“, „snilligáfan er plága“, „hún er svo næm“ og þann- ig hjálpum við fíklinum að vera áfram í neyslunni. Þar til hann deyr. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Fíknin fjörsváfnir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Margir í félagslegri útilokun og fátækt FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sláandi tölur um umfang fá-tæktar í Evrópulöndum erað finna í nýrri samantektEurostat, Hagstofu Evr- ópusambandsins. 23% Evrópubúa eru sögð vera undir skilgreindum lágtekjumörkum eða búa við hættu á félagslegri einangrun. Tölurnar sem samanburður Euro- stat byggist á eru frá árinu 2010. Öll aðildarlönd ESB eru undir í þessari samantekt og einnig eru birtar tölur fyrir Ísland, Noreg og Sviss. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru upplýsingarnar um Ísland fengnar úr lífskjararannsókn Hagstofunnar 2010. Þær hafa nú verið felldar inn í samanburð milli Evrópuþjóða. Ef eingöngu er litið á hversu stór hluti hverrar þjóðar var fyrir neðan skilgreind lágtekjumörk, sem ýmsir hafa talið gefa sterka vísbendingu um fátæktarmörk, kemur í ljós að meðaltalið í Evrópu var um 16% á árinu 2010. Ísland kemur betur út úr samanburðinum en nær öll önnur Evrópulönd, því hlutfall þeirra sem voru undir lágtekjumörkum hér á landi var 9,8%. Þetta er eftir sem áður sláandi stór hópur eða ríflega 31 þúsund einstaklingar, sem eru með minni ráðstöfunartekjur en sem nemur lágtekjuviðmiðinu, (156.900 króna ráðstöfunartekjur fyrir einstakling hér á landi árið 2010). Dekkri mynd er dregin upp ef fé- lagslegar greiðslur, aðrar en ellilíf- eyrir og örorkubætur, eru undan- skildar í samanburðinum á ráð- stöfunartekjum einstaklinga. Þá hækkar hlutfall Íslendinga sem eru fyrir neðan lágtekjumörkin í 22,8%. Þetta hlutfall er 26,6% í Noregi, 26,7% í Svíþjóð og 24,2% í Dan- mörku. Hagstofa ESB gengur þó lengra í samanburðinum og skoðar ekki ein- göngu hversu margir eru undir lág- tekjumarkinu, heldur tekur einnig tillit til útgjalda, þ.e. hvort viðkom- andi á fyrir nauðþurftum, getur mætt óvæntum útgjöldum og er óvirkur á vinnumarkaði skv. sam- ræmdum viðmiðum. Þeir sem falla undir þessi viðmið eru sagðir eiga á hættu félagslega útilokun. Í samantekt Eurostat eru dregn- ar saman upplýsingar um þá sem eru fyrir neðan lágtekjumörkin og teljast þá vera í hættu á félagslegri einangrun. Eins og áður segir er meðaltalið fyrir öll Evrópulöndin tæplega fjórðungur íbúa sem eru fyrir neðan lágtekjumörkin og/eða í hættu á félagslegri útilokun. Hlut- fallið er lægst á Íslandi af löndunum 30 eða 14,3% en það þýðir þó miðað við nýjustu mannfjöldatölur að ríf- lega 45 þúsund Íslendinga eru fyrir neðan lágtekjumörk og/eða er hætt við félagslegri einangrun. Hlutfallið er 14,9% í Noregi og 15% í Svíþjóð. 17,6% barna undir tekjuviðmiði og er hætt við einangrun Það vekur hins vegar athygli að börn og unglingar, 17 ára og yngri, á íslenskum heimilum koma verr út úr þessum samanburði en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norður- löndum. 17,6% Íslendinga undir 18 ára aldri eða um 14 þúsund ein- staklingar, búa á heimilum sem eru undir lágtekjumörkum og/eða er tal- ið hætt við félagslegri útilokun. Hlutfallið er 14,6% í Noregi, 14,5% í Svíþjóð og 14,2% í Finnlandi. Íslensk börn og ungmenni skera sig einnig úr þar sem hlutfall þeirra sem falla undir þessi lágtekju- og fé- lagslegu mörk er mun hærra en í öðrum aldurshópum hér á landi. Þessu er öfugt farið í nágrannalönd- um þar sem hlutfallið er minnst í yngstu aldurshópunum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fólk Hlutfall þeirra sem voru undir lágtekjumörkum hér á landi var 9,8%. Tæp 27% barna og ungmenna, 17 ára og yngri, í aðildarlöndum ESB lifðu undir fátæktar- mörkum og bjuggu við hættu á félagslegri einangrun árið 2010 skv. skýrslu Eurostat. Meg- inástæðurnar eru litlar tekjur foreldra, bágar heimilis- aðstæður, atvinnuleysi og skortur á velferðaraðstoð af hálfu hins opinbera í einstökum löndum. Þó Ísland komi betur út en flest þessara landa kom fram í lífskjararannsókn Hag- stofunnar í fyrra að íslenskar konur 18-24 ára væru sá hópur sem hefði mesta tilhneigingu til að lenda fyrir neðan lág- tekjumörkin eða 19%. Í sam- anburði Eurostat er hlutfallið hins vegar lægst í elstu hóp- unum. Þar kemur fram að 5,3% Íslendinga 65 ára og eldri lentu fyrir neðan lágtekjumörkin og/ eða eru talin í hættu á fé- lagslegri einangrun. Hlutfallið er hvergi lægra í Evrópu. Hinir eldri betur settir ÓLÍK STAÐA ALDURSHÓPA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.