Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hækkaði á síðustu mánuðum síðasta árs eftir stöðugar hækkanir á árinu. Samkvæmt gögnum Leigulistans hækkaði meðalverð fyrir leigu á stúdíóíbúð á höfuðborgarsvæðinu um 4% í fyrra í 75.000 krónur undir lok ársins. Tveggja til fjögurra her- bergja íbúðir hækkuðu um 6-8% í fyrra og var húsaleiga á tveggja her- bergja íbúð 105 þús., þriggja her- bergja íbúð 135 þús. og fjögurra her- bergja íbúð um 155 þús. í lok árs. Stöðugt framboð á þessu ári Spurður um þessar hækkanir seg- ir Guðlaugur Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans, að jafnvægi sé að skapast á markaði. „Framboðið hefur verið nokkuð stöðugt hjá okkur það sem af er ári. Markaðurinn gæti tekið við meiru. Það er engin spurning. Þörfin er þó ekki jafn mikil og á árunum 2009 og 2010. Íbúðalánasjóður og bankarnir hafa sett eignir á markaðinn og það hefur átt þátt í að mæta eftirspurn.“ Hækkaði meira framan af Tölur frá Hagstofu Íslands renna frekari stoðum undir að húsaleiga fari hækkandi í Reykjavík og nálæg- um sveitarfélögum. Lára Guðlaug Jónasdóttir, sér- fræðingur á Hagstofu Íslands, segir húsaleigu um allt land sem mæld er í vísitölu neysluverðs hafa hækkað um 1,7% frá júlí í fyrrasumar og fram í janúar á þessu ári. Til samanburðar hafi leigan hækkað um 4,3% á tíma- bilinu frá janúar 2011 og fram í júlí sl. Var hækkunin því með öðrum orð- um minni á síðari hluta ársins 2011 en á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar hækkaði vísitala neysluverðs í heild um 4,5% á fyrri hluta ársins og um 1,9% frá júlí 2011 og fram í janúar 2012. Fór hækkun húsaleigu því nærri hækkun vísitöl- unnar á þessum tveim tímabilum. Hlutfall húsaleigu í vísitölu neysluverðs er tæplega 3%. Hækkun húsaleigu frá júlí 2011 til janúar 2012 jafngildir 0,05% hækkun vísitölunn- ar í heild, að sögn Láru Guðlaugar. Fasteignaverð fer hækkandi Þróunin er einnig upp á við í vísi- tölu Fasteignaskrár fyrir íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. Eins og kortið hér til hliðar sýnir hafði vísitalan í desember sl. ekki verið jafn há síðan í febrúar 2009. Er þá ekki tekið tillit til verðlags- þróunar. Sé það gert nemur hækk- unin 4,7% milli ára, frá desember 2010 til 2011. Verðið lækkaði hins vegar um 2,5% 12 mánuðina áður. Hefur fasteignaverð á höfuð- borgarsvæðinu með öðrum orðum farið hækkandi að teknu tilliti til verðlagsþróunar. En eins og rakið er hér til hliðar eru áhöld um hvort verðið sé nógu hátt til að það standi undir byggingu smærri íbúða. Morgunblaðið/Kristinn Nýbyggingar í Lundi í Kópavogi Framkvæmdastjóri Byggingarfélags Gylfa og Gunnars segir ekki hagkvæmt að byggja litlar íbúðir í dag. Húsaleigan hækkar enn  Leiga á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 4-8% í fyrra að mati Leigulistans  Íbúðaverð á svæðinu hækkaði um 4,7% frá desember 2010-2011 að raungildi Leigan hrundi í hruninu Morgunblaðið/Ómar Birgir Ottósson, forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða, seg- ir að í kjölfar efnahagshrunsins hafi borið á því að húsnæðiseigendur leigðu út eignir undir kostnaðar- verði. Ráðstöfunin hafi verið neyðar- brauð. Eigendurnir hafi fremur vilj- að leigja út íbúðirnar á undirverði en ekki til að lágmarka tapið. Við þessar óvenjulegu aðstæður hafi hluti viðskiptavina Félags- bústaða leitað út á frjálsa leigu- markaðinn og þar getað gengið að ódýrum leiguíbúðum um tíma, eink- um stórum íbúðum. „Hluti þessa fólks er nú á biðlista hjá okkur eftir húsnæði. Það er stór- mál fyrir barnmargar fjölskyldur að missa húsnæðið en auðveldara fyrir einstaklinga að bjarga sér tíma- bundið. Ég merki jafnframt mikinn skort á litlum leiguíbúðum á mark- aðnum. Rætt er um að framkvæmdir við þær svari ekki kostnaði í dag.“ Hildigunnur Haf- steinsdóttir, lög- fræðingur Neyt- endasamtakanna, segir þeim fara fjölgandi sem leita til samtak- anna vegna leigu- húsnæðis. „Það er tilfinn- ing okkar að eftirspurn eftir leiguhúsnæði sé mun meiri en fram- boðið. Við teljum þörf á að komið verði á fót traustum leigumarkaði þar sem boðið er upp á langtíma- leigu í meira mæli en nú er, en slíkt þekkist víðast erlendis. Það stefnir í að til okkar leiti 1.600-1.700 manns í ár með fyrirspurnir er varða leigu- mál, en það sem af er ári höfum við fengið 200 erindi vegna leigumála,“ segir Hildigunnur. Eftirspurn mun meiri en framboð Hildigunnur Hafsteinsdóttir Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) mælir með að þær konur sem eru með sílikonbrjóstapúða fari í segulómskoðun (MRI) þegar þrjú ár eru liðin frá aðgerð og á tveggja ára fresti eftir það til þess að fylgjast með hvort rof komi í púðana. Íslensk heilbrigðisyfirvöld ákváðu hins vegar að bjóða þeim konum sem eru með hina fölsuðu PIP-brjóstapúða í ómskoðun til þess að kanna hvort þeir hafi lekið. „Hér er um skimun að ræða þar sem fjölda kvenna er boðið að koma í skoðun vegna gruns um leka í púðum. Niðurstaða okkar að vel ígrunduðu máli var sú að gera ómskoðun sem er besta aðgerðin til að vinna með þennan hóp í þessu skyni,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Segulómanir segir hann mun stærri og dýrari skoðanir sem séu annað val við mjög sértækar aðstæður. Þær gætu hugsanlega verið notaðar sem næsta skerf í vafa- tilfellum en það sé læknisfræðileg ákvörðun í tilfelli hvers einstaklings fyrir sig. Lyfjastofnun hefur sent framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins upplýsingar um háa lekatíðni PIP-brjósta- púðanna hér á landi. Búið er að ómskoða 105 konur og hefur leki greinst í púðum hjá 71 konu eða um 68% þeirra sem hafa verið skoðaðar. Ekki er vitað til þess að ráðist hafi verið í skipulega ómskoðun á konum með PIP-púða annars staðar í heiminum. kjartan@mbl.is Ómskoðun best fyrir skimun hjá konunum  Bandarísk yfirvöld mæla með segulómun á brjóstum Morgunblaðið/Þorkell Ómskoðun MRI Segulómtæki á Landspítalanum. Gunnar Þorláksson, framkvæmdastjóri Byggingar- félags Gylfa og Gunnars, segir byggingariðnaðinn að taka við sér. „Markaðurinn er heldur að hjarna við. Eftirspurnin er þó mikið háð staðsetningum. Mér sýnist sem að það verði tröppugangur í þessu næstu þrjú árin. Leiðin liggur upp á við. Almenningur þarf þó að sjá margt annað gerast áður en markaðurinn tekur við sér af fullum krafti,“ segir Gunnar. Hann svarar því svo til að viðskiptavinir fyrirtækisins leiti mest í þriggja til fjögurra her- bergja nýjar íbúðir. Eins til tveggja herbergja íbúðir séu dýr kostur sem sé ekki hagkvæmur í byggingu eins og sakir standi. Þær litlu of dýrar í byggingu VERKTAKI BENDIR Á BYGGINGARKOSTNAÐ Gunnar Þorláksson Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 2007 maí* 2009 febrúar* 2009 desember 2010 júní 2010 desember 2011 júní 2011 desember *Vísitalan í desember 2011 hafði ekki verið jafn há síðan í febrúar 2009 og þar áður ekki jafn lág síðan í maí 2007. Við þennan samanburð er hér ekki tekið tillit til verðlagsþróunar. 400 380 360 340 320 300 280 260 Íbúðarhúsnæði alls Fjölbýli Sérbýli Nafnverð Vísitala neysluverðs 271 320,2 327,7 335,7 366,7 386 316,3 324,9 332,5 362,3 –2,5% +4,7% m.t.t. vísitöluþróunar m.t.t. vísitöluþróunar 302,1 302,6 Steingrímur J. Sigfússon, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, við- urkennir að hafa gengið of langt í þingsalnum á mánudag þegar hann sagði Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni, formanni Framsóknarflokks- ins, að þegja. Steingrímur sagði við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í gær, að þetta væri ekki stór atburður í hans huga, „en ég er nógu stór til að við- urkenna það, að þetta er ekki viðeig- andi orðbragð,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að þetta hefðu verið orðahnippingar úti í þingsalnum og ekki ætlaðar fyrir fjölmiðla eða í hljóðritun. „Við þurfum væntanlega báðir að sitja á strák okkar og stilla skap okkar í framhaldinu,“ sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks, sagði í umræðu á Alþingi um störf þingsins í gær að Steingrímur hefði farið yfir öll vel- sæmismörk þeg- ar hann sagði Sig- mundi Davíð að þegja. Gunnar Bragi sagði að ýmis orð hefðu verið látin falla í þingsal en nýtt væri að mönnum væri sagt að þegja og það væri hneyksli. Velti Gunnar Bragi því fyrir sér hvort Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti þingsins, þyrfti ekki að grípa inn í og ræða við ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvernig þeim bæri að haga sér og koma fram við þingið og þingmenn. „Ég held að forseti þingsins ætti að taka hæstvirtan formann Vinstri grænna á kné sér og rassskella hann,“ sagði Gunnar Bragi. Var ekki viðeig- andi orðbragð Steingrímur J. Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.