Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 33
Hljómsveitin Jet black Joe með Pál Rósinkranz í fararbroddi mun leika á Vetrartónleikaröð Hvíta hússins á föstudagskvöldið, 17. febrúar, og verður húsið opnað um níuleytið fyrir áhugasama en tón- leikarnir sjálfir hefjast svo ekki fyrr en klukkan að verða tíu. Jet black Joe þarf varla að kynna fyrir landsmönnum en fyrir þá sem ekki þekkja til sveitarinnar þá var hún stofnuð 1992 og naut mikilla vin- sælda á Íslandi og stefndi út í mögulega heimsfrægð. Hljóm- sveitin lagið hins vegar upp laup- ana 1996 í framhaldi af því að Páll Rósinkranz frelsaðist og lagið lífs- stílinn sem fylgdi sveitinni á hill- una. Tónleikarnir um helgina eru fyrstu „sitjandi“ tónleikar sveitar- innar á Suðurlandi síðan ’92 og því löngu tímabærir. Jet black Joe í Hvíta húsinu MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 gilti til helminga á móti símkosningu. Þar sem sjö lög kepptu var stigagjöf- in miðuð við 4, 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig. Þau lög sem röðuðust í efstu þrjú sætin í símkosningu fengu því 12, 10 eða 8 stig eftir atkvæðamagni. Sams- konar niðurröðun átti sér stað varð- andi þau lög sem dómnefnd kaus. Niðurstaða símkosningar var sú að þrjú lög hlutu 69,23% greiddra at- kvæða og lögin þar fyrir neðan skiptu á milli sín 33,77% með mismunandi miklu atkvæðavægi. Munurinn á milli fyrsta og annars sætis var 0,91% en milli annars og þriðja sætis 2,54%. Dómnefnd var með sömu þrjú lög- in í fyrstu þremur sætunum og þeir sem greiddu í símkosningunni, en lögin röðuðust ekki nákvæmlega eins. Þar sem atkvæði hvors hóps fyrir sig gildir til helminga skiptir máli í hvaða sæti viðkomandi lög röð- uðust innbyrðis. Niðurstaðan var ótvíræð, en ef lagið sem var í þriðja sæti í símkosningu hefði verið í öðru sæti hefði sú staða komið upp að þrjú efstu lögin hefðu endað með sömu stigatölu. Þegar svoleiðis atvik á sér stað er reglan sem notuð er í Euro- vision sú að efsta sætið í símkosning- unni vegur hærra en efsta sætið hjá dómnefnd, en á það reyndi ekki að þessu sinni. Morgunblaðið/Eggert Sigur Greta Salóme Stefánsdóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson, kampakát eftir að hafa sigrað íslensku forkeppnina í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Morgunblaðið/Kristinn Geðlæknir Óttar Guðmundsson er skemmtilegur fyrirlesari og má gera ráð fyrir að fyrirlestur hans í Iðnó á laugardaginn verði bæði fróðlegur og skemmtilegur með tónlist og tali í bland. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íslensk dægurlög eru samofin þjóðarsálinni og flestir Íslendingar kunna og þekkja einhvern texta hvort sem það er „Capri Catarina“ sem Haukur Morthens gerði ógleymanlegt eða „Vegir liggja til allra átta“ eftir Sigfús Hall- dórsson og var upphafslag kvik- myndarinnar „79 af stöðinni“. Fæstir gera sér þó grein fyrir þeim persónum sem koma fyrir í dægurlögum og hvað þá sálar- stríði þeirra. Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur að eigin sögn ver- ið alæta á tónlist og texta. Hann hefur allt frá því hann man eftir sér haft gaman af tónlist og þekk- ir fjöldann allan af dægurlagatext- um, bæði íslenskum og erlendum. Þá hefur áhugi hans á persónu- leikaröskun og öðrum kvillum sem hrjá sálartetur mannsins verið honum hvatning og tilefni til þess að sameina þessi tvö áhugamál sín, læknisfræði og tónlist. Þar sem Óttar er lunkinn og skemmti- legur fyrirlesari hefur hann tekið sig til og gert fyrirlestur í máli og músík, tali og tónum, með eig- inkonu sinni, söngkonunni Jó- hönnu V. Þórhallsdóttur, um per- sónuleikaröskun og geðveiki í íslenskum dægurlagatextum. Jó- hanna sér um tónlistina ásamt góðum hópi tónlistarmanna og Óttar greinir textana. Persónuleikaröskun í dægurlögum „Það sem ég geri er að skil- greina lög og persónur í textum út frá minni sérmenntun. Þá fer ég inn í dægurlögin og tek persón- urnar og lýsi þeim, þ.e. hvað er að þessari persónu og hvernig hún væri greind í dag. Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta núna er að ég hef verið að greina persónu- leikaraskanir í Íslendingasögunum og hélt m.a. fyrirlestur um það efni á Læknadögum í janúar,“ segir Óttar. – En hvað er persónuleika- röskun? „Persónuleikaröskun er ákveðið einkenni á persónuleika ein- staklingsins sem gerir það að verkum að hann lendir í miklum árekstrum við umhverfi sitt – er ferkantaður, ekki straumlínu- lagaður – og getur valdið ákveð- inni vanlíðan en þó ekki alltaf. Siðblinda er t.d. fræg persónuleik- aröskun sem allir þekkja og svo aðrir sem geta þróast yfir í aðra geðsjúkdóma.“ Aðspurður um nálgun sína í fyrirlestrinum segir Óttar að þetta sé fyrst og fremst gert til gamans og eigi að vera á léttu nótunum. „Þetta er alls ekki hávísindalegt heldur ætlað að vera skemmtilegt og öllum til gagns og gamans. Ég tek t.d. Simba sjó- mann, sem er bæði mjög einrænn, drykkfelldur og óhamingjusamur maður, og velti því fyrir mér hvort hann er með persónuleikaröskun. Það sem gerir hann áhugavert við- fang er að textahöfundurinn er Vilhjálmur frá Skáholti, sem var eitt af stórskáldum síðustu aldar.“ Óttar skoðar einnig pólitíska texta sem urðu til í landhelgisdeil- unni og nálgun tónlistarmanna og textahöfunda á geðdeildinni og spítalanum, en bæði Megas og Bubbi hafa skrifað texta og sungið lög um hana. Geðveikur fyrirlestur um dægurtónlist  Óttar Guðmundsson geðlæknir greinir íslensk dægurlög á laugar- daginn í Iðnó með konu sinni Morgunblaðið/Sigurgeir S. Söngkona Jóhanna V Þórhalls- dóttir verður með tóndæmi í fyrir- lestri Óttars i Iðnó. –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS . MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar. Viðtal við formann Ímark. Saga og þróun auglýsinga hér á landi. Neytendur og auglýsingar. Nám í markaðsfræði. Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna í ár - Hverjir keppa um Lúðurinn? Fyrri sigurverarar íslensku markaðsverðlaunanna. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. ÍMARK íslenski markaðsdagurinn Morgunblaðið gefur út ÍMARK sérblað fimmtudaginn 23. febrúar og er tileinkað Íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 24. febrúar. nk. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 17. feb. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: S É R B L A Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.