Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 FYRIR HEIM ILIÐ! ÓDÝRT – fyrst og fremst ódýr! Loðnufrysting hafin í Eyjum  Loðnan er fryst og einnig brædd Loðnufrysting hófst hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum í gær. Þá landaði Kap VE-4 um 800 tonnum af fallegri loðnu sem fékkst út af Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. Í morgun var von á Sighvati Bjarnasyni VE-81 með svipaðan skammt. „Þetta er fín loðna og stærðin er fín,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðs- stjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslu- stöðinni. Hann sagði að um 40 hængar væru í kílói eða um 50 hrygnur. Hrognafylling er nú um 14% en hún þarf að fara yfir 20% og hrognin að þroskast betur áður en hrogna- vinnsla getur hafist. Sindri sagði að venjulega hæfist hrognavinnsla 20. til 25. febrúar ár hvert. Hluti aflans fer nú í heilfrystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu. Einnig er keyrt á fullu við vinnslu á mjöli og lýsi. Sindri sagði að markaðsaðstæður hefðu verið erfiðar fyrir frysta loðnu. Unnið er á tólf tíma vöktum, nótt og dag, við loðnufrystinguna hjá Vinnslustöðinni. Sindri sagði að rúmlega 30 manns væru á hvorri vakt. Þá er líka verið að vinna bol- fisk, bæði verið að frysta og salta. Loðnan gengur nú vestur með suðurströndinni. „Hún er að þétta sig og hrognafyllingin eykst,“ sagði Sindri. gudni@mbl.is Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Vertíð Loðnufrysting hófst í Vinnslustöðinni í gær. Unnið er allan sólar- hringinn á vöktum. Rúmlega 30 manns eru á hvorri 12 tíma vaktinni. Hlýtt hefur verið víða á landinu það sem af er febrúar. Á öðrum tímanum í fyrrinótt fór hitinn í 14,8 stig á Teigarhorni við Berufjörð, sem er nýtt hitamet í febrúar á þessari forn- frægu veðurstöð, að því er Sigurður Þór Guðjónsson skrifar í bloggi sínu (nimbus.blog.is). Þá fór hitinn í 14,1 stig á Fáskrúðsfirði og 13,6 stig í Grundarfirði. Veðurstofan spáir kólnandi veðri þegar líður á daginn og frosti um allt land síðar í vikunni. Meðalhitinn í Reykjavík fyrstu 14 daga febrúar er 3,4 stig sem er 3,8 stigum yfir meðallagi þegar horft er til síðustu 60 ára. Meðalhiti á Ak- ureyri sömu daga er 4,0 stig og 6,4 stigum fyrir ofan meðallag þar í bæ. Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði að fyrri hluti febrúar 1956 og 1959 á Akureyri hefði verið ámóta og nú. Spáð er kólnandi veðri í bili og eftir er að sjá hversu langt meðalhit- inn hrapar á næstu dögum. Þegar litið er til meðalhita fyrstu 14 daga febrúar í Reykjavík undanfarin 60 ár hefur það líklega gerst fjórum sinnum að meðalhiti hafi verið meiri en nú. Að sögn Trausta var fyrri helmingur febrúar 1986, 1965, 1991 og 1959 lítillega hlýrri en nú. Ár- unum er raðað í hlýindaröð. Trausti sagði að ekki munaði miklu, febrúar 1986, 1991 og 1959 hröpuðu allir talsvert eftir miðjan mánuð, en 1965 hélt sínu striki til mánaðamóta og er næsthlýjasti febrúar allra tíma í Reykjavík, aðeins febrúar 1932 var hlýrri. Trausti sagði niðurstöður svona samanburðar markast af því tímabili sem valið er. Það geti vel verið að finna megi önnur jafn löng tímabil á sama árstíma sem gefi svipaða nið- urstöðu og þeir dagar sem nú voru skoðaðir. gudni@mbl.is Hitamet fyrir austan  Spáð kólnandi veðri eftir hlýja febrúardaga  Meðalhiti á Akureyri 6,4 stigum ofan meðallags fyrri hluta febrúar Morgunblaðið/RAX Hlýindi Fyrri hluti febrúar hefur verið með hlýrra móti víða um land. Unnið er að und- irbúningi samein- ingar leikskólans á Laugarvatni við Grunnskóla Blá- skógabyggðar. Sameiningin tek- ur gildi við byrjun næsta skólaárs. „Markmiðið er að efla skólastarfið fremur en að spara. Við höfum gætt þess hér að draga ekki úr þjónustu á samdráttar- tímum,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, um breyt- ingarnar. Þær voru ákveðnar að undan- gengnum umræðum á skólaþingi og skoðun málsins í vinnuhópi. Leikskólinn og grunnskólinn eru báðir litlar einingar sem reknar eru undir sama þaki. Þótti ávinningur í að sameina þá. Einn stjórnandi verður yfir skólanum en Drífa segir hug- myndina ekki síður að nýta krafta leikskólakennara við kennslu yngstu barnanna í grunnskóladeildinni. Bláskógabyggð rekur einnig grunnskóladeild og leikskóla í Reyk- holti. Þ-listinn sem er í minnihluta vill ganga lengra og sameina alla leik- skóla og grunnskóla sveitarfélagsins í eina öfluga skólastofnun. Drífa segir að unglingarnir úr grunnskólanum á Laugarvatni séu hluta úr tveimur dögum í Reykholti og til greina komi að auka samkennslu en ákveðið hafi verið að hafa áfram heildstætt skóla- starf á báðum stöðum. Leikskóli saman við grunnskóla Drífa Kristjánsdóttir  Tvær skóladeildir „Það er stefna okkar að bjóða við- skiptavinum okkar upp á samkeppn- ishæft verð. Þess vegna lækkuðum við aftur – en þörfin er enn til stað- ar,“ segir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringar- sviðs Olís. Fyrirtækið hækkaði verð á bens- íni um þrjár krónur í fyrradag og dísilolíu um tvær krónur vegna hækkunar olíuverðs á heimsmarkaði og gengisþróunar. Hin olíufélögin fylgdu ekki og því lækkaði Olís verð- ið aftur í gær. Bensínlítrinn kostar nú 250,40 kr. hjá Skeljungi en 248,60 kr. hjá N1 og Olís. Lægsta verðið er hjá Orkunni, 248,30 kr. Algengt verð á dísilolíu er 256,10 kr. helgi@mbl.is Lækkuðu bensínið aftur Fundur strandríkjanna og Rússlands um skiptingu makrílkvótans gæti staðið út vikuna. Ríkin hafa fundað í vetur án þess að samkomulag hafi náðst og er talið að lokatækifærið til að ná samkomulagi um mak- rílveiðar þessa árs sé á fundinum sem hófst í Reykjavík í gær. Al- þjóðahafrannsóknaráðið lagði til 646 þúsund tonna heildarafla á síð- asta ári. Strandríkin settu sér einhliða kvóta og voru veidd samtals 900 þúsund tonn. Kvóti Íslands var tæplega 147 þúsund tonn sem sam- svarar 16% af samanlögðum kvóta ríkjanna. Hann skilaði um 25 millj- örðum í útflutningstekjur. Upphafskvóti Íslands í ár er svipaður og kvótinn í fyrra. Strandríkin eru Ísland, ESB, Noregur og Færeyjar. Fulltrúar Íslands eru við borðsendann fjær, frá hægri: Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, Jóhann Guðmundsson, skrif- stofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Tómas H. Heið- ar sem er aðalsamningamaður Íslands og Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Við hlið Jóhanns er Galovanov, áheyrnarfulltrúi Rússlands. Lokatækifærið til að semja um makrílkvótann Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.