Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 12
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það er óhætt að segja að myndskeið af „Lagarfljótsorminum“ goðsagna- kennda hafi vakið heimsathygli eftir að það var birtist á vef Ríkisútvarps- ins í byrjun febrúar. Um fjórar millj- ónir manna höfðu skoðað það á vef- síðunni Youtube í gær og fjallað hefur verið um það í sjónvarpsþætt- inum Good Morning America á ABC og af fréttastöðvunum Reuters og Fox News. Discovery News reyndi svo að leysa gátuna um það sem sést hlykkjast í vatninu og telur að um dauðan hlut hafi verið að ræða, eins og fiskinet eða dúk. Þá hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sagt að líklega sé um að ræða girðing- ardræsu sem dragi á eftir sér ís- hröngl í leysingunum. Hvað sem þarna hefur verið á ferð er sagan góð og hefur vakið heimsathygli. Öll umfjöllun vekur athygli Ólöf Ýrr Atladóttir, ferða- málastjóri hjá Ferðamálastofu, á erf- itt með að svara hvort sú athygli, sem þetta myndskeið hefur vakið, eigi eftir að hafa áhrif á ferða- mannastrauminn til Íslands. „Þetta er umfjöllun og öll umfjöllun vekur athygli á landinu en ég veit ekki hvort bein áhrif á ferðaþjónustuna verða mikil eða viðvarandi. Þetta er skemmtifrétt og slíkar fréttir geta vakið athygli á landinu og þá sér í lagi hjá þeim sem hafa einhvern áhuga eða þekkingu á landinu fyrir,“ segir Ólöf og bætir við að fyrir þá sem hafa þegar ákveðið ferð hingað getur þetta vakið athygli á lands- hlutanum, Austurlandi. Hún segir að það yrði líkast til sterkari kynning ef erlendur fjölmið- ill myndi fjalla um þjóðsöguna um Lagarfljótsorminn, og að yfirleitt sé vænlegra til árangurs til lengri og skemmri tíma að byggja á raunveru- legum styrkleika ferðaþjónustunnar. Ólöf man ekki eftir neinu viðlíka myndbandi af „Lagarfljótsorm- inum“ en segir það þó ekki vekja mikla athygli á landinu miðað við eldgosin í fyrra og hittifyrra. „Eld- gosin voru raunveruleg birting- armynd landsins. Umfjöllun um eðl- iseiginleika íslenskrar náttúru hefur varanlegri áhrif á ferðamanna- strauminn en svona skemmtifrétt,“ segir Ólöf. Gæti haft áhrif á ferðamenn  Myndband af „Lagarfljótsorminum“ hefur vakið athygli víða  Ekki eins áhrifarík landkynning erlendis og eldgosin Lagarfljótsormurinn Úr myndbandinu sem Hjörtur Kjerúlf, bóndi á Hrafn- kelsstöðum, tók af „orminum“ í Jökulsá í Fljótsdal í fyrstu viku febrúar. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Það ríkti engin lognmolla í húsa- kynnum ríkissáttasemjara á sein- asta ári. Í upphafi árs voru nánast allir kjarasamningar í landinu lausir og á árinu var vísað fleiri kjaradeil- um til meðferðar hjá sáttasemjara en um langt árabil. Í lok árs hafði þó tekist að ganga frá nýjum kjara- samningum fyrir nær alla launþega landsins. Tölur um fundafjölda segja sína sögu. Alls eru skráðir 1.385 samn- ingafundir sem fram fóru í húsnæði ríkissáttasemjara á seinasta ári að því er fram kemur í nýútkominni ársskýrslu ríkissáttasemjara. Þar af eru 389 fundir í málum sem var vísað til ríkissáttasemjara og 996 fundir í málum á vegum stéttarfélaga og vinnuveitenda án aðildar hans. Verkföll skullu á í þremur kjaradeilum í fyrra „Verkfallsaðgerðir voru boðaðar 16 sinnum. Ýmist var boðað til tíma- bundinna verkfalla eða ótímabund- inna frá tilteknum degi. Af þeim 16 málum sem um ræðir náðust samn- ingar í 10 skipti áður en til verkfalls kom. Í fjórum tilvikum var verkfalls- boðun afturkölluð eða aflýst þó svo að samningar lægju ekki fyrir. Verk- föll komu til framkvæmdar í þrem deilum, tveim sem var vísað til sátta- meðferðar 2011 og í einu máli frá árinu 2010,“ segir ríkissáttasemjari í ársskýrslu sinni. Félag íslenskra flugumferð- arstjóra (FÍF) boðaði yfirvinnubann og þjálfunarbann í febrúar 2011 og gekk það í gildi. Þá ákváðu atvinnu- flugmenn (FÍA) hjá Icelandair að efna til yfirvinnubanns sem kom til framkvæmda í júlí 2011. Loks kom til verkfalls hjá fé- lagsmönnum Sjómannafélags Ís- lands á skipum Hafrannsóknastofn- unar sem stóð frá 28. september til 25. nóvember 2011. „Mikill fjöldi fólks á aðild að kjarasamningagerðinni víðs vegar að af landinu en ekki er haldið yfirlit um þann fjölda í óvísuðum málum. Í vísuðum málum, alls 67 að tölu, störfuðu formlega skipaðar samn- inganefndir,“ segir sáttasemjari. Í samninganefndum stéttarfélag- anna sátu alls 336 einstaklingar og í nefndum vinnuveitenda 354 ein- staklingar. Fram kemur að einkum í samninganefndum vinnuveitenda sitja sömu einstaklingar iðulega í mörgum samninganefndum. Minna er um það hjá stéttarfélögunum. Tvær tímafrekar deilur Fram kemur í ársskýrslunni að tvær deilur á síðastliðnu ári voru tímafrekari en aðrar. Önnur var deila Félags íslenskra flugumferð- arstjóra og SA/Isavía hf og hin var milli Flugfreyjufélags Íslands og SA/Icelandair. Í fyrra málinu voru haldnir 23 skráðir fundir og í hinu síðara 19 fundir. Í fyrra málinu stóðu formlegir fundir yfir í 150 klukkustundir á tímabilinu frá desember 2010 til maíloka 2011. Í síðara málinu telst fundartími alls tæpar 70 klukku- stundir en viðræður stóðu yfir frá júní og fram undir lok október 2011. „Í lok árs 2011 var staðan sú að sátt hafði náðst í öllum deilumálum sem vísað var til ríkissáttasemjara sem og þeim fjórum málum sem voru óleyst í árslok 2010.“ Flestir kjarasamningarnir sem gerðir voru renna út á árinu 2014. Ríkissáttasemjari hefur tekið saman upplýsingar um til hversu margra starfsmanna samningar hjá ríki og sveitarfélaga ná. Þannig lætur nærri að samningar sveitarfélaganna nái til um 20 þúsund ársverka starfs- fólks í þjónustu þeirra. Samið var fyrir nálægt 2⁄3 hluta starfsmanna sveitarfélaga í aðeins sex kjarasamningum en helmingur allra samninga á vettvangi sveit- arfélaganna eða alls 30 taka einungis til rúmlega 3% af mannaflanum. Þá lætur nærri að samið hafi verið við um 85% starfsmanna ríkisins í átta kjarasamn- ingum. En um helmingur allra kjarasamninga eða 18 talsins, taka aðeins til mjög fárra starfsmanna eða rúmlega 3% af heild- inni. Í 16 kjarasamningum ríkis og sveitarfélaga sem taka til fleiri en 500 árs- verka er í raun samið við tæplega 80% opinbera vinnumarkaðarins. 1.385 fundir hjá sáttasemjara  63 málum vísað til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara í fyrra og hafa aðeins einu sinni verið fleiri á sl. 30 árum  Gengið frá 192 kjarasamningum  Verkfallsaðgerðir voru boðaðar 16 sinnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Samningaár Mikið annríki var hjá ríkissáttasemjara í fyrra og 192 kjarasamningar gerðir fyrir nær allan vinnumarkaðinn sem telur um 180.000 launþega. Magnús Pétursson ríkis- sáttasemjari segir í ársskýrslu embættisins að gagnlegt gæti verið að enn meiri fagleg vinna færi fram til undirbúnings kjarasamninga, s.s. um þróun kaupmáttar launa, ástand á vinnumarkaði og afkomu og samkeppnisstöðu atvinnu- greina. „Í nálægum löndum er víða lögð mikil vinna í slíkan undirbúning. Hitt er einnig áhugavert athugunarefni, þ.e. hvernig best verður staðið að gerð kjara- samninga þegar þrír koma að málum; vinnu- veitendur, launþegar og ríkisvaldið. Síðustu samningar undirstrika mikilvægi þess að allir þrír hafi sama skilning á efni þess sem um er samið.“ Hafi sama skilning MEIRI FAGLEG VINNA Magnús Pétursson Árlegur fjöldi mála vísað til ríkissáttasemjara 1980-2011 120 100 80 60 40 20 0 19 80 19 82 19 84 19 86 19 88 19 90 19 92 19 94 19 96 19 98 20 00 20 02 20 04 20 06 20 08 20 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.