Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 9
Rekstraraðili í Reykjavík fyrir Nú líður senn að opnun BAUHAUS í Reykjavík. Við leitum því að rekstraraðila fyrir veitingastað sem verður staðsettur við inngang verslunarinnar í vesturenda hússins. Rekstraraðilinn mun sjá um að innrétta og reka staðinn þar sem leggja skal áherslu á hollustu og ferskleika. BAUHAUS leggur mikla áherslu á að viðskiptavinir sínir og starfsfólk hafi aðgang að veitingum í hæsta gæðaflokki, bæði til að neyta á staðnum og til að taka með sér. Veitingastaðurinn mun taka um 50 manns í sæti í björtu og opnu rými. Það sem við sjáum fyrir okkur er: • Rekstraraðila sem hefur langa reynslu af samsvarandi rekstri • Aðila sem er nú þegar í rekstri og er tilbúinn til að bæta við sig verkefnum • Aðila sem er jákvæður og hefur vilja til að þjónusta viðskiptavini okkar á sem bestan hátt • Húsaleiga er samningsatriði Hefur þú áhuga? Ef þú hefur vilja, löngun og getu til að vera rekstraraðili BAUHAUS „Bistró“ þá óskum við eftir umsókn frá þér á netfangið: opa.reykjavik@bauhaus.is fyrir 22. febrúar 2012. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ef virkjanir í Neðri-Þjórsár verða að veru- leika munu 81- 89% af laxastofn- inum í ánni þurrkast út en hann er stærsti villti laxastofn landsins. Þetta segir Orri Vigfús- son, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxa. Sjóðurinn skilaði inn umsögn um þrjá virkjunarkosti í neðri Þjórsá sem eiga að fara í nýtingarflokk í rammaáætlun um flokkun virkjunar- kosta og leggur til að þeir verði færðir í verndunarflokk. Orri segir að það sé mat banda- ríska líffræðingsins dr. Margaret Filardo, sem hafi rannsakað áhrif virkjana á seiði og göngufiska í ánum Columbia og Snake á vesturströnd Bandaríkjanna, að laxastofninn hnigni um allt að 89%. Þetta sé langt frá því mati Landsvirkjunar að virkj- anirnar í Þjórsá yllu aðeins 3-4% seiðaskaða hjá laxinum en fyrirtækið hefur vísað til virkjana í þessum ám sem fyrirmynd um hvernig staðið yrði að virkjunum í Þjórsá. „Þetta umhverfismat sem gert var á nokkrum vikum sumarið 2001 tek- ur ekki á neinum lausnum eða áhrif- um virkjana. Það er forkastanlegt að byggja á því,“ segir Orri um úttekt sem Veiðimálastofnun gerði á lífríki Þjórsár og sem Landsvirkjun byggir á í sínu mati. Landsvirkjun hefur sagt að gerð- ar verði ráðstafanir til að tryggja uppgöngu laxins í ánni. Sjóbirtingur gæti horfið Orri segir lítið mál að gera laxa- stiga og láta laxinn ganga upp en vandinn sé fyrst og fremst að koma seiðunum heilbrigðum niður. Seiðin þurfi að lifa í 4-5 ár áður en þau kom- ast til sjávar. Vistkerfið muni hins vegar skreppa saman um 80-90%. Þá sé hætta á að sjóbirtingsstofn árinn- ar deyi út á nokkrum árum. „Það er verið að taka flest bestu búsvæði laxins í Þjórsá og gera lón úr þeim. Þegar þú gerir stíflu í á þá hættir að vera rennsli sem framleiðir skordýr og annað. Þá skreppur sam- an þessi framleiðsla fyrir lífríkið. Þetta vita allir líffræðingar sem hafa eitthvað skoðað þetta mál,“ segir Orri. Morgunblaðið/RAX Virkjanir Deilt er um hvort þrír virkjunarkostir í neðri Þjórsá fari í nýt- ingar- eða virkjunarflokk í rammaáætlun um flokkun virkjanakosta. Virkjanir eyða laxastofninum  Vistkerfi Þjórsár gæti skroppið saman Orri Vigfússon Vilhjálmur Steingrímsson lækna- nemi hlaut í gær Nýsköpunar- verðlaun forseta Íslands fyrir áhættureikni fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Bessastöðum. Verkefni Vilhjálms gekk út á að útbúa tól sem aðstoðar við mat á hættu á hjartaáföllum til skamms tíma hjá öldruðum en slík tól eru ekki aðgengileg í Evrópu í dag. Dómnefndin taldi verkefni Vil- hjálms hafa til að bera alla þá eig- inleika sem litið er til við mat á verkefnum. Það leiddi til nýsköp- unar og hagnýtingarmöguleikar þess væru miklir. Það vekti einnig umhugsun um málefni aldraðra. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Nýsköpunarverðlaun fyrir áhættureikni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.