Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 ✝ Torben Frið-riksson fæddist í Faaborg í Dan- mörku 21. apríl 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. febrúar 2012. Foreldrar Tor- bens voru Karen Signe Cecilie Skovgaard hús- móðir, f. 27.11. 1903 í Kaupmannahöfn, d. 20.7. 1982, og Knud Frederiksen landsréttarlögmaður, f. 1.12. 1903 í Faaborg í Danmörku, d. 31.8. 1954. Bræður Torbens eru Jan Skovgaard, f. 25.5. 1931, og Claus Skovgaard, f. 12.5. 1946, d. 1.12. 1990. Torben kvæntist 6. september 1956 Margréti Björgu Þorsteinsdóttur, f. 17.10. 1930. Foreldrar Margrétar voru Katrín Jóhannsdóttir, f. 1888, d. 1941, og Þorsteinn Jónsson, f. 1884, d. 1970. Börn Torbens og Margrétar eru: 1) Steen Magn- ús, f. 1961, maki Heléne Westr- in, f. 1965. Dætur þeirra eru Ell- frá Köbmandsskolen í Kaup- mannahöfn árið 1955. Ári síðar flutti hann til Íslands með eig- inkonu sinni og lauk viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1960. Meðfram námi starf- aði Torben hjá hagdeild SÍS og síðar í tvö ár á vegum OECD í París. Hann var forstjóri Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur- borgar 1966 til 1982, þá fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna um tveggja ára skeið, en var skipaður ríkisbók- ari 1984 og gegndi því embætti fram til 1. ágúst 1994, að hann tók við stöðu sérfræðings og ráðgjafa í fjármálaráðuneytinu. Torben vann að ýmsum félags- málum, sat m.a. í stjórn Dansk- íslenska félagsins í Reykjavík í átta ár, þar af sem formaður í fjögur. Þá sat hann í stjórn Fé- lags forstöðumanna ríkisstofn- ana og í stjórn Stjórnsýslu- sambands Íslands og var þar formaður um tíma. Hann vann í þágu Rauða krossins um ára- tuga skeið og átti m.a. lengi sæti í stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ. Útför Torbens verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 15. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. en, f. 1998, og Agnes, f. 2002. Börn Steens Magn- úsar og Maríu Ólafsdóttur eru Einar Búi, f. 1986, og Una Björg, f. 1990. 2) Hanna Katrín, f. 1964, maki Ragnhildur Sverrisdóttir, f. 1960. Dætur þeirra eru Elísabet, f. 2001, og Margrét, f. 2001. 3) Knútur Þór, f. 1968, maki Hanna Kristín Pétursdóttir, f. 1965. Börn Knúts Þórs og Evu Sifjar Heimisdóttur eru Alma Karen, f. 1996, og Daníel Þór, f. 1997. Sonur Knúts Þórs og Steinunnar Sigurðardóttur er Sigurður Karl, f. 2006. Dætur Hönnu Kristínar eru Snædís, f. 1989, Hildur, f. 1990, og Steinunn, f. 1993. Torben ólst upp í Faaborg á Fjóni. Hann lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum í Svend- borg árið 1952 og versl- unarskólaprófi og prófi í sjórétti Torben Friðriksson var lífs- glaður maður, með óbilandi áhuga á samfélagi sínu og umhverfi öllu. Þar skipti engu hvort hann var að stúdera nýjustu myndavélina sína, velta fyrir sér hvernig hægt væri að létta skuldabyrði heimil- anna eða rökræða um valdatíma þjóðarleiðtoga í fjarlægari lönd- um; allt nálgaðist hann af sama ákafanum. Hann sökkti sér ofan í íslensk blöð af öllu tagi, en beið um leið með óþreyju eftir News- week og National Geographic. Tengdafaðir minn flutti til Ís- lands frá Danmörku árið 1956, að- eins 22 ára gamall. Enginn vafi er að fyrstu árin tóku á; hann kunni enga íslensku þegar hann kom til landsins en var ákveðinn í að bæta við menntun sína. Viðskiptafræði við Háskóla Íslands varð fyrir val- inu, enda námsefnið á dönsku og hinum unga Dana leyft að skila lokaritgerð sinni á móðurmálinu. Smám saman náði hinn ágæti námsmaður slíkum tökum á ís- lenskunni að stóð honum aldrei fyrir þrifum í starfi. Hann lét það heldur ekkert á sig fá þegar þess var krafist að Torben hinn danski Frederiksen tæki upp íslenskt nafn, skráði sig snarlega Friðrik Torben Friðriksson og hló mikið að staðfestingarplagginu sem var undirritað af eintómum Möller- um, Briemum og Thoroddsenum í íslenskri embættismannastétt. Rölti svo á Hagstofu og felldi Friðriks-nafnið niður, sem enginn gat bannað hinum íslenska ríkis- borgara. Þrátt fyrir hartnær sex ára- tuga búsetu á Íslandi virtist Tor- ben á einhvern hátt gerður fyrir suðlægari slóðir. Hann vissi ekk- ert betra en að njóta sólar og ferðalög um heitari lönd voru hon- um beinlínis nauðsyn. Þetta var strákurinn sem hljóp léttklæddur um danskar sveitir og eyddi heilu dögunum á lítilli seglskútu með bræðrum sínum tveimur. Strák- urinn sem veiddi spriklandi ál í síki á fallegum sumardögum. Stríðni strákurinn sem lék sér að því að gera grikk þýsku hermönn- unum er ruðst höfðu inn í land hans. Strákurinn sem sneið falleg segl á litlu seglskútuna sína úr fallhlífarsilkinu sem hann fann úti á akri. Á löngum tíma trosna stundum bönd sem tengja brottfluttan við fjarlæga ættingja. Þeim mun meiri var gleði Torbens sl. sumar þegar eldri bróðir hans kom í heimsókn til Íslands ásamt konu og tveimur sonum. Þeir bræður sátu löngum stundum og rifjuðu upp öll strákapörin í Svendborg. Þá fengum við, fjölskyldan heima á Íslandi, endanlega staðfestingu á því að Torben hafði verið glað- sinna og uppátækjasamur frá unga aldri. Ísland var fyrir löngu orðið landið hans Torbens og hann sá sannarlega aldrei ástæðu til að kvarta undan vistaskiptunum. Hann var jafnspenntur fyrir ferðalagi um Vestfirði og Tyrk- land. Hann hlakkaði alltaf til næsta skrefs, sama hvert það var. Þessi ungi maður, sem kom hing- að kátur á dönsku blankuskónum sínum á hryssingslegum febr- úardegi árið 1956, eignaðist glað- ur sína fjölskyldu, var stoltur fað- ir, skemmtilegur og fjörugur afi, dyttaði endalaust að húsi, garði – og fólkinu sínu. Að leiðarlokum þakka ég hlýja og trausta vináttu Torbens Frið- rikssonar. Hann var dóttur sinni besti faðir og dætrum okkar Hönnu Katrínar dýrmætur afi. Ragnhildur Sverrisdóttir. Afi okkar var skemmtilegur og fyndinn prakkari. Þegar við vor- um 8-9 ára biðu hann og amma oft heima hjá okkur eftir skóla og hugsuðu um okkur. Þau gáfu okk- ur að drekka og stundum líka öll- um vinkonum okkar. Þegar við vorum orðnar tíu ára þá kom afi oft og sótti okkur eftir skóla og við fórum heim til hans og ömmu. Við brölluðum margt heima hjá þeim. Við kenndum ömmu og afa að spila núllu og við spiluðum langt fram á kvöld með súkkulaði í skál. Stundum sátum við bara öll fjög- ur og lásum. Stundum gistum við líka hjá þeim. Þá eldaði hann uppáhaldsmatinn okkar, sem við fengum bara hjá þeim. Og við fengum alltaf ís í eftirrétt. Alltaf. Við systur eigum svipaða mynd af afa í huganum. Hann er í inni- skónum sínum, nýbúinn að segja eitthvað fyndið og brosir breitt til okkar. Núna sjáum við afa fyrir okkur uppi í himnaríki að borða súkku- laði og kenna hinum englunum núllu. Elísabet og Margrét. Elsku afi okkar, það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki hérna lengur. Að þú takir aldrei aftur á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Að heyra þig ekki söngla „Hvar er Alman mín?“ Að hjálpa þér ekki oftar með fiskana þína. Að sjá þig aldrei aftur grilla í góða veðrinu á pall- inum. Að hafa þig ekki með að tína rifsber í garðinum á haustin. Að sjá þig aldrei aftur stússa í garðinum. Að heyra þig aldrei aft- ur kalla „Dannyboy“. Að heyra þig aldrei aftur segja okkur sögur inni í skrifstofuherbergi. Að horfa aldrei aftur á Spaugstofuna með þér. Að fá aldrei aftur afaknús. Þú varst alltaf svo glaður, já- kvæður og fyndinn. Þú elskaðir lífið og tókst á móti hverjum nýj- um degi brosandi. Það er svo skrítið að það skuli bara vera fimm ár síðan þú varst að stinga þér af brúnni við sundlaugina á Krít, 72 ára gamall og þú varst langflottastur. Svo ertu bara farinn, það gerð- ist allt svo hratt. Við söknum þín endalaust og hugsum til þín á hverjum degi. Það verður erfitt að halda fiska- búrinu þínu jafn hreinu og fínu og þú gerðir, en við skulum reyna okkar besta. Þín afabörn, Alma Karen og Daníel Þór. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum í dag Torben Friðriksson, „Torben hennar Möggu“, eins og við kölluðum hann ávallt. Torben var fæddur í Dan- mörku, en fluttist til Íslands með eiginkonu sinni Margréti Björgu, sem hann kynntist þegar hún var þar við nám. Torben var afskaplega ljúfur og elskulegur maður, kurteis og fágaður. Hafði næma kímnigáfu eins og títt er um Dani og ein- staklega ljúfan og skemmtilegan húmor. Frásagnir hans eru eftir- minnilegar, litaðar næmu skop- skyni og góðri frásagnargáfu. Torben var mjög barngóður og átti auðvelt með að bregða á leik, sem var nú aldeilis vinsælt hjá börnunum í fjölskyldunni. Frá samverustundum með fjöl- skyldunni eigum við margar góð- ar minningar, sem ljúft er að minnast þegar komið er að kveðjustund, sem bar svo brátt að. Torben og Magga voru höfð- ingjar heim að sækja. Heimili þeirra í Gilsárstekk, sem Torben byggði með eigin höndum, ber smekkvísi þeirra og fegurðar- skyni fagurt vitni. Dætur okkar Þorsteins, þær Katrín Sigríður og Jórunn María, halda mikið upp á Möggu afasyst- ur sína og Torben var líka í miklu uppáhaldi. Á milli Torbens og Jórunnar Maríu ríkti sérstakt samband gagnkvæmrar væntum- þykju, sem ekki verður með orð- um lýst. Gaman er að rifja upp ættar- mót Ennisættarinnar í Ólafsvík og á sunnanverðu Snæfellsnesi sumarið 2009. Snæfellsnesið skartaði sínu fegursta á Jóns- messunni. Logn og blíða, sumar- sól, já lánið lék við okkur. Við nut- um við þess að ferðast og gleðjast saman, rifja upp sögu ættarinnar og heiðra minningu látinna for- feðra. Ferð um Ólafsvík og síðar samvera á Löngufjörum er ógleymanleg. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi, baðströndin hafði mikið aðdráttarafl, síðan var það grillið, fótbolti og spjall, því mað- ur er nú alltaf manns gaman. Daginn eftir hittum við Þorsteinn og stelpurnar þau Möggu og Tor- ben í Stykkishólmi og áttum með þeim yndislega samverustund í dásamlegu veðri. Magga og Torben höfðu yndi af ferðalögum og kunnu að njóta lífs- ins. Þau hjónin voru mjög sam- rýnd, samhent og góðir félagar, verðugar fyrirmyndir. Torben og Magga eiga miklu barnaláni að fagna og bera þau systkinin Maggi, Kata og Knútur foreldrum sínum fagurt vitni. Þau voru vakin og sofin yfir velferð foreldra sinna í veikindum föður síns og standa nú þétt við hlið móður sinnar á þessum erfiðu tímum. Þegar við Þorsteinn og stelp- urnar heimsóttum Torben á spít- alann á milli jóla- og nýárs, hvarfl- aði ekki að okkur að svo stutt væri í kveðjustund. Þar lék Torben að vanda á als oddi og sló á létta strengi eins og honum einum var lagið. Nú er Torben lagður af stað í það ferðalag sem bíður okkar allra. Að leiðarlokum er okkur Þor- steini og dætrum okkar efst í huga þakklæti fyrir einstaklega góða viðkynningu og samveru sem var okkur fjölskyldunni ómetanleg. Við biðjum góðan Guð um að styrkja þig, elsku Magga mín, ykkur elskulegu systkini, Magga, Kötu, Knút, og ykkar yndislegu fjölskyldur á þessum erfiðu tím- um. Við höfum hugfast orð þín, Magga mín: „Góðar minningar lifa.“ Halla Bachmann Ólafsdóttir. Animus tamen omnia vincit. Ille etiam vires corpus habere facit. Svo kvað latneska skáldið Ovi- dius, fjarri sínum ástkæru heim- kynnum: „Djörfung ber sigur í öllum meinum. Hún gefur jafnvel líkamanum styrk.“ Torben Frið- riksson fluttist, ungur mennta- maður, til Íslands frá Danmörku og helgaði síðan þessu landi alla starfskrafta sína og umhyggju. Hann kynntist í Danmörku list- elskri, gáfaðri íslenzkri stúlku, sem þar var við kennaranám, og örlög hans voru ráðin. Þau Mar- grét og Torben eignuðust þrjú mannvænleg börn, sem öll hafa orðið mikilsvirtir borgarar á þessu landi. Ég þekkti Torben best á fyrstu árum hans á Íslandi. Að loknu háskólanámi hafði hon- um hlotnazt tækifæri til þess að vera tvö ár fulltrúi Íslands hjá OECD í París. Þetta var tími mik- illa umskipta á Íslandi og á meg- inlandi Evrópu. Það altók hug hans að vinna að þeim endurbót- um, sem hann óskaði sínu nýja föðurlandi til handa. Eftir það skildi okkur að, haf og hauður, um marga áratugi. Ég vil því eftirláta öðrum að ræða öll þau miklu ábyrgðarstörf, sem hann vann í þágu þjóðarinnar. Torben var annt um málstað þessa lands. Sennilega hefur hon- um þó á stundum ofboðið ofur- kapp og biturleiki hinna nýju heimkynna. Hugurinn hefur leit- að til ævintýraljóma og yndis- þokka hans gamla lands. Í ferskri bjartsýni, göfuglyndi og virðingu fyrir mannlegu lífi átti hann sam- leið með einum frægasta landa sínum, Niels Bohr, sem oft hafði við hönd eftirtalda sögu: Þrír heimspekingar komu saman til drykkju á ediki, kínversku tákni lífsandans. Fyrsta sopann fékk Konfúsíus, sem sagði: „Það er súrt.“ Næstur drakk Búdda og sagði: „Það er beizkt.“ Síðastur drakk Lao-tze og sagði: „Það er ferskt.“ Megi Guð styrkja Margréti föðursystur mína, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn, í sorg þeirra. Torbens er saknað báðum megin hafsins. Megi hið eilífa ljós lýsa honum. Ketill Ingólfsson. Ef ég ætti að lýsa Torben í tveimur orðum myndi ég lýsa honum sem elskulegum og góðum manni. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn ef maður var í návist hans. Hann var alltaf svo kátur og meira að segja þegar við heim- sóttum hann á spítalann á milli jóla og nýárs var hann hinn hress- asti og því var brátt fráfall hans erfitt að takast á við og er það ennþá. Ég á margar minningar um Torben og þær munu alltaf lifa. Minning Torbens mun alltaf lifa því að hann snerti svo mjög hjörtu. Við Torben áttum sterk tengsl sem ekki er hægt að rjúfa. Þau eru enn til staðar og munu alltaf vera. Þrátt fyrir það að hann sé núna hjá Guði veit ég að hann er alltaf nálægur. Mér líður vel við tilhugsunina um að hann sé núna í himnaríki að segja ömmu minni og afa eina af skemmtilegu sög- unum sínum sem við þekkjum öll svo vel. Mér líður vel, því að ég veit að honum líður vel. Ég sofna með bros á vör í kvöld þegar ég lít yfir á náttborðið mitt sem prýðir mynd af okkur saman á góðum sumardegi. Torben, þín er sárt saknað. Þín Jórunn María. Torben hitti ég fyrst fyrir tæp- um 40 árum á skrifstofu Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur- borgar. Virðulegt fas hans og framkoma virkaði á mig, ungan manninn, alúðlegt og traustvekj- andi. Allt stóðst það í þessum fyrstu samskiptum okkar. En raunveruleg kynni okkar hófust hins vegar árið 1986, þegar Félag forstöðumanna ríkisstofnana var stofnað, en Torben var meðal stofnfélaganna 80. Eftir starfs- tímabil fyrstu stjórnar félagsins leituðum við eftir nýju fólki til stjórnarstarfa, og þá hafði Torben verið ríkisbókari í nokkur ár. Ég mundi góð samskipti okkar fyrr, og hvernig hann hafði komið mér fyrir sjónir þá. Úr varð að starfs- árin 1988 til 1989 settist Torben í varastjórn þessa unga félags, og var síðan í aðalstjórn þess í fimm ár, frá 1989 til 1994. Stjórnarfund- irnir voru því allnokkrir sem við sátum saman og þá eins og ætíð síðan munaði um framlag hans, hvar sem hann kom að málum. Torben bjó yfir víðtækri reynslu, hafði m.a. starfað hjá OECD í París, tekið þátt í störfum nor- rænna stjórnsýslusamtaka og í ýmsum öðrum félagsmálum. Þessi þekking hans á margvísleg- um viðfangsefnum var okkur meðstjórnendum hans því mikils virði. Auk alls þessa var Torben skemmtilegur félagi, glaðbeittur ef við átti en mjög ákveðinn þegar mikilsverð mál voru til umræðu, en þau voru sannarlega mörg á þessum árum. Við vorum að hasla okkur völl sem tiltölulega ný sam- tök, og stjórnarfundir einkennd- ust af mikilli eindrægni. Þegar nokkrir fyrrverandi for- stöðumenn ríkisstofnana ákváðu fyrir nokkrum árum að endurnýja gömul kynni og hittast reglulega tók Torben þátt í þeim samveru- stundum af lífi og sál. Hinstu kveðju fengum við frá honum í tölvupósti hinn 2. janúar sl., með niðurlagsorðunum: „Með bestu kveðjum og ósk um velferð og heilbrigði ykkur til handa.“ Ég vissi ekki þá að þessi trausti sam- herji okkar væri orðinn alvarlega veikur. Ávallt lagði Torben Friðriks- son gott til sérhvers máls, og fyrir það ber að þakka. Eiginkonu og fjölskyldu hans sendi ég hug- heilar samhryggðarkveðjur. Í mínum huga er bjart yfir minn- ingu góðs drengs. Óli H. Þórðarson. Torben Friðriksson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI GUÐMUNDSSON, Grænumörk 5, Selfossi, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 10. febrúar. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugar- daginn 18. febrúar kl. 11.00. Guðmundur Árnason, Bárður Árnason, Aðalbjörg Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÍRIS JÓNSDÓTTIR, Arnartanga 35, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 11. febrúar. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Kristján Þór Valdimarsson, Hrafnhildur Gísladóttir, Ósk Kristjánsdóttir, Lúðvík Aron Kristjánsson, Lis Ruth Klörudóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur sonur, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, PÁLL ARNAR GEORGSSON, fæddur 4. mars 1958, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnu- daginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 18. febrúar kl. 11.00. Georg Stanley Aðalsteinsson, Reynir H. Pálsson, Arndís Pálsdóttir, Hörður Pálsson, Helgi Heiðar Georgsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.