Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 46. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sláandi myndir af hótelherbergi 2. Búið að leysa gátuna? 3. Mamma, ég er lesbía 4. Fékk strax starfstilboð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Suspect B úr Breakbeat kemur til með að þeyta skífum ásamt Wasabi sem mun spila allt frá hipphoppi til house- og bassamúsíkur á Fimmtu- dagsforleik Hins Hússins í Pósthús- stræti á fimmtudaginn kemur. Breakbeat í Hinu Húsinu á fimmtudaginn  Franska dag- blaðið Marie Claire mun verða með hálfsíðu um- fjöllun um rithöf- undinn Auði Övu Ólafsdóttur á bókmenntasíðu sinni í marshefti blaðsins. Það er ekki oft sem íslenskur rithöfundur kemst á síður franskra tískublaða og ætti umfjöllunin að hjálpa Auði að marka sér nafn í Frakklandi. Auður Ava á síðum blaðsins Marie Claire  Prinspóló verður með tónleika á Faktorý á fimmtudagskvöldið. Hljóm- sveitin er að fara í tónleikaferð til Nor- egs, Sviss og Belgíu fljót- lega og því fer hver að verða síðastur að sjá sveitina á tón- leikum á Íslandi í bili. Loji mun hita upp fyrir sveitina með söng sínum og einstökum gamanmálum sem slá alltaf í gegn. Prinspóló á þeysireið mikilli um Evrópu Á fimmtudag Suðvestan 10-15 m/s með éljum en 5-13 m/s og bjartviðri NA-til. Frost víða 0 til 5 stig. Á föstudag Suðvestlæg átt og él, en gengur í hvassa norðaustan- átt með snjókomu fyrir norðan síðdegis og rofar til sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða slydda V-til fyrst, þurrt að kalla síðdegis en hvessir með éljum seint í dag. Hiti 3 til 10 stig. VEÐUR Rut Jónsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik, hef- ur samið á ný við danska toppliðið Team Tvis Hol- stebro til tveggja ára. „Þetta var besti kosturinn og ég sé ekki ástæðu til að fara frá liðinu,“ segir Rut í viðtali við Morgun- blaðið en hún er komin með liði sínu í átta liða úr- slit í Evrópukeppni og á fyrir höndum leiki gegn rússnesku liði. »1 Danirnir sömdu á ný við Rut Knattspyrnumaðurinn Steven Lenn- on sér alls ekki eftir því að hafa yfir- gefið Bretlandseyjar og gengið til liðs við Fram í fyrrasumar. Hann er hrifinn af landi og þjóð, kveðst njóta þess að spila fótbolta á Íslandi, en hann hafi aldrei áður skorað fimm mörk í leik eins og hann gerði gegn Ís- lands- og bikar- meisturum KR í fyrra- kvöld. »2-3 Lennon nýtur þess að spila fótbolta á Íslandi Lionel Messi var einu sinni sem oftar í aðalhlutverki þegar Evrópumeist- arar Barcelona í knattspyrnu karla unnu Leverkusen, 3:1, í Þýskalandi í gærkvöldi í fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir meistarana sem standa vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fram fer á heimavelli. »3 Messi í aðalhlutverki hjá Barcelona ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verk er að vinna í Kópavogskirkju þar sem brýn þörf er á að einangra kirkjuna, sem á 50 ára vígsluafmæli í lok ársins. Ýmislegt er á döfinni til að afla fjár vegna þessa verkefnis en nú um mánaðamótin verður haldinn há- tíðarkvöldverður fyrir um hundrað velunnara kirkjunnar. Matseðillinn er forvitnilegur, en þarf kannski ekki að koma á óvart því hann er sóttur í Biblíuna, og kennir þar margra spennandi grasa. Nefna má dúfur, geitur og gráendur, fasana og fjöl- breytt fiskmeti, kindakjöt og kjúkling og úrval kryddtegunda. Hugmyndin að þessari tilbreytingu kviknaði í spjalli séra Sigurðar Arn- arsonar, sóknarprests í Kópavogs- kirkju, og Baldurs Sæmundssonar, fagstjóra í Hótel- og matvælaskól- anum í Menntaskólanum í Kópavogi. Verkefnið vatt upp á sig og meðal þeirra sem einnig koma að því má nefna Ragnar Wessman, Guðmund Guðmundsson og fleiri kennara í skólanum, um 40 nemendur í mat- reiðslu, Ástu Ágústsdóttur djákna og sóknarnefnd Kópavogskirkju. Andinn kom yfir þá „Það má segja að í þessu spjalli okkar Baldurs hafi andinn komið yfir okkur og þegar grannt er skoðað er víða minnst á mat og drykki í Biblí- unni,“ segir Sigurður. „Samstarfið við skólann hefur verið einstakt, en nem- endur hafa kynnt sér matarmenningu frá þessu tímabili. Við höfum víða leit- að fanga og tekist að halda hráefnis- kostnaði í lágmarki, auk þess sem þeir sem fram koma fá ekki greitt. Boðið verður upp á tónlistaratriði, en meðal annars mætir Matthías V. Baldursson með stóran hluta af sín- um fjölmenna og fína Vocal Project- kór. Sannarlega höfum við fundið fyr- ir góðum hug í garð kirkjunnar, sem hefur verið gífurlegt átak að byggja á sínum tíma fyrir ekki stórt samfélag.“ Sigurður segir að lengi hafi verið vandamál að Kópavogskirkja er ekki einangruð og margir hafi kvartað yfir kulda í henni. Hann segist hafa heyrt að á sínum tíma hafi verið til umræðu að setja kopar utan á hana til ein- angrunar. Það hefði hins vegar breytt ásýnd kirkjunnar mikið, sem ekki sé aðeins eitt helsta tákn Kópavogs heldur kennileiti mjög víða á höfuð- borgarsvæðinu. „Það er til skoðunar hvernig best verður staðið að því að einangra hana, en það er flókið,“ segir Sigurður. „Ein lausnin er að setja klæðningu utan á hana og hún þyrfti að vera nokkrir sentimetrar á þykkt. Þá þyrfti meðal annars að gæta vel að dýpt á steindum gluggum listakon- unnar Gerðar Helgadóttur sem prýða kirkjuna og setja mikinn svip á hana.“ MGrúskað í matarfræðum »14 Biblíumatur til einangrunar  Forvitnilegir og fjölbreyttir réttir á matseðlinum Morgunblaði/RAX Samstarf kirkjunnar og skólans Þau koma að undirbúningi kvöldverðarins, frá vinstri Baldur Sæmundsson, Guð- mundur Guðmundsson, Ásta Ágústsdóttir djákni, Ragnar Wessman, Sigmar Pétursson og séra Sigurður Arnarson. Kópavogskirkja var reist á árunum 1958- 1962 eftir teikn- ingum frá embætti húsameistara ríkis- ins sem Hörður Bjarnason veitti for- stöðu. Ragnar Emils- son, arkitekt hjá embættinu, vann ásamt húsameist- ara mikið að teikningu kirkjunnar. Grunnur hennar var helgaður hinn 16. ágúst 1958 og hornsteinn lagð- ur ári síðar. Kirkjan var vígð 16. des- ember 1962 af dr. Sigurbirni Einars- syni þáverandi biskupi. Séra Gunnar Árna- son þjónaði í Kópa- vogi frá árinu 1952 og var prestur við kirkj- una frá 1962-71. Sóknarprestar Kársnesprestakalls hafa verið Árni Pálsson 1971-90, Ægir Fr. Sigurgeirsson 1990-2009 og Sigurður Arnarson frá 2009. Þá þjónaði Þorbergur Kristjánsson við kirkjuna 1971-1994 sem sóknar- prestur Digranesprestakalls. Fáir sóknarprestar á Kársnesi HÁLF ÖLD FRÁ VÍGSLUAFMÆLI KÓPAVOGSKIRKJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.