Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Page 56

Fréttatíminn - 27.02.2015, Page 56
S iggi Hall hringdi í mig og bað mig um að koma heim og taka þátt í Food & Fun,“ segir Atli Már, en hann lærði hjá honum á sín- um tíma. „Það er alltaf gaman að koma heim og sérstaklega þegar svona skemmtileg hátíð er í gangi.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Atli Már tekur þátt í að hanna matseðil fyrir Food & Fun, en hann hefur áður starfað sem kokkur á hátíðinni. Hann hefur verið búsettur í Osló frá árinu 2007 og starfaði fyrst um sinn hjá veitingastaðnum Bagatelle sem var á þeim tíma talin einn sá besti í Skandinavíu og sá eini með tvær Mic- helin stjörnur í Noregi. Eftir glæsileg ár hjá Bagatelle flutti hann sig um set til Restaurant Victor sem aðstoðar- kokkur og í framhaldi ferðaðist hann í ár um Asíu til að fanga asíska matar- gerð. Árið 2013 opnaði Atli Már svo Pjoltergeist ásamt samstarfsfélögum sínum og er Pjoltergeist orðinn einn sá vinsælasti í Osló og sá staður sem kokkar Michelin veitingahúsa koma og snæða á sínum frídögum. Íslenskt hráefni með austur- lenskum blæ Atli Már hefur sett saman sérstak- an Food & Fun matseðil sem boðið verður upp á Nauthól á meðan há- tíðin stendur yfir. Íslenskt hráefni einkennir matseðilinn en einnig er að finna ýmis austurlensk áhrif, svo sem kóreskan grillmat og kimchi. „Ég hef verið að bjóða upp á íslensk ígulker í Noregi og þau verða hluti af matseðlinum um helgina,“ segir Atli Már. Aðspurður um hvort margt sé líkt með norskri og íslenskri matar- gerð segir Atli Már að svo sé að mörgu leyti. „Veitingastaðirnir í Osló eru lík- lega í hærri gæðaflokki, þar eru til að mynda nokkrir staðir sem hafa Mic- helin stjörnur. Munurinn er hins vegar sá að á Íslandi er alltaf hægt að fá góð- an mat, hvert sem maður fer, en það er ekki raunin úti.“ Hann segir jafn- framt að mikil gróska hér á landi sem sé ákaflega gaman að fylgjast með. Nauthóll fagnar fimm ára afmæli Ari Sylvain Posocco er yfirmatreiðslu- maður á Nauthól. Hann hefur starfað þar í fjögur ár, en staðurinn fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. „Þátttaka okkar í Food & Fun er því í raun hluti af afmælisdagskránni okkar, en Nauthóll hefur til að mynda boðið upp á sérstakan afmælismatseðil í febrúar.“ Food & Fun matseðillinn er frábrugðinn hinum hefðbundna mat- seðli þegar kemur að framleiðslu. „Þegar ég fer út að borða vil ég helst fá allan matinn framreiddan í einu svo all- ir við borðið geti deilt matnum. Þann- ig skapast meira líf og fjör í kringum borðhaldið,“ segir Ari, en sá háttur verður hafður á að hluta til um helgina. Food & Fun hátíðin stendur yfir dag- ana 25. febrúar - 1. mars og mun Naut- hóll bjóða upp á Food & Fun matseðil fram á laugardag. Bókanir fara fram í síma 599-6660 eða á nautholl@naut- holl.is Unnið í samstarfi við Nauthól 56 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Food & fun matseðill Lystauki Íslenskt ígulker, fen- nika og kál Forréttir Saltfiskbollur „Tako- yaki“, harðfiskur, og íslensk söl, fersk vor- rúlla, linskelskrabbi, lárpera og löjrom. Milliréttur Þorskur, grænkál, fáfnisgrassósa og nautabeinmergur. Aðalréttur Kóreskt BBQ með íslensku grísakjöti frá Ormsstöðum, chili majónes, kimchi, kasjúhnetur og salat. Eftirréttur Engiferjógúrtís, saltkaramella, epli og heslihnetukex. Verð: 8.500 kr. Vínpörun Með forrétti Domaine Tabordet Pouilly Fumé Sauvignon Blanc, Loire, Frakkland Með millirétti Réne Muré Signature Pinot Noir, Alsace, Frakkland Með aðalrétti Chocolate Block Syrah, Cabernet Sau- vignon, Grenache, Suður-Afríka Með eftirrétti Tosti Asti Moscato Spumante Piemonte, Ítalía Verð: 7.500 kr. Food & fun vínseðill Freyðivín Faustino Cava Brut 1.390 kr. / 6.900 kr. Hvítvín Robertson Char- donnay 1.190 kr. / 5.900 kr. Domaine Taborted Puilly Fume 9.490 kr. Rauðvín Villa Lucia Chianti Reserva 1.190 kr. / 5.900 kr. Réne Muré Signature Pinot Noir 8.490 kr. Eftirréttavín Tosti Asti Moscato Spumante 1.050 kr. / 4.990 kr. Líf og fjör á Nauthól í tilefni Food & Fun Matarhátíðin Food & Fun stendur yfir fram á sunnudag og er Nauthóll stoltur þátttakandi í ár. Í tilefni hátíðarinnar verður Atli Már Yngvason, yfirkokkur og meðeigandi veitingastaðarins Pjoltergeist í Osló, sérstakur gestakokkur, en staðurinn er talinn vera einn sá heitasti í Noregi í dag. Yfirkokkarnir Ari Sylvain Posocco og Atli Már Yngvason matreiða öðruvísi og skemmtilegan mat ofan í gesti Nauthóls um helgina í tilefni Food & Fun. Mynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.