Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 27.02.2015, Qupperneq 56
S iggi Hall hringdi í mig og bað mig um að koma heim og taka þátt í Food & Fun,“ segir Atli Már, en hann lærði hjá honum á sín- um tíma. „Það er alltaf gaman að koma heim og sérstaklega þegar svona skemmtileg hátíð er í gangi.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Atli Már tekur þátt í að hanna matseðil fyrir Food & Fun, en hann hefur áður starfað sem kokkur á hátíðinni. Hann hefur verið búsettur í Osló frá árinu 2007 og starfaði fyrst um sinn hjá veitingastaðnum Bagatelle sem var á þeim tíma talin einn sá besti í Skandinavíu og sá eini með tvær Mic- helin stjörnur í Noregi. Eftir glæsileg ár hjá Bagatelle flutti hann sig um set til Restaurant Victor sem aðstoðar- kokkur og í framhaldi ferðaðist hann í ár um Asíu til að fanga asíska matar- gerð. Árið 2013 opnaði Atli Már svo Pjoltergeist ásamt samstarfsfélögum sínum og er Pjoltergeist orðinn einn sá vinsælasti í Osló og sá staður sem kokkar Michelin veitingahúsa koma og snæða á sínum frídögum. Íslenskt hráefni með austur- lenskum blæ Atli Már hefur sett saman sérstak- an Food & Fun matseðil sem boðið verður upp á Nauthól á meðan há- tíðin stendur yfir. Íslenskt hráefni einkennir matseðilinn en einnig er að finna ýmis austurlensk áhrif, svo sem kóreskan grillmat og kimchi. „Ég hef verið að bjóða upp á íslensk ígulker í Noregi og þau verða hluti af matseðlinum um helgina,“ segir Atli Már. Aðspurður um hvort margt sé líkt með norskri og íslenskri matar- gerð segir Atli Már að svo sé að mörgu leyti. „Veitingastaðirnir í Osló eru lík- lega í hærri gæðaflokki, þar eru til að mynda nokkrir staðir sem hafa Mic- helin stjörnur. Munurinn er hins vegar sá að á Íslandi er alltaf hægt að fá góð- an mat, hvert sem maður fer, en það er ekki raunin úti.“ Hann segir jafn- framt að mikil gróska hér á landi sem sé ákaflega gaman að fylgjast með. Nauthóll fagnar fimm ára afmæli Ari Sylvain Posocco er yfirmatreiðslu- maður á Nauthól. Hann hefur starfað þar í fjögur ár, en staðurinn fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. „Þátttaka okkar í Food & Fun er því í raun hluti af afmælisdagskránni okkar, en Nauthóll hefur til að mynda boðið upp á sérstakan afmælismatseðil í febrúar.“ Food & Fun matseðillinn er frábrugðinn hinum hefðbundna mat- seðli þegar kemur að framleiðslu. „Þegar ég fer út að borða vil ég helst fá allan matinn framreiddan í einu svo all- ir við borðið geti deilt matnum. Þann- ig skapast meira líf og fjör í kringum borðhaldið,“ segir Ari, en sá háttur verður hafður á að hluta til um helgina. Food & Fun hátíðin stendur yfir dag- ana 25. febrúar - 1. mars og mun Naut- hóll bjóða upp á Food & Fun matseðil fram á laugardag. Bókanir fara fram í síma 599-6660 eða á nautholl@naut- holl.is Unnið í samstarfi við Nauthól 56 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Food & fun matseðill Lystauki Íslenskt ígulker, fen- nika og kál Forréttir Saltfiskbollur „Tako- yaki“, harðfiskur, og íslensk söl, fersk vor- rúlla, linskelskrabbi, lárpera og löjrom. Milliréttur Þorskur, grænkál, fáfnisgrassósa og nautabeinmergur. Aðalréttur Kóreskt BBQ með íslensku grísakjöti frá Ormsstöðum, chili majónes, kimchi, kasjúhnetur og salat. Eftirréttur Engiferjógúrtís, saltkaramella, epli og heslihnetukex. Verð: 8.500 kr. Vínpörun Með forrétti Domaine Tabordet Pouilly Fumé Sauvignon Blanc, Loire, Frakkland Með millirétti Réne Muré Signature Pinot Noir, Alsace, Frakkland Með aðalrétti Chocolate Block Syrah, Cabernet Sau- vignon, Grenache, Suður-Afríka Með eftirrétti Tosti Asti Moscato Spumante Piemonte, Ítalía Verð: 7.500 kr. Food & fun vínseðill Freyðivín Faustino Cava Brut 1.390 kr. / 6.900 kr. Hvítvín Robertson Char- donnay 1.190 kr. / 5.900 kr. Domaine Taborted Puilly Fume 9.490 kr. Rauðvín Villa Lucia Chianti Reserva 1.190 kr. / 5.900 kr. Réne Muré Signature Pinot Noir 8.490 kr. Eftirréttavín Tosti Asti Moscato Spumante 1.050 kr. / 4.990 kr. Líf og fjör á Nauthól í tilefni Food & Fun Matarhátíðin Food & Fun stendur yfir fram á sunnudag og er Nauthóll stoltur þátttakandi í ár. Í tilefni hátíðarinnar verður Atli Már Yngvason, yfirkokkur og meðeigandi veitingastaðarins Pjoltergeist í Osló, sérstakur gestakokkur, en staðurinn er talinn vera einn sá heitasti í Noregi í dag. Yfirkokkarnir Ari Sylvain Posocco og Atli Már Yngvason matreiða öðruvísi og skemmtilegan mat ofan í gesti Nauthóls um helgina í tilefni Food & Fun. Mynd/Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.