Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 27.02.2015, Qupperneq 68
 Í takt við tÍmann Gyða Dröfn SveinbjörnSDóttir Fylgist vel með ævintýrum Kardashian-fjölskyldunnar Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir er 23 ára Akureyrarmær sem flutti til Reykjavíkur í haust og leggur stund á nám í sálfræði með áherslu á markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Gyða Dröfn er fyrrum Íslandsmeistari í módelfitness og heldur úti vinsælu bloggi á gydadrofn.com. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er kvenlegur og klass- ískur. Ég er yfirleitt í leggings eða sokka- buxum og fínum skyrtum og kápum. Mér finnst lang skemmtilegast að kaupa mér yfirhafnir og hælaskó – en það tengist því kannski að ég er 1,56 á hæð. Fötin kaupi ég mest í útlöndum í H&M og Zöru en hér heima í Zöru og Vero Moda. Hugbúnaður Ég er mjög dugleg að fara í ræktina þó það sé orðið langt síðan ég keppti síðast í módelfitness. Ég æfi í World Class og fer líka í jóga og hot jóga. Ég fer mikið á kaffihús. Ætli Te & kaffi sé ekki stærsti útgjaldaliðurinn í heimilisbókhaldinu, ég er fastagestur þar. Ég fer stundum á djammið. Ekkert um hverja helgi en alveg af og til. Mér finnst mjög gaman að fara á viðburði og skemmtilega tónleika en ef ég fer bara niður í bæ þá fer ég oftast á Austur og b5. Ég horfi mjög mikið á sjón- varpsþætti og er búin með endalaust mik- ið af seríum. Ég horfi auðvitað á klass- íska stelpuþætti eins og Sex and the City, Gossip Girl og Desperate Housewives en er líka fyrir Breaking Bad, Nip/Tuck og fleiri þætti. Svo verð ég viðurkenna að raunveruleikaþættir eru „guilty pleasure“ hjá mér. Ég fylgist mikið með Keeping up with the Kardashians og Biggest Loser. Vélbúnaður Ég er Eplamanneskja alla leið, er með Macbook Air og iPhone 5s. Ég nota símann til að taka myndir fyrir bloggið mitt en draumurinn er reyndar að eignast flotta myndavél einhvern daginn. Uppá- halds appið mitt er Instagram en ég nota líka önnur samfélagsmiðlaöpp, Facebook, Snapchat og Twitter. Aukabúnaður Mér finnst rosa gaman að elda en er kannski ekki nógu dugleg við það. Þegar ég elda reyni ég að hafa matinn hollan og góðan, til að mynda pasta- og kjúk- lingarétti eða afríska- eða marokkóska pottrétti. Mér finnst líka gaman að baka kökur – bæði hollar og óhollar. Ég fæ mér oft sushi þegar ég borða úti eða salat, til dæmis á Local, og ég fer líka mikið á Serrano. Mér finnst gaman að spá í snyrtivörur og prófa mig áfram með þær. Ég fer aldrei út úr húsi án þess að vera með maskara. Ég kaupi mikið af snyrtivörum á netinu og á orðið nokkrar fullar skúffur heima. Ég keyri um á rosalega krúttlegum strumpabláum Polo. Hann er 2003-módel og hefur reynst mér vel fyrir utan að það hafa öll fjögur dekkin sprungið síð- an ég flutti suður. Síðasta utan- landsferð mín var til Noregs en næst á dagskrá er að skella sér til Glasgow til að heimsækja vinkonu mína og versla. Í fyrra fór ég til Madrídar og það er ein skemmtilegasta borg sem ég hef komið til, alveg dásamleg. Lj ós m yn d/ H ar i Nýjar KLAPPARSTÍGUR 40 101 REYKJAVÍK · SÍMI 571 4010 peysur  GerðarSafn SýninG blaðaljóSmynDara Árleg sýning Blaðaljósmyndara- félags Íslands á bestu myndum árs- ins 2014 verður opnuð á morgun, laugardaginn 28. febrúar, klukk- an 15 í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru að þessu sinni 116 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr 905 myndum 24 blaða- ljósmyndara. Veitt verða verðlaun í níu flokkum, fyrir Mynd ársins og fyrir bestu fréttamyndina, um- hverfismyndina, portrettmyndina, íþróttamyndina, daglegt líf, tíma- ritamynd, myndröð ársins og mynd- skeið ársins. Við sama tækifæri verða veitt blaðamannaverðlaun í þremur flokkum, Blaðamanna- verðlaun ársins, rannsóknarblaða- mennska ársins og umfjöllun árs- ins. Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá í hverjum flokki. Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2014 kem- ur út við þetta tækifæri og verður kynnt á sýningunni. Þá opnar á neðri hæð safnsins á sama tíma sýning á myndum Ragn- ars Th. Sigurðssonar, sem hann nefnir Ljósið. Ragnar Th. er þekkt- ur fyrir einstæðar náttúruljósmynd- ir. Hann hóf feril sinn sem blaðaljós- myndari, en fór fljótlega að starfa sjálfstætt. Hann á að baki yfir 30 ára ljósmyndaferil og ferðast reglulega á heimsskautasvæðin í leit að við- fangsefni fyrir verk sín sem hvergi annars staðar er að finna. Hann hefur hlotið þrenn CLIO verðlaun, tekið þátt í fjölda sýninga og lagt til myndefni í fjölmargar bækur og tímarit, bæði hér heima og erlendis. Bestu blaðaljós- myndir ársins Arctic Images heldur utan um verk Ragnars Th. Sigurðssonar en allur ágóði af sölu verka hans fer til styrktar Ljóssins endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. 68 dægurmál Helgin 27. febrúar–1. mars 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.