Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Síða 10
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200810 Helgarblað ERFIÐ FÆÐING STYRKTARSJÓÐS Hinsta ósk Soffíu Þuríðar Magnúsdóttur var að fyrir það sem hún lét eftir sig, sem nemur tugum millj- óna, yrði stofnaður styrktarsjóður við Háskóla Íslands fyrir ljósmæður í framhaldsnámi. Í dag, rúmum þremur árum eftir andlát Soffíu, hefur sjóðurinn enn ekki verið stofnaður. Dögg Pálsdóttir, skipta- stjóri dánarbúsins, segir málið vissulega hafa dregist en á því séu eðlilegar skýringar. „Þetta hefur vissulega gengið hægt en stundum gengur hægt að skipta dánarbúum,“ segir Dögg Pálsdóttir, lögmaður og skiptastjóri dánarbús Soffíu Þuríðar Magnús- dóttur sem lést fyrir þremur árum. Hinsta ósk Soffíu var að all- ar eignir hennar, sem nema tugum millj- óna, yrðu nýttar til að koma á laggirn- ar styrktarsjóði við Háskóla Íslands sem ljósmæð- ur gætu sótt í til framhaldsnáms. Enn hefur sjóður- inn ekki verið stofnaður. Ekki óeðlilegur dráttur „Sum dánarbú klárast fljótt því það er svo litlu að skipta en önnur taka lengri tíma því það er svo margt sem þarf að skoða. Auðvitað má velta fyrir sér hversu hratt svona er unnið en að mínu mati er hér ekki um óeðli- legan drátt að ræða,“ segir Dögg. Skipulag styrktarsjóðsins er ekki ljóst en stefnt er að því að úthlutað verði úr sjóðnum einu sinni á ári, jafnvel á afmælisdegi Soffíu en hún fæddist 3. júlí 1922. Því standa von- ir til að hægt verði að úthluta í fyrsta sinn á næsta ári. Spurð um ástæður þess að rúm- um þremur árum eftir andlát Soff- íu sé enn ekki búið að stofna sjóð- inn segir Dögg: „Það eru skýringar á því. Það þurfti að selja eignir og upp komu gallamál á fasteigninni.“ Eignirnar á öruggum reikningi Ljósmóðurfræði heyra undir hjúkrunarfræði- deild Háskóla Íslands. Sóley S. Bender deild- arforseti segir und- irbúningsvinnu við sjóðinn í fullum gangi. „Þetta er búið að taka of langan tíma en von- andi næst að klára þetta sem allra fyrst.“ Dögg segir að um þetta leyti í fyrra hafi hún verið í sambandi við Sól- eyju ásamt öðrum hjá há- skólanum og þá hafið verið gerð drög að skipulagsskránni. Málið hafi þá verið langt komið en fór síðan í biðstöðu. „Búið er að ákveða nýjan fund með forsvarsmönnum hjúkr- unardeildar háskólans til að ganga endanlega frá skipulagsskránni og ég á ekki von á öðru en að sjóður- inn verði stofnaður eigi síðar en í lok ársins. Fjármunir dánarbúsins eru eins og reglur bjóða á fjárvörslu- reikningi lögmannsstofu minnar í öruggri ávöxtun,“ segir Dögg. Hún bendir á að hún hafi ver- ið skipaður skiptastjóri að beiðni Soffíu enda hafi verið fyrirmæli þess efnis í erfðaskránni. „Ég aðstoðaði hana með öll fjármál þegar hún var á lífi. Ég held að hún hafi treyst fáum betur til að klára þetta,“ segir hún. Þarf að skoða hvert mál Soffía sótti sjálf menntun við Há- skóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi í dönsku og bókasafnsfræði. Lengst af starfaði hún hjá Lyfjaverslun rík- isins og varð síðar fulltrúi og deild- arstjóri hjá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Soffía lést barnlaus 28. febrúar 2005 á líknar- deild Landspítalans, 82 ára að aldri. Móðir hennar, Björg Magnúsdótt- ir, var ljósmóðir og bar Soffía ávallt mikinn hlýhug til ljósmæðra. Guðlaug Einarsdóttir, formað- ur Félags ljósmæðra, segir að inn- an vébanda félagsins séu til stað- ar styrktarsjóðir en hún veit ekki til þess að áður hafi komið til arfur sem eyrnamerktur er ljósmæðrum. „Þetta kemur mér mikið á óvart og á eftir að koma ljósmæðrum almennt mikið á óvart.“ Spurð um gildi sjóðs- ins fyrir ljósmæður á Íslandi seg- ir hún: „Þetta styrkir ljósmæður til framhaldsnáms og styrkir því ljós- mæðrafræðin í þágu kvenna.“ Sigurður Líndal, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, seg- ir engin allsherjar viðmið til staðar um hversu langan tíma skuli taka í að skipta dánarbúi. Slíkt þurfi alltaf að meta eftir aðstæðum. Hann bendir á að við búskipti þurfi gjarnan að meta eignir og kalla til matsmenn, en einn- ig geti komið upp deilur milli erfingja sem tefja málið enn frekar. Þannig sé ómögulegt að segja til um hver eðli- legur tími sé nema hafa farið yfir öll gögn hvers máls fyrir sig. Erla HlynSDóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Þetta er búið að taka of langan tíma en von- andi næst að klára þetta sem allra fyrst.“ Ekkert óeðlilegt dögg Pálsdóttir segir ekki óeðlilegt að styrktarsjóður- inn sé enn ekki kominn á laggirnar, þremur árum eftir andlát Soffíu. Dóttir ljósmóður Móðir Soffíu var ljósmóðir en sjálfri varð henni ekki barna auðið. MynD PHotoS.coM Vildi styrkja ljósmæður Soffía Þuríður Magnúsdóttir ritaði í erfðaskrá sína að eignir hennar skyldu renna óskiptar til styrktarsjóðs fyrir ljósmæður í framhaldsnámi. MynD Úr EinkaSafni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.