Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Side 16
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200816 Fréttir Frændur og Fjendur Samanlagt fasteignamat allra fast- eigna í Hafnarfirði, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi og í Garðabæ var í upp- hafi ársins 1.006 milljarðar króna. Eitt þúsund milljarðar eru sú upp- hæð sem hátt settur embættismaður skaut á að Íslendingar þyrftu að taka á sig vegna þess hruns sem hefur orðið í efnahagslífinu. Enginn emb- ættismaður fæst hins vegar til að leggja nafn sitt við þá upphæð enda eru breyturnar margar. Fimm milljónir á mann Þúsund milljarðar króna er jafnmikið og ein billjón, eða 1.000.000.000.000 krónur. Hagstofan áætlar að íslenski vinnumarkaður- inn telji um 188 þúsund manns. Þá er miðað við alla vinnufæra menn á aldrinum 16 til 74 ára sem eru vinn- andi, atvinnulausir eða eru í at- vinnuleit. Hver og einn þeirra þyrfti að leggja til rúmar fimm milljónir króna eða 5.319.148 krónur ef standa ætti í skilum við allar þær skuldbind- ingar sem á okkur hvíla. Sú upphæð er reiknuð án vaxta en lauslega má áætla að hundruð milljarða króna lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum muni bera um 5 prósent vexti. Rúmlega tvöföld fjárlög Á vef Hagstofunnar kemur fram að 1. janúar bjuggu 313.376 manns á Íslandi. Hver þeirra, jafnt ungur sem aldinn, þyrfti að greiða um 3,2 millj- ónir króna til að ná þeirri upphæð sem hinn hátt setti embættismaður nefndi að þjóðin tapaði á hurninu. Landsframleiðsla er mælikvarði notaður í þjóðhagsreikningum á það hversu mikið er framleitt af tilbúnum vörum og þjónustu. Verg landsfram- leiðsla á Íslandi árið 2007 var 1.293 milljarðar króna. Verg landsfram- leiðsla þýðir einfaldlega að þá eru afskriftir og skuldir dregnar frá en einnig er hægt að mæla hreina þjóð- arframleiðslu. Til að setja þessa 1.000 milljarða í enn betra samhengi má benda á að öll útgjöld íslenska ríkisins fyrir árið 2009 eru áætluð 450 milljarðar króna. Það er sú upphæð sem fram kom í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir næsta ár. Ekki öll nótt úti Þrátt fyrir óhugnanlegar tölur er ekki hægt að fullyrða að hver og einn vinnandi maður þurfi að taka á sig tæpar fimm og hálfa milljón króna. Íslensku bankarnir eiga miklar eign- ir í útlöndum. Um mitt ár, áður en hrunið varð, var talið að eignirn- ar næmu hátt í tíu þúsund milljörð- um íslenskra króna. Sú tala er miðuð við hálfsársuppgjör bankanna. Eftir gengisfallið og þjóðnýtingu þeirra er óljóst hversu miklar eignirnar eru að raunvirði en flestar eignir bankanna eru á Norðurlöndunum og á Bret- landi. Einnig er óvíst að kaupendur að þeim eignum finnist, sérstaklega í ljósi þeirrar miklu lausafjárkreppu sem nú ríkir í heiminum og orðspori Íslendinga sem hefur beðið verulega álitshnekki síðustu vikurnar. Vinir í raun „Við leituðum til ákveðinnar vina- þjóðar eftir gjaldeyrisskiptasamningi og öðrum lánalínum vegna þeirra einstöku aðstæðna sem komnar eru upp. Við fengum ekki stuðning hennar. Þegar það gerðist urðum við að leita nýrra vina,“ mælti Geir H. Haarde forsætisráðherra á blaða- mannafundi 7. október. Af orðum hans mátti ráða að vin- ir okkar og fyrrverandi verndarar, Bandaríkjamenn, hefðu snúið við okkur bakinu. Það staðfesti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sama dag og sagði að Bandaríkja- menn hefðu sýnt Íslendingum fing- urinn þegar leitað hafði verið eft- ir aðstoð bandarískra stjórnvalda við þeim efnahagsþrengingum sem gengu yfir landið. Össur sagðist vera svekktur yfir því hversu fáa vini Ís- lendingar ættu. Bandaríkjamenn hefðu ekki reynst þeir vinir sem menn töldu. Kanna lögsókn „Allir eru vinir þegar vel geng- ur,“ segir gamall málsháttur. Nokk- uð virðist til í því. Bandaríkjamenn eru nefnilega ekki þeir einu sem hafa valdið okkur vonbrigðum á síðustu vikum. Bretar, eða réttara sagt Gord- on Brown, forsætisráðherra Breta, brást ókvæða við þegar Davíð Odds- son seðlabankastjóri gaf út, 7. októ- ber, að Íslendingar ætluðu ekki að ábyrgjast erlendar skuldir „óreiðu- manna“ í útlöndum. Upp hófust skeytasendingar á milli íslenskra og breskra ráðamanna þar sem upplýs- ingaskortur og misskilningur virtist ráða ríkjum. Í kjölfarið setti breska fjármála- ráðuneytið Landsbankann á lista yfir lönd, hópa eða samtök sem sæta viðskiptaþvingunum eða viðurlög- um vegna hryðjuverka. Það var ekki fyrr en í gær sem Landsbankinn var tekinn af þeim lista en í millitíðinni hafði Geir. H. Haarde forsætisráð- herra greint frá því að ríkisstjórn- in hafi falið breskri lögmannsstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum. Þegar þetta var skrifað sat bresk sendinefnd á fundi í utanríkisráðu- neytinu til að ræða lausn á deilu landanna vegna Icesave-reikninga. Á þriðjudag sagði Financial Times frá því að breska fjármálaráðuneytið væri að leggja lokahönd á lán til Ís- lendinga upp á 582 milljarða króna til að hægt væri að standa skil á inn- lánum sparifjáreigenda hjá Icesave. Þetta hefur ekki fengist staðfest en ef þetta er rétt voru Bretar að und- irbúa lán til þjóðar hverri þeir beittu hryðjuverkalögum gegn. REYKJAVÍK BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is MOSFELLSBÆRSELTJARNARNES KÓPAVOGUR GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR Fyrir höggið sem íslenskt efnahagslíf verður nú fyrir má festa kaup á öllum fasteignum í Hafnarfirði, á Sel- tjarnarnesi, í Kópavogi og í Garðabæ. Upphæðin er sögð vera um 1000 milljarðar króna. Erfitt er að spá fyr- ir um hvar Íslendingar munu fá lán en hér verður rakið í grófum dráttum með hvaða hætti hinar ýmsu þjóðir heimsins hafa komið að efnahagshruninu hér á Íslandi. Vladimir Putin rússar sögðust snemma vilja lána Íslendingum fé. TIL SÖLU? Hér má sjá hve stóra n hluta höfuðborgarsvæðisi ns má kaupa fyrir þær upphæðir s em við Íslendingar skuldum .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.