Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Qupperneq 22
Fálkinn er sá ránfugl sem Svart-höfði dáir hvað mest. Styrkum vængjum flýgur hann um háloftin og fylgist með hverri hreyfingu á jörðu niðri. Hann er kon- ungur himinsins þar sem hann sveim- ar um og skimar í leit að bráð. Engum er betur treystandi en hinum klógula erni til að gæta að hag umhverfisins og orðspori. Fjöreggið var í góðum klóm og fjárhagur blómstraði líkt og vistkerfið. Allt var svo öruggt. Ef litið var til himins mátti sjá fálkann á sveimi svo sam- félag hans mætti búa við festu og öryggi. Fjöregg- ið var á ábyrgð fálkans og varðveitt á ótilgreind- um stað. En það er með fjöregg eins og önnur egg. Þau eru vandmeðfarin. Einn góðan veðurdag datt fálkanum snjall- ræði í hug. Fjöreggið var á sínum stað en það var auðvitað ekki ástæða til annars en að fara með það eins og önnur egg. Fálkinn vissi sem var að tvennt gat komið til greina. Annarsvegar að unga egginu út og hinsvegar að éta það. Geymsla á eggi var auðvitað tómt rugl. Fálkinn brá því á það ráð að koma egginu í hreiður sitt og liggja á eins og aðrir fuglar gera. Þetta var í upphafi ní- unda áratugarins. Framan af yfirlegu fálkans gerðist ekkert með eggið. En eftir örfáar vikur dró til tíðinda. Það kom brestur í fjöregg- ið og nokkru síðar birtist lítill fugl. Fálk- inn var afskaplega stolt- ur af sköpunarverki sínu og hugmyndaflugi. Unginn sem birtist var engum öðrum íslenskum fugli líkur. Hann var sem stökkbreytt afbrigði af fálka og kanarífugli. Gamli fálkinn braut ákaft um það heilann hvað afkvæmið ætti að heita. Skyndilega birtist honum nafnið sem skrifað í skýin. Frjáls- hyggja skyldi afkvæmið heita. Fálkinn var stoltur af þessu nýyrði sínu sem vísaði til frelsis og hyggjuvits. Gamli fálkinn hélt unganum í búri og kenndi honum öll þau brögð sem nauðsynleg voru til að komast af. Unginn þakkaði fyrir sig með undurfögrum söng um frelsið og sjálfstæðið. Fálkinn bjó af- kvæmi sitt undir þá stund þegar hann myndi opna búrið og hleypa honum út í lífið. Lífsreglurnar voru margar og byggðar á reynslu og hyggjuviti fálkans. Sá dagur rann upp bjartur og fagur að frelsið varð hlutverk kanarífuglsins. Fálk- inn var dálítið hugsi þótt auðvitað þætti honum sinn fugl fagur. Ýmsir taktar ungans gáfu vísbend- ingu um að hann hugsaði öðruvísi en til var ætlast af afkvæmi fálka. En stundin var runnin upp. Kanarí- fuglinn ljómaði af gleði þegar dyrnar á búrinu lukust upp. Stuttir vængirnir tifuðu ótt og títt þegar hann tók flugið úr föðurhúsum. Fálkinn horfði hvössum augum á eftir honum. Skyndilega greip um sig ofsareiði og hann flaug á eftir smáfuglinum á ógnarhraða. Eðli fálkans braust fram og hann negldi klónum í bak smáfuglsins og sveif með hann til jarðar. Eitt andartak staldraði hann við áður en hann hjó gulum goggi sínum í brjóst kanarí- fuglsins. Þegar atlögunni lauk blasti við tifandi hjarta fuglsins sem var í andarslitrunum. Þá fyrst rann upp fyrir gamla fálkanum að hann hafði drepið sitt eigið afkvæmi. Fálkinn tók hræið í gogginn og flaug með það heim í hreiðrið þar sem skurnið af fjöregginu blasti við. Þá rann upp fyrir honum hvers vegna hann hafði ekki opnað búrið fyrr. En það var of seint að iðrast. Dauðinn var staðreynd sem ekki varð umflúin. FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200822 Umræða Fálki og kanaríFugl svarthöfði Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skriFar. Við þurfum að gera upp meðvirkni okkar gagnvart húsbóndanum. Tólf spor Geirs Leiðari Þegar alkóhólisti hefur ítrekað brotið af sér gegn fjölskyldu sinni fer hún að krefja hann svara um hvað hann sé að að-hafast á daginn fjarri henni. Hann hefur sýnt að honum sé ekki treystandi. Geir Haarde er í sömu stöðu. Hans stefna hefur komið okkur á kaldan klaka. Fyrst reyndi hann að fela það en síðan kenndi hann öllum öðrum um, í einni umfangsmestu afneitun Íslandssögunnar. Nú hringja allar viðvörunarbjöllur enn á ný, en Geir telur sig geta leynt okkur þróun mála eins og hann gerði seinast þegar fyrsti skellur kreppunnar reið yfir þjóðina henni að óvörum. Geir hefur nú tekið fyrsta sporið og viðurkennt vanmátt sinn gagnvart ástandinu. Hann á hins vegar eftir að taka fjórða og fimmta sporið, gera siðferðisleg reikningsskil og játa yfirsjónir sín- ar. Í Kastljóssviðtali við Sigmar Guðmundsson sagði Geir þrisvar sinnum að Sjálfstæðisflokkur- inn bæri ekki ábyrgð á ástandinu. Ef hann gat eng- an veginn séð þetta fyrir, þrátt fyrir öskrandi við- vörunarbjöllur, er engin ástæða til að ætla að hann geti séð fyrir næsta áfall, sem erlendir greiningar- aðilar segja að sé yfirvofandi. Ekkert í atferli Geirs gefur til kynna að hann sé hæfari nú til að koma í veg fyrir hörmungarnar heldur en áður, því hann á eftir að klára tólf sporin sín. Hugarbrenglun alkóhólismans teygir sig oft út fyrir hann sjálfan og yfir fjölskylduna, sem með tímanum verður meðvirk hon- um og reynir að sýna honum skilning þegar hún ætti sjálfr- ar sín vegna að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Við þurf- um að gera upp meðvirkni okkar gagnvart húsbóndanum. Það er hjákátlegt að kalla hann slökkviliðsmann þegar hann kveikti í heimilinu og reynir svo að kæfa bálið. Það er hættulegt að sinna kalli hans um að líta á björtu hlið- arnar þegar húsið brennur og leita ekki að sökudólgum. Og þegar hann heldur áfram að reyna að fela sannleikann fyr- ir þjóðinni getum við ekki gefið honum annan séns. Hann hefði þurft að leggja öll spilin á borðið, gangast við ábyrgð sinni og biðja þjóðina fyrirgefningar í sínu níunda spori. Öðrum kosti getum við ekki staðið með honum. Það tekur tíma að yfirvinna meðvirknina. Kannski gerist það með skömminni sem við fyllumst við at- hugasemdir nágranna okkar. Kannski gerist það þegar næsti brotsjór kreppunnar skellur á okkur með fjöldaatvinnuleysi, gjaldþrota íbúðaeigend- um, óðaverðbólgu og ríkisvaldi í spennitreyju. En þá verður það of seint. spurningin „Er það ekki bara einhver nýr æðislegur formaður sem kemur af fjöllum og bjargar okkur?“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson , dr. gunni, en samkvæmt könnun á heimasíðu hans fengju Samfylking og Næs (Nýi æðislegi stjórnmálaflokkur- inn) meirihluta á þingi. Hver er Formaður nýJa æðislega sTJórn- málaFlokksins? sandkorn n Viðtal Sigmars Guðmunds- sonar við Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur vakið verðskuldaða athygli, enda að- gangsharka spyrilsins með ein- dæmum ef litið er til Kastljóss- ins. Geir var í nauðvörn gagnvart hvössum spurningum og mátti hafa sig allan við. Allt annað var uppi á teningnum þegar sami spyrill var með Davíð Oddsson seðla- bankastjóra í viðtali á dögunum. Lotning draup af hverri spurn- ingu og Davíð réð ferðinni. n Umræðan um auðmennina og útrásina hefur sett sitt mark á umræðuna. Það sem stendur upp úr er að Jón Ásgeir Jóhann- esson, stjórnarformaður Baugs, hefur einn haft kjark til að mæta í viðtöl. Allir aðrir útrásarmenn halda sig fjarri fjöl- miðlum á brennandi Íslandi og þora ekki fyrir sitt litla líf að mæta almenn- ingi. Þyngsta ábyrgð varðandi skuldaklaf- ann yfirvofandi bera stjórn- endur Landsbankans sem eru sem horfnir af yfirborði jarðar. Þannig hefur Kjartan Gunnars- son, bankaráðsmaður til fjöl- margra ára, haldið sig í leynum síðan hann hélt fræga ræðu um Davíð Oddsson í Valhöll. n Reiknað er með átökum á miðstjórnarfundi Framsókn- arflokksins um miðjan nóv- ember. Mikil óánægja er með stefnuleysi Guðna Ágústssonar formanns í Evrópu- málum þar sem hann þykir hafa farið gegn samþykkt- um flokks- ins. Þótt miðstjórnar- fundur hafi ekki umboð til þess að velta formanni úr sessi er viðbúið að Valgerður Sverris- dóttir varaformaður velgi Guðna duglega undir uggum. Í mars verður síðan tekist á um helstu embætti í flokknum. n Vefþjóðviljinn vekur á heima- síðu sinni athygli á að Vil- hjálmur Bjarnason, formað- ur Félags fjárfesta, hefur sagt íslenskt fjármálakerfi hafa verið „fórnarlamb siðblindu, siðvillu og geðvillu“. Rifjað er upp að Vilhjálmur sem ráðgjafi hafi eindregið ráðlagt húsbyggjend- um að fá sér lán í erlendri mynt. „Þær leiðbeiningar bankanna um að viðkomandi lántakandi verði að hafa tekjur í erlendum gjaldeyri til að geta tekið erlent lán eru að hluta til réttar, en byggjast á því að viðkomandi einstaklingur sé asni,“ sagði Vil- hjálmur skömmu áður en krón- an hrundi. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á NETiNU: dv.iS aðalNúmEr: 512 7000, riTSTjÓrN: 512 7010, áSKriFTarSími: 512 7080, aUglýSiNgar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég mun aldrei í lífinu sam- þykkja stórt lán sem kallar fátækt yfir Ísland.“ n Pétur Blöndal alþingismaður um óraunhæfar kröfur Breta vegna Icesave-málsins. – Fréttablaðið „I‘m Police Man.“ n Björk Jakobsdóttir fékk þetta svar þegar hún leitaði svara um hver hefði sent henni ástarjátningu á rússnesku. Það reyndist vera lögreglumaðurinn sem hafði yfirheyrt hana óblíðlega nokkrum dögum áður eftir að hún týndi vegabréfi. – DV „Það er ótrú- legt að um- hverfissinnar á höfuðborgar- svæðinu geti ekki skilið nauðsyn atvinnu hér.“ n Aðalstenn Skarphéðinsson, húsasmíða- meistari á Húsavík, um álver á Bakka. - DV „Þeir eiga allan hagn- aðinn af ævistarfi mínu.“ n Hallgrímur Guðmundsson sjómaður sem segir ævistarf sitt liggja hjá öðrum út af ósanngjörnu kvótakerfi. – DV „Ég sit bara í öðrum mál- um.“ n Björgólfur Guðmundsson um hvort hann vilji skila einhverju til þjóðarinnar eftir að hafa skuldsett hana í gegnum Icesave. – DV bókstafLega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.