Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Side 28
föstudagur 24. OKtÓBEr 2008XX Helgarblað DV „Það er til ógrynni af dagbók- um með hinum ýmsu spakmælum en þau eru yfirleytt eftir fólk sem er komið undir græna torfu,“ segir Kría Birgisdóttir þegar hún er beð- in um að segja frá því hvernig hug- myndin að dagbókinni Konur eiga orðið allan ársins hring varð til er blaðamaður DV kíkti í heimsókn. Kría er bókmenntafræðingur að mennt og starfar hjá bókaforlaginu Sölku. „Salka er mikil kvennaútgáfa og þegar við gefum út bækur leggj- um við mikið upp úr því að hlusta á þarfir lesenda okkar og vera í góðu sambandi við þá,“ segir Kría. Það var einmitt það sem Kría gerði til þess að láta bókina Konur eiga orðið allan ársins hring verða að veruleika.“ Ég setti mig í samband við fullt af góðum konum, sendi e- mail og lét það berast að við værum að fara af stað með gerð bókarinn- ar. Ég óskaði eftir fallegum spak- mælum, setningum, tilvitnunum og fleiri góðum hugmyndum.“ Við- brögðin létu ekki á sér standa og hafði Kría varla undan að taka við hinum ýmsu setningum og falleg- um orðum frá konum á öllum aldri úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Í bókinni eru einnig uppskriftir, ráð og hugmyndir að skemmtilegri af- þreyingu. Kría stendur ekki ein á bak við bókina góðu því listakonan Myrra Leifsdóttir sér um hönnun, stíl og útlit bókarinnar sem og annað. „Myrra á heiðurinn af öllum þeim glæsilegu listaverkum sem í bók- inni eru, hún er algjör snillingur. Hún sér alltaf hvernig hægt er að gera hlutina fallegri.“ Kría leyfir blaðamanni að skoða brot úr bókinni sem er einmitt á leið í prentsmiðjuna þennan sama dag. Kría ljómar þegar hún segir frá bókinni og hversu margar frá- bærar konur eigi þátt í henni. „Sú yngsta sem á setningu í bókinni fyrir næsta ár er átta ára gömul og sú elsta er hundrað ára.“ Þar sem síðasta bók seldist upp á örfáum dögum stefna þær á að prenta næstu bók í stærra upplagi svo að fleiri konur geti notið henn- ar. Bókin er bleik að þessu sinni og með eindæmum falleg. „Það ættu án efa allar konur að skipuleggja næsta ár með hjálp þessarar glæsi- legu bókar og njóta spakmælanna, góðu ráðanna og listarinnar sem hún inniheldur,“ segir Kría að lok- um. Konan Hafðu það gott Laugardaginn 1. nóv. munu þær sirrý fjölmiðlakona og Bjargey aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur standa fyrir glæsilegum fyrilestri fyrir konur. dagskráin hefst klukkan 10:00 og lýkur klukkan 13:00. fyrilestrar, tónlist, dans, happdrætti og ýmis upplífgandi verkefni fyrir lík- ama og sál eru meðal þess sem á dagskrá verður. fyrstu 50 konurnar sem skrá sig á www.sirry.is fá glæsilega gjafakörfu, viku í baðstofu og heilsurækt World Class, kaffi frá Kaffitári og margt fleira. umsjÓn: KOLBrÚn pÁLÍna hELgadÓttIr kolbrun@dv.is Hvað borðar þú í morgunmat? „Í morgunmat fæ ég mér ristað brauð með osti og sultu, vatns- glas, vítamín og góðan kaffi- bolla.“ uppáhaldsdrykkurinn þinn? „Ískaldur bjór.“ Hvar líður þér best? „Mér líður langbest heima með fólkinu mínu.“ Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég held mér í formi með því að mæta reglulega í ræktina, sem og á sviðinu. Þar fæ ég aðeins öðruvísi útrás en í tækjasaln- um.“ Hvaða snyrtivörur notar þú dagsdaglega? „Ég nota mest Lancôme-snyrti- vörur,“ Hvar kaupir þú helst föt? „Ég kaupi helst föt í Kronkron.“ Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „Ég dekra við sjálfa mig með því að bjóða góðu fólki heim í mat og kveiki á kertum.“ Hvert er þitt helsta fegurðarráð? „Að hugsa fallega til náungans og drekka vatn.“ Hver er þín fyrirmynd? „Janis Joplin.“ Bryndís Ásmundsdóttir, söng- og leikkona Hugsar fallega til náungans K on a v iku nn ar Dagbókin Konur eiga orðið allan árs- ins hring kom út í fyrsta skiptið í fyrra. Bókin fékk frábærar viðtökur og seldist upp á nokkrum dög- um. Nú er verið að leggja lokahönd á bók næsta árs sem kemur út um miðjan næsta mánuð. Konur eiga orðið Hugmyndasmiðirnir Bók- menntafræðingurinn Kría Birgisdóttir og Listakonan myrra Lefisdóttir eiga heiðurinn á dagbókinni Konur eiga orðið allan ársins hring. Hlúðu að líkama og sál Ashtanga vinyasa yoga ~ Djúpslökun ~ Vinyasa yogaflæði ~ Yoga nidra ~ Hatha yoga ~ BlessStress www.yogashala.is Sími 553 0203 Engjateig 5, 2. hæð nýja bókin Bókin fyrir árið 2009 er bleik og falleg. skrattaskýrsla Yngsta konan sem skrifar í bókina er aðeins átta ára gömul.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.