Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Page 34
SKILNAÐIR ÍSLENSKRA STJARNA FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200834 Helgarblað Eitt það yndislegasta við lífið er að verða ástfanginn. En því miður hættir fólk líka stundum að vera ástfangið. Það er jafneðlilegt og að jörðin snýst í kringum sólina. Og eins og það er sjálfsagt að segja frá tilhugalífi kónga, drottninga, prinsa og prinsessa heimsins er það jafneðlilegt að gera því skil þegar þau skilja að s kipt- um, ekki síst þegar poppdrottningin Madonna hefur nú skilað sínum bresk a förunaut til nokkurra ára. Birgitta Haukdal og Hanni Backman Poppprinsessan Birgitta Haukdal og trommarinn Hanni Backman voru ekkert lítið áberandi par þegar velgengni hljómsveitarinnar Írafárs stóð sem hæst en bæði voru þau meðlimir hljómsveitarinnar. Þau vöktu mikla athygli hvar sem þau komu og voru dáð og dýrkuð af ungu kynlóðinni. Ungu poppstjörnurnar voru saman í nokkur ár en haustið 2003 fóru að berast sögur af því að þau hefðu slitið samvistum aðdáendum þeirra til mikilla vonbrigða. gengið var á Birgittu Haukdal í útvarpsviðtali þar sem hún játti sambandslitunum. Hljómsveitin hélt þó ótrauð áfram um nokkurt skeið þrátt fyrir skilnaðinn. Birgitta Haukdal gekk nýlega að eiga unnusta sinn til nokkura ára, Benedikt Einarsson. athöfnin fór fram í dómkirkjunni í reykjavík og var það séra Jón dalbú Hróbjartsson sem gaf þau saman. Í kjölfarið var slegið upp mikilli veislu á 20. hæðinni í Turninum í Kópavogi. arnar gunnlaugsson og Helga lind Björgvinsdóttir Hann er einn eftirsóttasti fótboltakappi landsins, hún var upprennandi fyrirsæta. Leiðir þeirra lágu saman og voru arnar og Helga Lind eitt flottasta par landsins. Þau stofnuðu saman fjölskyldu ung að aldri og eiga saman tvö börn. Það slitnaði upp úr sambandi þeirra fyrir rúmum þremur árum. Helga Lind byrjaði fljótlega með gylfa Einarssyni fótboltamanni. Þau giftu sig og fluttu saman til Leeds. arnar er í dag með leikkonunni Pöttru Sriyanonge. Þorsteinn m. jónsson og anna lilja joHansen Mikill hraði einkenndi samband þeirra Þorsteins M. Jónssonar og Önnu Lilju Johansen en aðeins nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust voru þau gengin í það heilaga. Ekkert var til sparað á brúðkaupsdaginn, athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju ásamt vinum og vandamönnum. Veislan var haldin í hvítdekkuðum súlnasal á Hótel Sögu þar sem gestir nutu víns og matar og tónlist sjálfra Stuðmanna fram á nótt. Nokkrum mánuðum síðar fæddist þeim Önnu Lilju og Þorsteini dóttir og virtist allt vera í lukkunnar velstandi í fallega húsinu þeirra á Laufásveginum. aðeins þremur árum eftir draumabrúðkaupið var sælan þó á enda og skildu leiðir þeirra hjóna. Skilnaðurinn kom mörgum mjög í opna skjöldu. anna Lilja hefur nú fundið ástina á ný en Þorsteinn í Kók eins og hann er oft kallaður hefur enn ekki fundið draumaprinsessuna sína. Hannes smárason og steinunn jónsdóttir Hannes Smárason kynntist Steinunni Jónsdóttur innanhússarkítekt ungur að aldri í Menntaskólanum við reykjavík og giftust þau. Steinunn er dóttir Jóns Helga guðmundssonar sem oftast er kenndur við Byko. Hannes og Steinunn skildu árið 2004 og var skilnaðurinn dálítið flókinn þar sem Hannes vann náið með tengdaföður sínum og áttu þeir saman í hinum ýmsu fyrirtækjum. BuBBi og Brynja Bubbi Morthens og Brynja gunnarsdóttir eru ein þekktustu hjón Íslands fyrr og síðar og það kom mörgum gríðarlega á óvart þegar þau ákváðu að skilja í lok árs 2004. Þá höfðu Bubbi og Brynja verið gift í 19 ár og eignast saman þrjú börn. Bubbi og Brynja kynntust þegar hún var þjónn á Hótel Borg á sínum tíma en ástarsöngvar Bubba til Brynju urðu ástarsöngvar þjóðarinnar. Um mitt árið 2005 fór þjóðfélagið bókstaflega á annan endann þegar Ásgerður guðmundsdóttir steig fram og sagði í viðtali við tímaritið Hér og nú að Brynja hefði haldið framhjá með eiginmanni hennar gunnari Erlingssyni. Upphófust miklar deilur og margir aðdáendur Bubba og aðrir reiddust Ásgerði mjög fyrir að hafa farið með málið í fjölmiðla. Sjálfur steig Bubbi fram í fjölmiðlum og kom Brynju til varnar. Þau hafa nú bæði farið sína leið en Bubbi giftist á ný í sumar fegurðardrottningunni Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir Brynju eftir skilnaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.