Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Side 52
Kínverskir tölvunotendur eru brjálaðir út í Microsoft-fyrirtækið þessa dagana eftir að í ljós kom þann 20. þessa mánaðar að fyr- irtækið hafði uppfært kínverska útgáfu forrits til að berjast gegn ólöglegum hugbúnaði en sala slíks hugbúnaðar er mjög algeng í Kína og áhyggjur Microsoft skiljanlegar þar sem stýrikerfi og forrit fyrirtækisins eru ráðandi á hugbúnaðarmarkaði Kínverja. Undanfarið hafa bloggsíður og umræðuvefir í Kína fyllst af kvörtunum almennings sem tel- ur fyrirtækið ráðskast með frið- helgi einstaklingsins og einhverj- ir hafa gengið svo langt að kæra fyrirtækið til stjórnvalda vegna þessarar aðfarar. Forritið sem Kínverjar eru æfir út af (Windows Genu- ine Advantage anti-piracy pro- gramme) og er hluti af stýrikerf- inu, fer yfir hugbúnað á tölvu viðkomandi og metur hvort hugbúnaðurinn sé löglegur. Ef svo er ekki verður bakgrunn- ur skjáborðs tölvunnar svart- ur á klukkutíma fresti og stöðug skilaboð um ólöglegan hugbún- að birtast á skjánum. Einhverj- ir hafa líka orðið fyrir því að Off- ice-ritvinnslupakkinn sé gerður óvirkur. Fyrri útgáfa forritsins gerði eiganda tölvunnar einfald- lega vart við með skilaboðum. Stærsti hakkarinn Kvartanir kínverks almennings felast helst í því að Microsoft hafi ekkert leyfi til að ráðskast með vélbúnað landsmanna án þeirra leyfis. Lögfræðingur einn að nafni Dong Zhengwei frá Peking hefur sent inn formlega kvörtun til kínverska innanríkisráðuneyt- isins og kallar Microsoft „stærsta hakkarann í Kína“ þar sem það hafi hvorki leyfi viðkomandi ein- staklinga né lögsögu innan Kína fyrir slíka framkvæmd. Aðgerð- ir fyrirtækisins ættu frekar að beinast gegn seljendum ólöglegs hugbúnaðar og þá í samstarfi við kínversk stjórnvöld. Microsoft hefur svarað Kín- verjum á þann veg að notk- un ólöglegs hugbúnaðar kosti Bandaríkin tugi þúsunda starfa og milljarða dollara og segist ein- faldlega vera að hjálpa þeim sem viti ekki að þeir séu að nota ólög- legan hugbúnað. palli@dv.is Hátt hlutfall ólöglegs hugbúnaðar í Kína veldur því að margir Kínverjar fá það nú óþvegið frá Microsoft-fyrirtækinu. Óviðunandi afskiptasemi, segja sumir. Motorola Með android Farsímafyrirtækið Motorola er að hanna nýjan síma byggðan utan um Android-hugbúnað Google. Heyrst hefur að nýi síminn verði sérstaklega hannaður með samskiptasíður í huga, líkt og Facebook og MySpace. Talið er að á næstu misserum verði stór- aukning í notkun farsíma og lófatölva hjá yngra fólki þegar það tengir sig inn á samskiptasíð- ur og Motorola vonast til að með sérhæfðum síma nái fyrirtækið aukinni sölu meðal þessa hóps. Fyrirtækið Bioware hélt opinbera kynningu á leiknum Star Wars: The Old Republic á þriðjudaginn. Um er að ræða gríðarlega stóran netleik, eða svokallaðan MMORPG- leik. Leikir eins og World of Warcraft og Eve Online falla einnig í þennan flokk. Leikurinn kemur aðeins út á PC en það er ljóst að með tilkomu hans munu milljónir manna um allan heim upplifa Star Wars-ævintýrið á nýjan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem MMORPG-leikur er byggður á Star Wars en sá fyrsti kom út árið 2003 og hét Star Wars: Galaxies. Saga Old Repuplic gerist einum 3600 árum á undan sögu Star Wars- myndanna. Spilendur munu annaðhvort vera karakterar sem tilheyra Galactic Republic eða Sith Empire. Töluverður persónuleikamunur verður þar á. Forsvarsmenn Bioware segja leikinn þann langstærsta sem þeir hafa unnið að. Aðrir hafi verið stórir en þessi sé risastór. Þá tala þeir um að nákvæmari persónusköpun hafi ekki sést í Star Wars-leikjum. Milljónir Manna spila star Wars FÖSTUdAGUR 24. OKTÓBER 200852 Helgarblað DV Tækni UMSjÓn: PÁLL SVAnSSOn palli@dv.is KánTrí í rocK BAnd Leikurinn Rock Band 2 kemur út um helgina ytra. Þó svo að nafn leiksins gefi ekki til kynna mikla tengingu við kántrítónlist hefur það verið gefið út að frá og með desember verði notendum leiksins fært að hala niður kántrílögum. Þó nokkur lög verða í boði og geta því kántríaðdáendur gripið í rafmagns- hljóðfærin og leikið með. Wordpress í útgáfu 2.7 Viðamiklar endurbætur standa nú til á Wordpress-bloggkerfinu og segja forsvarsmenn fyrirtæk- isins að þetta verði mestu breytingar síðan útgáfa 2.5 leit dagsins ljós. áætlað er að almenningur fái nýju útgáfuna í hendur þann 10. nóvember næstkomandi. Wordpress-kerfið er frítt og eitt algengasta bloggkerfið sem notað er í dag. Gerð hafa verið hundruð ef ekki þúsundir viðbóta sem tengja má við kerfið og aðlaga það þannig þörfum hvers og eins. pro evolution skákar fifa Pro Evolution Soccer 09 sem er nýkominn út er nú í 1. sæti yfir mest seldu leiki í Bretlandi. Þetta hlýtur að vera sérstaklega sætt fyrir leikjaframleiðandan Konami þar sem leikurinn sem var í 1. sæti fyrir var enginn annar en aðalkeppinauturinn, FIFA 09 frá EA sports. Salan á FIFA hefur dregist saman um helming í Bretlandi eftir að Pro kom út. Mikil samkeppni hefur verið milli þessara leikja og Pro sífellt að sækja í sig veðrið. Jedi eða Sith? Það er spurningin. Kínverjar æfir út í Microsoft SVArTur BAKGrunnur Stöðugar tilkynningar frá Microsoft birtast síðan í neðra hægra horni skjásins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.