Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Page 64
n Vefsíðan indefence.is sem stofn- uð var til að hindra frekari skaða af hruni fjármálakerfisins hefur fengið einstaklega góð viðbrögð. Að sögn forsvarsmanna síðunnar hefur söfn- un undirskrifta vegna ákalls Íslend- inga til bresku ríkisstjórnarinnar far- ið fram úr björtustu vonum og vegna mikils álags lá vefsíðan niðri um tíma. Fréttaveitan Reuters birti frétt um málið og í kjölfarið kepptust er- lendir fjölmiðlar um að hafa samband við að- standendur átaks- ins sem vinna nú skipulega að samskiptum við erlenda fjöl- miðla. Er ekki fljótlegra að fá Benna í málið? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Ölgerð Egils Skallagrímsson- ar krefur Ragnar Magnússon, sem stundum er kallaður Brunabíla- Ragnar, ásamt þremur öðrum og skemmtistaðinn Oliver um sex og hálfa milljón króna vegna ógreiddra reikninga. Málið var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gærmorg- un. Ölgerðin telur sig eiga fimm og hálfa milljón inni hjá Ragnari. Með dráttarvöxtum og innheimtuþókn- un leggur skuldin sig á sex og hálfa milljón. Fallist var á frávísunarkröfu, þegar niðurstaða er komin í málið er boðað til fyrirtöku og sátta. Ragnar komst síðast í kastljósið eftir samskipti sín við Benjamín Þór Þorgrímsson, einkaþjálfara og meint- an handrukkara, í Kompásþætti í síð- asta mánuði. „Ég var beinlínis neydd- ur til þess að skrifa undir pappírana,“ sagði Ragnar Magnússon í viðtali við DV í vor en sjálfur taldi hann að beint tjón vegna undirskriftarinnar þar sem hann afsalaði sér Oliver og fleiri skemmtistöðum hefði numið rúm- lega hundrað milljónum króna. Hann sagði í sama viðtali að hann hefði skrif- að undir að lokum vegna hótana um limlestingar. Málið allt hefur hins veg- ar haft þær afleiðingar að Benjamín Þór hefur sakað Ragnar um að hafa kveikt í lúxusjeppa sínum í hefndar- skyni. Deila þeirra tveggja náði há- marki í lok júlí þar sem Benjamín Þór lamdi Ragnar við hafnarvogina í Hafn- arfirði fyrir framan myndavélar Komp- áss. Ekki er vitað hvenær kæra Ragnars á Benjamín verður tekin fyrir. n Leikkonan og leikstjórinn María Ellingsen prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Nýs Lífs. Leik- konan talar opinskátt um leiklist- ina og Hollywood-ævintýri sitt, einnig opnar hún sig um veikindi dóttur sinnar í ítarlegu viðtalinu. María talar þó ekkert um samband sitt og sjónvarps- mannsins Þor- steins J. Vilhjálms- sonar eða sambúð þeirra hjóna. Hún minnist reyndar ekki einu sinni á fyrrverandi mann sinn. En Þorsteinn og María voru hjón um árabil og eiga saman tvö börn. n Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands blæs til knattspyrnuleiks fræga fólksins á laugardagskvöld í samstarfi við UNICEF. Leikur- inn er haldinn til styrktar vatns- verkefni í Gíneu-Bissá, en þar er barnadauði hvað algengastur í heimi. Lið Verzló mun þar mæta svokölluðu „All-star“-liði skip- uðu þjóðþekktum einstaklingum. Kastljósshaukurinn Helgi Seljan mætir þar til leiks ásamt stall- bróður sínum Sölva Tryggvasyni úr Íslandi í dag. Þá ætlar söngv- arinn Geir Ólafs ekki að láta sig vanta frekar en útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson, Gillzenegg- er, þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson og Kolfinna Bald- vinsdóttir. World Class-hjónin Dísa og Bjössi leggja góðu mál- efninu líka lið sem og Gunnleifur Gunn- leifsson landsliðs- markvörður og fleiri góðir. Leikurinn fer fram í Kórn- um og hefst klukkan 19. Vekur heims- athygli ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 4 0 5 1 7 0 1 /0 8 Mikilvægasta máltíð dagsins Ölgerðin krefur Ragnar Magnússon um 6,5 milljónir króna: kompásbeita krafin um milljónir Þögul um Þorstein j. boltaspark gegn barnadauða Úr Kompásþætti ragnar var tálbeita kompáss þegar hann hitti benjamín Þór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.