RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 60

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 60
RM WILLIAM SAROYAN John, sögðu þeir, hvað er langt til Kína? Hann vissi það auðvitað ekki. Einn strákurinn lagðist á hendur og hné og annar ýtti honum yfir hann, og það sem er upp varð niður og það sem var niður varð upp, og þeir hlóu allir og sögðu: Kína er hinumegin á jörðinni, ha, ha, ha. Eg skil, hugs- aði hann. Þetta eru brögð. Eg hélt að þeir ættu við Kína, en þeir gera aðeins að gamni sínu. Ef þú trúir því, sem þeir spyrja að, ef þú tekur þá bókstaflega, þá ýta þeir þér yfir og hlæja að þér. Maður á ekki að skipta sér af orðunum. Það er bara leikur. Kína, og þér er ýtt yfir. Ég skil, liugsaði hann. Svona er það. Og kennslukonan. Iiún var oft reið við hann. Ilún sagði, að hann væri heimskur. Það var af því, að hann vildi vita svo margt, af því að hann spurði að svo mörgu, og hún lét hann standa úl í horni. Hún sagði k-ö-t-t- u-r er köttur, en hann sagði: Nei, köttur er svart hár, veiðihár, skott og augu. Það var allt sem hann vissi, en hún reiddist og hristi hann til, og allir krakkarnir hlóu að honum. — Köttur, köttur — það var ekki þann- ig. Fjórir fætur sem gengu hægt, það var köttur. Af hverju skrökvuðu þau? Hann var hræddur í svefninum, og hann dreymdi köttinn ganga framhjá kennslukonunni, Þarna, sagði hann, þarna er kötturinn, ekki það sem þú sagðir. Sérðu? Skinnið gengur, skinnið og augun ganga. Svo varð nótt og hann vakti, hann stóð á götunni og horfði upp í dimma gluggana þar, sem hann bjó. Dyrnar voru læstar og það var eng- inn í húsinu. Hann stóð úti og grét. Mamma er ekki þarna, sagði hann við fólk, sem spurði hvernig á þessu stæði. Hann bjóst við að allt félli niður og eyðilegðist, hann fann hvað’ heimurinn, hitt fólkið sem lifði var ekkert skylt honum. Hann mundi ekki hvernig þetta fór. Það eina, sem hann mundi, var, að hann stóð í dimmri'götunni og grél og fannst allt vera að delta, detta. Þeir kenndu honum að lesa. Það var heimskulegt þvaður, um hund sem hét Fido. Hann mundi eftir mynd af hundi, sem var kallaður Fido, og orðinu um hvað Fido gæti gert. Gelta, voff, voff. hlaujja og leika sér o. s. frv. Það var heimskulegt þvaður, en þetta kenndu þeir í skólanum, og hann reyndi að taka það alvarlega, og reyndi að sitja á sér að spurja einkis. Hann sat í dimmu kvikmynda- húsinu með móður sinni og horfði á myndir af fólki sem hreyfðust á tjaldinu, það snerti hvort annað, jafnvel með vörunum, skældi sig, hljóp og gerði ýmislegt, bjó til sögu. Svo sá hann sjóinn og sjórinn gerði ekkert. Hann var fallegur, stór og heill, hann gat svo auðveldlega trúað að hann væri, allt vatnið var þarna kyrrt, engin orð, ekkert fólk sem skældi sig og hljóp, sléttur vatnsflöt- urinn. Og sjórinn greiptist í huga 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.