RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 76

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 76
RM frá; honum var bumbult af kartöfl- unum og kálinu, gr'autnum og brauð- inu, en svo leið það frá, og hann sofnaði. Þegar allt var orðið hljótt, opnaði Antkowa varlega dyrnar að næsta her- bergi, þar sem hörknippin voru geymd. Undan þeim dró hún seðla- bunka, vafinn inn í léreftstusku, og bætti við hann peningunum, sem hún hafði tekið af gamla manninum. Hún sléttaði seðlana gaumgæfilega, hvað eftir annað, fletti þeim sundur og braut þá saman aftur, unz hún hafði horft nægju sína; þá slökkti hún ljós- ið og lagðist upp í rúmið við hlið bónda síns. Meðan þessu fór fram, hafði gamli maðurinn dáið. Svínastían, sem var hrörlegur fjalaskúr með hálmþaki, veitti ekkert skjól gegn storminum og kuldanum. Enginn heyrði gamla manninn, örvasa og ósjálfbjarga, kalla á hjálp með veikri rödd, sem titraði af örvæntingu. Enginn sá hann dragnast að lokuðum dyrunum og rétta úr sér í árangurslausri tilraun til að opna þær. Hann fann, hvernig dauðinn nálgaðist, þokaðist frá fót- um hans upp að brjóstinu, hélt hon- um eins og í skrúfstykki og hristi hann miskunnarlaust í voðalegum krampastunum; kjálkarnir klemmd- ust saman, fastar og fastar, þangað til hann gat ekki opnað munninn til þess að kalla á lijálp. Æðarnar hörðnuðu, þangað til þær líktust vírstrengjum. Hann rétti úr sér af veikum mætti, en WLADYSLAW REYMONT féll að lokum aftur niður á þröskuld- inn, froðufellandi og með angistar- svip í hrostnum augunum, yfir að vera borinn út og látinn frjósa í hel; andlit hans var afmyndað af skelf- ingu, eins og frosið neyðaróp. Þar lá hann. Morguninn eftir fóru Antek og kona hans á fætur fyrir dögun. Fyrsta verk hans var að gá að því, hvernig farið hefði fyrir gamla manninum. Hann fór út að svínastíunni, en gal ekki opnað dyrnar, því að líkið lá fyrir hurðinni að innan eins og slag- hrandur. Eftir mikil átök tókst hon- um loksins að ýta henni það langt, að hann gat smeygt sér inn; en hann kom fljótt út aftur, skelfingu lostinn. Honum fannst hann aldrei ætla að komast yfir húsagarðinn og i'nn í stofuna; hann var örvita af hræðslu. Hann skildi ekki sjálfur, hvað að honum gekk; hann skalf frá hvirfli lil ilja, eins og hann hefði hitasótt, og stóð út við dyrnar másandi og gat engu orði upp komið. Svo stóð á, að Antkowa var að kenna Mögdu litlu faðirvorið. Hún leit spurnaraugum á bónda sinn. „Verði þinn vilji . . sagði hún annars hugar. „Verði þinn . . .“ „ . . . vilji . . „ . . . vilji . . .“ át litla stúlkan upp eftir henni, þar sem hún lá á hnján- um. „Jæja, er hann dauður?“ skaut hún inn í, „ . . . svo á jörðu . . .“ „ . . . á jörðu . . .“ 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.