RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 80

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 80
RM WLADYSLAW REYMONT á annarri eftir beztu getu, veltu föt- unni uin koll og byltu sér í skólpinu. Loks gátu þær engu orði upp komið fyrir bræði, fnæstu aðeins og stundu þungan og létu höggin dynja. Menn- irnir gátu með naumindum skilið þær. Þær litu út eins og nornir, sót- rauðar í framan, rifnar og skrámað- ar og ataðar óhreinindum. Þær fóru aftur saman, hamslausar af bræði, og aftur þurfti að skilja þær. Antkowa grét tryllingslega af mátt- vana reiði, togaði í hárið á sér og veinaði: „0 Jesús! 0 blessaða Jesú- barn! 0 María! Sjá þessa blygðunar- lausu kvensnift . . . vei hinum óguð- Iegu . . . ó! ó! . . .“ gat hún aðeins veinað, þar sem hún stóð og studdi sig við vegginn. Á meðan æpti Tomekowa fyrir ut- an dyrnar, bölvaði og ragnaði og sparkaði í hurðina með hælunum. Áhorfendurnir stóðu í smáhópum og ræddust við og stöppuðu niður fótunum í snjónum. Konurnar Ííktust rauðum blettum á húsveggnum; þær þrýstu saman hnjánum, því að vind- urinn var nístingskaldur. — Oðru hverju hvísluðust þær á, og alltaf horfðu þær út veginn til kirkjunnar, sem teygði turna sína yfir berar greinar trjánna. Alltaf þurfti einhver að líta á líkið einu sinni enn; það var eilíft ráp út og inn. Gegnum hálf- opnar dyrnar sáust blaktandi kerta- ljósin, er brugðu daufum bjarma yfir tálgað andlit gamla mannsins, þar sem hann lá í líkkistunni. Ilmurinn af brenndum eini barst út um gættina með bænasönglinu og umli málleys- ingjans. Loks kom presturinn og forsöngvar- inn. Hvíta furukistan var borin út og lögð á kerruna. Konurnar fóru að kyrja harmaljóðin, þegar líkfylgdin hélt af stað niður langa götuna gegn- um þorpið út að kirkjugarðinum. Presturinn byrjaði að tóna útfar- arsálminn, þar sem hann gekk á und- an líkfylgdinni með svörtu hettuna á höfðinu; hann hafði farið í þykkan skinnfeld utan yfir rykkilínið; golan feykti til enduin stólunnar; orðin í latneska sálminum féllu tómlátlega af vörum hans, eins og þau væru frosin; hann virtist önugur og óþolinmóður og skimaði augunum í allar áttir. Vindurinn rykkti í svarta fánann, og myndirnar á honum, af himnaríki og helvíti, þöndust og flöktu til og frá, eins og til að blasa sem bezt við húsa- röðunum beggja vegna, þar sem kon- ur með skýlur og berhöfðaðir menn stóðu í smáhópum. Þau hneigðu sig í lotningu, signdu sig og börðu sér á brjóst. Hundarnir geltu ákaft bak við lim- girðingarnar, og sumir þeirra stukku upp á grjótgarðana og spangóluðu. Forvitin börn gægðust út um lok- aða gluggana, bak við tannlaus and- lit örvasa gamalmenna, hrukkótt eins og akur um haust. Nokkrir drengir í léreftsbuxuin og bláum treyjum með látúnshnöppum gengu á eftir prestinum, berfættir í tréskónum; þeir störðu á myndirnar 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.