RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 90

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 90
RM GOTTFRIED KELLER trjánna. Þar reiddi hún sér hvílu- rúm úr mosa og dvaldi þar síðan alein, sem meinlætakona. Hún lá sí- fellt á bæn og húðstrýkti sig oft. En þyngsta raun líkamans var að hafa gát á hreyfingum sínum. Ur öllum áttum bárust henni tónar til eyrna; fuglarnir sungu og andvarinn hvísl- aði í laufi. Þá titruðu fætur hennar og þráðu dans. Þessi titringur í fót- unum var þrálátur og jafnvel hafði hana hent að stíga eitt spor fyrr en hún vissi af. Hún sá því engin ráð önnur en hefta aumingja litlu fæt- urna með hlekkjum. Ættingjar hennar og vinir undr- uðust stórlega hversu um hana var skipt. Raunar voru þeir mjög ánægð- ir að hafa svo heilaga mey sín á ineðal og gættu einsetukofans undir trjánum sem sjáaldurs auga síns. Margir komu til hennar að leita ráða, eða báðu hana að biðja fyrir sér. Einkum voru ungar stúlkur, álappa- legar í hreyfingum, færðar á fund hennar, því að það hafði sannazt, að sérhver sú er hún snart fékk létt og yndislegt göngulag. Þrjú ár lifði Músa í einsetu sinni. Þegar á leið þriðja árið var hún orð- in mjó og gagnsæ eins og maríutása. Nú orðið lá hún alltaf kyrr á mosa- beðinum og mændi löngunarfullum augum til himins. Henni fannst hún sjá gullnar iljar hinna sáluhólpnu stíga dans um blátt himinhvolfið. Hrákaldan haustdag flaug sú fregn, að heilög Músa væri í andarslitrun- um. Hún hafði látið færa sig úr dökka yfirbótarserknum og klæðzt drifhvítu, skínandi brúðarskarti. Nú lá hún með spenntar greipar og beið dauðans brosandi. Fjöldi guðræk- inna manna hafði þyrpzt inn í garð- inn. Vindurinn þaut og feykti söln- uðu laufinu til jarðar. En allt í einu breyttist storinhvinurinn í mjúka tóna, sem virtust bylgjast frá krón- um trjánna og þegar fólkið leit upp, sá það allar greinar þaktar vorgrænu laufi. Myrtan og granateplatrén stóðu í fullum blóma og frá þeim streymdi dýrleg angan. Haustköld moldin varð alþakin blómum og rauðgullinn ljómi lék um ljósu, ljúfu meyna, sem var að deyja. Á sömu stund gaf hún upp andann. Fóthlekkirnir sungu við með skær- um hljómi þegar þeir hrukku sundur. Himnarnir opnuðust í undursamlegri dýrð og allir sáu þangað inn. Þar liðu endalausar fylkingar fagurra meyja og sveina dansandi fram og 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.