RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 78

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 78
RM WLADYSLAW REYMONT og beit tönnunum fast utan um tung- una. Á hörundi hans voru bláir blett- ir, og hann var ataður óþverra frá hvirfli til ilja. „Taktu undir hann,“ hvíslaði mað- urinn og beygði sig yfir hann. „Hræðilega er hann kaldur!“ Nöpur golan, sem vaknar rétt á undan sólinni, næddi um andlit þeirra og hristi sjóinn af greinunum með þurru skrjáfi. Enn sást stjarna á stöku stað á blá- gráum himninum. Frá þorpinu heyrð- ist ískur í brunnsveif, og hanarnir göluðu eins og þeir ællu von á veðra- brigðum. Antkowa lokaði augunum og vafði svuntunni utan um hendurnar, áður en hún tók utan um fætur gamla mannsins; þau gátu varla lyft honum, svo þungur var hann. Óðara en þau höfðu lagt hann á bekkinn, hljóp hún aftur inn í húsið og henti út lérefls- druslu til mannsins, til þess að breiða yfir likið. Börnin voru önnum kafin að flysja kartöflur; hún beið óþolinmóð við dyrnar. „Flýttu þér . . . komdu inn! . . . Guð minn góður, hvað þú ert lengi!“ „Við verðum að fá einhvern til að þvo hann,“ sagði hún, þegar hann var kominn inn, og hún var að bera morgunverðinn á borð. „Eg skal sækja málleysingjann.“ „Farðu ekki til vinnu í dag.“ „Til vinnu . . . nei, ég fer ekki . . .“ Þau sögðu ekki meira og átu morg- unverðinn með lítilli lyst, þótt þau torguðu venjulega átta mörkum af súpu til samans. Þegar þau þurftu að fara út í húsa- garðinn, gengu þau hratt og litu ekki í áttina til fjóssins. Þeim var órótt, en þau vissu ekki hvers vegna; þau iðruðust einskis; ef til vill var það aðeins óljós ótti við líkið, eða við dauðann, sem gagntók þau. Þegar albjart var orðið, sótti An- tek málleysingjann í þorpinu, sem þvoði og klæddi gamla manninn, lagði hann til og kveikti á vígðu kerti við höfuð hans. Síðan fór Antek til prestsins og sveitarstjóransogtilkynnti lát tengda- föður síns og það með, að hann gæti ekki kostað útförina. „Tomek verður að jarða hann; hann fékk alla peningana.“ Fréttin um dauða gamla mannsins flaug um þorpið. Brátt tók fólk að streyma heim að húsinu í smáhópum, til þess að sjá likið. Það muldraði bæn, hristi höfuðið og gekk burt til þess að ræða málið. Það var ekki fyrr en um kvöldið, að hinn tengdasonurinn, Tomek, beygði sig fyrir almenningsálitinu og gekkst undir að greiða útfararkostn- aðinn. Á þriðja degi, skömmu áður en jarð- arförin átti að hefjast, kom kona To- meks í heimsókn. Þegar hún kom inn í ganginn, munaði minnstu að hún rækist á systur sína, sem var á leiðinni út í fjósið með skólpfötu. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.