RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 95

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Blaðsíða 95
Spænski arf urinn Ejtir Margrétu af Navarra £ borginni Saragossa bjó eitt sinn auðugur kaupmaður. Þegar ellin fúr á hann og honum var ljóst, að uinan skamms mundi hann ekki geta uotið lengur hinna jarðnesku gæða, sem honum bjó í grun, að hann hefði ekki aflað sér á of heiðarlegan hátt, datt honum það snjallræði í hug, að ef hann gæfi guði ofurlitla gjöf, fengi hann ef til vill fyrirgefningu synda sinna eftir dauðann. Þannig ætlaði hann að múta skaparanum. Hann ráðstafaði því næst eignum sinum og mælti svo fyrir, að ungur Andalúsíugæðingur, sem hann átti, skyldi seldur hæsta fáanlegu verði °g andvirði hans gefið fátækum. Hann áminnti konu sína um að verða við þessari síðustu ósk sinni strax og hann væri dáinn. Þegar búið var að jarða hann og vökva leiðið tárum, sagði ekkja kans, sem var ekki heimskari en al- mennt gerist um spænskar konur, við gamlan þjón sinn: Það var mér nægilegt tjón að missa manninn, sem ég elskaði, þótt ég færi ekki líka að afsala mér því, sem hann lét eftir sig. Samt dettur mér ekki í hug að virða að vettugi síðustu ósk mannsins míns. Eg ætla einmitt að hegða mér nákvæmlega eins og ég veit, að hann hefði gert, ef hann hefði verið á lífi. Veslings maðurinn rninn sálugi, sem þekkti fégræðgi prestanna, áleit, að hann færði guði mikla fórn, ef liann gæfi þeim stóra fjárupphæð eftir dauð- ann — hann, sem gaf aldrei eyris- virði, meðan hann lifði, eins og okk- ur er báðum kunnugt. Þess vegna hef ég ákveðið að verða við síðustu ósk hans, en á þann hátt, að honum hefði ekki tekizt það betur, þó að lionum hefði orðið lengra lífs auðið. En mundu, að þetta má enginn vita, nema við. Þjónninn hét þaginælsku sinni, og hún hélt áfram: — Farðu nú og seldu hestinn, og ef einhver spyr, hvað hann eigi að kosta, þá segðu, að hann kosti einn dúkat. En auk þess á ég forláta kött, sem ég ætla að selja líka, og hann á 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.