Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Í bréfi sem Reykjavíkurborg sendir nýjum kjósendum, þar sem þeir eru hvattir til að taka þátt í komandi kosningum til borgarstjórnar, segir að það sé lýðræðisleg skylda þeirra að kjósa. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við þetta orðalag þeg- ar efni bréfanna var kynnt í borgar- ráði en þar sem meirihlutinn taldi efnið trúnaðarmál fékkst bókun hans ekki birt í opinni fundargerð. Ýmsar ráðstafanir eru gerðar til að reyna að auka þátttöku í komandi sveitarstjórnarkosningum. Er það gert á vegum samtaka æskufólks og sveitarfélaga, einkum Reykjavíkur- borgar, og beinist hvatningin einkum að ungu fólki og öðrum hópum sem líklegir eru til að sitja heima. Orkar tvímælis Þessa dagana eru þúsundir kjós- enda, meðal annars ungmenni sem eiga nú rétt á að kjósa í fyrsta skipti, að fá inn um bréfalúguna hvatningu frá Reykjavíkurborg. Einnig er sagt frá fyrirkomulagi kosninga til borgarstjórnar. Fyrirsögn bréfs sem ungir kjósendur fá er þessi: Það er borgaraleg skylda að kjósa! Þá er tekið fram að með því að kjósa sinni viðkomandi lýðræðislegri skyldu sinni. Kjartan Magnússon gerði athuga- semdir við þetta orðalag og fleira þegar hann fékk að líta yfir bréfin á borgarráðsfundi 17. maí. Hann telur það til dæmis orka tvímælis að ræða um skyldu íbúa til að kjósa í ljósi þess að það sé hluti af kosningaréttinum að nýta hann ekki og senda þannig ríkjandi valdhöfum skýr skilaboð. Kjartan lagði fram bókanir þar sem hann fer yfir málið en borgar- stjóri og aðrir fulltrúar meirihlutans neituðu að birta þær. Flokkuðu þeir efni bréfanna sem trúnaðarmál og létu færa bókanir Kjartans í trún- aðarmálabók sem ekki mætti opin- bera fyrr en eftir kosningar. Kjartan furðar sig á þessu í ljósi þess að verið sé að senda kjósendum þessi bréf í þúsundatali. „Með þessu er meiri- hlutinn að misnota vald sitt í því skyni að koma í veg fyrir að gagnrýni á framkvæmd umræddra aðgerða komi fram fyrir kosningar,“ segir Kjartan. Aðeins getið um meirihlutann Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhalds- skólanemenda standa fyrir lýðræðis- átaki undir myllumerkinu Ég kýs. Reykjavíkurborg tekur þátt og legg- ur til upplýsingar um borgar- stjórnarkosningarnar. Efst á síðunni er sagt frá því hvaða flokkar mynda meirihluta í borginni og hver gegnir embætti borgarstjóra en ekki sagt frá öðrum flokkum sem eiga fulltrúa í borgarstjórn eða hvaða listar eru í framboði nú. Neðar á síðunni er hægt að velja hnapp til að skoða heimasíður framboða. Samkvæmt upplýsingum eins aðstandanda átaksins leggur Reykjavíkurborg til þennan texta og ber ábyrgð á honum. Talað um skyldu til að kjósa  Leynd hvílir yfir efni bréfs sem Reykjavíkurborg sendir þúsundum íbúa með hvatningu um að kjósa  Borgarráðsfulltrúa meinað að bóka opinberlega athugasemdir við orðalag og framkvæmd átaksins Skylda! Bréf borgarinnar eru að berast kjósendum þessa dagana. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Minni háttar tilfærslur á atkvæðum milli flokka geta ráðið því hvort meirihlutinn í borgarstjórn Reykja- víkur heldur velli eða fellur í kosn- ingunum á morgun. Þetta segir Haf- steinn Birgir Einarsson, verkefnis- stjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Hafsteinn segir að vegna fjölgunar borgarfulltrúa þurfi að öllum líkindum innan við 4% at- kvæða til að ná kjöri, en þar sem framboð séu mörg sé líklegt að þessi tala verði enn lægri, eða í kringum 3,6%. „Því eru nokkrar líkur á því að úrslit kosninganna ráðist af því hvaða frambjóðendur ná að hafa 3,6% á bak við sig,“ segir Hafsteinn. Hann tekur dæmi úr nýjustu könn- unum Félagsvísindastofnunar og Gallup. „Félagsvísindastofnun mældi Samfylkinguna með 31,8% fylgi og 8 borgarfulltrúa, en Gallup mældi flokkinn með 31,2% og 9 full- trúa. Með öðrum orðum olli 0,6% fylgisaukning milli kannana því að flokkurinn missti fulltrúa. Skýringin á því er að Framsóknarflokkurinn var með 3,3% í könnun Gallup en er með 3,6% hjá Félagsvísindastofnun og nær því manni inn í þeirri könn- un á kostnað Samfylkingarinnar.“ Hafsteinn segir að af þessu megi sjá að minni háttar tilfærslur á fylgi innan hægri og vinstri „blokk- anna“ geti ráðið miklu um hversu marga borgarfulltrúa framboðin fái og hvort meirihlutinn haldi eða falli. „Þar að auki var kjörsókn afar slök í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum og ef það sama er upp á ten- ingunum núna getum við átt von á enn meiri breytingum þegar talið er úr kjörkössunum. Þó að meiri- hlutanum gangi vel nú er ekki þar með sagt að hann muni halda velli.“ Meirihlutinn héldi án fjölgunar Hafsteinn var spurður að því hvaða áhrif það hefði á einstök framboð ef borgarfulltrúum hefði ekki verið fjölgað úr 15 í 23. Er þá miðað við að úrslit kosninganna yrðu í samræmi við skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem birt var í Morgunblaðinu á miðvikudaginn. Hafsteinn sagði að við þær að- stæður myndi Samfylkingin fá sex fulltrúa kjörna, Sjálfstæðisflokkur- inn fimm og fjórir aðrir flokkar; Pír- atar, VG, Miðflokkurinn og Við- reisn, einn hver. Meirihlutinn myndi því halda velli, en Sósíalistaflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ekki fá full- trúa. Í þessu sambandi verði þó að hafa í huga að óvanalegur fjöldi fram- boðslista í ár stafi líklega af fjölgun borgarfulltrúanna því það auki líkur minni flokkanna á að fá fulltrúa kjörinn. Ekki víst að meirihlutinn haldi velli Morgunblaðið/Hari Kosningar Frambjóðendur flokkanna í Reykjavík kynna sig í Ármúlaskóla.  Minni háttar tilfærslur á atkvæðum geta ráðið því hverjir stjórna Reykjavík á næsta kjörtímabili  Ef kjörsókn verður jafn slök og í kosningunum 2014 gæti það haft úrslitaáhrif á fylgi flokkanna Óvissa í Reykjavík » Skoðanakannanir benda til þess að meirihlutinn í borgar- stjórn haldi velli á morgun. » Vegna fjölda framboða og fjölgunar borgarfulltrúa þarf litl- ar tilfærslur til þess að staðan breytist. » Ekki er hægt að útiloka að kosningarnar færi Reykvík- ingum öðruvísi meirihluta. » Dræm kjörsókn eins og 2014 getur einnig haft mikil áhrif á úrslit kosninganna. Allt er breytingum háð. Uppbygg- ing húsa við Hafnartorg á gatna- mótum Geirsgötu og Lækjargötu gengur vel en tilkoma húsanna hef- ur breytt útsýni úr Stjórnarráðshús- inu, þar sem ekki sést lengur þaðan til sjávar. Á efstu hæð bygginga við Hafnar- torg koma fljótlega í sölu einhverjar dýrustu þakíbúðir sem byggðar hafa verið í Reykjavík. Alls verða 69 íbúðir í húsunum fimm við Hafn- artorg. Mitt í byggingarframkvæmd- unum jarðtengir styttan af Hannesi Hafstein fyrir framan Stjórnarráðs- húsið borgarbúa og minnir á að eitt sinn var Stjórnarráðið stór og mikil bygging sem varðveitir merkilega sögu lands og þjóðar. Fallega grænt grasið nýtur góðs af vætutíðinni sem verið hefur en gefur einnig von um að sumarið komi að lokum. Hannes á sínum stað Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar í borg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.