Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 ✝ Grímur Bene-diktsson fædd- ist á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð 7. maí 1927. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 18. maí 2018. Foreldrar hans voru Ragnheiður Lýðsdóttir frá Skriðinsenni, f. 22. júní 1895, d. 1. sept- ember 1983, og Benedikt Gríms- son, bóndi og hreppstjóri, f. 17. apríl 1898, d. 21. júlí 1980. Systk- ini Gríms eru Sigurður Matthías, f. 29. desember 1928, d. 28. maí 2005, Lýður Valgeir, f. 2. sept- ember 1931, og Rósa Jónída, fóstursystir, f. 16. júní 1936. Grímur kvæntist 26. júlí 1952 Kristjönu Höllu Ingólfsdóttur frá Gilhaga í Hrútafirði, f. 18. júlí 1930, d. 12. desember 2017. 1985, í sambúð með Stephanie Thorpe, og Grímur, f. 1990, í sambúð með Þorbjörgu Ástu Leifsdóttur. Grímur ólst upp á Kirkjubóli og lauk barnaskólaprófi frá Hey- dalsárskóla. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi og síðan Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan bú- fræðiprófi 1949. Grímur hóf bú- skap á Kirkjubóli 1951, fyrst í fé- lagi við föður sinn og síðar við Sigurð bróður sinn. Þá var hann sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna á árunum 1976- 1997. Hann var stjórnarfor- maður Kaupfélags Steingríms- fjarðar í allmörg ár og gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum fyrir byggðarlagið á starfsævi sinni og var virkur í fé- lagslífi. Hann var húsvörður við félagsheimilið Sævang í 25 ár. Grímur og Kristjana hættu bú- skap vorið 2000 og fluttu til Reykjavíkur. Síðustu sex árin hefur Grímur dvalið á hjúkrun- arheimilinu Skjóli. Útför hans fer fram frá Ás- kirkju í dag, 25. maí 2018, klukk- an 13. Foreldrar hennar voru Anna Sigur- jónsdóttir, f. 11. september 1900, d. 24. september 1987, og Ingólfur Krist- inn Jónsson, f. 26. júlí 1983, d. 11. júlí 1932. Börn Krist- jönu og Gríms eru: 1) Benedikt Guð- mundur, f. 8. júlí 1953. Dóttir hans og Þórdísar Gunnarsdóttur er Sara, f. 1985, í sambúð með Al- bert Val Albertssyni. Dóttir þeirra er Lilja Karen. Albert á eina dóttur úr fyrra sambandi. 2) Anna Inga, f. 6. desember 1955, maki Svanur Ingimundarson, hann á tvö börn úr fyrra sam- bandi. 3) Gunnar Rúnar, f. 22. júlí 1959, maki Ragna Þóra Karls- dóttir. Synir þeirra eru Smári, f. Með þessu fallega ljóði vil ég minnast tengdaföður míns, Gríms Benediktssonar, með kærleiksríku þakklæti fyrir allt sem hann var okkur. Blessuð sé minning þín. Jarðvist á enda, lífsgöngu lokið, ljósið þitt slokknað, fölnuð brá. Virðing og þökk, vegferðin öll, vel í huga geymd. Hljóðnuð er röddin, hæglátur blærinn, helguð þín brottför, Drottins náð. Virðing og þökk, vegferðin öll, vel í huga geymd. Syrgjendur kveðja, söknuðinn finna, sárasta harminn, tregans tár. Virðing og þökk, vegferðin öll, vel í huga geymd. Faðmi þig ljósið, friðarins engill, fylgi þér nú á æðra stig. Virðing og þökk, vegferðin öll, vel í huga geymd. (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Ragna Þóra Karlsdóttir. Afi Grímur var seigur. Það var orðatiltæki sem hann not- aði óspart í gegnum tíðina, eitt af hans uppáhalds. Ef maður gerði eitthvað til að verðskulda eitt „seigur“ frá afa, þá var maður að standa sig. Svo var annað sem hann sagði líka oft. Það var „klaufaskapur“ og hann hló alltaf á eftir. Eftir að afi fékk Alzheimers- sjúkdóminn og minnið fór að bregðast honum þá var þó ein saga sem hann gat lýst í smáat- riðum. Sú saga sannar að hann var seigur. Hann og Diddi bróðir hans voru í kringum 14-15 ára aldur. Þeir voru vanir að fara út á litlum árabát með pabba sínum og veiða. Dag einn lá pabbi þeirra í rúminu, veikur, og þeir bræður suðuðu um að fá samt að fara út á bátnum og leggja lóðir. Móðir þeirra var ekki hrifin af þessu, en pabbi studdi drengina. Þeir fóru út og lögðu, fengu sér í svanginn og svo aft- ur út til að draga. Þá hvessir svo út fjörðinn að þeir gáfust upp og reru í land. Þeir bræður fóru aftur út daginn eftir og ætluðu svo sannarlega ekki að gefast upp tvo daga í röð. Þeg- ar þeir voru nýbyrjaðir að draga þá þyngist allt í einu rosalega. Þeir reiknuðu með því að þeir hefðu krækt í gróð- ur sem steinn væri fastur á, en það var skrýtið að ef þeir gáfu eftir þá seig það ekki niður. Svo þegar þetta er komið upp undir bátinn þá sjá þeir allt í einu svaka stórt dökkt ferlíki undir bátnum. Þeir voru skelkaðir, en vildu ekki sleppa þessu. Þeir drógu þetta upp að bátnum og sáu þá að það var hákarl. Risastór. Hann var fastur í kjaftinum og línan hafði vafist utan um sporðinn líka. Það var sporð- urinn sem kom upp að bátnum þegar þeir drógu. Þeir bræður reyndu að róa í land en þá tek- ur helvískur hákarlinn við sér og byrjar að synda út á sjó og dregur þá á árabátnum á eftir sér. Sem betur fer voru Naustavíkur-bræður ekki langt frá á trillu. Þeir sáu afa og Didda róa og róa, en ekki kom- ast neitt áfram. Þeim fannst það skrýtið og sneru því við og komu til móts við þá. Þeir drógu unglingana í land með afla dagsins, risahákarl. Afi sagði að það hefði alltaf verið hnífur tilbúinn til að skera á línuna ef þeir hefðu stefnt út á hafsjó, en þeir vildu sýna að þeir væru „seigir“. Sveitahjartað í afa var svo seigt að þrátt fyrir að þurfa að berjast við þennan erfiða sjúk- dóm sem strokaði út hverja söguna á fætur annarri þá sló það áfram af krafti í langan tíma. Það er svo erfitt og flókið að vera búinn að syrgja að miklu leyti karakter og per- sónuleika afa í nokkur ár áður en hann loksins kvaddi okkur, en ég man ennþá eftir góðu stundunum. Ég man hversu hlýr og góður hann var við okk- ur barnabörnin og hversu inni- lega hann gat hlegið. Það verða fagnaðarfundir hjá honum og ömmu Sjönu. Bless afi og takk fyrir allt. Þú varst seigur. Smári Gunnarsson. Oft þegar mér tekst vel í ein- hverju heyri ég í kollinum orðið „seiiigur!“ sagt með sömu inn- lifun og afi Grímur gerði í den þegar maður gerði eitthvað vel. Afi hafði einstakt lag á litla of- virka nafna sínum og mér fannst við alltaf vera teymi, Grímarnir tveir. Hann leyfði mér að prófa allt í sveitinni, og leyfði mér sjálfum að komast að því hvað mætti og hvað mætti ekki, enda duglegur að hlæja að því þegar ég gerði ein- hverja vitleysu og var fljótur að mæta þegar ég fór fram úr mér. Ég var hvergi öruggari en hjá afa Grími og ég er gífurlega þakklátur fyrir tímann sem ég átti sem barn í sveitinni á Kirkjubóli. Ég leit alltaf mikið upp til afa og hann er líklegast sá sem ég stúderaði mest þegar ég var yngri. Ég tók eftir litlum hlut- um eins og hvernig hann klór- aði sér alltaf smá í andlitinu áð- ur en hann hreyfði við taflmanni í reglulegu skákinni okkar, hvernig hann beit stund- um í tunguna þegar hann skellti uppúr og hvernig hann hallaði höfðinu svona snöggt til hliðar og niður þegar hann lagði áherslu á eitthvað. Fyrir utan að stúdera hreyf- ingar hans og uppeldisaðferðir, þá var afi alltaf að mínu mati best klæddi maðurinn í her- berginu. Ég hef allavega oft lit- ið í spegil og hugsað: Þú ert klæddur alveg eins og afi Grím- ur! Það hefur alltaf verið í mín- um augum gæðastimpill, enda spyr tískan ekki um aldursbil. Ég hef oft sagt það að ég geti ekki beðið eftir því að verða afi Grímur einn daginn, það er heldur betur pressa á litla nafna. Sjáumst síðar, elsku afi. Þinn Grímur. Elsku afi minn. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Það voru forréttindi að eiga afa og ömmu sem bjuggu í sveit. Þú hugsaðir svo vel um sveitina þína, fjöl- skylduna, heimilið, kindurnar, fjöruna og jörðina. Þú varst ráðagóður og útsjónarsamur og hafðir alltaf nokkur trix uppi í erminni eins og þú sagðir svo oft. Í sveitinni var maður svo frjáls. Mér fannst svo gaman að fara með þér á dráttarvélinni í fjöruna að draga rekaviðar- drumbana úr sjónum og tína rusl eða vera í fjárhúsunum og hugsa um kindurnar. Sauðburð- urinn var sérstaklega skemmti- legur því þá var hægt að hjálpa svo mikið til. Fyrir litla stelpu var líka rosalega spennandi að fá að sitja í skrifborðsstólnum þínum, leika með reiknivélina og þykjast vera sparisjóðsstjór- inn. Eftir að þið amma fluttuð til Reykjavíkur átti ég líka allt- af öruggt skjól hjá ykkur, það var alltaf pláss fyrir mig og þið voruð alltaf til staðar þegar ég þurfti á að halda. Síðustu sex ár hafa verið erfið, að horfa upp á þig hverfa frá okkur inn í Alzheimers-sjúkdóminn en samt vera á staðnum, nú hefur þú fengið kærkomna hvíld. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku afi minn, það er sárt að kveðja þig í dag, takk fyrir alla hlýjuna og allt sem þú kenndir mér. Sara Benediktsdóttir. Það eru rétt rúmir fimm mánuðir síðan við kvöddum ná- frænku mína og vinkonu Krist- jönu Ingólfsdóttur, Sjönu frænku, nú þegar við kveðjum eiginmann hennar og vin okkar, Grím Benediktsson. Þeim sómahjónum á ég mikið að þakka frá þeim tíma sem ég og mín fjölskylda bjó og starfaði á Hólmavík. Þau tóku mér, stráklingnum úr Borgarnesi, opnum örmum þegar ég ásamt konu minni og dóttur flutti norður á Strandir árið 1994. Fyrstu vikurnar eftir að ég hóf störf hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík bjó ég hjá þeim Grími og Sjönu og ekki var atlætið til að kvarta yfir, veitingarnar í eldhúsinu hjá frænku eins og maður væri í veislu alla daga og notalegar stundir með Grími á kvöldin þar sem málin voru rædd og mér kynntar Strandirnar og það góða fólk sem þar bjó á þeim tíma. Grímur var heilsteyptur maður og orðið ljúfmenni er það sem mér dettur ætíð í hug þegar ég hugsa til hans, alger klettur sem lét ekki hagga sér mikið. Grímur var glaðsinna og stutt í brosið og fáum hef ég kynnst þar sem brosið nær eins skýrt til augnanna og hjá Grími blessuðum sem nú hefur fengið hvíld eftir langa sjúkdómslegu á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Á Kirkjubóli var Sparisjóður Kirkjubólshrepps og síðar Strandamanna starfræktur, Guðrún kona mín réðst til starfa hjá Grími að afloknu fæðingarorlofi og var afar gott að starfa hjá og með Grími. Hans mannkostir komu sér vel í öllum samskiptum við við- skiptavini sjóðsins, við vorum svo heppin að samhliða því sem Guðrún starfaði hjá Grími sá Sjana um að gæta sonar okkar og varð hann á þeim tíma eins og hennar ömmustrákur. Ekkert var sparað í vinar- hótum gagnvart Ólafi Axel og eins var gagnvart Jóhönnu Marín, dóttur okkar, sem fór reglulega í heimsókn til Sjönu og Gríms. Jóhanna fékk fljótt mikla ást á Kirkjubóli, meira að segja það mikla að hún ákvað að gefa lömbunum hjá þeim Grími og Sjönu snuðin sín þeg- ar hún vordag einn ákvað að hætta að nota þann búnað. Einnig er til merkis um þann sess sem þau hjón öðluðust í hjarta okkar barna að enn þann dag í dag gengur ein smurosta- tegund, sem mitt fólk fékk mikla ást á hjá þeim hjónum á Kirkjubóli, undir heitinu „Sjönu og Gríms ostur“ í minni fjölskyldu og er hann gjarnan keyptur þegar gera á vel við sig. Það var góður tími sem við áttum á Hólmavík og þar eig- um við enn góða kunningja og vini, það var okkar lán að eiga gott fólk að á svæðinu, þau Grím, Sjönu og syni þeirra og þeirra fjölskyldur, fólk sem var okkar bakland ef svo má segja meðan við vorum að koma okk- ur fyrir í Lækjartúninu og í raun allan þann tíma sem við dvöldum á Ströndum. Það er margs að minnast og ekki síður að þakka fyrir þegar hugurinn leitar til baka nú þeg- ar komið er að leiðarlokum hjá heiðursmanninum Grími Bene- diktssyni. Ég og mín fjölskylda vottum frændfólki okkar og vinum, þeim Önnu Ingu, Benedikti, Gunnari Rúnari og öllu þeirra fólki, okkar dýpstu samúð. Hvílið í friði elsku Grímur og Sjana, hafið þökk fyrir allt og allt. Björn Bjarki Þorsteinsson. Grímur Benediktsson Ég er vinkona þín og þú ert vinur minn. Elsku gullið mitt. Þú með allar áhyggjurnar þínar, af litlu hlut- unum. Fólkinu sem þú hélst að hefði skoðanir sem gætu sært þig. Fólkinu sem þú hélst að væri mikilvægara en þú, en eng- inn var mikilvægari, elsku Valdi- mar, en þú sjálfur. Þú varst söguhetjan í þinni sögu en þú bara sást það ekki alveg alltaf. Allir aðrir voru svo rosalega stórir og merkilegir nema þú sjálfur fyrir þér. Allir sigrarnir sem skiptu þig svo miklu máli en voru svo lít- ilvægir í stóra samhenginu. Vinirnir sem þú áttir og elska þig svo mikið en þú hélst að þú þyrftir að sanna þig fyrir til að verðskulda. Öll ástin sem þú hélst að þú þyrftir að hafa fyrir og umræðu- efnin sem urðu að standast þín- ar heimspekilegu væntingar og staðla. Heimspekingurinn minn, elsku vinur. Elsku ljúfi, týndi ástríki vinur minn. Þú gerðir svo ótrúlega miklar kröfur á sjálfan þig. Þú listamaður af guðs náð og ævintýramaður lífsins. Svo fast- ur á milli þess sem var og hug- sjóna þinna sem öll þessi orka og sveimhugur átti erfitt með að finna farveg fyrir. Þú áttir svo mikið inni. Svo mikinn tíma til að finna út úr Valdimar Snær Stefánsson ✝ Valdimar SnærStefánsson fæddist 14. nóv- ember 1993. Hann lést 2. maí 2018. Út- för hans fór fram 14. maí. þessum hlutum öll- um, svo mikinn tíma til að finna leiðina heim í þína listamannsköllun sem svo sannarlega var til staðar. Nú er sá tími óvænt liðinn og það eina sem huggar er hversu ótrúlega fal- lega orku og minn- ingar þú skilur eft- ir. Þú yndisvera. Þú ljúfa, gamla sál. Þú kunnir aldrei að segja neitt nema fallegt, þú kunnir ekki að vera vondur við neinn nema sjálfan þig. Og það brýtur hreinlega hjarta mitt að hafa ekki getað fengið tækifæri til að segja þér hversu yndislegur þú ert, hvað mér þykir ósegjanlega vænt um þig og hversu mikið ég sakna þín, fyrr en eftir að þú ert farinn. Þú ert bókað á fallegasta staðnum núna að þvæla með allskonar kenningar um eitt og annað sem skiptir svosem ekki öllu máli í stóra samhenginu en er gaman að velta fyrir sér. Þú ert svo mikið gull. Þú ert svo mikilvægur. Þú skiptir mig svo miklu máli, elsku Valdimar, jafnt nú og áður. Það er viss huggun að vita að nú ert þú loksins við stjórnvölinn. Það er friður í kringum þig og þú jafn dularfullur í ævintýraleit þinni nú og áður en lagt var af stað. Megi allar góðar vættir, mínar hlýjustu kveðjur og ljós alls þess sem gott er verða þér hinn skærasti viti í leit þinni að hin- um eilífa sannleik sem var og er þér svo mikilvægur. Ég mun aldrei gleyma þér og væntum- þykja mín til þín og þakklæti á sér engin mörk. Maríanna Jóhannsdóttir Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 4, sem lést 14. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. maí klukkan 13. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Haukur Már Stefánsson Soffía Bryndís Guðlaugsdóttir Arnheiður Svala Stefánsd. Jens Gunnar Ormslev Guðmundur Þór Stefánsson Ástkær bróðir og móðurbróðir, ÁSGEIR GÍSLASON trésmiður, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 4. júní klukkan 15. Kolbeinn Gíslason Haukur Þór Haraldsson Katrín Haraldsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður að Sjafnargötu 12, Reykjavík, lést á Hrafnistu að morgni 23. maí. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju fimmtudaginn 7. júni klukkan 13. Edda G. Björgvinsdóttir Birgir Björgvinsson Ásta Edda Stefánsdóttir Áslaug Högnadóttir Páll Haraldsson Andri Björn Birgisson Johanna Velásquez Brynja Dóra Birgisdóttir Ragnar B. Ragnarsson Týr Fáfnir Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.