Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 ✝ Oddný Magn-úsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 6. júlí 1952. Hún lést á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja 17. maí 2018. Oddný var dóttir hjónanna Magn- úsar Margeirs Jónssonar, f. 21. janúar 1925, d. 25. apríl 2010, og Ein- hildar Þóru Pálmadóttur, f. 20. desember 1924, d. 1. janúar 2015. Systkini Oddnýjar eru Þór Pálmi, f. 1948, maki Hulda Guð- mundsdóttir, Jón Kristinn, f. 1956, maki Dagbjört Linda Gunnarsdóttir, og Halldóra, f. 1966, maki Ívar Guðmundsson. Oddný gekk í hjónaband með Stefáni Hákonarsyni árið 1972. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Hildur Þóra, f. 1972, maki Sig- urður Björgvinsson, börn þeirra eru Oddný María, Arn- Ottó, f. 1980, maki Dagmar Að- alsteinsdóttir, börn þeirra eru Emelía, Viðar og Pétur. Þau hófu sambúð sína í Há- túni 34 árið 2001 og fluttu síðar að Efstaleiti 67. Þau ferðuðust mikið, bæði innanlands og utan, hvort heldur á mótorhjóli eða húsbíl. Hinn 18. október 2017 gengu þau í hjónaband í Kefla- víkurkirkju. Á yngri árum var Oddný meðlimur í skátafélaginu Heið- arbúum. Hún útskrifaðist úr Gagnfræðaskólanum í Keflavík 1969 og gekk í Húsmæðraskól- ann Ósk á Ísafirði veturinn 1970-71. Hin síðari ár var Oddný meðlimur í kirkjukór Keflavíkurkirkju og unni sér einna best í útiveru og hreyf- ingu margskonar. Oddný vann langstærstan hluta starfsævi sinnar hjá Keflavíkurkaupstað, síðar Reykjanesbæ. Stærstan hluta með börnum á leikskólum bæj- arins og síðar sem starfsmaður Sundmiðstöðvarinnar og Íþróttahúss Keflavíkur. Telur starfsaldur hennar hjá bæj- arfélaginu rúm 45 ár. Útför Oddnýjar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 25. maí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. björg og Ragnar Ingi, sonur Odd- nýjar Maríu er Gabríel Máni. 2) Hulda Rósa, f. 1974, maki Guðni Lárusson, börn þeirra eru Harpa Rós og Elvar Logi. 3) Gunnar Haf- steinn, f. 1979, maki Guðrún Freyja Agnars- dóttir, börn þeirra eru Guð- björg Hildur, Emma Karen og Bríet Embla. 4) Magnús Mar- geir, f. 1986, maki Karitas Heimisdóttir, sonur þeirra er Baltasar Orri. 5) Halldóra, f. 1989, maki Magnús Ingi Odds- son, börn þeirra eru Tómas Ingi og Elva María. Árið 2000 kynntist Oddný eftirlifandi eiginmanni sínum, Þórhalli Steinari Steinarssyni, f. 23. desember 1958. Börn Þór- halls úr fyrra hjónabandi eru Anna Þóra, f. 1978, og Einar Elsku fallega mamma mín! Ég trúi því ekki að ég sé að skrifa minningarorð um þig, þetta er allt svo óraunverulegt og ósanngjarnt. Elsku mamma, þetta er allt svo sárt en það er huggun í harmi að þú ert ekki lengur að kveljast úr þessum hræðilega sjúkdómi sem tók svo margt frá þér sem þú elsk- aðir, en þú varst svo sterk og dug- leg og jákvæð og ætlaðir þér svo innilega að sigrast á þessu og gast ekki beðið eftir því að geta passað barnabörnin þín, farið út að hlaupa og aftur í vinnu. Ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut að geta hreyft mig og gert það sem mig langar, það hefur þú kennt mér í þessu öllu saman. Líf- ið er of stutt til að bíða og vona, maður á bara að láta verða af hlut- unum. Elsku mamma, þú varst alltaf svo góð við alla. Við systkinin átt- um öll vini sem vildu flytja til okk- ar því mamma okkar var best! Það leið öllum svo vel í kringum þig og það voru allir alltaf vel- komnir til þín. Elsku mamma, það besta við þig var að finna það að maður var alltaf nóg – þú varst endalaust stolt af okkur börnunum þínum. Þú kenndir okkur að það skiptir mestu máli að vera góð mann- eskja. Elsku mamma, þú varst líka besta amma í heimi. Það var svo gaman að koma til ömmu Oddu og afa Þórhalls. Þú gafst barnabörn- unum endalausan tíma og athygli og lékst við þau alltaf þegar þau voru hjá þér. Algjörlega einstök amma. Elsku mamma, ég er svo þakk- lát fyrir að þú hafir verið mamma mín. Alltaf þegar ég var spurð hvort ég væri ekki dóttir Oddu Magg því við værum svo líkar fylltist ég stolti – því fallegri manneskju að innan sem utan er ekki hægt að finna. Elsku mamma, við eigum svo mikið af fallegum minningum saman og hvað ég óskaði þess heitt að þær yrðu mun fleiri. Elsku mamma, ég veit ekki hvernig ég get lifað án þín en ég verð að vera sterk og jákvæð eins og þú. Við systkinin erum svo heppin að vera svona samrýndur hópur og það er allt þér að þakka og það hjálpar okkur að takast á við sorgina. Elsku mamma, ég mun tala endalaust um þig við alla og börn- in mín munu þekkja þig – bestu ömmu í heimi. Elsku besta mamma, við systk- inin munum passa hvert upp á annað og passa upp á Þórhall þinn og Sunnu. Ég elska þig, mamma mín, og sakna svo óskaplega mikið. Kveðja, Lillan þín. Halldóra Stefánsdóttir. Elsku besta mamma mín. Hvernig er hægt að þakka fyrir eitthvað sem maður getur ekki komið orðum að. Þú hefur alltaf verið kletturinn minn í öllu því sem á daga mína hefur drifið. Það var alveg sama hvað ég tók mér fyrir hendur, þú varst minn stuðningsmaður núm- er eitt. Þú varst alltaf svo stolt af mér í öllu sem ég gerði, það var al- veg sama hvað það var. Ég gat alltaf leitað til þín með vanda- málin mín, stór sem smá. Þú mátt- ir ekkert aumt sjá, þú fannst alltaf það góða í öllum. Ég trúi ekki að ég fái ekki leng- ur að sitja með þér yfir kaffibolla og segja þér hvað á daga mína hafði drifið. Þær stundir eru mér svo kærar. Veikindi þín settu strik í reikninginn síðasta eitt og hálfa árið og það var svo erfitt að horfa upp á þig geta ekki gert allt það sem þig langaði til. Það var ekkert sem þú þráðir heitar en að fara aftur í vinnuna og geta stundað þína líkamsrækt. Þú varst alltaf svo kraftmikil og dugleg. Ég á þér allt mitt að þakka, þú kenndir mér hvernig það er að vera góður, heiðarlegur og sann- gjarn. Ég veit að ég var ekkert alltaf fyrirmyndarsonurinn, en það sem skipti mig alltaf mestu máli, var að þú værir í lagi, þú værir glöð og að þú værir ham- ingjusöm. Ég vildi að ég gæti fengið að eiga með þér mörg ár til viðbótar og ég vildi að þú gætir verið við hlið mér þegar sonur minn fæðist eftir nokkrar vikur. En það er víst svo að maður fær ekki allt í þessum heimi. Þú hefur verið mér besta mamma sem nokkur gæti óskað sér, þú hefur líka verið Guðbjörgu Hildi besta amma sem hugsast getur. Ykkar samband var alltaf sterkt og verð ég ævinlega þakk- látur fyrir það. Ég mun svo sann- arlega kenna prinsinum ófædda allt um ömmu Oddu og reyna að vera honum það foreldri sem þú varst mér. Ég á svo erfitt með að kveðja þig, elsku besta mamma mín, en ég er sannfærður um það að þú verðir alltaf með mér. Þinn elskandi sonur, Gunnar Hafsteinn. Elsku besta mamma, það er með öllu óskiljanlegt að þú sért farin frá okkur. Þú sem varst allt- af svo hress og kát, alltaf á hlaup- um eða að leika við barnabörnin. Síðasta eitt og hálfa ár var þér erf- itt og okkur öllum en þú tókst öllu með miklu æðruleysi og dugnaði eins og þér einni var lagið. Ég á mjög erfitt með að koma því frá mér sem mig langar að segja þér, en textinn í laginu hans Friðriks Ómars segir allt sem segja þarf og sendi ég þér hann. Mamma þú ert hetjan mín. Þú fegrar og þú fræðir. Þú gefur mér og græðir. Er finn ég þessa ást þá þurrkarðu tárin sem mega ekki sjást. Mamma ég sakna þín. Mamma, þú ert hetjan mín. Þú elskar og þú nærir, þú kyssir mig og klæðir. Ef brotinn ég er, þú gerir allt gott með bros þitt þú sársauka bægir á brott. Mamma, ég sakna þín. Ég finn þig hjá mér hvar sem er alls staðar og hvergi, þú ert hér. Þú mér brosir í mót, ég finn þín blíðu- hót. Alvitur á allan hátt, þó lífið dragi úr þér mátt. Við guð og menn þú sofnar sátt. Þú vakir líka er ég sef, á nóttu og degi þig ég hef. Þú berð ætíð höfuð hátt, veist svo margt en segir fátt. Gleður mig með koss á kinn, mér finnst ég finna faðminn þinn, og englar strjúki vanga minn. (Friðrik Ómar Hjörleifsson) Takk fyrir allt, elsku mamma mín, þú kenndir mér svo margt og ef ég get verið börnum mínum eins góð fyrirmynd og mamma og þú, þá er ég mjög þakklát. Elska þig alltaf. Þín Hulda. Út um gluggann á sjúkrahús- inu horfði ég á veturinn breytast í vor. Vorið var uppáhaldsárstíðin hennar mömmu. Hún elskaði þeg- ar trén og blómin voru að vakna af vetrardvala. Þá kvaddi elsku mamma mín, umvafin þeim sem henni þótti vænst um. Mamma mín var ótrúleg kona, alltaf jákvæð og góð manneskja. Hún elskaði hreyfingu og var dug- leg að rækta líkama og sál. Þó lífið væri henni ekki alltaf auðvelt, gafst hún aldrei upp og kvartaði aldrei. Veraldlegir hlutir voru henni ekki mikilvægir, skemmtilegar samverustundir með okkur fólkinu hennar voru henni meira virði. Mamma elskaði okkur börnin sín og barnabörn meira en allt og hennar takmark í lífinu var að koma okkur til manns. Hún elsk- aði að leika við barnabörnin og sat hún oft á gólfinu að púsla eða lita með þeim. Tilhugsunin um að eiga ekki eftir að setjast við eldhús- borðið hennar og spjalla er mér næstum um megn, því bestu stundirnar okkar voru þegar við sátum tvær eða með fjölskyldunni og ræddum lífið og tilveruna. Mamma var kletturinn minn, hún var með stærsta hjartað, hún var mér allt. Elsku hjartans mamma mín, það er svo óraunverulegt að þú sért farin frá okkur, sársaukinn er svo mikill og lífið verður svo tóm- legt án þín. Vonandi líður þér bet- ur og ég trúi því að amma og afi hafi tekið á móti þér. Við munum passa hvert upp á annað og reyn- um að feta í þín fótspor, að vera góðar manneskjur. Þín dóttir, Hildur Þóra. Elsku besta mamma. Mér finnst svo afskaplega óraunveru- legt að þurfa að skrifa þetta – ég hélt að það yrði engan veginn strax. Hvað lífið getur verið ósann- gjarnt stundum. Við komumst að því þegar mamma fór frá okkur. Falleg, hjartahlý og yndisleg eru aðeins fá af þeim lýsingarorðum sem hægt var að nota til að lýsa elsku bestu mömmu. Á svona stund er maður þakklátur fyrir allt það sem þú gafst mér og öllu fólkinu þínu. Þú kenndir okkur að maður á alltaf að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig, nokkuð sem ég hef reynt að tileinka mér í hvívetna. Að vera litli strákurinn þinn var æðislegt. Ég gleymi aldrei hversu yndislegt það var að fá að kúra uppi í rúminu þínu og hlusta á Dionne Warwick. Við vorum náttúrlega ekki bara tvö, venju- lega vorum við fimm í rúminu en það var alltaf jafn notalegt þótt plássið væri ekki mikið. Ég dáist alltaf að því hversu dugleg þú varst þegar við vorum að alast upp og til að við gætum haft það sem allra best vannstu venjulega tvær eða þrjár vinnur og alltaf man ég hvað ég var glaður þegar þú komst heim og ég gat sagt þér frá deginum mínum. Þú settir okkur alltaf í fyrsta sæti og fyrir það er ég þér ævinlega þakklátur. Svo kynntist mamma Þórhalli sínum og til að byrja með áttum við lillurnar hennar svolítið erfitt með að vera ekki lengur eina áhugamálið hennar mömmu. Okk- ur fannst það smá ósanngjarnt. En með Þórhalli kom stöðugleiki sem mamma átti svo sannarlega skilið – hún hafði meiri tíma fyrir sjálfa sig. Þegar við fórum að ræða það hve ósanngjarnt okkur fannst að þú værir að fara, loksins þegar þú varst komin á þann ald- ur að geta farið að slappa af og njóta lífsins, rann það upp fyrir okkur hve miklu þú værir búin að áorka í lífinu. Þú varst búin að búa þér til stærðarinnar fjölskyldu, búin að ferðast mikið, bæði hér- lendis og erlendis, og syngja með Björgvini Halldórssyni, sem var alltaf draumurinn. Elsku mamma, gullvagninn er kominn að sækja þig. Ég mun aldrei nokkurn tímann gleyma þér og því sem þú gafst mínu lífi. Ég mun ávallt geyma í huga mín- um minninguna um fallegustu konuna á Íslandi. Magnús, Karitas og Baltasar Orri. Elsku amma, við eigum svo mikið af góðum og fallegum minn- ingum um þig. Þú varst svo ynd- isleg og góðhjörtuð og það var svo gott að vera í kringum þig. Okkur leið alltaf svo vel að vera hjá þér og það var svo gott að koma í heimsókn til þín. Það er erfitt að hugsa til þess að geta aldrei aftur komið til þín og spjallað við þig við eldhúsborðið þitt. Takk fyrir að vera alltaf svona góð við okkur. Takk fyrir að styðja okkur alltaf í öllu sem við gerðum. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar sam- an. Við munum passa upp á allar minningarnar okkar saman og munum aldrei gleyma þeim. Það er svo sárt að kveðja þig og það verður erfitt að hafa þig ekki lengur hjá okkur en við vitum að þér líður betur núna. Elsku amma, við elskum þig rosalega mikið og munum sakna þín svo mikið. Hvíldu í friði, elsku hetjan okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín barnabörn og barnabarna- barn, Oddný María, Arnbjörg, Ragnar Ingi og Gabríel Máni. Elsku hjartans systir mín, það er komið að kveðjustund. Þegar ég fæddist varst þú 14 ára og yfir þig hamingjusöm með að fá litla systur til að dekra við og passa. Við höfum alla tíð verið mjög nánar og ég hef alltaf getað reitt mig á þig, sama hver vanda- málin voru. Árin liðu og þú eign- aðist þín börn og ég passaði þau og ekki nóg með það heldur gafstu mér nöfnu sem ég er endalaust stolt af. En samband okkar og barnanna okkar hefur alltaf verið mjög náið og munum við halda áfram að rækta það með því að halda minningu þinni á lofti. Við til dæmis stofnuðum saumaklúbb sem við kölluðum Keflavíkur- gengið og höfum verið mjög dug- legar að hittast. Þú varst alltaf svo ánægð þegar við hittumst og við munum halda því áfram því það vildir þú. Fyrir tæpum 18 árum kynntist þú honum Þórhalli þínum og í október sl. giftuð þið ykkur. Þið áttuð góð ár saman ásamt henni Sunnu ykkar sem þú varst svo dugleg að fara með í göngutúra. Öll ferðalögin sem þið fóruð í bæði innanlands og utan, mótorhjóla- ferðir og svo ferðir á húsbílnum ykkar. Þið áttuð yndislegt heimili sem gott var að koma á. Börnin þín fimm bera þér vott um gott uppeldi og veganesti sem þú lagðir þeim til og þú getur ver- ið stolt af þeim. Þú varst þeim best og þau og barnabörnin þín munu halda minningu þinni á lofti. Takk, elsku systir mín, fyrir hversu góð þú varst alltaf við mig og mína fjölskyldu, þú varst okk- ur miklu meira en systir og frænka, þú varst best. Nú sendi ég þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku systir mín, ég veit að mamma og pabbi taka vel á móti þér og passa upp á stelpuna sína. Elsku Þórhallur, Hildur, Hulda, Gunnar, Magnús og Hall- dóra, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Þín systir, Halldóra. Elsku fallega frænka okkar, það er einstakt að hafa fengið að alast upp með þig sem ekki bara frænku heldur miklu miklu meira. Þið systur hafið alla tíð verið svo nánar og við heldur bet- ur notið góðs af því. Alla tíð hefur þú tekið okkur sem part af börn- unum þínum, enda var alltaf pláss í risastóra hjartanu þínu, elsku Odda. Þú varst góð við alla og vildir öllum vel. Við munum taka það út í lífið frá þér, að dæma eng- an og vera góð við alla. Það var alltaf svo gott að vita af þér þegar þú varst að vinna í sundlauginni og við á æfingum. Þú varst alltaf með bros á vör, hafðir svo mikinn áhuga á því hvernig okkur gekk í sundinu og hvattir okkur áfram. Þú varst alltaf svo dugleg að hreyfa þig og varst forsprakki þess að við hlupum saman í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir fjórum árum. Við lofum að taka okkur á til að rúlla upp 10 kíló- metrum í ágúst til heiðurs þér. Við vitum að þú hleypur með, bara á öðrum og betri stað. Á meðan fuglarnir sungu daginn inn, dróst þú andann í hinsta sinn. Og sólargeislar læddust inn, til að strjúka mjúkan vanga þinn. Við eftir sitjum, með sorg í hjarta, en minning lifir um daga bjarta. Þú heldur áfram á annan stað, og vakir yfir okkur, uns við hittumst þar. (Helena Ósk Ívarsdóttir) Takk fyrir allt, elsku frænka. Þangað til við hittumst næst, Helena Ósk, Einar Þór og Diljá Rún. Ein fegursta rósin er fallin, blómknippið. Saumaklúbburinn okkar, Villta nálin, verður aldrei samur. Elskuleg vinkona Oddný Magnúsdóttir er látin eftir stutta Oddný Magnúsdóttir Í dag kveðjum við Baldvin Einarsson frá Moldnúpi. Eftir að Baldvin hafði hleypt heimdraganum og sest að fyrir „sunnan“ gekk hann til liðs við Rangæingafélagið í Reykjavík, en það er félagsskap- ur fyrir brottflutta Rangæinga, til að njóta samvista og efla tengsl við átthagana. Árið 1987 tók hann við formennsku í félag- inu og gegndi því starfi til ársins 1994. Baldvin er 14. formaðurinn í sögu félagsins. Í átthagafélagi er margt sem Baldvin Einarsson ✝ Baldvin Ein-arsson fæddist 22. mars 1934. Hann lést 8. maí 2018. Útför Baldvins fór fram 17. maí 2018. þarf að gera og er allt starf unnið í sjálfboðavinnu. Baldvin var virkur þátttakandi í upp- byggingu Hamra- garða og sat í Hamragarðanefnd auk þess sem hann sinnti ýmsum öðr- um ábyrgðarstörf- um innan félagsins. Hann stýrði fé- laginu af hógværð og nákvæmni og hélt í heiðri þeim hefðum og venjum sem skapaðar höfðu verið innan félagsins. Ég vil þakka Baldvini fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Sigurveigu, börnum og öðrum aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. F.h. Rangæingafélagsins í Reykjavík, Martha Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.