Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn fastus.is RESORB OG RESORB SPORT BÆTA UPP VÖKVA- OG SALTTAP Í LÍKAMANUM HENTAR VEL FYRIR VÖKVATAP SEM ORSAKAST AF: • Veikindum s.s. niðurgangs, uppkasta og sótthita • Mikilli svitamyndun t.d. – á sólarströndinni – við vinnu í miklum hita – íþróttaiðkun HENTAR MJÖG VEL TIL AÐ BÆTA UPP VÖKVATAP EFTIR: • Hlaup • Hjólreiðar • Fjallgöngu • Skíðamennsku • Og aðra íþróttaiðkun Minnkar líkur á vöðvakrömpum og þreytu, eykur endurheimt eftir mikil átök Baldur Arnarson baldura@mbl.is Átta af hverjum tíu sveitarfélögum á Íslandi eru með útsvarið í há- marki. Þannig er útsvarsprósentan 14,52% hjá 56 af alls 74 sveitar- félögum. Þetta kemur fram í greiningu Viðskiptaráðs Íslands, sem telur það vitna um dræma samkeppni milli sveitarfélaga að svo mörg þeirra skuli hafa útsvarsprósentuna í hámarki. Aðeins sex af 74 sveitar- félögum hafi lækkað útsvarið á kjörtímabilinu. Vísbendingar séu um að mörg sveitarfélög hafi ekki fullnýtt svigrúm til hag- ræðingar. Þess í stað hafi þau aukið útgjöld með auknum tekjum. Það sé áhyggjuefni, meðal annars í ljósi þess að uppsöfnuð viðhaldsþörf inn- viða sé áætluð 172 milljarðar. Farið sé að hægja á hagkerfinu og ólík- legt sé að rekstrarskilyrði næstu ára verði jafn góð og síðustu ár. Jukust um rúm 23% Málinu til stuðnings bendir Kon- ráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, á að útgjöld sveitar- félaga hafi aukist um 23,4% á föstu verðlagi árin 2013-17. Þau útgjöld hafi verið fjármögnuð með upp- gangi þjóðarbúsins, launahækkun- um og hækkun fasteignaverðs sem skilaði 27,6% tekjuaukningu 2013- 17. Í greiningunni kemur fram að sveitarfélögin hafi mánaðarlega rúmar 104 þús. kr. í heildartekjur á hvern íbúa 16 ára og eldri. Þar af eru um 64.500 kr. skattar á tekjur og hagnað og rúmar 13.100 kr. fast- eignaskattar. Konráð bendir á að heildarskattarnir hafi hækkað um 17 þúsund kr. frá 2013. Árið 2016 hafi Ísland verið með hæstu fast- eignagjöldin á Norðurlöndum í hlut- falli við landsframleiðslu. Það komi niður á samkeppnishæfni landsins. Konráð rifjar upp að í árslok 2013 voru samanlagðar skuldir sveitarfé- laga sem hlutfall af tekjum um 184%. Samkvæmt fjárhagsáætlun- um sé áætlað að það verði 122% í lok þessa árs hjá stærstu sveitar- félögunum. Skuldirnar séu enn tölu- verðar. Árangur ekki í takt við útgjöld Konráð segir árangur sveitarfé- laga ekki endilega í takt við út- gjöldin. Til dæmis séu útgjöld á hvern nemanda á grunnskólastigi á Íslandi lítillega hærri en meðaltal Norðurlanda og töluvert hærri en meðaltal í OECD. Þrátt fyrir vax- andi útgjöld til málaflokksins á hvern nemanda hafi árangri ís- lenskra barna í PISA-könnunum hrakað síðustu ár. Loks er bent á að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi í fyrra verið tæplega sex sinn- um hærri en á íbúðarhúsnæði. Skattheimta í botni  Viðskiptaráð Íslands bendir á að 56 af 74 sveitarfélögum hafi hámarksútsvar  Svigrúm til hagræðingar sé vannýtt Tekjur og afkoma sveitarfélaganna Tekjuafgangur sem hlutfall af tekjum 1998 til 2017* Fjöldi sveitarfélaga með tiltekna útsvarsprósentu árið 2018 Tekjur á mánuði á hvern íbúa 16 ára og eldri Árið 2017 Skattar á tekjur og hagnað 64.500 kr. Fasteignaskattar 13.000 kr. Fjárframlög 10.500 kr. Aðrar tekjur 16.000 kr. *Tölur fyrir 2017 eru bráðabirgðatölur Heimild: Hagstofa Íslands, útreikningur Viðskiptaráðs Heimild: Hagstofa Íslands (bráðabirgðatölur), útreikningur Viðskiptaráðs Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga 6% 3% 0% -3% -6% -9% -12% Tekjuafgangur Meðalafkoma 1998-2017 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 14,52 14,48 14,46 14,37 14,00 13,99 13,73 13,70 13,20 13,14 12,44 0,4% 56 6 1 11 1 121 1 3 Hámarks- útsvars- prósenta 14,52% Meðalútsvar er 14,44% Lágmark 12,44% Alls 104.000 kr. 62% 13% 10% 15% Konráð S. Guðjónsson Yfir 90% erlendra ferðamanna sem koma til Íslands smakka íslenskan mat af einhverju tagi. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup og Mask- ína gerðu fyrir markaðsstofuna Ice- landic Lamb og kynnt var í gær. Fólk sem gisti í fjallaskála meðan á Íslandsdvölinni stóð hafði í öllum tilvikum smakkað íslenskan mat en skýrslan leiddi í ljós að ferðafólk sem gistir á farfuglaheimilum er ólíklegast til að smakka íslenskan mat. Ferðafólk er líklegra til að borða íslenskan mat þegar það sæk- ir landið heim í annað skipti en í það fyrsta. Launahærri ferðamenn borða frekar íslenskan mat en þeir launa- lægri. Flestir þeirra sem Gallup og Maskína spurðu voru hrifnir af skyri en ferðafólk frá Asíu og Suður- Evrópu var talsvert minna fyrir skyr en annað ferðafólk. Konur voru hrifnari af skyri en karlar en karlar borðuðu almennt meira af lamba- kjöti en konur, samkvæmt skýrsl- unni. 54% erlendra ferðamanna sem koma til Íslands smakka lambakjöt. Stærstur hluti þeirra sem smakka lambakjöt í Íslandsferð sinni borða það einungis á veitingastöðum, eða 46%. Ferðafólk virðist þó lítt hrifið af lambakjöti höfuðborgarsvæðisins en einungis lítill hluti þeirra sem smökkuðu lambakjöt á Íslandi gerði það á höfuðborgarsvæðinu. Um það bil helmingur þeirra sem smökkuðu íslenskt lambakjöt fékk sér það aft- ur. ragnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Golli Pylsur Íslendingar borða SS-pylsur og það gera erlendir ferðamenn líka. Lambakjöt vinsælt  Langflestir ferðamenn smakka ís- lenskan mat  56% borða lambakjöt „Ég er ósátt við yfirlýsingu stjórnar VR. Ragnar á að ræða málin á sam- eiginlegum vettvangi, við mið- stjórnarborðið, en þar hefur hann alls ekki verið duglegur að mæta, og á sameiginlegum fundum samninga- nefnda, sem hann er heldur ekki dug- legur að sækja. Við eigum ekki að standa fyrir enda- lausum uppá- komum í fjöl- miðlum og hjálpa þannig Sam- tökum atvinnulífs- ins,“ segir Ingi- björg Ósk Birgisdóttir, fulltrúi í stjórn VR og 2. varafor- seti ASÍ, um yfirlýsingu stjórnar VR þar sem því er lýst yfir að Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, njóti ekki trausts stjórnarinnar. Tillaga Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, að yfirlýsingu var af- greidd í fyrradag, ekki á stjórnar- fundi, með símtölum hans við aðra stjórnarmenn en Ingibjörgu, að hennar sögn, og síðan tölvu- samskiptum við alla stjórnarmenn. Ellefu stjórnarmenn samþykktu yfir- lýsinguna, tveir voru á móti og tveir svöruðu ekki tölvupóstinum. Í yfirlýsingunni er vísað til hlut- verks ASÍ og hlutverks forseta ASÍ. Stjórnin telur að forsetinn hafi ekki ræktað meginhlutverk sitt. „Þrátt fyrir skýra kröfu grasrótarinnar inn- an aðildarfélaga ASÍ um breyttar áherslur og róttækari verkalýðsbar- áttu hefur forseti ASÍ kosið að snið- ganga þær kröfur og þær breytingar sem orðið hafa í forystu verkalýðs- hreyfingarinnar og notað til þess rödd Alþýðusambandsins. Forseti ASÍ nýtur því ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir okkar hönd og mun ekki tala í umboði okkar.“ Birt fyrir fund með Katrínu Yfirlýsingin var birt í gær, fyrir fund Gylfa með Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra. Ingibjörg vekur athygli á því að Gylfi hafi á þriðjudag sent öllum sem sæti eiga í miðstjórn ASÍ, þar á meðal Ragnari, tilkynningu um fyrirhugaðan fund með forsætisráðherra. „Ég efast um Ragnar Þór hafi kynnt efni tilkynningar Gylfa fyrir stjórnarmönnum VR þegar hann hringdi í þá daginn eftir og óskaði eft- ir stuðningi. Svo virðist sem ein- hverjir stjórnarmenn hafi ekki verið nægilega upplýstir um stöðu mála þegar þeir samþykktu yfirlýsinguna,“ segir Ingibjörg Ósk. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Deila Gylfi Arnbjörnsson og Ragnar Þór Ingólfsson sitja hlið við hlið á blaðamannafundi ASÍ. Þriðji maðurinn er Kristján Þórður Snæbjarnarson. Forseti ASÍ nýtur ekki trausts VR  Tveir úr stjórn andvígir yfirlýsingu Ingibjörg Ósk Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.