Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 ✝ HelgaGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 2. febr- úar 1964. Hún lést eftir stutt og erfið veikindi á heimili sínu 13. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Ingvar Svein- jónsson, f. 1930, d. 2010, og Guðmunda Guðrún Kjartansdóttir, f. 1931, d. 2004. Systur Helgu eru Halldóra Sigríður, f. 1947, d. 2007, maki Magnús Finnur Jóhannsson, f. 1955, Lilja, f. 1951, maki Guð- mundur Vignir Hauksson, f. 1957, og Andrea Guðrún, f. 1961, maki Eysteinn Sigurðsson, f. 1958. Sambýlismaður Helgu er Æv- ar Rafn Kjartansson, f. 1962. Börn Ævars eru Friðrik Már, f. 1985, og Elísabet Elma, f. 1989. Foreldrar Ævars eru Kjartan Már Ívarsson, f. 1943, og Sigríð- ur Sæunn Óskarsdóttir, f. 1942. Systkini Ævars eru Inga Jenný Reynisdóttir, f. 1961, maki Borgþór Freysteinsson, f. 1961, og Óskar Guðjón Kjartansson, f. 1965, maki Una Sigríður Ásmunds- dóttir, f. 1967. Helga bjó fyrstu fjögur árin í Álfta- mýri, síðan á Kleppjárns- reykjum, Sólbyrgi í Borgarfirði, svo í Borgarnesi og barna- og grunn- skólaárin í vest- urbæ Reykjavíkur. Helga og Ævar hófu sambúð árið 1994 og bjuggu lengst af í Hafnarfirði. Helga vann í mörg ár á Morg- unblaðinu, fyrst á auglýsinga- deild blaðsins og síðan sem graf- ískur hönnuður. Helga og Ævar stofnuðu sitt eigið fyrirtæki ásamt fleirum sem sérhæfði sig í grafískri hönnun og ráku það í 12 ár. Síð- ustu árin vann Helga í Kattholti við umönnun katta og hjálpaði hún til við ýmislegt þar í þágu kattanna, eins og að hanna og búa til ýmislegt fyrir Kattholt. Helga var annálaður dýravinur og átti þetta því vel við hana. Útför Helgu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 25. maí 2018, klukkan 13. Yndislega Helga systir okkar er dáin. Hún dó heima hjá sér í faðmi sambýlismanns síns eftir þriggja mánaða erfið veikindi. Alltaf héldum við í vonina, en veikindin voru illskeytt. Maður er aldrei tilbúinn, sama hvað. Helga var æðrulaus allan tímann og bað aldrei um neitt og alltaf þegar við spurðum: hvernig hef- ur þú það? þá var svarið alltaf: ég hef það bara ágætt, ekki hafa áhyggjur. Denný elsta systir okkar lést af slysförum fyrir 11 árum. Við vorum allar mjög nánar og gerð- um margt skemmtilegt saman og stóðum saman í gegnum súrt og sætt. Ekki datt okkur í hug að sú yngsta færi næst. Helga var mjög listræn og var einkar lagin við að gera listaverk sem kröfðust mikillar nákvæmni og fínhreyfinga og eins og góð vinkona okkar sagði þegar hún frétti að Helga væri dáin: Nú er Helga örugglega að mála allan heiminn á agnarsmáan striga. Helga elskaði dýr og menn og vann við það síðustu árin að hugsa um kisurnar í Kattholti, einnig fór hún í sjálfboðaliða- vinnu út um allan Hafnarfjörð að gefa villikisunum. Helga var komin með lager af handverki af ýmsum toga, því meiningin var að opna gallerí ásamt sambýlismanninum, Æv- ari. Helga var alla tíð sjálfri sér nóg og mjög hógvær og lítillát. Við systur höfðum allar mjög gaman af tónlist og fátt fannst okkur skemmtilegra en að hittast á góðri stund, Helga var byrjuð að læra á gítar og var orðin mjög flink á munnhörpu. Hún samdi þessar línur, sem fylgja hér með, þegar Denný systir okkar dó og er þetta brot úr lagi eftir uppáhaldssöngkonu okkar, Lucindu Williams, sem við sáum saman á tónleikum í Glas- gow fyrir nokkrum árum. Mér seint lærist að lifa lifa, án þín elsku systir mín Ég sem ann þér svo mikið systir mín þú varst alltaf til staðar þurfti ég þín það er tómlegt án þín. Elsku Ævar, við hjálpumst að í gegnum þessa erfiðu tíma. Við munum sakna þín, elsku Helga litla sys, og þú verður allt- af með okkur. Þínar elskandi systur, Andrea (Addý) og Lilja. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Elsku fallega vinkona mín hún Helga Dengsa er farin frá okkur. Mér finnst ég svo lánsöm að hafa fengið að kynnast henni þótt ég hefði viljað hafa hana hérna miklu lengur. Ótal minningar leita á hugann og þær eru allar fallegar og umfram allt skemmti- legar. Góðhjörtuð, húmoristi, mann- og dýravinur og elskuð af öllum sem hana þekktu. Ég kveð hana með sorg í hjarta og hlakka til að hitta hana aftur þegar minn tími kemur. Elsku Ævar, Addý, Lilja og fjölskyldur, megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu Helgu. Petrína Ólafsdóttir. Helga Guðmundsdóttir ✝ Þorkell SteinarEllertsson fæddist á Snorra- braut 73 í Reykja- vík 10. júlí 1939. Hann lést þar 7. maí 2018. Foreldrar hans voru hjónin Guð- ríður Þorkelsdóttir húsmóðir, f. 11.11. 1900, d. 29.10. 1987, og Ellert K. Magnússon, sjómaður og síðar byggingameistari, f. 1.5. 1897, d. 8.2. 1974. Systkini Þorkels Steinars eru Elín, f. 20.2. 1928, Guðrún, f. 15.11. 1930, Ásgeir Birgir, f. 20.5. 1933, og Magný Gyða, f. 21.4. 1942. Þorkell Steinar kvæntist 13.8. 1961 Guðrúnu Bjartmars- dóttur, f. 3.7. 1939, d. 13.9. 1988. Börn þeirra eru: 1) Þor- mar Úlfur, f. 3.4. 1962. M. Helga Luna Kristinsdóttir, f. 14.6. 1959. Sonur þeirra Tind- ur, f. 19.12. 1991. Börn Helgu: Gísli, f. 16.3. 1976, og Diljá, f. 25.1. 1982. 2) Þorri, f. 1.2. 1965. M. Kjersti Beate Rosland, f. 30.10. 1975. Sonur þeirra Birkir Máni, f. 2.7. 2010. Börn Þorra með Gunnlaugu Yngvadóttur, f. 13.5. 1965: Þorsteinn Darri, f. 26.6. 1991, og Guðrún Björt, f. Stokkhólmi 1963 og varð fil.k- and. í uppeldisfræði frá Háskól- anum í Gautaborg 1975. Auk þess lagði hann stund á söng- nám í Söngskólanum í Reykja- vík og sótti fjölda námskeiða um uppeldismál, stjórnun og íþrótta- og heilbrigðismál. Þorkell Steinar kenndi víða við grunnskóla og framhalds- skóla bæði á Íslandi og í Sví- þjóð og starfaði að mestu sem kennari, skólastjóri og bóndi. Þar ber hæst að hann var skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum í tíu ár og bæði kennari og námsráðgjafi við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti í áratugi. Hann var hestamaður og hrossaræktandi og á seinni hluta ævinnar rak hann meðal annars stórbýlið Ármót í Rang- árvallasýslu. Þorkell Steinar var frjálsíþróttamaður, á yngri ár- um vann hann til fjölda við- urkenninga og lengi vel starf- aði hann sem íþróttaþjálfari og leiðbeinandi. Auk þess tók hann þátt í margþættum félagsstörf- um alla ævi. Má þar nefna að hann var einn af stofnendum og fyrsti formaður Rótarýklúbbs- ins Reykjavík-Breiðholt, fyrsti formaður kennarafélags FB og fulltrúi kennara í skólastjórn, formaður Bréfdúfnafélags Ís- lands auk fjölda félagsstarfa á skólaárum hans og Eiðaárum. Eftir hann liggur fjöldi ljóða, bæði birtra og óbirtra. Útför Þorkels Steinars fer fram frá Neskirkju í dag, 25. maí 2018, kl. 13. 13.11. 2001. 3) Álf- rún Guðríður, f. 26.10. 1968. M. Kjartan Ólafsson, f. 18.11. 1958. Synir þeirra Hringur, f. 25.6. 2002, og Snæ- bjartur Sölvi, f. 3.3. 2007. Dætur Kjart- ans: Védís, f. 4.1. 1989, og Sunneva, f. 8.10. 1991. 4) Teitur, f. 20.12. 1969. M. Sigríður Elva Vil- hjálmsdóttir, f. 5.11. 1978. Dótt- ir þeirra Andrá, f. 24.4. 2013. Kona Þorkels Steinars 1989- 1999 er Hildur Sigurðardóttir, f. 26.4. 1961. Börn þeirra eru: 1) Baldur Helgi, f. 7.4. 1989. M. Guðrún Snorra Þórsdóttir, f. 24.4. 1996. 2) Þórhildur, f. 23.8. 1990. M. Hjalti Harðarson, f. 22.5. 1976. 3) Þorkell Máni, f. 11.11. 1993. Sambýliskona Þorkels Stein- ars til nokkurra ára er Jing Zhang, f. 19.7. 1972. Dóttir hennar og fósturdóttir hans er Tinna Ósk, f. 9.12. 2008. Þorkell Steinar lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1960, prófi frá Íþrótta- kennaraskóla Íslands 1961, prófi sem íþróttakennari og -fræðingur frá Konunglega íþróttakennaraskólanum í „Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins svo að hann geti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran) Pabbi. Ég kveð þig með þess- um orðum sem þú varst svo hrif- inn af. Nú ertu horfinn inn í sól- skinið og friðinn. Frjáls og glaður og engu háður eins og alltaf fór þér best. Berð höfuðið hátt í blaktandi blænum. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Megi ljósið umvefja þig … Álfrún Guðríður. Það er ekki hægt að lýsa pabba öðruvísi en að hann hafi verið margslungin persóna og áhrifa- valdur í lífi þeirra sem urðu á hans vegi. Hann var gæddur miklum persónutöfrum og út- geislun, var afburðagáfaður og vel að sér um ótrúlegustu hluti. Þegar við bræður mínir fórum í helgarheimsóknir til pabba höfð- um við alltaf nóg fyrir stafni. Hann fór með okkur í útilegur, óteljandi ferðir í Skautahöllina, keilusali og bíó. Hann lagði alltaf mikla áherslu á að við systkinin töluðum góða og vandaða ís- lensku. Þýddi bíómyndir upphátt með tilþrifum í rauntíma. Kenndi okkur að stinga okkur og fara í heljarstökk af stökkbrettinu í Sundhöllinni. Glotti svo bara þeg- ar aðrir sundlaugargestir göptu yfir þessum fjöruga pabba á sjö- tugsaldri. Það var pabba ákaflega erfitt að greinast með parkinson, hreysti var svo stór hluti af hon- um. Við systkinin rifjuðum það upp um daginn að hann hefði aldrei nokkurn tímann sagt nei við því að skutla okkur hingað eða þangað þegar við vorum ung- lingar, hann bauðst alltaf til þess. Engin ferð var of ómerkileg og annað sat á hakanum á meðan. Það var hans leið til að taka áfram þátt. Oft var eins og pabbi væri ekki alveg af þessum heimi. Og kannski var hann það ekki. Hann fór alltaf sínar eigin leiðir en lífið fór engum silkihönskum um hann og oft voru samskipti hans flókin. Stundum beit ekkert á pabba og stundum var hann tilfinningaver- an uppmáluð. Til dæmis þegar hann hlustaði á fallega tónlist, óp- erur og aríur voru í uppáhaldi, þá hætti hann öllu og hlustaði bara. Stundum runnu tár niður kinn- arnar. Pabbi elskaði að syngja og nokkrar af mínum bestu bernskuminningum eru þegar við sungum hástöfum saman tvö í bílnum í sveitinni. Oft tímunum saman. Einstaka puttalingar fengu far með okkur og þá sungu þeir bara með. Ég bý vel að mörgu sem pabbi kenndi mér. Þrautseigju, ákveðni og þori til að fara mínar eigin leiðir. Að staldra við og njóta feg- urðarinnar í augnablikinu. Að syngja í bílnum. Að láta álit ann- arra ekki slá mig út af laginu og að gefast ekki upp þegar í harð- bakkann slær. Elsku pabbi minn. Góða ferð inn í sumarlandið. Þangað ferðu með skýran huga í hraustum líkama. Syngjandi. Þórhildur. Veistu ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Við vinirnir lásum Hávamál hjá Freysteini Gunnarssyni skólastjóra Kennaraskóla Ís- lands og þótti mikið til um. Fyrstu kynni okkar Þorkels Steinars voru í laut nokkurri í Hvalfirði, við fallega lækjar- sprænu. Ég virti fyrir mér strák, sem sat í grasinu neðan við þar sem ég sat. Hann var að snæða. Mér lék forvitni á hvað hann væri að tyggja svona kröftuglega að mér fannst. „Ég er að tyggja svið,“ svaraði pilturinn. Hann færði sig ofar og til mín. Við vor- um 16 ára og á skólaferðalagi í Bjarkarlund. Eftir þessi kynni urðum við vinir ævilangt. Þorkell Steinar hringdi í mig í byrjun maí og rifjuðum við upp gamla tíma. Fyrstu kynnin í Hvalfirði, silungsveiðina við Urr- iðavatn, þar sem við lágum í tjaldi og veiddum vel. „Manstu þegar við vorum settir inn?“ spurði ég vin minn. „Já, það gleymist aldrei,“ svar- aði Þorkell. Við vorum á gangi á Barónsstíg, 17 ára gamlir. Allt í einu vorum við umkringdir af laganna vörðum, ýtt inn í lög- reglubíl og brunað með okkur niður á lögreglustöð. Vorum við ásakaðir um að hafa brotið brunaboða. Það var okkur auðvit- að víðsfjarri að koma þannig fram. Og var okkur sleppt eftir strangar yfirheyrslur. En þetta hefur greinilega setið í okkur báðum öll þessi ár. Þetta síðasta samtal okkar var merkilegt vegna þess að við ræddum um gamla tíma, gömul kynni. Þorkell Steinar var þess eiginlega valdandi að ég fór í Kennaraskólann. Ætlaði aðra leið í lífinu. Hann hætti ekki fyrr en ég lét innrita mig. Kannski var það gæfa lífs míns. Við vorum báðir KFUM-strákar. Svo æfð- um við íþróttir saman kennara- skólaárin. Þorkell Steinar var afburða- góður uppalandi, kennari og skólastjóri. Við hittumst nú sjald- an seinni ár, en ræddum oft sam- an í síma. Gjafir hvorum okkar til handa voru góð ráð, heilræði og hvatning. Þorkell Steinar var ein- stakur maður og góður félagi. Sumum þótti hann vera sérlunda í skoðunum. En honum þótti vænt um það og gerði í því að finna aðra fleti á lífi og skoðun- um. Síðustu orð Þorkels Steinars til mín voru, bara fyrir nokkrum dögum: „Þú verður að skrifa nokkur minningarorð um mig.“ Á þeirri stundu fannst mér það merkileg ósk, fannst alls ekki að vinur minn væri á förum. Hann minnti mig á orð sem ég hafði rit- að honum fyrir óralöngu og var löngu búinn að gleyma. Hann fór með hluta úr kvæðinu mínu í þessu síðasta samtali okkar en hann lést degi síðar. Orðin sem hann mundi voru svohljóðandi: „Lækurinn er eins og lífið, renn- ur hljóðlaust fram, frýs stundum, þiðnar og heldur áfram för. Sam- einast hinu mikla fljóti eða hafi. Líkt og lífið sem sameinast að lokum hinu mikla, góða, fallega og eilífa, fullkomna.“ Ég þakka Þorkeli Steinari fyr- ir vináttu, sem aldrei bar skugga á. Hann var þarna alltaf, vinur í raun og gleði. Samskipti okkar gerðu okkur betri og hamingju- samari en ella hefði orðið. Þakka þér, kæri vinur minn, fyrir öll þessi fallegu ár. Birgir Ás Guðmundsson. Þorkell Steinar Ellertsson Frænkur mínar á Herjólfsgötu í Hafnarfirði voru örugglega hlátur- mildustu stúlkur í heimi. Á ung- lingsárunum nutum við frænd- urnir þess að láta þær hlæja í fjölskylduveislunum á Þorfinns- götunni, ættaróðalinu sem afi og amma höfðu byggt á kreppuár- unum og var félagsmiðstöð fjöl- Berent Sveinbjörnsson ✝ Berent Svein-björnsson fæddist 13. júlí 1950. Hann lést 28. apríl 2018. Útför Berents fór fram 18. maí 2018. skyldunnar. Guðný var elst þeirra systra og virtist endalaust geta hleg- ið að vitleysunni sem upp úr okkur vall. Eftir unglings- árin skildi leiðir og fyrr en varði var Guðný orðin gift og ráðsettur hússtjórn- arkennari í Hafnar- firði. Pilturinn hennar, eins og amma hefði sagt, var iðnaðarmaður. Hann var hægur og hlýr en ákveðinn og hrifning hans á Guðnýju var öll- um augljós. Leiðir okkar lágu lít- ið saman næstu áratugi og sá ég þau aðeins endrum og sinnum í fjölskylduveislum. Það var svo 2005 að við fréttum hvort af öðru þar sem við vorum á Kanaríeyj- um. Eiginkonur okkar Berents áttu það þá sameiginlegt að tak- ast á við alvarlegan sjúkdóm, krabbamein. Þar nutum við ánægjulegra samverustunda og gátum um tíma gleymt stund og stað. Á síðustu tveimur árum tókum við upp þráðinn aftur þegar Be- rent fór að aðstoða okkur hjónin sem iðnaðarmaður. Verkefnið fólst í að setja upp ofna og tengja hitaveitu í sumarhús okkar hjóna. Þrátt fyrir veikindi sín gekk Berent til þess verks af ein- urð og staðfestu. Fór þar saman útsjónarsemi, verklagni og ein- stök snyrtimennska. Að loknu dagsverki nutum við þess að slaka á og ræða saman um heima og geima. Berent var margfróð- ur, glettinn og með góða frásagn- argáfu. Sögur hans af mönnum og málefnum endurspegluðu já- kvætt viðhorf hans til lífsins og tilverunnar. Hann naut þess sér- staklega að segja frá börnum sín- um og barnabörnum. Þá kom sér- stakt blik í auga hans og stoltið leyndi sér ekki í röddinni. Hann var hlýr og umhyggjusamur og hafði góða kímnigáfu. Berent kom svo og kvaddi okkur áður en hann hélt sér til lækninga til Sví- þjóðar. Þá var hann bjartsýnn og vongóður um sjúkdómshorfur sínar. Nú er Berent horfinn. Hugur okkar er hjá börnum hans og ættingjum. Guð blessi minn- ingu góðs drengs. Halldór Kr. Júlíusson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.