Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Það var á sólríkum degi í maí 2014 þegar náttúran öll var að vakna til lífsins og farfuglarnir flestir komnir til eyjunnar bláu, að á tröppum þjónustumiðstöðvar Kópavogs birtist vel greiddur prúðbúinn maður í jakkafötum. Hann var með bindi og ilmaði af rakspíra. Þessi maður var í vel pússuðum skóm og kom einkar vel fyrir og bauð starfs- mönnum af rausn upp á góðgerðir og kruðerí í matsal þjónustu- miðstöðvar. Hann sagði yfir fullan sal af fólki að útlitið hefði sjaldan eða aldrei verið jafn gott og einmitt núna til þess að bæta þessum lægst launuðu starfsmönnum bæj- arins launaskerðingu þá sem þeir höfðu orð- ið fyrir í hruninu. Þegar hluti yfirvinnu hafði verið tekinn af starfsfólki þjónustu- miðstöðvar Kópavogs. Hann brosti blíðlega eins og enginn væri morgundagurinn og sagði eins og sá er öllu ræður: þið þurfið ekki að vinna þessa yfirvinnu heldur verð- ur þetta sem launa- uppbót fyrir ykkur. Mér líkar vel hér sem bæjarstjóri og hef áhuga á að vera hér áfram ef þið veitið mér umboð til þess að vinna að góðum málum fyrir ykkur og fólk- ið í bænum. Hvílík lukka sem var með starfsfólki þjónustumiðstöðvar Kópavogs á þessum sólríka sum- ardegi að fá boðbera svo góðra tíðinda í heimsókn. Og kannski engin tilviljun heldur, því að deg- inum á eftir átti að kjósa til bæj- arstjórnar í Kópavogi. Margir starfsmenn þjónustu- miðstöðvar Kópavogs skunduðu prúðbúnir á kjörstað á kjördag 2014 og kusu þennan vingjarnlega og brosmilda bæjarstjóra, „boð- bera þessara góðu tíðinda“. Og horfðu með bjartsýni til framtíðar þar sem þeir væru komnir með svo öflugan málsvara í æðstu stjórn bæjarins sem léti sér svo annt um hag þeirra sem minnst mega sín. Ármann Kr. Ólafsson bæj- arstjóri efndi aldrei þetta loforð sem hann gaf sínum minnstu bræðrum daginn fyrir kosning- arnar 2014. Undirritaður skrifaði bréf til bæjarstjóra fyrir hönd starfsfólks þar sem undirritaður ítrekaði að bæjarstjóri mundi standa við gefin loforð. Aldrei kom bæjarstjóri sjálfur í eigin persónu til þess að gera grein fyrir sínu máli og loforðið komið í gleymsk- unnar hólf. Ármann var nú kom- inn í örugga höfn, í „stólinn“, með fulltingi starfsmanna þjónus- umiðstöðvar sem kusu hann í góðri trú en voru nú með öllu gleymdir. Nú berast fréttir af launa- kjörum bæjarstjórans sem hækk- aði launin sín á einu bretti um 612.000 krónur á mánuði og hefur nú í laun 2.500.000 króna á mánuði og um 30 milljónir í árslaun. Ein- ungis þessi hækkun bæjarstjórans er um það bil tvöföld laun þessara starfsmanna bæjarins sem hann sveik um launauppbótina á kjör- tímabilinu. Skyldu starfsmenn þjónustu- miðstöðvar Kópavogs skunda aftur prúðbúnir á kjörstað þann 26. maí næstkomandi og kjósa áfram til valda þennan brosmilda loforða- glaða bæjarstjóra? Ps. Þegar ég hef verið að setja saman þessar hugrenningar mín- ar, þá hefur komið upp í huga mér vísa sem ég heyrði fyrir margt löngu og hefur verið í uppáhaldi hjá mér. Þykir mér hún eiga einkar vel við þessa frásögn. Vísan var ort um prest að best ég veit, sem þótti ekki við eina fjölina felldur. Læt ég þessa vísu fylgja með hér í niðurlagi þessarar greinar. Jónas bæði giftir og grefur, bjart er í himnaranninum. Þar er á ferðinni úlfur og refur, og báðir í sama manninum. Litli maðurinn og bæjarstjórinn Eftir Einar Hjaltason » Ármann Kr. Ólafs- son bæjarstjóri efndi aldrei þetta loforð sem hann gaf sínum minnstu bræðrum dag- inn fyrir kosningarnar 2014. Einar Hjaltason Höfundur er stýrimaður og var í milli- landasiglingum um árabil. Helgafellshverfi er líklega fallegasta bygg- ingarlandið sem til er á höfuðborgarsvæðinu, suðurhlíðar með fallegu útsýni og fjölbreyttri byggð sem sam- anstendur af tiltölulega þéttum kjarna fjölbýla í miðjunni í kringum glæsilega skólalóð og svo sérbýlum niður að Varmánni, upp með Helgafelli niður að Skammadalslæk. Skipulag samkvæmt upphaf- legum áætlunum Skipulag hverfisins er niðurstaða samkeppni um skipulag á meðal fag- aðila sem fram fór árið 2005. Skipulag hverfisins var í upphafi samstarf bæj- arins og þeirra sem þá áttu landið Helgafellsbygginga. Sú uppbygging sem nú á sér stað byggist á því skipu- lagi og hafa tiltölulega litlar breyt- ingar verið gerðar á því frá upphafi. Ekkert hefur bæst við í bygging- armagni (það er byggðum fermetr- um) þrátt fyrir orðróm þar um. Íbúð- um hefur þó verið fjölgað lítillega til að koma til móts við breyttar þarfir og óskir eftir hrun, en upphaflega voru íbúðirnar þarna of stórar að margra mati og því hafa skipulags- yfirvöld í einhverjum tilfellum fallist á fjölgun íbúða þannig að íbúðir hafi minnkað og þeim verið fjölgað. Hald- ið er í fyrri bílastæðakröfur um tvö stæði á hverja íbúð og skal að minnsta kosti annað þeirra vera í bíla- kjallara. Til að koma til móts við þörf á minni og ódýrari íbúðum höfum við samþykkt ákveðinn fjölda minni íbúða, 70 fm og undir, en þar er ein- ungis krafa um eitt bíla- stæði og þarf það ekki að vera neðanjarðar. Jafn- framt eru gerðar kröfur um hjólastæði til að ýta undir virkan ferðamáta. Með þessu móti teljum við okkur tryggja ákveðna blöndun og fjöl- breytni í byggðinni. En það er einlæg skoðun mín að til lengri tíma litið sé mikilvægt að í hverfum sé góð blanda íbúða af mismunandi stærðum bæði í sérbýlum og fjölbýlum. Ég er sannfærð um að þegar hverf- ið verði fullbyggt verði það okkur öll- um til mikils sóma. Við skipulag hverf- isins eins og annara hverfa hefur verið horft sérstaklega til þess að tryggja græn svæði og gott aðgengi að nær- liggjandi náttúruperlum eins og Varmánni, Helgafelli og Reykjalund- arskógi. Skólar og leikskólar Helgafellsskóli er nú í byggingu og mun kennsla hefjast þar í janúar 2019. Um er að ræða glæsilegan skóla sem á endanum mun hýsa bæði leik- og grunnskólabörn. Mikil áhersla hefur verið lögð á góða og algilda hönnun sem geti veitt sem besta umgjörð um það fyrirmyndar skólastarf sem mun fara þar fram. Þegar fram líða stund- ir er gert ráð fyrir öðrum leikskóla í hverfinu en hverfið mun á endanum hýsa í kringum 1.200 íbúðir og þá er oft horft til þess að þörf sé á tveimur leikskólum og einum grunnskóla í hverfi af slíkri stærð. Fjölbreyttar og góðar sam- göngur Aðalgatnakerfið út úr Helgafells- hverfi er í dag frá hringtorgi við Varmá en á næstu árum mun hverfið jafnframt tengjast Reykjahverfi og nýjum Hafravatnsvegi auk þess sem tenging verður út á Þingvallaveg. Þannig er gert ráð fyrir þremur út- gönguleiðum úr hverfinu. Strætó hóf akstur í Helgafellshverfi um síðustu áramót enda mikilvægt að tryggja svo stóru og fjölmennu hverfi góðar almenningssamgöngur. Mikilvægt er að ganga frá göngu- og hjólreiða- stígum í hverfinu samhliða frekari uppbyggingu og tryggja þannig fjöl- breyttar og góðar samgöngur til framtíðar. Mikil uppbygging í Mosfellsbæ Eftir Bryndísi Haraldsdóttur »Mikil uppbygging hefur verið í Mos- fellsbæ á síðustu árum og ljóst að svo verður áfram enda nægt fram- boð lóða í sveitar- félaginu. Bryndís Haraldsdóttir Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ bryndis@mos.is Að undanförnu hef- ur verið unnið að end- urskoðun á mennta- stefnu Reykjavíkurborgar og voru drög að nýrri menntastefnu lögð fram á fundi borg- arráðs 3. maí sl. Því miður er ekkert minnst á kennslu í kristinfræði í drögunum. Það kem- ur hins vegar ekki á óvart. Kennsla í kristinfræði á ekki upp á pallborðið hjá Degi B. Eggertssyni borg- arstjóra og meðreiðarsveinum hans. Það sem kemur hins vegar á óvart er að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði skuli hafa samþykkt að drögin skyldu send í umsagnarferli án þess að bætt hafi verið úr þessum augljósa annmarka. Kristinfræði í menntastefnuna Frambjóðendur Borgarinnar okk- ar – Reykjavíkur telja nauðsynlegt að í menntastefnunni sé mælt fyrir um kennslu í kristinfræði. Þegar upp- komnir Íslendingar sátu í barnaskóla var kennd kristinfræði, sem oft var einfaldlega kölluð biblíusögur. Nauð- synlegt er fyrir nemendur að þekkja biblíusögurnar, skilja trúarlega merkingu þeirra, menningaráhrif og tengsl við daglegt líf. Að öðrum kosti er erfitt fyrir nemendur að skilja margt í því samfélagi sem við búum í. Við þurfum nefnilega fræðslu til að skilja hvar við erum, hvers vegna, og hvert við stefnum. Það er miður að fulltrúar nú- verandi meirihluta átti sig ekki á þessu. Þá seg- ir það margt um afstöðu hinnar nýju kynslóðar sjálfstæðismanna að þeir skuli ekki hafa spyrnt við fótum þegar drög að hinni nýju menntastefnu voru lögð fyrir borgarráð. Við hjá Borginni okk- ar – Reykjavík viljum breyta þessu. Við teljum nauðsynlegt að kristinfræði sé hluti af mennta- stefnunni og teljum sjálfsagt að Gí- deonfélaginu verði heimilað að gefa nemendum Nýja testamenntið. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er oddviti Borgarinnar okkar og und- irrituð skipar annað sæti framboðs- ins. Veljum kristin gildi í borg- arstjórn. Veljum X-O fyrir Borgina okkar – Reykjavík í borgarstjórn- arkosningunum 26. maí nk. Kristinfræði í menntastefnuna Eftir Edith Alvarsdóttur Edith Alvarsdóttir »Nauðsynlegt er fyrir nemendur að þekkja biblíusögurnar, skilja trúarlega merkingu þeirra, menningaráhrif og tengsl við daglegt líf. Höfundur skipar 2. sætið á lista Borg- arinnar okkar – Reykjavíkur. edithalvars@gmail.com Hreyfing er loksins komin á byggingu meðferðarkjarna við Landspítala - Há- skólasjúkrahús við Hringbraut þó mikill meirihluti Reykvík- inga og þjóðarinnar telji mun skyn- samlegra að byggja þess í stað nýtt þjóð- arsjúkrahús á betri stað eins og á Keldum. Miðflokkurinn hefur lagt fram til- lögu á Alþingi um alvöru stað- arvalsgreiningu spítala á Keldum eða Vífilsstöðum borið saman við Hringbrautina. Þessi tillaga hefur verið „svæfð“ í velferðarnefnd Al- þingis af fulltrúa VG svo umræður og af- greiðsla tillögunnar frestast fram á haust- ið. Staðarvalsgreining og forhönnun á bara að taka 1 ár Helstu fylgismenn byggingar Landspítala við Hringbraut bera fyrir sig þá þvælu að það muni seinka bygg- ingu spítalans um 10- 15 ár að hugleiða ann- an stað, einkum vegna tíma við staðarvalsgreiningu, deiliskipulag og opinberar leyfisveitingar! Þann 11. maí sl. efndu samtökin Betri spítali á betri stað til málþings um byggingu þjóðarsjúkrahúss og flutti íslenski arkitektinn Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi Nordic arkitektastofunnar í Osló, þar er- indi um staðarvalsgreiningu, hönn- un og byggingu tíu spítala í Noregi og Danmörku, en arkitektastofan hans hefur mikla sérfræðiþekkingu með um 50 arkitekta sem vinna ein- göngu við staðarvalsgreiningu, hönnun og skipulagningu spítala og heilsutengdra verkefna. Í erindi sínu taldi Hallgrímur upp átta nýleg sjúkrahús sem hafa verið byggð eða sem verið er að byggja í Danmörku og Noregi þar sem heildartími staðarvals, hönnunar og byggingar spítalanna er 5-10 ár eft- ir stærð þeirra og staðsetningu. At- hyglisvert var að allir þessir spít- alar hafa verið byggðir á nýjum stað í útjaðri viðkomandi borga í staðinn fyrir gömlu spítalana í mið- borginni. Hallgrímur kynnti sér- staklega verkefni sem hann er að vinna að sem er nýtt háskólasjúkra- hús í Stavanger í Noregi sem á að þjóna 360.000 íbúum svæðisins en íbúar Stavanger í dag eru um 140.000 eða svipað og Stór- Reykjavíkursvæðið. Sjúkrahúsið verður 205.000 fm með 650 rúmum. Staðarvalsgreining var gerð á þremur stöðum í Stavanger og fór fram árin 2015-2016, og fólst í sex mánaða staðarvalsgreiningu og for- hönnunarferli og sex mánaða póli- tískum ferli (deiliskipulag og leyf- isveitingar). Hönnun og bygging sjúkrahússins á þeim stað sem val- inn var tekur sjö ár og verður það tekið í notkun 2023. Staðarvals- greiningin sýndi fram á að það var tveimur árum skemmri tími og mun ódýrara en að byggja við gömlu spítalana í miðborg Stavanger. Kjósandi góður, hvers vegna tek- ur staðarvalsgreining sjúkrahúsa, deiliskipulag og leyfisveitingar tíu ár á Íslandi, en Norðmenn klára það á aðeins einu ári? Staðarvalsgreining sjúkrahúss á Keldum taki bara eitt ár Eftir Jón Hjaltalín Magnússon »Hvers vegna tekur staðarvalsgreining sjúkrahúsa, deiliskipu- lag og leyfisveitingar tíu ár á Íslandi, en Norð- menn klára það á aðeins einu ári? Jón Hjaltalín Magn- ússon Höfundur er verkfræðingur og fram- bjóðandi Miðflokksins í Reykjavík. jhm@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.