Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 21

Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Elliðaárdalur Æ fleiri grágæsir hafa hér vetursetu og hafa sögu að segja. Eggert Frá því að Vinstri- hreyfingin – grænt framboð var stofnuð fyrir nærri 20 árum hefur hugsjón hreyf- ingarinnar verið hald- ið uppi af harð- duglegu fólki um land allt. Í heimabyggð er ljóst að raddir um- hverfisverndar, fé- lagshyggju og fem- ínisma geta haft mikil áhrif enda margar mikilvægar ákvarðanir teknar af sveitarstjórnum; ákvarð- anir sem varða hagsæld og velferð okkar allra. Sveitarstjórnarmál eru nefni- lega hápólitísk mál sem snerta daglegt líf okkar allra. Þar eru teknar ákvarðanir sem geta breytt lífsgæðum okkar og gildismati. Þannig hafa Vinstri-græn í meiri- hlutanum í Reykjavík beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar og lækkun leikskólagjalda þannig að reykvískir foreldrar borga nú lægstu leikskólagjöldin á höf- uðborgarsvæðinu. Vinstri-græn í Norðurþingi beittu sér fyrir því að öll börn yfir tólf mánaða aldri fengju vist á leikskólum sveitarfé- lagsins. Vinstri-græn í Mosfellsbæ hafa unnið ötullega að því að frið- lýsa ýmis náttúruvætti í bæj- arlandinu, til dæmis Álafoss í Varmá og meðal annars fyrir til- stilli okkar var Mosfellsbær fyrsta sveitarfélagið til að fá jafn- launavottun. Margt fleira mætti nefna sem fulltrúar Vinstri-grænna innan meirihlutasamstarfs um land allt hafa áorkað og hefur gert sam- félagið betra fyrir fólk, bætt um- hverfi og jafnað stöðu kynjanna. Fulltrúar okkar í sveitarstjórnum um land allt hafa sömuleiðis veitt meirihlutum virkt að- hald, og er skemmst að minnast umræðu um boðsferðir og siðareglur bæjarfull- trúa á Akureyri sem bæjarfulltrúi Vinstri- grænna leiddi. Málin framundan í sveitarstjórnum landsins verða mörg og ekki af minna tag- inu. Hvernig ætla sveitarfélögin að leggja sitt af mörkum til að ná fram kolefnishlutleysi? Þar leggja Vinstri-græn áherslu á hleðslustöðvar fyrir rafbíla, öflugri almenningssamgöngur, þ.m.t. Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, minna plast og minni sóun í öllum stofnunum sveitarfélaga og nátt- úruvernd bæði í þéttbýli og dreif- býli. Hvernig ætla sveitarfélögin að tryggja betra samfélag fyrir íbúa sína? Þar leggja Vinstri-græn sér- staka áherslu á húsnæðismál og að sveitarfélögin verði meiri ger- endur í uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði þannig að venjulegt fólk geti verið öruggt um að hafa þak yfir höfuðið. Sömuleiðis eru skólamál lyk- ilatriði; að sveitarfélögin bregðist við þeim vanda sem blasir við í mönnun bæði grunnskóla og leik- skóla, tryggi góðar starfsaðstæður fyrir kennara og leggi sitt af mörkum við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þegar kemur að jafnrétt- ismálum eru sveitarfélögin í lyk- ilaðstöðu til að gera enn betur. Meðal annars með því að innleiða jafnlaunavottun en sömuleiðis með gagnsærri og skýrri kjarastefnu þar sem launafólk fær mannsæm- andi laun og karlar og konur eru metin til jafns. En líka með því að taka á málum sem tengjast kyn- bundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Þar hafa stjórnvöld stigið mikilvæg skref, meðal annars með heildstæðri og fjármagnaðri áætl- un um hvernig á að taka á kyn- ferðisofbeldi og áætlunum um hvernig á að taka á kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Það liggja tækifæri víða. Ríkis- stjórnin vinnur ötullega að því að tryggja að sú efnahagslega hag- sæld sem við höfum séð að und- anförnu skili sér inni í samfélagið, með sérstakri áherslu á uppbygg- ingu heilbrigðisþjónustu, mennta- kerfis og samgangna og umbóta í almannatryggingum. Mikilvægt er að samfélagsleg uppbygging í þágu almennings fari fram um land allt á sveitarstjórnarstigi. Í kosningunum á morgun verða í boði V-listar Vinstri-grænna og óháðra í tíu sveitarfélögum. Þá eru fulltrúar Vinstri-grænna víða ofarlega á listum blandaðra fram- boða um land allt. Ég veit að þau munu öll sem eitt beita sér fyrir almannahagsmunum, umhverfis- og náttúruvernd, aukinni velferð og jöfnuði og jafnrétti kynjanna – málum sem miða að því að auka lífsgæði okkar allra. Við viljum samfélag fyrir okkur öll, hver sem við erum og hvaðan sem við kom- um, þar sem við höfum tækifæri til að skapa okkar eigin örlög, rækta hæfileika okkar og taka virkan þátt í ákvörðunum. Höfum þau sjónarmið í huga þegar við göngum inn í kjörklefann. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Þegar kemur að jafnréttismálum eru sveitarfélögin í lykilað- stöðu til að gera enn betur. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er forsætisráðherra. Aukum lífsgæði Það hefur verið bréf- að oftar en tölu verður á komið hve nauðsyn- legt það er, að þegnar þessa lands geti átt frjálsan sparnað. Hinn frjálsi sparnaður er á ýmsu formi, misjafn- lega nærri því að vera laust fé, en ávallt ígildi peninga. Þannig er vel stað- sett fasteign á Manhattan gulls ígildi, þó ekki þyngdar sinnar virði. Fasteignin er óhentug til greiðslu en afgjald í formi leigu kann að vera góður greiðslumiðill. Seðlar og mynt í formi dollars eða evru er almennt viðkennt til lúkningar skulda hvar sem er í heimi. Íslenskir bankaseðl- ar eru almennt viðurkenndir til lúkningar skulda á staðbundnu svæði, það er á Íslandi. Bankaseðlar og peningar Á milli bankaseðla og peninga liggja verðbréf í formi hlutabréfa. Vissulega geta hlutabréf verið mis- jöfn að gæðum. Þannig eru hlutabréf í félögum sem eiga að halda utan um félagsheimili stjórnmálaflokka næsta lítils virði. Kann þó að vera menningarauki að þeim. Um hluta- bréf í fjármálastofnun eða skulda- bréf útgefin af sömu stofnun gegnir öðru máli. Slík verðbréf eru ígildi peninga. Gæðin eru „vottuð“ af end- urskoðendum. Peningaígildið bygg- ist á trausti. Traust verður ekki selt Vitur maður hefur sagt að traust verði ekki selt. Traust á fjármála- stofnunum verður til vegna þess að heiðvirt fólk umgengst slíkar stofn- anir á þann veg að þær tengjast almannahags- munum. Það traust byggist á því að fjár- málastofnanir byggja á reglum, flestum skráð- um í löggjöf. Þar ber helst að nefna lög um hlutafélög og lög um fjármálafyrirtæki. Við- skipti með fjármála- gerninga grundvallast á lögum um verðbréfa- viðskipti. Til viðbótar við þessa lagabálka eru fjölmargir aðrir bálkar til að taka á þeim atriðum sem þýðingu hafa, ekki aðeins gagnvart eigendum, heldur einnig viðskiptamönnum og öllum þeim er hagsmuni hafa. Hag- aðilar eru allt samfélagið, enda flokkast kerfislega mikilvæg fjár- málafyrirtæki undir „einingar tengdar almannahagsmunum“. Útbreiddur misskilningur um afnám reglna Það er útbreiddur misskilningur að við aðild að evrópsku efnahags- svæði hafi verið horfið frá reglum, „deregulated“, á fjármálamarkaði. Með aðildinni var lögtekin marg- vísleg vinna sem byggði á reynslu annarra þjóða. Fjármálamarkaður á Íslandi var regluvæddur meira en nokkru sinni fyrr. Fjámálafyrirtæki voru einkavædd á sama tíma. Þau sem þar um véluðu á eftir voru alls ekki trausts verð. Fjár- málafyrirtækin urðu glæpavæðingu að bráð svo nauðsyn bar til að stofna embætti sérstaks saksóknara vegna málefna þessara fyrirtækja. Reyndar var það svo fyrir aðild að evrópsku efnahagssvæði, að hluta- félagalög voru að stofni og eðli leið- beiningar um að umgangast alla hluthafa jafnt, en þó þannig að afl at- kvæða réði. Í gildandi hluta- félagalögum segir:  Félagsstjórn, framkvæmda- stjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstaf- anir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótil- hlýðilegra hagsmuna á kostnað ann- arra hluthafa eða félagsins. Til þess að fylgja því eftir að hlutafélög starfi samkvæmt lögum, reglum og samþykktum félaganna, kjósa hluthafar sér trúnaðarmann, endurskoðanda. Endurskoðendur eru eins og hjartaskurðlæknar; al- máttugir og alvitrir. Endurskoð- endur eru ekki trúnaðarmenn stjórna eða stjórnenda. Yfirlýsing endurskoðenda um „glögga mynd“ er gagnvart grandalausum eig- endum, hluthöfum og viðskipta- mönnum. Það sem er skoðað skal standast efnislega skoðun, en ekki aðeins formlega. Form getur aldrei tekið efni fram. Lán Kaupþings til útvalinna Það gefur ekki „glögga mynd“ ef sumir eigendur hafa aldrei lagt neitt af mörkum. Hafa einungis fengið „áhættulaus“ hlutabréf, með „áhættulausu“ láni frá félaginu. Í glöggri mynd í milliuppgjöri hjá Kaupþingi 30. júní 2008 kom eft- irfarandi fram: „Bankinn hefur veitt stjórnar- mönnum og lykilstjórnendum lán. Útistandandi lán til stjórnarmanna, lykilstjórnenda og vandamanna þeirra námu 36,8 milljörðum þann 30.5. 2008 og 34,4 milljörðum 31.12. 2007. Skilmálar lánanna og önnur skil- yrði eru svipuð fyrir stjórnarmenn og lykilstjórnendur og á þeim lánum sem veitt eru öðrum viðskiptamönn- um.“ (e. „The Bank has granted lo- ans to board members and its key management. The outstanding bal- ance of loans to board members, ma- nagement and close family members amounted to ISK 36,823 million at 30 June 2008 and ISK 34,408 million at 31 December 2007. The terms and conditions are si- milar for the board members and key management as loans granted to other customers of the Bank.“) Skilmálar þessara lána sem að framan eru nefndir, svipaðir og til annarra viðskiptavina, samkvæmt skilmálum:  „Ábyrgð lántaka á skuldinni skv. lánasamningi þessum takmark- ast við andvirði handveðsins (hluta- bréfa í Kaupþingi) og hvers kyns viðbótartrygginga sem hann kann að að leggja fram í samræmi við ákvæði 5. gr. en auk þess skal hann því til viðbótar bera ábyrgð á greiðslu 10% skuldarinnar eins og hún er á hverjum tíma.“ Endurskoðendur kunna að hafa hugsað sem svo: „Er nokkrum manni of gott að vera fífl?“, með því að virða slíkan texta sem sannleika frá alvitrum snillingum. Kann að vera að endurskoðendur bankanna hafi miklast af villu sinni. Sterkt eða veikt Þannig gat Kaupþing hf. einungis innheimt 10% af skuldinni ef Kaup- þing hf. færi í þrot, sem varð raunin. Hlutafé sem varð til með þess konar lánum var kallað „veikt“ hlutafé. Það veit enginn hvar þetta hugtak varð til. Kann að vera tilvísun í veikt áfengi eða sterkt áfengi í fríhöfnum. Í samanburði við þá er greiddu fyrir sitt hlutafé, með sparifé sínu, frjálsu eða þvinguðu, með framlagi í lífeyrissjóði, þá er alls ekki jafnræði með hluthöfum. Þetta „veika“ hlutafé var ekki veikara en svo að það naut arðs af hinni ógreiddu eign. Með því að hlutabréfin höfðu hækk- að í verði, þá var vöxtum bætt við lánið og „eigandi“ hins „veika“ hlutafjár naut arðs af því, sem aldrei hafði verið greitt til jafns við þá, er höfðu í raun lagt fram peninga. Jafnræði hluthafa? Eða varð þetta „eigið fé“ til úr engu? Var þetta eigið fé? Hvers áttu endurskoðendur að gæta? Skaðabætur Endurskoðunarfyrirtækin KPMG OG PWC féllust á að greiða þrotabú- um Kaupþings hf. og Landsbanka Íslands hf. skaðabætur vegna verka sinna. Þær gengu til kröfuhafa en ekki til hluthafa, en trúnaðurinn var við hluthafa, þeir voru sviknir og urðu fyrir altjóni. Það hefur gengið dómur í Hæsta- rétti þess efnis að hluthafar eigi ein- göngu hlutabréfið, en ekki hlutdeild í sameign hlutafélagsins. Þannig verður eign hluthafans einungis eft- irstæð eign hlutafélagsins. Þeim mun meiri er trúnaðarskylda endur- skoðenda við hluthafa. Og að gætt sé jafnræðis gagnvart hluthöfum á þann veg að þeir sem njóti arðs af hagnaði hafi lagt eitthvað af mörk- um. Ekki með „veiku“ hlutafé í formi ábyrgðarlausrar undirskriftar. Yfirlýsing um glögga mynd er byggð á sannleika, en ekki því sem kann að geta verið sannleikur. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Yfirlýsing um glögga mynd er byggð á sannleika, en ekki því sem kann að geta verið sannleikur. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Gefur glögga mynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.